Fálkinn


Fálkinn - 13.04.1956, Side 8

Fálkinn - 13.04.1956, Side 8
8 FÁLKINN * Fionið ★ konunfl ★ mínfl/ LÖGREGLUSAGA NG kona steig létt og iipur- lega út úr lágum, nettum um bíl fyrir utan köku-. búðina í aðalgötunni í Roseville. Hún er lagleg þessi! hugsaði Crawford með sér og ætlaði að fara að blístra en tók sig á. Ný- skipaður sakamálafulltrúi blístrar ekki á dömur. Hins vegar nam hann staðar við kökubúðarglugg- ann og þóttist vera að skoða kransakökuna, sem var þar, en í laumi renndi hann augunum til þessarar fallegu, sem stóð nú við búðarborðið og var að versla. En áður en hann vissi af tók af- greiðslustúlkan kransakökuna úr glugganum og fór að búa um hana. Crawford lagaði ósjálfrátt háls- bindið sitt, meðan hin fagra gekk út að bílnum, með kransakökuna milli handanna. Hún setti hana í aftursætið og var í þann veginn að fara inn sjálf þegar henni sner- ist hugur og gekk nokkur skref hratt fram gangstéttina. — Halló, Mary! kallaði hún og stöðvaði manneskjuna, sem kom gangandi á móti henni. Nú fyrst sá Crawford hana — þetta var blind manneskja, sem reyndi fyrir sér með hvítum staf, horuð og bogin í baki, mjög fátæklega til fara og með hettuklút, sem náði niður yfir dökku gleraugun. — Viljið þér aka með mér, Mary. Ég hefi eitthvað af fötum handa yður — laglega kjóla, hélt unga daman áfram. Og nú færð- ist fjör í blindu mar.neskjuna. — Kjóla, tautaði hún og hélt fast í höndina, sem daman hafði rétt fram. Hún hjálpaði henni inn í bílinn og svo óku þær burt. TVEIMUR tímum síðar kom Crawford inn í skrifstofuna til Browns stéttarbróður síns, eins og umtalað hafði verið áður. Hann ætlaði að byrja leyfi sitt þarna í Roseville, með því að fara í veiði með Brown. En þegar Brown leit upp var andlitið held- ur en ekki mæðulegt. — Ég er hræddur um að lítið verði úr veiðiferðinni, sagði hann mæddur. — Að minnsta kosti verður enginn miðdegisverðurinn. Charles Benton, mikli maðurinn hérna í Roseville, sem ég hefi sagt þér frá, var að síma til mín. Konan hans er horfin, það er ekki gott að vita Ihvort hún hefir ekki verið myrt. Brown fáimaði með hendinni í grátt gisið hárið á sér og reyndi að hneppa að sér jakkanum. — Ég hefi verið lögreglustjóri hérna í Roseville í heilan manns- aldur, andvarpaði hann, en morð hefir ekki komið fyrir hérna allan þann tíma, ja, varla innbrot, sem vert er um að tala. Og svo kem- ur þetta — aðeins einum mánuði áður en ég læt af embætti með eftirlaunum. Og svo einmitt Benton! — Ég á frí, sagði Crawford, en þegar hann sá biðjandi augna- ráð Browns söðlaði hann um og sagði: — Jæja, ef þú heldur að ég geti orðið þér að nokkru liði, er velkomið að ég komi með þér. CHARLES BENTON, sem sat í hinni skrautlegu vinnustofu sinni, hafði elst um tuttugu ár síðustu tímana, að því er Brown virtist. Hann kenndi í brjósti um hann. Benton var hár maður og þrek- inn, dálítið hvass og drembilegur á svipinn. Hann var hinn ókrýndi konungur þarna í bænum. Hann átti nokkrar verksmiðjur, bank- ann þar á staðnum og hlutabréf í fjölda fyrirtækja. Hann var sex- tíu ára, en eins og hann var núna, þarna sem hann sat, virtist hann vera gamalmenni. I herberginu mátti sjá verksummerki eftir handalögmál: blómakeri hafði verið velt, rispur eftir háa hæla á flísagólfinu. Skartgripaskápur- inn hafði verið brotinn upp, og hillurnar með flauelsfóðrinu stóðu auðar. Peningaskápur, sem var falinn í veggnum — gerð hans var annars ófyrirgefanlega ófull- komin — hafði verið opnaður og tæmdur. Benton taldi, að stolið hefði verið frá sér kringum 600 þúsund króna virði. Hann virtist kunna spurningum Browns illa. Augu hans hvörfl- uðu í sífellu að tveimur dökkum blettum á gólfinu — blóðblettum. — Finnið þér konuna mína! sagði Ihann. — Mig gildir einu um peningana og skartgripina — ég verð að fá konuna mína aftur! Þeir gátu tosað honum inn í annað herbergi og nú fór Brown og menn hans að gera hina venju- legu áthugun í skrifstofunni. Benton reyndi að harka af sér og gera grein fyrir því, sem skeð hafði. — Konan mín kom heim klukk- an rúmlega sextán. Það var rétt svo að ég gat kvatt hana áður en ég fór í klúbbinn, — ég fer þangað alltaf siðdegis á laugar- dögum til að spila billiard. Kon- an mín var í besta skapi og sagðist ætla að gefa vinnufólkinu frí, og svo gætum við ekið út og borðað miðdegisverð saman á einhverj- um skemmtilegum stað. Hún hafði keypt sér stóra kransa- köku ... Crawford sperrti allt í einu upp augun. Var þetta mögulegt? Glæsilega unga konan sem hann hafði séð — og þessi gamli mað- ur? Hann laumaðist frá þeim og fór að skoða stóra ljósmynd á einu borðinu. Jú, þarna var hún, konan úr bifreiðinni! Og nú mundi hann líka hvað Brown hafði sagt er þeir voru á leiðinni heim til Bentons — að Benton hefði ekki gifst fyrr en fyrir rúmu missiri. Það hafði vakið mikla athygli, er Benton kom heim úr ferðalagi með fallega, unga konu með sér, svo unga, að hún hefði nærri því getað verið barnabarnið hans. Allar frúr í Roseville, sérstaklega þær sem áttu heimasætur, höfðu orðið fokvondar, og heldra fólkið í Roseville vildi ekki taka frú Doru Benton fyrir góða og gilda vöru. Fólk hafði gengið fram hjá henni, og hún hafði verið einstæð- ingur, en virtist ekki setja það fyrir sig. — Konan mín kom með blindu Mary með sér heim, hélt Benton áfram. — Dora var alltaf svo inni- lega góð við hana. Ég geri ráð fyrir að hún hafi komið með hana til þess að gefa henni einhvern fatnað, eins og hún var vön. Hún hafði líka tekið ofan af kransa- kökunni. En þegar ég kom heim klukkan átján, var Mary farin — og Dora var farin Ííka. Húsið var mannlaust. En bíll Doru var á sínum stað í skúrnum. Brown hafði náð í einn af að- stoðarmönnum sínum, svo lítið bar á, og sagt honum að fara heim til blindu Mary. — Ég er hræddur um að það Verði lítið á þvi að græða, sagði Benton vondaufur. — Mary er því miður hálfgerður fáráðlingur, og það kemur ekki til mála að hún sé neitt við hvarf konunnar minn- ar riðin.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.