Fálkinn


Fálkinn - 20.04.1956, Blaðsíða 5

Fálkinn - 20.04.1956, Blaðsíða 5
FÁLKINN Rainiers. Hann fer í samfesting á hverjum morgni, sem tækifæri er til, og vinnur í garðinum lijá sér. Hann á fjölda af jurtum frá fjarlægum löndum, sem hann hefir safnaS sjálf- ur. Og hann hefir gaman af dýrum og hefir talsvert stóran dýragarS við höllina. Sum dýrin ganga laus, önnur eru í búrum. Hann hjálpar til aS hirða dýrin og fer inn í búrin til villidýr anna, og hefir orSið fyrir þvi aS ljón hafa klóraS hann. Hann á leóparda og sjimpansa og margar aðrar apa- tegundir. Og sjö hunda á hann, með frægri ættartölu. FURSTI f BRÚÐURÍKI. Prins Rainier III, hans furstalega tign, er fæddur 31. mai 1923 og tók ríki 9.'maí 1949 eftir afa sinn, Louis II. Hann menntaSist í Englandi, Sviss' og Frakklaridi. í Monaco eru konur arfgengar til rikis, en móðir hans, Charlotte, hafði afsalað sér ríkiserfð- um, eftir að hún skildi viS manninn. Hún býr nú i höll i Frakklandi. Rainier er einvaldur í Monaco. Hann er góðlyndur maður og nærgætinn ,og þykir stundum full eftirgefanlegur. En hann veit þó hvernig á að taka ákvörðun og halda henni til streitu. Hann cr framfaramaður og áhuga- samur um að fylgjast með timanum, en lætur sér annt um að þjóðin haldi trútt við ýmsar gamlar erfðir, svo framarlega sem þær hindra ekki eðli- lega þróun. Hann hefir lagt mikla stund á vegabætur og að bæta húsa- kynni almennings. En ýms framfara- mál hans sættu mótspyrnu, sem þó er horfin að mestu nú. Þegar prinsinn er hcima verður hann fyrst og fremst aS vera þjóðhöfS- ingi. Hann tekur aldrei þátt i ncinu, sem skaðaS gæti virSingu hans. Hann ihefir mjög gaman af aS spila poker og bridge, cn aldrei kemur hann í spilabankann í Monte Carlo og leyfir ekki aS neitt af hans fólki cSa starfs- mönnum spili þar. Ef hann vill létta sér upp fer hann alltaf út fyrir land- sleinana, cnda er það ekki langt. Hann er ríkur maður. Hann fær kringum 2% milljón isl. krónur i árs- laun, og mikið risnufé að auki. Hann á og miklar eignir, sem hann hefir miklar tekjur af. VINSÆL TRÚLOFUN. Stjórnin og þjóðin fagnaði mjög trúlofun Rainiers og varð uppi fótur og fit þegar fregnin kom til Monaco. Og vestanhafs hefir almenningur :-:-. .:•:.'.¦:.¦--¦ .-¦-¦ orðið hrifinn líka. Þegar Grace Kelly lét ameríska utanríkisráðuneytið vita að hún óskaði að halda amerisku borgararéttindum lika, þó að hún yrði furstafrú i Monaco, tók Foster Dulles það ráð að bera fram sérstök lög til að leysa úr málinu. Grace Kelly verð- ur sem sé að vinna hollustueiS aS stjórnarskránni í Monaco, en það samrýmist ekki gildandi lögum um ríkisborgararétt i U.S.A. Grace Kelly er dóttir margfalds milljónamærings i Pennsylvaníu. Hún talar prýSilega frönsku og spönsku, er synd eins og selur og mesti reiS- gikkur. Hún gengur lika á skiðum, og besta dægradvöl hennar er að mála vatnslitamyndir. Þegar blöðin birtu trúlofunarmyndirnar liéldu margir því fram, að meiri aðalssvipur væri á Grace en prinsinum sjálfum. Rainier hefir jafnan verið ístöðulítil gagnvart greindum konum, sem voru höfðing- legar i framgöngu. Hann hefir fengið konu eftir sínu höfði þar sem Grace er, konu sem vafalaust verður vinsæl í Monaco. Og þegar Amerikumenn koma til Monaco mega þeir ekki vera eins kupmánlegir við hana og áður, og skella á öxlina á henni og segja „Hallo, Grace!" Karlmennirnir heilsa fursta- frúnni með þvi að kyssa á handar- bakið á henni og konurnar verSa aS hneigja sig í hnjám og mjöðmum nið- urundir gólf. Monegassarnir taka henni sem drottningu sinni, og af- mælisdagurinn hennar verSur al- mennur fridagur. Það fer tvennum sögum af hvprt hún muni hætta að leika i kvikmyndum, en meiri líkur cru til að hún hafi leikið sína síSustu mynd. Hún hefir nóg að gera heima, annast opinberar móttökur, stjórn- ar Rauða krossinum og ýmsum líkn- arfélögum, og verður víða aS koma. Hirðfrúr sínar velur hún sjálf, þær verða ýmist launaðar eða þá höfð- ingjafrúr, sem þykir sómi að vinna starfið ókeypis. Grace Kclly og Rainier eru bæði kaþólsk. Er þau hafa verið gefin sam- an i Monaco tekur páfinn á móti þeim í áheyrn. HÖLLIN í MONACO. I höllinni i Monaco eru 20 salir og herbergi, og þar hefir íbúð verið skinnuð upp handa brúShjónunum. Hún er á 2. hæð og í renaissancestíl og sjást þar ekki aðrir litir en hvítt og gyllt. I þessari íbúð eru fimm stór Framhald á bls. 14. ;¦:¦¦ y. ¦¦ -.-¦¦¦.:¦. 'J-2&&--ZÍ J^^^'1^ Happdrcettí imilis aldroðra • r Aðalumboð Austurstræti 1 Reykjavík. — Sími 7757. Nú eru aftur til miíor Happdrættið hefir verið stækkað um 15000 miða. Vinninpm íjölpflí Heildarverðmæti vinninga aukið um helming, í hr. J.510.000.00 Verð tniðons inreytt: hr. 10 d mdnuði Ársmiðínn kr. 120.00 Ibúd ntdregfiii annan li%Tern máiiiið — eða 7 íbiiðir alls 1—3 liifreiðar útdregfiiar mánaðar- legra — eða 22 bifreiðar alls Aðrir vinningar: Oi¥ATTFl,lJG P¥II111 TVO Tvö önnnr ferðalög- Fjögfur píaué — Tveir vélbátar Utvarpsg:ramiiiofónii — Gdðlieistar Skrá um vinninga hvers flokks liggur frammi hjá umboðs- mönnum um land allt. S A L A á nýjum miðum stendur nú yfir, en endurnýjun flokksmiða og ársmiða hefst 18. þ. m. og stendur til 1. maí. Vínningdr Öllum ágóða varið til byggingar Dvolarheimiiísins Skemmtisnekkjan „Deo Juvante II", sem Rainier keypti af gríska útgerðar- manninum Onassis. ©$$$$$$<SÍ>!S<S<><5$í^>^$$«$í>«^^

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.