Fálkinn


Fálkinn - 13.04.1956, Page 12

Fálkinn - 13.04.1956, Page 12
12 FALKINN > A# A# MICHEILE FRAMH ALDSSAGA 13 Celeste andmælti nokkuð, því að hún hélt að það væri hyggilegra. „En getið þér ekki sent þessum frænda yðar peningana í smá- slöttum?“ Michelle hristi höfuðið. „Þá mundi hann reiðast undir eins. Hann höfðar mál og stefnir fólki fyrir allit. Og það yrði leiðinlegt fyrir Lucien.“ „Vafalaust væri það leiðinlegt, fyrir mann sem er í jafn miklu áliti,“ svaraði Celeste og reyndi að stilla sig um að brosa. Eins og Lucien gæti ekki kippt öðru eins smáræði í lag á svipstundu, og kennt ágjörnum bónda hvað lög og réttur er. Michelle horfði á 'hana. „Ég var hrædd um það,“ sagði hún. „Að fólk mundi fara að tala um það, ef það fréttist.“ Celeste datt nýr hrekkur í hug, þegar hún heyrði þessi orð. „Það væri auðvitað hræði- legt!“ sagði hún. „Fólki í annarri eins stöðu og Lucien — hann er í rauninni einn af fremstu mönnum þjóðarinnar — er alltaf veitt athygli. Smávegis hneykslismál mundi baka honum óbætanlegt tjón. Og hann er líka svo ærukær — og stoltur af gamla ættarnafninu , og stöðu sinni í mannfélaginu." „En hvað á ég að gera?“ sagði Michelle örvæntandi. „Við skulum hugsa málið!“ sagði Celeste. „Látum okkur nú sjá ... það er hægt að fá lánaða peninga .. . það er alls ekki óvenju- legt að konur, jafnvel af tignum ættum, fái peningalán til að borga skuldir, sem þær vilja helst ekki láta mennina sína vita um. Það er hægt að fara til einhvers þagmælsks manns, sem lánar peninga.“ „Já,“ sagði Michelle glöð, „það vil ég gera.“ „En það er athugandi, að þeir heimta háa vexti,“ sagði Celeste. „Fyrsta kastið getið þér ekki borgað nema renturnar, frú Colbert. En fyrr eða síðar opnar Lucien auðvitað fyrir yður hlaupareikning í banka, sem þér getið tekið út í án þess að gera grein fyrir til hvers þér notið peningana, og þá getið þér borgað skuldina. Þér eigið svo gott nafn, að yður verður ekki skotaskuld úr að fá lán.“ Klukkutíma síðar sat Michelle í lítilli, daun- illri kompu og beið meðan Celeste var að bera fram erindi hennar við mann, sem hún hafði ekki séð. Hann var kallaður herra Tachot, en Celeste hafði sagt að hann væri mjög rík- ur, og hefði grætt peninga sína á að lána öðrum gegn háum rentum. En í raun réttri var hann einn af kunnustu og alræmdustu okrurunum í París, en þá manntegund hafði Michelle í sakleysi sínu enga hugmynd um. Dyrnar sem Celeste hafði farið inn um, opnuðust allt í einu, og lítill, sköllóttur karl kom fram. Michelle fann ósjálfrátt til við- bjóðs og ótta þegar hún sá hann, þó að hann heilsaði mjög hæversklega og byði henni að koma innfyrir. Hún var rugluð og miður sin þegar hún kom inn í skrifstofuna, en þar sat Celeste og brosti hughreystandi til hennar. „Þetta er allt í lagi,“ sagði Celeste. „Ég hefi útskýrt málið fyrir honum, og þér þurfið ekkert að gera nema að skrifa nafnið yðar á blaðið.“ Blaðið -lá á borðinu, og Michelle tók við þvi þegar maðurinn rétti henni það, og nú reyndi hún að lesa hvað á því stóð, en botnaði lítið I því, annað en það að hún fengi lánaða 200. 000 franka gegn 15 af hundraði í vexti og að lánið skyldi endurgreiðast eða framlengjast eftir einn mánuð. Þegar hún reyndi að stynja því upp, að hún mundi ekki hafa neina peninga eftir einn mánuð, sagði Celeste að það gerði ekkert til, en að hún yrði aðeins oð koma hingað eftir mánuð og undirskrifa nýtt skuldabréf. Það væri svo einfalt mál. Og svo skrifaði hún undir og maðurinn tók fram hrúgu af seðlum úr peningaskáp í veggnum, og taldi handa henni. Hún taldi sjálf peningana á eftir. Hún var alltaf athugul á peninga — Jean frændi hafði kennt henni það. „Ekki veit ég hvernig ég get þakkað yður þetta!“ sagði hún við Celeste er þær voru komnar út á götuna. „Minnist þér ekki á það, — það er ekkert að þakka!“ svaraði Celeste, og það var fylli- lega sannleikanum samkvæmt. „En gleymið nú ekki — eftir einn mánuð frá deginum í dag, og á sama tíma! Ef ekki stendur allt í pallinn, getur Tachot verið illskeyttur.“ „Ég skal skrifa það í dagbókina mína,“ sagði Michelle.“ Þetta var heitur og fagur sumardagur, og Celeste stakk upp á að þær skyldu fara í dansskólann í dag. En Michelle sagðist vilja fara heim — hún ætlaði að skrifa frænda sínum og koma bréfinu í póst, og um kvöld- ið ætlaði hún að hitta Michaei. „Þér eruð oft með Michael?“ spurði Celeste. „Já, núna, meðan Lúcien er ekki heima. Michael lofaði að líta eftir mér meðan Luci- en væri í ferðinni. Ég þekki svo fátt fólk ennþá ... ég þekkti ekki einu sinni yður, frú Marteau, þegar hann Lucien fór.“ „Góða mín, við skulum fljótiega bæta úr því!“ sagði Celeste. „Ég ætla að hafa ofur- lítið samkvæmi annað kvöld. Viljið þér koma?“ Michelle tók boðinu með þökkum, en var þó um og ó. Hvernig átti hún að haga sér innan um allt þetta fólk? Ætli því fyndist hún ekki vera búraleg og heimsk? Hún ætl- aði að spyrja Michael ráða í kvöld. Þegar hún kom 'heim biðu hennar tvö bréf eins og daginn áður. Annað var frá Lucien og hún varð undurglöð er hún sá það. Utaná- skriftina á hinu bréfinu gat hún ekki þekkt, en það var stimplað í París. Hún fór upp í herbergið sitt með bæði bréfin og ætlaði að lesa þau áður en hún færi að skrifa Jean frænda. Hún hafði farið inn í pósthús á heim- leiðinni og sent peningana í póstávísun. Hún opnaði ókunna bréfið fyrst, í þetta skitpið. Þegar hún leit á undirskriftina föln- aði hún og fannst hjartað í sér ætla að hætta að slá. Hún las bréfið: „Kæra systir! — Þú verður vonandi eldá hissa þó að þú heyrir að ég sé í París? Þegar maður hefir eignast svona fína ættingfa, finnst mér ekki nema sjálfsagt að heimsækja þá, en af þvi að ég veit ekki hvenær þú ert hélst heima, skrifa ég á undan mér, til að láta þig vita, að ég ætla að heimsækja þig á föstudags- kvöldið. Ég er nú ekki beinlínis vel til fara, svo að kannske er ekki vert að ég berji að dyrum hjá þér, en þú getur st.að- ið við liliðið i norðvesturhor ninu i garð- inum — þar er svo sjáldan fólk — og biðið þar eftir mér klukkan átta. Nú er Albert kominn i klandur aftur, en það get- um við talað betur um þegar við hittumst. Ef þú ert forfölluð á föstudag þá kem ég á laugardag, en liitti ég þig ekki þá, verð ég að koma upp í liöllina svona eins og ég er. Þinn einlægur bróðir. J ule s Nú var drepið á dyrnar. Michelle faldi bréfið og svaraði: „Kom inn!“ Það var frú Grotier sjálf, sem kom inn með kaffi á bakka. „Ég heyrði að frúin var komin heim,“ sagði hún. „Hér er kaffið frúarinnar og miðdegisblöðin. Garðyrkjumaðurinn hefir beðið mig að skila til frúarinnar, að hún skuli varast að vera ein á gangi í garðinum á kvöld- in. Það hefir sést til einhvers grunsamlegs manns, sem er að laumast þar um, núna undanfarin kvöld, og garðyrkjumaðurinn heldur, að þetta sé bófi, sem lögreglan í París er að leita að. Það stendur víst eitthvað um það þarna í blöðunum.“ „Þakka yður fyrir, frú Grotier!“ sagði Michelle. Frúin horfði mjög í'hugandi á hana. Það var eitthvað ískyggilegt, fasið á henni í dag. Eins og hún hefði vonda samvisku. Frú Grotier hugsaði margt þegar hún fór niður, og komst að hinum einkennilegustu niður- stöðum. Michelle drakk kaffið án þess að opna bréf- ið frá Lucien. Henni fannst líkast og hún hefði orðið föst í gildru og gæti ekki losnað. Hún varð að tala við Jules, annars mundi hann koma öllu í uppnám — hún þekkti hvernig hann var. En hvernig átti hún að komast að þessu 'hliði? I Loks tók hún bréf Luciens og opnaði það, og sem snöggvast fór unaðsleg öryggiskennd um hana. En undir eins og henni varð litið á bréfið frá Jules, sem lá á borðinu, féllst henni hugur aftur. Hún tók eitt dagblaðið, eins og í leiðslu og fór að líta í það. Lucien hafði sagt henni að hún yrði að lesa blöðin á hverjum degi — það var einn liðurinn í menntun hennar — og til þessa hafði hún ekki vanrækt það. En nú var henni gersamlega ómögulegt að hafa hugann við það, sem hún var að lesa um stjórnarkreppur, slys og deilur milli aust- urs og vesturs, — hún gat ekki einu sinni haft hugann við tískudálkana og slúðursög- urnar. Allt í einu rak hún augun í dálítið á

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.