Fálkinn


Fálkinn - 20.04.1956, Blaðsíða 6

Fálkinn - 20.04.1956, Blaðsíða 6
FÁLKINN STUTT FRAMHALDSSAGA f/ Þeir tóka barnið mitt' eftir Karin Juel 4 KVIÐI TONIS. Þegar hún hugsaði til Tonis eins og hanri- var núna, glaður, opinskár og sjálfstæður, átti hún bágt með að gera sér grein fyrir að þetta væri sami feimni og hræddi snáðinn, sem hún og Franz sóttu á barnahælið fyrir nokkrum árum. Hún mundi enn eftir- væntinguna, er þau sátu þar á hælinu og biðu. Hún skildi að eftirvæntingin var miklu meiri hjá henni en hjá Franz. Þau áttu að fá dreng og gátu valið um tvo. Sá fyrri kom hlaupandi inn í stofuna, það var auðséð hann hann var frakkur og ófeiminn. Hann var varla kominn inn úr dyrunum fyrr en hann hlj-óp frá fóstrunni og til Franz og skreið upp á hnén á honum. Hann var siblaðrandi og Franz var auðsjáanlega hrifinn. En bak við fóstruna sáu þau kvíða- fullt andlit gægjast fram. Hún brosti óg sagði: — Komdu bara, Toni — vertu ekki hræddur. Komdu inn og heilsaðu! En það hreif ekki. — Hann er miklu óframfærnari, þessi, sagði fóstran mjúkt, — ekkert likur honum Hans. En það er ekki okkur að kenna, því að við höfum gert allt sem við höfum getað til þess að gera hann kumpánlegan. Hann var svona þegar við tókum við honum. — Kannske það gangi betur ef ég fæ að vera ein með honum? Inga horfði á fóstruna. — Ég get að minnsta kosti reynt. Þegar fóstran v'ar farin horfði Inga lengi á Toni. Hún tók upp öskju með karamellum og lét hann sjá. — Viltu smakka á? sagði hún. En barnið hristi höfuðið. Hans og Franz skemmtu sér vel í hinu horninu. Hans sagði honum frá leikföngunum sínum, þegar Inga leit til þeirra sat Hans klofvega á hnénu á honum. Hún brosti og hélt áfram að horfa á Toni. ¦— Af hverju ertu hræddur við mig, Toni? sagði hún. — Þú þarft ekki að vera hræddur við mig. Hún rétti fram höndina og dró hann að sér, Og hún vissi að þessa stundina átti hún i baráttu við sjálfa sig. Hvorn þessara tveggja? Frá sjónarmiði Franz var valið auðvelt. Hans var einmitt af þeirri gerð, sem allir feður eru hreyknir af. Röskur strákur. En þau höfðu komið sér saman um, að hún fengi að ráða valinu. Og í hjarta sínu hafði hún þegar valið. Það var Toni, sem var á milli þeirra er þau fóru af barna- hælinu. Franz átti bágt með að skilja, hvers vegna hún liafði valið svona, en hann minnist ekkert á það við hana. Það tók talsverðan tima að vinna bug á feimni og kvíða Tonis. Á hótel- inu sem þau gistu í ihnipraði hann sig saman af hræðslu, undir eins og Franz kom nærri honum. Hann var að vísu ekki eins hræddur við Ingu, en efnilegt var þetta ekki. Þegar þau voru komin aftur til Bayern og Franz var farinn á víg- stöðvarnar á ný, gerðist nokkuð sem olli henni kvíða. Hún hafði gengið frá herberginu, sem hún ætlaði Toni. Þar var lítið rúm, púlt og skápur til að geyma leikföngin hans í. Þegar hann var að skoða þetta í fyrsta skipti, virtist hann ánægður og glaður. Svo vildi svo til að hann opnaði einn klæðaskápinn, þar hékk hermanna- búningur af Franz. Þá fölnaði litla andlitið af hræðslu og Toni hljóp á burt í ofboði. Hún var lengi að fá hann til að ró- ast aftur. Ef hann heyrði óvenjulegt, hvellt hljóð dirökk hann í kuðung, en hann grét aldrei. Og Inga tók eftir að hann var alltaf hræddur við eitthvað, jafnvel þegar hann svaf. Hættur og skelfing voru í draumunum hans. Hvað liafði komið fyrir þetta barn, áður en það kom á tiælið? Drengurinn hlaut að hafa orðið fyrir þrælslegri meðferð. Á hljóðum and- vökunóttum var hún að brjóta heil- ann um livernig Franz liði núna og hvernig hún ætti að losa Toni við hræðslukenndina, sem lá eins og farg á honum. Einn daginn varð henni ljóst, að eitt hræddist Toni meira en allt ann- að: Hermannabúninga — þýska her- mannabúninga! Þessi staðreynd vakti örvæntingarhroll í henni, en hjá henni varð ekki komist. Þetta var svona. Það var þess vegna, sem hann var svo hræddur við Franz. VÖRN INGU. Þegar Inga Hartl stóð upp i rétt- inum daginn eftir, til að verja móður- kröfu sína, var hún róleg og styrk. Dr. Múller, málflytjandi hennar, stjórnaði vitnaleiðslunni. Inga sagði frá erfiðleikunum, sem hún átti í með drenginn fyrst i stað, um kviðann og hræðsluna, sem hann gat ekki sigr- ast á. Og hún hafði aldrei séð 'hann gráta. Ekki fyrr en ... — ... það var daginn sem bréfið kom, sagði hún lágt, — tilkynningin um að mannsins min væri saknað og að hann væri sennilega fallinn. Við ¦höfðum einmitt setið við að skrifa honum, Toni og ég. Toni spurði mig hvort ég héldi að pabbi mundi svara því, sem hann hefði skrifað. Og þá gat ég ekki staðist mátið. Þá sá hann mig gráta í fyrsta sinn, og svo fór hann að gráta líka. Upp frá því grét hann eins og önnur börn gera, þegar eitthvað amar að þeim og þau verða fyrir mótlæti. — Heyrið þér, frú Hartl, þér hafið sagt að drengurinn hafi verið sérstak- lega hræddur við einkennisbúninga, sagði dómarinn. — Af hverju Iialdið þér að það geti stafað? Inga þagði og hún var þakklát fyrir að málflytjandi hennar svaraði: — Herra dómari, sagði hann alvarlegur. — I ævi drengsins er kafli, sem við vitum i rauninni ekkert um — tím- inn sem leið fram til þes að hann komst á barnahælið. Hann getur hafa horft upp á einihver hermdarverk, orrustu og eyðileggingu, eftir að hann var tekinn frá móður sinni — og einmitt af hálfu manna, sem voru i svona einkennisbúningum. Dómarinn kinkaði kolli. — Haldið þér áfram, dr. Múller! — Þér áttuð heima í hinum þýska liluta Tékkóslóvakiu, var ekki svo, frú Hartl? Og barnið hjá yður? Þér urðuð að flýja þaðan. Hvenær var það? — Þegar rússneski herinn kom. — Og iivernig fór um heimilið og eigurnar? — Ég gat ekki haft með mér nema bað sem ég gat borið. — Þér fóruð gangandi með dreng- inn nærri því þrjú hundruð kílómetra, að þýsku víglínunni. Hvernig gátuð þér haldið í ykkur lífinu á því ferða- lagi? — Ég vann fyrir matnum, á bæj- unum, i vegavinnu og annarri vinnu sem var að fá. Á einhverju varð mað- ur að lifa. — Mig langar að spyrja yður einn- ar spurningar, frú Hartl. Á þessari löngu leið hittuð þér sveitakonu, sem bauðst til að taka drenginn af yður. Hún sagði að þér gætuð sótt hann þegar þér hefuð fengið einhvern samastað? — Það er rétt. Hún bauð mér það. — En þér neituðuð boðinu. Hvers vegna? —¦ Vegna þess að drengurinn liefði tekið sér nærri ef ég hefði yfirgefið hann. — Þér voruð 61 dag i þessu ferða- lagi. Áttuð þér nokkurn stað visan, sem þér gætuð farið á? Ættingja eða kunningja? — Nei. — Og svo lentuð þér af tilviljun í Bayern, þar sem þér eigið heima núna ¦— peningalaus og áttuð engan að. Hvernig komust þér af? — Ég var svo heppin að fá atvinnu. — Og hve lengi voruð þér ein? Hvað leið langur tími þangað til þér fréttuð að maðurinn yðar væri a lífi? — Fimm ár. Þá fékk ég bréf frá honum frá Rússlandi. Hann var veik- ur og stóð til að senda hann heim. — Og allan þennan tíma unnuð þér fyrir barninu, gáfuð því fæði og klæði, komuð því i skóla og voruð þvi eins og móðir. í meira en fimm ár — alein. — Drengurinn fékk allt sem hann þurfti. — Þakka yður fyrir, frú Hartl. Þér megið setjast. En faún stóð kyrr i sömu sporum, með höfuðið niður á bringu. Svo leit hún hægt og hægt upp til dómarans og horfði á hann. — Ég er ekki nema fósturmóðir Tonis, sagði hún hreim- lausum rómi, — en ég hefi elskað hann og elska hann enn — meira en nokkuð annað í veröldinni. Dauðaþögn varð um stund. Svo heyrðist lágt pískur um salinn, og dómarinn ræskti sig og tók til máls og sneri sér að konunum tveimur, sem báðar voru í þungum þönkum. — Frú Slavko, — frú Hartl! Þær litu báðar upp er þær heyrðu nöfn sin nefnd. — Mig langar til að beina eftirtekt ykkar að nokkrum atriðum. Barn er ekki eign móðurinnar. Það er eign guðs og sjálfs sín. Við sem hérna sitjum eigum að gegna því hlutverki, að stuðla að því sem drengnum er fyrir bestu — um þetta verðum við að hugsa, fyrst og fremst. Hvar hefir drengurinn besta möguleika á að eign- ast gæfuríka framtið? Við verðum einnig að taka tillit til óska hans sjálfs, hann er orðinn nógu þroskað- ur til þess. En hann hefir aldrei talað við 'hina réttu móður sína. Hann verð- ur að fá tækifæri til þess. Hann verð- ur að fá að kynnast henni, án trufl- andi áhrifa utan frá, eða nokkurs á- róðurs. Nú sneri dómarinn sér til Sonju Slavko: — Og þér, frú Slavko verðið nú þegar að gera yður ljóst, að dreng- urinn er ekki litla barnið, sem þér misstuð forðum, heldur ung sjálfstæð manneskja. Þess vegna hefir rétturinn ákveðið, að drengurinn og móðir hans fái að vera saman um stund, við aðstæður, sem teljast megi öriíggar. Og þegar þeirri samveru er lokið, fær drengur- inn að láta álit sitt i Ijós. Að svo búnu mun rétturinn taka endanlega ákvörðun i málinu. Réttarhöldunum er hér með lokið um sinn. MÓÐIR OG SONUR HITTAST. Smátt og smátt fór Sonja Slavko að gera sér skiljanlegt, að þó að tim- inn hefði staðið kyrr öll þau ár sem iiún beið og þráði, þá hafði hann færst úr stað samt. Og litla barnið hennar hafði færst úr stað með honum, það hafði vaxið og þroskast og var orðið hugsandi vera og sjálfstætt „ég". Þegar liún fór út úr réttarsalnum VAKNA ÞU!¦— Ungfrú Jennifer Hall- is tók þátt í reiðkeppni í Teddington í Englandi fyrir skömnu, en meðan hún beið. eftir að röðin kæmi að henni fleygði hún sér á grasið til að hvíla sig. Þegar kom að henni gekk hest- urinn hennar til hennar og kyssti hana. Það var líkast og hann væri að láta hana vita af tímanum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.