Fálkinn


Fálkinn - 13.04.1956, Side 9

Fálkinn - 13.04.1956, Side 9
FÁLKINN 9 ÉG kann ekki við þetta, sagði Brown nokkru seinna, er tveir lögreglumennirnir voru að rann- saka hvort þeir fyndu spor í garðinum. — Það væri jafnvel ástæða til að halda, að Dora Benton hefði framið þjófnaðinn sjálf. Hvers vegna annars hefði hún gefið vinnufólkinu frí í dag? Einmitt í dag! Og hverjir vissu, aðrir en hún, að Benton geymdi svona mikla peninga í skápnum sínum? Við verðum líka að muna, að við vitum ekkert um fortíð hennar. Benton náði sér í hana einhvers staðar — ég hdd helst að það hafi verið í New York. Það er ekki að vita nema hún hafi haft einhvern samsekan með sér? — En hvernig skýrir þú þá blóðblettina, Brown? Og hvernig hefði ókunnugur bíll átt að aka gegnum alla Rosevilie og til baka aftur, án þess að tekið hefði verið eftir því ? Það var oí mikil áhætta til þess að nokkur reyndi það? — Og þó veit ég það ekki. — Garðurinn liggur upp að skógi, sem Benton á, og hann hefir lagt veg gegnum skóginn, beint út á þjóðveg nr. 18. — Jæja, það er líka annar möguleiki til, sagði Crawford þurrlega, — nefnilega að þessi mikli Benton hafi komið konunni sinni fyrir kattarnef sjálfur og síðan falið skartgripina og pen- ingana, til þess að villa lögregl- unni sjónir. Fannst þér hann ekki vera furðu rólegur út af fjár- munahvarfinu. Þessi möguleiki gefur að minnsta kosti skýringu á blóðblettunum. ÞEIR ræddu þetta fram og aftur og komu með ýmiss konar tilgát- ur. Nú voru þeir komnir inn í skóginn. Þar sáu þeir dálitla tjörn blasa við, ofurlitla tjörn með vatnsliljum við bakkana. — Þetta er góður staður til að fela lík á! tautaði Brown og hopp- aði þúfu af þúfu, en svört leðjan spýttist upp meðfram skónum hans. — Farðu varlega, kallaði Craw- ford. — Þessi dý geta verið botn- laus. —- Þau eru botnlaus, svaraði Brown og hoppaði áfram. En allt í einu nam hann staðar og dró eitthvað vott og forugt upp úr leðjunni. Gegnum slýið var hægt að sjá hvassan, franskan hæl. Þessi skór gat ekki verið af öðr- um en Doru . .. — Við verðum að láta dæla þennan pytt þurran! sagði Brown áhyggjufullur meðan þeir voru að stikla á þúfunum til baka. — Þó að ég haf ði ekki nokkra hugmynd um, hvernig maður á að fara að því. Við höfum hvorki menn né útbúnað til slíks. Hérna hefir aldrei drukknað manneskja, all- an þann tíma, sem ég hefi verið hérna. — Þú verður sjálfsagt að fá hjálp úr næsta bæ, sagði Craw- ford. — Hæ! Hvað er nú þetta? Hann var rétt dottinn um eitthvað sem lá á milli þúfna. — Hundur Doru! hvíslaði Brown og fölnaði í framan er Crawford dró hundinn upp úr leðj- unni. — Hún elskaði þennan hund! Hann hefir verið drepinn hérna. Og er það ekki sönnun fyrir því að Dora liggur dauð liérna í einhverjum pyttinum líka? — Náðu þá í fólk í kvöld svo að við getum byrjað að leita snemma í fyrramálið. Bú þú Benton undir það versta, en hafðu augun opin. Ég er ekki viss um, að morðinginn sé langt að. ER þeir höfðu borðað í flýti fóru þeir Brown og Crawford að rýna í skýrslurnar, sem aðstoðarmenn Browns höfðu viðað að sér. Þar voru fáar upplýsingar, sem gætu virst skipta máli. — Hefir þér ekki þótt einkenni- legt, sagði Crawford við Brown er þeir voru að tala um skýrslu- plöggin, — að Dora Benton hefir beiniínis hvatt vinnufólkið til að íá sér frí og fara út? Annars hef- ir hún hvorki verið eftirlát né gjafmild, svona yfirleitt. Fóikið fékk aldrei neitt aukreitis hjá henni. Eina manneskjan sem hún var rausnarleg við, var blinda ílary. Ég ’hefði annars gaman af að tala við hana, því að maður- inn sem hafði tal af henni, fékk ekkert upp úr henni nema sundur- laust rugl. En hún hefir þó verið sú seinasta, sem sá Doru lifandi. MARY átti heima í hrörlegum kofa, ekki langt frá Benton. Garðurinn kringum húsið var líkastur ruslabing, með alls konar úrgangi og skrani. Þeir sáu kerl- inguna álúta og með svörtu gleraugun er þeir óku heim að kofanum. Hún rétti úr sér þegar hún heyrði í bílnum. — Hver er þar? spurði hún angistarfull. Brown sagði henni hvað í efni væri, og hún gekk á undan þeim inn í kofann. Þar var furðu hreint og þokkalegt. Rúm- ið var umbúið, á borðinu var morgunverðurinn — og lykt af iimvatni í stofunni. Jafnvel Brown fór að hnusa. En um leið komu þeir auga á kjóla Doru Bentons og fengu skýringuna — ilmurinn var auðvitað af þeim. Crawford lét Brown um að yfirheyra blindu Mary, en svip- aðist í stofukytrunni á meðan. Blindu Mary féll þetta auðsjáan- iega ekki, hún var óróleg og allt- af að snúa sér á stólnum. Tvisvar sinnum beygði Crawford sig nið- ur, annað skiptið til að taka eitt- hvað upp af gólfinu frammi við gluggann, og í hitt skiptið lyfti hann upp ábreiðunni á rúminu. Það var kominn skrítinn glampi í augu Crawfords. Hann læddist þegjandi yfir gólfið og nam stað- ar við hliðina á Brown. Andlit blindu Mary var enn fölt og eins og á múmíu. Hún sat með mjóar og tærðar hendurnar í fanginu. Allt í einu dregur Crawford upp skammbyssu og miðar henni á andlitið á gömlu konunni. En enga breytingu er á Mary að sjá við þetta. Crawford hikaði. Gat það verið að honum skjátlaðist? Hann færði skammbyssuna enn nær andlitinu. — Afsakaðu mig. sagði hann hátíðlega við Brown. — Ég skal skýra þetta fyrir þér á eftir. Eina sekúndu var allt hljótt, en svo tók Mary báðum höndum fyrir andlitið og æpti: — Nei, þér getið ekki gert það. Eins og eld- ing spratt hún upp af stólnum — án þess að hirða um hvíta staf- inn — og út í bifreiðina. Hún var að leita að „startaranum" á biln- um er þeir réðust á hana, og hún barðist eins og villidýr meðan þeir voru að setja á hana hand- járnin. Crawford sleit af henni höfuðklútinn, og nú sást fallega hárið á — Doru Benton! ÞAÐ var ilmvatnið, sem varð henni að falli, sagði Crawford er þeir félagarnir sátu saman yfir ölglasi á eftir. — Ég tók eftir að i'murinn kom ekki aðeins frá kjólnum á stólbakinu heldur líka frá Mary sjálfri — og af kodd- anum, þegar ég lyfti ábreiðunni af rúminu. Og við gluggann fann ég nokkrar langar neglur, sem hún hafði klippt af sér. Svo að þá datt mér í hug að reyna, hvernig hún brygðist við er ég miðaði skammbyssunni. — Það verður þá Mary gamla, sem við finnum i pyttinum á morgun, sagði Brown daufur í dálkinn. — Skartgripina og pen- ingana hafa aðstoðarmenn mín- ir grafið upp úr sorphaugnum fyr- ir utan kofann. Dora hafði undir- búið allt vel. Hún hafði sýknt og heilagt brotið heilann um, hvern- ig hún ætti a.ð sleppa úr prísund- inni í Roseville án þess að þurfa að sleppa tilkalli til peninganna og skartgripanna frá Benton. Og loks fann hún úrræðið, þar sem Mary var — hún var ágætt fórn- arlamb. Enginn mundi sakna Mary, og hún gæti haldið áfram að leika hlutverk hennar þangað til hvarf Doru Benton væri fallið í gleymsku. Og þegar hún hypj- aði sig á burt mundi engan gruna, að hún hefði sex hundruð þúsund króna virði í pinklinum sínum. — Mér þykir þetta leitt vegna Bentons, sagði hann. — Or því að NÝTT MET? — Ökugikkurinn Donald Campell, sem er methafi í hraðsigl- ingum, er kominn til Bandaríkjanna og hyggst bæta met sitt þar. — Hér sést hann vera að kveðja konuna sína í London. SIGRAÐUR HLAUPARI. Enski hlaupagikkurinn Gordon Pirie hefir aldrei þessu vant verið sigraður, en ekki í hlaupi heldur í ást. Hann ætlar að fara að giftast, og konuefnið er líka hlaupari — Shirley Hampton, sem setti heimsmet í hlaupi 1952. Nýjasta flónska í skótísku er sú að mála andlit á táleðrið á skónum. Þess- ir skór, sem eru gerðir í Diisseldorf, fengu verðlaun á sýningu í Bologna í Ítalíu. svona er gæti ég vei hugsað mér að það væri blóð Doru í blettun- um á gólfinu hjá honum. En svona er lífið. Og hvað segirðu nú um að koma í veiðina? Við erum báðir lausir og liðugir núna.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.