Fálkinn


Fálkinn - 20.04.1956, Blaðsíða 7

Fálkinn - 20.04.1956, Blaðsíða 7
FÁLKINN óx hugaræsingur hennar svo, að hún lamaðist hálfvegis. Toni var ekki framar ihinn litli Ivan hennar. Hann var ekki smábarn, sem háð var örm- um móSur sinnar. Hann var skóla- drengur i framandi landi, framandi umhverfi. Hann átti aðra móöur, sem hafði aliS önn fyrir honum, og föSur sem var besti félagi hans. Þessa stund- ina var Sonja gagntekin af þakklætis- tilfinningu til Hartl-hjónanna. Og þau töluSu ekki einu sinni sama mál, Toni og hún. Örvænting greip hana viS þá tilhugsun. Þau gátu ekki skiliS hvort annaS! Hún visaSi þeirri tillögu samstundis á bug, aS hitta Toni heima hjá Hartl. Hún fór hjá sér og fannst hún vera eins og armur þræll við þá tilhugsun. Hún afréð að dvelja um stund á gisti- liúsi i Bayern. Toni gat komið til hennar þangað. En það reyndist ekki eins auðvelt og faún bafði haldið, að koma þeim samfundi á. Toni þverneitaði að fara í gistihúsið til að hitta móður sína, nema þvi aðeins að Inga færi með honum. Ingu fannst hart aðgöngu að gera þetta, en hún vildi ekki bregðast hon- um. Og hún strengdi þess heit að gera sitt ítrasta til að láta tilfinningar sín- ar ekki koma í ljós, er hún hitti Sonju Slavko. Þegar þau komu upp að herbergi Sonju stóðu þau heila minútu fyrir utan dyrnar áður en Inga gat komið sér til aS drepa á dyrnar. Og þegar þau komu inn héldu þau bæði niðri í sér andanum af angist og kvíða. Sonja lagðist á hnén og faðmaði Toni að sér. Tilfinningaraldan sem hún hafði orðið að bæla niður í öll þessi ár, fékk nú framrás og hreif hana með sér eins og flóðalda. En Toni var tilfinningalaus og þögull gagnvart öllu þessu atlæti. Hugboð barnsins sagði honum, að ef til vill ætti hann að endurgjalda liku líkt, á einn eða annan hátt, en hann gat það ekki. Raunaleg augu hans leituðu yfir öxl Sonju til Ingu, sem stóS og horfSi á þau og engdist. Hún reyndi aS brosa hughreystandi til hans, en augu hennar fylltust af tárum. Sonja stóS upp. Hún náSi i ofurlit- inn böggul — fyrstu gjöfina sem hún gat gefiS drengnum sínum — en hann vildi ekki taka við honum. Hann stóð eins og stytta í sömu sporum. Og þegar böggullinn datt á gólfið var það eins og tákn hinna brostnu vona Sonju Slavko. Þegar Inga og Toni bjuggust til að fara, nokkrum mínútum siðar, beygði drengurinn sig og tók upp böggulinn. En ekki vottaði fyrir brosi á honum, eða nokkrum áhuga fyrir þessari gjöf. Andlitið var þögult og vandræSalegt. Inga var þögul er þau komu út á götuna, og þau gengu hratt heim á leið. Það var ekki fyrr en dyrnar höfðu lokast eftir þeim heima, að hún tók hann i fang sér og horfði á hann. — Hvers vegna hagaðir þú þér svona, Toni? Ég blygðast min fyrir þig! Geturðu ekki skilið það? Hann var niðurlútur. Svo leit hann upp, og hana hnykkti við að sjá augna- ráðið lians. — Mig langaði til að vera góður við bana, mamma, ég ætlaði mér að vera það. En það fór svona. Ég gat það ekki. Hún svaraði engu. En hún einsetti sér að tala ekki orð við hann um þetta framar, og varast að hafa á/irif á hann, til eða frá. Hann skyldi fá að velja af frjálsum vilja. Framhald í næsta blaði. Vitið þér...? RinsoþvæP5K5/í- og kostaryour minna Þér getið náð dásamlegum árangri með því að nota Rinso — raunverulegt sápuduft. — Rinso er ekki aðeins ódýrasta þvottadnftið heldur einnig það drýgsta og fer vel með þvott og hendur. Hið þykka, mjúka Rinso þvæli hreinsar vel án þess að nudda þurfi þvottinn mikið, en nuddið slítur þvottinum einna mest. Best fyrir þvott og hendur að í USA hefir verið smíðað gjallarhorn, er heyrist í 7—8 km? Þetta ferliki er aS sumu leyti sniðið eftir manninum, og hefir „lungu" til að blása loftinu gegnum ventla, sem eru eins konar raddbönd. Trektin gerir sama gagn og gómurinn í mann- inum. X-R 258,7-UÍ5-55 @$$$$$^$^^$$^$í«»««^S^Í<?$«$<í«>$0««^0<S^^ að háloftsrannsóknir má j?era með tæki, sem er flugvél og rak- etta í senn? Rakettum með ýmiss konar mæli- tækjum hefir hingað til verið skotið neðan af jörðu til háloftsrannsókna. En nú eru flugvélar látnar fara með raketturnar upp i 10 km. hæð, og það- an er þeim skotið 32 km. upp i loftið. Er þessi adícrS miklu ódýrari en sú gamla, því að raketturnar þurfa ekki að vera sterkar. Sólin bræðir stál. Rússneskir vísindamenn hafa lengi starfað að tilraunum með að safna sólarorku og notfæra sér hana til gagns fyrir iSnaSinn og heimilin. Hafa þessar tilraunir fariS fram i L'zbekistan og með þeim tækjum, sem vísindamennirnir hafa nú, hefir þeim tekist að framleiða 4000 stiga hita með sólargeislunum, þannig að þeir geta brætt með þeim bæði stál og tungsten. Næsta verkefnið er að breyta sólar- orkunni í raforku.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.