Fálkinn


Fálkinn - 20.04.1956, Síða 5

Fálkinn - 20.04.1956, Síða 5
FÁLKINN 5 Rainiers. Hann fer i samfesting á hverjum morgni, sem tækifæri er til, og vinnur í garðinum hjá sér. Hann á fjölda af jurtum frá fjarlægum löndum, sem hann liefir safnað sjálf- ur. Og hann hefir gaman af dýruin og hefir talsvert stóran dýragarð við höllina. Sum dýrin ganga laus, önnur eru í búrum. Hann hjálpar til að hirða dýrin og fer inn í húrin til villidýr anna, og hefir orðið fyrir þvi að ljón liafa klórað hann. Hann á leóparda og sjimpansa og margar aðrar apa- tegundir. Og sjö hunda á hann, með frægri ættartölu. FURSTI í BRÚÐURÍKI. Prins Rainier III, lians furstalega tign, er fæddur 31. mai 1923 og tók ríki 9. maí 1949 eftir afa sinn, Lóuis II. Hann menntaðist i Englandi, Sviss og Frakklandi. í Monaco eru konur arfgengar til rikis, en móðir lians, Charlotte, hafði afsalað sér ríkiserfð- um, eftir að hún skildi við manninn. Hún býr nú í liöll i Frakklandi. Rainier er einvaldur í Monaco. Hann er góðlyndur maður og nærgætinn ,og þykir stundum full eftirgefanlegur. En hann veit þó hvernig á að taka ákvörðun og halda henni til streitu. Hann er framfaramaður og áhuga- samur um að fylgjast með tímanum, en lætur sér annt um að þjóðin haldi trútt við ýmsar gamlar erfðir, svo framarlega sem þær liindra ekki eðli- lega þróun. Hann hefir lagt mikla stund á vegabætur og að bæta húsa- kynni aknennings. En ýms framfara- mál hans sættu mótspyrnu, sem þó er horfin að mestu nú. Þegar prinsinn er heima verður hann fyrst og fremst að vera þjóðhöfð- ingi. Hann tekur aldrei þátt i neinu, sem skaðað gæti virðingu lians. Hann hefir mjög gaman af að spila pokcr og bridge, en aldrei kemur hann í spilabankann í Montc Carlo og leyfir ekki að neitt af hans fólki eða starfs- mönnum spili þar. Ef hann vill létta sér upp fer hann alltaf út fyrir land- steinana, enda er það ekki langt. Hann er ríkur maður. Hann fær kringum 2% milljón isl. krónur í árs- laun, og mikið risnufé að auki. Hann á og miklar eignir, sem hann hefir miklar tekjur af. VINSÆL TRÚLOFUN. Stjórnin og þjóðin fagnaði mjög trúlofun Rainiers og varð uppi fótur og fit þegar fregnin kom til Monaco. Og vestanhafs hefir almenningur orðið hrifinn líka. Þegar Grace Kelly lét ameriska utanrikisráðuneytið vita að hún óskaði að halda amerísku borgararéttindum líka, þó að luin yrði furstafrú í Monaco, tók Foster Dulles það ráð að bera fram sérstök lög til að leysa úr málinu. Grace Kelly verð- ur sem sé að vinna hollustueið að stjórnarskránni í Monaco, en það samrýmist ekki gildandi lögum um ríkisborgararétt i U.S.A. Grace Kelly er dóttir margfalds milljónamærings í Pennsylvaníu. Hún taiar prýðilega frönslui og spönsku, er synd eins og selur og mesti reið- gikkur. Hún gengur líka á skíðum, og besta dægradvöl hennar er að mála vatnslitamyndir. Þegar blöðin birtu trúlofunarmyndirnar héldu margir því fram, að meiri aðalssvipur væri á Grace en prinsinum sjálfum. Rainier hefir jafnan verið ístöðulítil gagnvart greindum konum, sem voru höfðing- legar í framgöngu. Hann hefir fengið konu eftir sínu höfði þar sem Grace er, konu sem vafalaust verður vinsæl í Monaco. Og þegar Ameríkumenn koma til Monaco mega þeir ekki vera eins kupmánlegir við hana og áður, og skella á öxlina á henni og segja „Hallo, Grace!“ Karhnennirnir heilsa fursta- frúnni með því að lcyssa á handar- bakið á henni og konurnar verða að hneigja sig í hnjám og mjöðmum nið- urundir gólf. Monegassarnir taka henni sem droltningu sinni, og af- mælisdagurinn hennar verður al- mennur fridagur. Það fer tvennum sögum af hvort hún muni hætta að leika í kvikmyndum, en meiri líkur eru til að hún hafi leikið sína síðustu mynd. Hún hefir nóg að gera heima, annast opinberar móttökur, stjórn- ar Rauða krossinum og ýmsum líkn- arfélögum, og verður víða að koma. Hirðfrúr sínar velur hún sjálf, þær verða ýmist launaðar eða þá höfð- ingjafrúr, sem þykir sómi að vinna starfið ókeypis. Grace Kelly og Rainier eru bæði kaþólsk. Er þau liafa verið gefin sam- an í Monaco tekur páfinn á móti þeim í áheyrn. HÖLLIN í MONACO. í höllinni í Monaco eru 20 salir og Iierbergi, og þar hefir íbúð verið skinnuð upp handa brúðhjónunum. Hún er á 2. hæð og í renaissancestil og sjást þar ekki aðrir litir en ihvítt og gyllt. í þessari íbúð eru finnn stór Framhald á bls. 14. Skcmmtisnekkjan „Deo Juvante II“, sem Rainier keypti af gríska útgerðar- manninum Onassis. i Happdrtetti Mrhtiriís aldraira siómanna Aðalumboð Austurstræti 1 Reykjavík. — Sími 7757. 1 i Nú eru oftur til miðor Happdrættið hefir verið stækkað um 15000 miða. Vinningum fjölgoð Heildarverðmæti vinninga aukið um helming, í hr. 5.510.000.00 Verð miðans óbreytt: hr. 10 d mdnuði Ársmiðinn kr. 120.00 Íbiíð ntdregfiu aniian hvern mánuð — eða 7 íbuðir all§ 1—3 bifreiðar utdregfuar mánaðar- legra — eða 22 bifreiðar alls Aðrir vinningar: MATTFLUG FIIUR TVÖ Tvö önnur ferðalögr Fjögrur píaiió — Tveir vélbátar Ttvarpsgrramnidfdnn — Goðbestur & % \ x X Skrá um vinninga hvers flokks liggur frammi hjá umboðs- mönnum um land allt. S A L A á nýjum miðum stendur nú yfir, en endurnýjun flokksmiða og ársmiða hefst 18. þ. m. og stendur til 1. maí. Vinningar shattfrjdlsir öllum ágóða varið til byggingar 5 6 $ l s' I I i Dvaldrheimilisins

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.