Fálkinn


Fálkinn - 13.04.1956, Síða 14

Fálkinn - 13.04.1956, Síða 14
14 FÁLKINN Lárétt skýring: 1. óveður, 5. dyr, 10. guð, 11. svip- aða, 13. tónn, 14. fljólur, 10. veiði, 17. tveir eins, 19. stafur, 21. þykkni, 22. vefnaður, 23. kvenheiti, 20. óþef, 27. laust, 28. slæma, 30. leyfi, 31. kenna, 32. amboðin, 33. upphafsst., 34. íþrótta- fél., 30. keipa, 38. ólipurt, 41. sáðkorn, 43. bleyða, 45. niæla, 47. beiskt, 48. ástundunarsamt, 49. órækt, 50. biblíu- nafn, 53. atviksorð, 54. skammst., 55. Valdi, 57. gylta, 00. tveir eins, 01. gróðurlands, 03. undantekningarlaust, 05. lasta, 00. afhenda. Lóðrétt skýring: 1. samhljóðar, 2. dýr, 3. sandrif, 4. á litinn, 0. rölt, 7. gælunafn, 8. sáld, 9. samhljóðar, 10. blóm (þf.), 12. ílát, 13. kirkjuathöfn, 15. þvaðra, 10. liljóð- stafir, 18. vitranir, 20. guðhrædd, 21. samtíningur, 23. líflátið, 24. fanga- mark, 25. erfiðið, 28. raðtala, 29. sam- rit, 25. þrekvirki, 30. gælunafn, 37. steins, 38. nýgotinn fiskur, 39. skolt- ur, 40. ljóða, 42. skemmta sér, 44. sam- hljóðar, 40. snoppur, 51. martröð, 52. ávöxtur, 55. nepja, 50. upphrópun, 58. eftirstöðvar, 59. atviksorð, 02. stafur, 04. afhenda. LAUSN Á SÍÐUSTU KROSSGÁTU. Lárétt ráðning: 1. kvakl, 5. stamt, 10. klerk, 11. ókind, 13. RU, 14. ríks, 10, gaur, 17. RI, 19. RRR, 21. kóð, 22. áfir, 23. brauk, 20. sæma, 27. KAS, 28. fleipur, 30. nið, 31. skraf, 32. akarn, 33. au, 34. LS, 30. dauðs, 38. lakur,, 41. ámu, 43. sann- ara, 45. jóð, 47. tæla, 48. rausa, 49. 'hóll, 50. ina, 53. LÍÚ, 54. NI, 55. ærna, 57. ausa, 00. kr, 01. regin, 03. stirt, 05. sinna, 00. ísaða. Lóðrétt ráðning: 1. KL, 2. ver, 3. aría, 4. KKK, 0. tóa, 7. akur, 8. Mír, 9. TN, 10. kurfa, 12. drómi, 13. kráka, 15. skref, 10. gaupa, 18. iðaði, 20. riss, 21. kænn, 23. blauðar, 24. AI, 25. kuklara, 28. fraus, 29. raska, 35. látin, 30. dula, 37. snapa, 38. lasta, 39. rjól, 40. eðlur, 42. mænir, 44. N'U, 40. ólíkt, 51. ærin, 52. ásta, 55. ægi, 50. NNN, 58. uss, 59. aið, 02. es, 04. R A. Canberraflugvélin enska hefir heimsmet í hæðarflugi. Hefir hún komist upp í 20.079 metra hæð eða 2% sinnum hærra en Everesttindur- inn. Konunp il Madttgaskar UNGVERSKI greifinn Moritz August Benjovski var einn af mestu ævin- týramönnum 18. aldar. Hann fæddist 1741 og tók þátt í sjö ára stríðinu, sem kornungur lautinant i her Austur- ríkis. Árið 1708 barðist hann hraust- lega gegn Rússum sem pólskur hers- höfðingi, en var liandtekinn og sendur til Petropavlosk á Kamtsjatkaskaga, sem rússneskur herfangi. Þar var greifanum holað niður í lé- legum kofa, sem veiðimenn höfðu átt, og nú reyndi hann að drepa timann með því að fara á veiðar. í einni veiðiferðinni bjargaði hann ungri stúlku, sem úlfar höfðu ráðist á, og það sneri örlagalijólinu fyrir honum. Því að stúlkan var dóttir setuliðs- stjórans i Petropavlovsk! Henni mun hafa litist vel á greifann, því að nú var hann boðinn heim til setuliðsstjórans og talaði lengi við hann. Sá setuliðsstjóri að þetta var vel menntaður maður, og veitti honum ýms hlunnindi, sem aðrir fangar fóru á mis við. Setuliðsstjórinn fékk því rneiri mætur á honum sem lengur leið og þeir spiluðu saman á kvöldin. En þó var dóttur hans, Ivatarina, enn hrifnari af honum og áttu þau oft stefnumót saman. Og loks bað Ben- jovski stúlkunnar. „Ég vil gjarnan fá yður fyrir tengda- son,“ sagði Zamenov aetuliðsstjóri, „en fyrst verðið þér að fá frelsi. Ég r-"1-1 ...........-... Vilduð þér FITNA um 10, 20, 30 pund eða meira? Loks er leiðin fundin. Skrifið eftir ókeypis uppiýsingum (með 2 shillinga breskri póstávísun) um uppbyggingu magurs líkama. Activities, Kingsway (T 827) Delhi-9, India. skal skrifa „föður vorum“ í Moskva og tala máli yðar.“ Og árið 1771 var greifinn látinn laus og giftist Katarinu Zamenov sarna árið. Ungu hjónin fengu hús- næði í dyravarðarbústaðnum neðan við virkið og nú fór greifinn að stunda veiðar á ný. En i raun réttri var liann að undirbúa uppreisn og fékk á nokkrum vikum um 100 fanga til fylgis við sig, til að hjálpa sér til að taka virkið. — Og eina september- nótt tók greifinn ásamt tveim pólsk- um liðsforingjum virkisverðina hönd- um, og setuliðsstjórinn varð fangi í sínu eigin virki. Ekki er vitað hvernig skildi með Benjovski og konu hans og tengdaföður, en hann og fangarnir gengu um borð í rússneska skipið „Safanova“, sem var ferðbúið, og þröngvuðu skipstjóranum til að sigla til Kína. Þetta varð ævintýraleg ferð, því að fyrir sunnan Sakkalín lenti skipið í fárviðri, sem braut aðra sigluna. Við Kínaströnd réðust kínverskar djunkar á skipið hvað eftir annað og i þessum skærum missti Benjovski 53 af mönn- um sínum á tíu dögum. Nú voru mat- vælin þrotin og lítið orðið um drykkj- arvatn. Einn daginn hljóp Ziemiradski fyrir borð í vitfirringarkasti og næstu daga dóu margir úr skyrbjúg. Lolcs komst skipið til Macao, eftir tveggja mánaða ferð frá Ivamtsjakta, en þá voru aðeins fjórtán eftir lifandi um borð. Arið eftir komst Bcnjovski með portúgölsku skipi til Frakklands, og skömmu síðar var honum falið að stofna franska nýlendu við Antongil- flóa á Madagaskar. Þar lenti hann árið eftir og náði mörgum höfðingj- um til fylgis við sig. Óx honum nú metnaður, svo að tveimur árum siðar tók hann sér konungstign yfir allri Madagaskar. En Frakkar höfðu gert ráð fyrir þessu, og neituðu að viður- kenna konunginn. Var sendur lier austur og nú varð Benjovski að flýja land. En ekki var hann á því að sleppa konungstigninni samt. Hann fór til Englands og safnaði þar fé og fékk skipakost og menn til að taka Madaga- skar af Frökkum. Lenti liann á Madagaskar 1785 og hófust nú orrustur. En Frakkar höfðu fengið mikinn liðsauka nieðan „kon- ungurinn“ var i útlegðinni, og varð þvi að láta sér nægja skæruhernað. Fékk hann marga liöfðingja til fylgis við sig. En svo fóru skotfærin að ganga til þurrðar og skæruliðarnir að hypja sig á lengra inn í landið. — Loks umkringdi franskt lið hann. Benjovski reyndi að komast úr um- sátinni, en varð fyrir mörgum skot- um. Loks var liann ofurliði borinn en varðist til síðustu stundar. Hann hafði skrifað ævisögu sina áður en hann féll, og kom hún út i London fjórum árum eftir að hann dó. Hún er tvö stór bindi og var síðan gefin út á frönsku og þýsku. Um Katarinu konu lians vita menn lítið annað en það, að liún átti heima i Frakklandi í mörg ár, og dó 1836 á ferðalagi í Rússlandi. Hún lifði mann sinn í 50 ár og gat aldrei gleymt hönum. * Kínverjar skrifa ofan frá og niður og byrja hægra megin á blaðinu. Jap- onar skrifa lika ofan frá og niður, en frá vinstri til hægri. Frumbyggjarnir í Mexico skrifuðu neðan frá og upp. Hebreska, arabiska og persneska er skrifuð frá hægri til vinstri, en í lá- réttum línum. Fyrst i stað skrifuðu Grikkir fyrstu línuna frá hægri til vinstri og þá næstu frá vinstri til hægri. Kölluðu þeir þetta „bustrop- hedon“, sem þýðir: öfugt plógfar. Mannseyrað getur aðeins heyrt tóna, sem hafa minni sveifluhraða en 16.000 á mínútu. En tæki eru til þess að framleiða hljóð, sem hafa miklu meiri sveifluhraða og gera þvi engan hávaða. Eru vonir til að liægt sé að auka sveifluhraða ýmissa hljóða og skrölts í vélum, þannig að hljótt geti orðið í verksmiðjunum. Fiiir n dn Heimsblöðin hafa nýlega birt stór- letraða fregn um að Eli gamli Lucas í Kentucky sé nýlega orðinn pabbi í 19. skipti, 92 ára gamall. Öllum þótti þetta tíðindum sæta nema Lucasi sjálfum og konunni hans, sem er ekki nema 35 ára og heitir Rita. Og ná- grönnum þeirra þótti þetta ekki nema sjálfsagt. Lucas gamli er fyrrverandi námu- vinnumaður, og ber vel ellina þó að hann sé kominn á tíræðisaldur. Hann átti þrettán börn með fyrri konunni, og er það elsta þeirra nú sextugur nia.ður, litlu unglegri en faðir hans. Tuttugu og fimm ár eru liðin síðan fyrri konan dó, og það liðu tíu ár þangað til Lucas giftist seinni kon- unni, sem þá var tvítug. Þá byrjuðu barneignirnar á nýjan leik, og nú eru seinni konu börnin orðin sex. Hjóna- bandið er mesta fyrirmynd, þó að 57 ára aldursmunur sé á hjónunum. Lucas er alls ekki af baki dottinn enn. „Ég vona að við eignumst mörg börn ennþá, okkur til hamingju og gleði,“ segir þessi gamli pabbi. Ef honum tekst að halda áfram barn- eignunum í átta ár enn, verður hann áreiðanlega heimsfrægur. * I---------------------------- STÆKKIÐ um 2—6 þumlunga með hinni nýju aðferð okkar, sem hæfir bæði körlum og konum. Ábyrgjumst árangur eða end- urgreiðum afgjaldið eins og það Icggur sig. Góðfúslega sendið 30 shillinga póst- banka- eða ferðaávísun, sem greiða má með á Indlandi, í Englandi eða Ameriku. Activities (Dcpt. 927) Kingsway, Delhi-9, India.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.