Fálkinn


Fálkinn - 13.04.1956, Blaðsíða 13

Fálkinn - 13.04.1956, Blaðsíða 13
FÁLKINN 13 öftustu síðu. Henni fannst hjartað hætta að slá. Þetta var léleg mynd af kornungum manni, en þó ekki svo léleg að hún gæti ekki þekkt manninn. Það var Albert, eldri bróðir hennar. „Lögreglan leitar hans!“ stóð yfir mynd- inni, og titrandi af angist las hún að Albert Chamous, innbrotsþjófur, sem lögreglan hefði handtekið fyrir viku, er hann var að brjótast inn í hús, hefði strokið úr fangelsinu og léki nú lausum hala. Það var talið líklegast, að hann færi huldu höfði einhvers staðar ná- lægt Versailles. Svo kom lýsing á glæpa- manninum og skrá um innbrotin, sem hann hefði framið. Þegar hann var tekinn höndum var hann að fremja innbrot í flugvélasmiðjur Colberts. Lögreglan taldi, að það mundu ekki hafa verið peningar, sem hann var að ásæl- ast, heldur muni hann hafa verið að reyna að komast yfir teikningar að nýrri flugvél, sem lí'klegt þætti að útlent ríki mundi vilja ná í. Colbertsmiðjurnar! Fyrir viku! Sama dag- inn sem Lucien fór! Hann hafði þá ekki frétt um innbrotið. Annars mundi hann undir eins hafa séð, að þetta var bróðir hennar. Chatou var reyndar ekki sjaldgæft nafn, en ... Hún leit aftur í blaðið. Þar stóð Chamous. Það hlaut að vera prentvilla. Til allrar hamingju var prentvilla þarna, annars . . . Það fór ískaldur hrollur um hana, er hún hugleiddi þetta. Hugsum okkur að Michael hefði séð greinina! Michael! Og hún átti að vera með honum í kvöld. Þegar hún náði loksins í hann, eftir að hafa hringt hvað eftir annað, og sagt honum að hún væri þreytt og treysti sér ekki til að fara út í kvöld, var klukkan orðin yfir sex. Michael hafði orðið dálítið hissa og hafði spurt hvort hún ætlaði að verða með Celeste, en hún hafði svarað, að hún ætti ekki að hitta hana fyrr en annað kvöld. ,,Þá sjáumst við ekki fyrr en á sunnudag- inn,“ hafði Michael sagt, ,,en þá neita ég að taka við afboði, Michelle. Þá síma ég til Luci- ens og segi, að ég ráði ekkert við þig!“ Hún hafði hlegið að þessu, en þegar Mic- hael hafði slitið sambandinu, stóð hann kyrr um stund og hugsaði sig um. Nú hafði hann ekkert að gera í kvöld, — og auk þess hafði hann hlakkað til að hitta Michelle. Honum fannst allt í einu, að veröldin væri svo öm- urleg og innantóm, — að dagurinn hefði tap- að allri fegurð, úr þvi að hann fékk ekki að hitta hana. En meðan hann var í þessum hugleiðingum hringdi kunningi hans til hans, og stakk upp á, að þeir skyldu borða miðdegisverð saman. Þegar þeir hittust, sagði þessi vinur hans: „Celeste Marteau er sjálfsagt komin í pen- ingavandræði aftur, eftir að það fór út um þúfur hjá henni að ná í Colbert." „Jæja,“ sagði Michael annars hugar. „Ég sá hana með eigin augum — hún fór til Tachot í dag. Hún sá mig ekki, og mér þótti það leitt. Mig hefði langað til að vera kynntur þessari töfrandi ungu stúlku, sem var með henni.“ Michael hrökk við. Hann vissi að Michelle hafði verið með Celeste um daginn. „Hvernig leit þessi töfrandi, unga mær út?“ spurði hann. Vinur hans lýsti henni með mikilli hrifn- ingu, og það var enginn vafi á, að það var Michelle, sem hann var að lýsa. Dagurinn var farinn í hundana fyrir Michael, og hann fór snemma heim. Þegar heim kom settist hann við að skrifa Lucien. „Ég vil ekki gera þig órólegan að óþörfu,“ skrifaði hann, „en ég held að þú ættir að koma heim sem allra fyrst. Það er eins konar skólastelpuæði, sem hefir gripið Michelle; hún er svo hrifin af Celeste Marteau, og ég þekki Celeste svo vel, að ég veit að hún hefir ekki fyrirgefið að þú hafnaðir henni, og ég veit líka, að hún notar sér kunningsskap við aðra í eiginhagsmuna- skyni og svífist þá einskis. Michelle er svo saklaus — Celeste gæti tælt hana út í allan fjandann, og hefði líklega gaman af því, til þess að geta hefnt sín á þér. f dag frétti ég að Celeste hefði verið hjá okraranum Tachot, og að því er ég best veit var Michelle með henni . . .“ Michelle hafði enga hugmynd um, að það sem hann var að segja frá, var það hættu- minnsta af því, sem fyrir hana hafði komið þennan dag. Michelle stóð við hliðið rétt fyrir klukkan átta. Það hafði valdið henni miklum heila- brotum hvernig ‘hún ætti að komast þangað. Loks hafði hún farið af stað undir eins og hún hafði lokið við að borða, og gengið kring- um garðinn að hliðinu utanverðu, en ekki gegnum hann. Þetta var talsvert langur gang- ur og hún var móð og rjóð þegar hún kom að hliðinu, og hrædd um að koma of seint. Hún hafði ekki hugmynd um, að önnur mann- eskja gekk í humátt á eftir henni alla leiðina. Jules var hvergi að sjá, og henni gafst tími til að kasta mæðinni áður en hún sá til hans, langt niðri á veginum. Hann kom rólandi með hendurnar í buxnavösunum og derhúfuna á skakk, og henni varð órótt af blygðun, þegar hún hugsaði til þess, hvílíkt hneyksli það hefði vakið, ef þessi róni hefði barið að dyrum og spurt eftir henni. Nú sá hann hana og veifaði. Manneskjan sem hafði veitt Michelle eftirför, dró sig í hlé bak við tré, og Jules hafði ekki tekið eftir henni. Michelle gekk á móti honum, því að henni fannst tryggara að hitta hann spölkorn frá hliðinu. „Halló, systir!“ sagði hann glaðlpga. „Mikið skratti ertu orðin fín!“ Hann stansaði og virti hana fyrir sér. „Hm! Mér hefði aldrei dottið í hug, að þú gætir orðið svona myndar- leg. Þessi Colbert hefir glöggt auga, það verð ég að segja.“ „Hvað ert þú að erinda hérna í París?“ sagði Michelle stutt. „Æ, góða systir, þykir þér ekki gaman að sjá mig?“ sagði hann og glotti. „Ég hélt að þú yrðir ofsaglöð." „Vertu ekki að neinu bulli!“ sagði Michelle. Hann yppti öxlum. „Það er ekki hægt að segja að þú sért alúðleg.“ „Ég man ekki til að þú hafir verið alúðlegur við mig,“ svaraði Michelle og reyndi að byrsta sig, en í raun réttri var hún svo hrædd, að hún varð að kreppa hnefana til að láta hann ekki sjá að hún skalf. „Þú skilur liklega," sagði Jules, „að þegar maður hefir eignast fína ættingja, verður maður að sinna þeim eitthvað. Ég hélt að þú ætlaðir að kynna mig manninum þínum — Framhald í næsta blaði. FÁLKINN — VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. — Af- greiðsla: Bankastræti 3, Reykjavik. Opin kl. 10—12 og IVj:—6. — Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.- stjóri: Svavar Hjaltested. HERBERTSvrent. Vel búinn undir fcrðina.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.