Fálkinn


Fálkinn - 20.04.1956, Qupperneq 4

Fálkinn - 20.04.1956, Qupperneq 4
4 FÁLKINN Hjónaband Iíainiers fursta hefir vakið þjóðarfögnuð í Monaco, og enn meiri verður fögnuðurinn þegar Grace Kelly eignast fyrsta barnið sitt. Því að Monaco verður að eignast ríkiserfingja, annars gleypa Frakkar það. Eftir- farandi grein um Rainier og Grace og kynni þeirra, hefir J. Francis Tucker DAGINN eftir að ég hafði hitt Grace Kelly í fyrsta sinn, símaði prinsinn til mín og spurði hvernig mér litist á hana. Og ég svaraði: — Hún er ein- mitt manneskja eins og þjóðin þín viil hafa sem furstafrú í Monaco. Rainier prins hefir árum saman ver- ið eftirsóttasti piparsveinninn í Ev- rópu, og margar hafa verið nefndar sem konuefni hans. Elstu og göfugustu fjöiskyldurnar í Monaco ihafa otað fram dætrum sínum, og líka hafa verið lilnefndar stássmeyjar með blátt blóð í æðum. Prinsinn er alls ekki skyldur til að giftast stúlku af aðalsætt. Og fólkið í Monaco metur mest að fursta- frúin sé iiyggin og hjartagóð, og geti fætt prinsinum erfingja. í Monaco borgar fólkið ekki skatta né gegnir herskyldu. En ef Grimaldi-ættin, sem nú hefir ríkt í 600 ár, deyr út, verður Monaco innlimað í Frakkland og Monegassar verða franskir borgarar. Þess vegna var jjað, sem prinsinum var ekki leyft að kaupa þyrilfluguna, sem hann varð svo hrifinn af á sýn- ingu í París í fyrra. Honum er ekki leyft að fljúga sjálfur. Prinsinn hefir alltaf skágengið ungu stúlkurnar, sem verið var að ota að honum. Og fólk var farið að óttast að hann ætlaði að pipra. Hann er ekk- ert upp á kvenhöndina og lítið til i sögunum um hann og ýmsar stúlkur. Þau fimm ár sem við liöfum verið kunningjar, liefir aðeins ein stúlka verið honum hjartfólgin. Það er franska leikkonan Giséle Pascal. Enda var hún lika eldfjörug og töfrandi. En fólk lét sér fátt um finnast. Það vildi ekki fá franska leikkonu sem furstafrú. Það var sár ákvörðun, sem prinsinn varð að taka 1952, og sama daginn sagði ihann við mig: „Ef ein- hver meðal þjóðar minnar segir að ég elski þjóðina — viltu þá segja þeim sama hve mikið það hafi kostað mig að afneita þessari stúlku.“ Eftir þetta var lengi hljótt um kvonfang og erfingja, en svo fór stjórnin að leita hófanna við hann. Það hefir ekki verið auðvelt að standa í sporum Rainiers. Hann var oft ein- mana og eftir því sem fleiri vinir hans kvæntust, 'hafði hann æ meiri áhyggj- ur af því, hvað fólkið mundi hugsa um liann. ÁST VIÐ FYRSTU SÝN. Rainier prins og Grace Kelly hitt- ust fyrst í mars í fyrra, er hún kom til Monaco í sambandi við kvikmynda- hátíðina í Cannes. Ég held að þau liafi Rainer prins og Grace Kelly. Myndin er tekin í U.S.A. skömmu eftir trúlofunina. MoiMeofurstinn 09 ★ kvikmyndadísin ★ orðið ástfangin gagnkvæmt þá, en prinsinn var hræddur um að Iiann mundi fá bryggbrot. Víst var um það, að vel féll á með þeim. Prinsinn er sjálfur svo amerískur i hugarfari og framgöngu, sem nokkur getur verið sem ekki er amerískur sjálfur. I stríðinu starfaði hann sem franskur sambandsforingi í 36. fótgönguliðs- sveitinni frá Texas. Hann er m. a. lirifinn af amerískum mat og hefir náð sér í margar matreiðslubækur vestan um haf. Og þegar hann langar í eitthvað sérstakt þýðir 'hann ame- rísku uppskriftina fyrir franska bryt- ann sinn. Monacofurstinn er mikill íþrótta- maður og hefir mörg áliugamál. Þjóð- inni hefir stundum ofboðið hve mik- inn áhuga liann hefir á bifreiðum. Hann tekur þátt í fifldjörfum aksturs- keppnum. Vitanlega aldrei undir nafni og alltaf utan landamæra Monacos. Hann á núna 11 sportbifreiðar, og er mest hrifinn af Lanciabíl sem hann á. Hann fer jafnan á allar meiri háttar bílasýningar og kemur jafnan þaðan með nýjan bíl. Hann cr líka duglegur á skíðum. Hann fer á hverju ári í skíðakofann sinn í frönsku Alpafjöllunum og býð- ur þá með sér 4—5 kunningjum sín- um. Hann hefir ekki rúm fyrir fleiri. Fyrir nokkru seldi Onassis gríski Rainier prins skemmtisnekkju. Hún er 150 feta löng og heitir „Deo Juvante 11“ (með guðs hjálp — en þetta hafa verið einkunnarorð Grimaldiættarinn- ar i meira en 600 ár). Prinsinn unir sér vel á sjónum. í byrjun júlimánað- ar leggur hann jafnan í Miðjarðarhafs- siglingu, og í fyrra til Vestur-Afriku. Skipið hefir 9 manna áhöfn, auk fylgdarliðs prinsins. Skipið er mjög fullkomið og hefir tvo hraðskreiða vélbáta og tvo björgunarbáta. Og allt- af er bifreið með i ferðinni. Rainier er sundmaður góður og hef- ir gaman af að kafa. í fyrra tók hann ágætar kvikmyndir á hafsbotni við Vestur-Afríku. En aldrei hefir liann orðið fyrir slysi, hvorki á sjó eða landi. Hann er hjátrúarfullur og ber alltaf verndargrip í festi um hálsinn. Og j)egar hann tekur þátt í kappakstri er sérstakur verndargripur i bilnum. Hann segir að það sé nauðsynlegl hverjum manni að styrkja sig með því að leggja í tvisýnu við og við. Garðyrkja er líka uppáhaldsiðja Úr hásætissalnum í Monaco. Þar eru efst í veggjunum myndir úr sögu Grimaldi-ættarinnar. skrifað, en hann er vinur furstans og ráðunautur.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.