Fálkinn


Fálkinn - 20.04.1956, Blaðsíða 8

Fálkinn - 20.04.1956, Blaðsíða 8
FÁLKINN HÆTTULEGUR NÁGRANNI >»->->->>>>>>>>>¦>->->>»>>>»>>>>>>»->->>>>¦>->->->>>»¦»->>>>>»¦> *f/l/lARGIT ^tti saumakörf- fft unni sinni frá sér og * ", stundi. Hún var hund- leið á að stoppa í sokka, en Pétur var mesti afreksmaður hvað það snerti að koma tám og hælum gegnum sokkaplöggin sín. Það lá við að hún væri gröm honum í dag, en þó vissi hún með sjálfri sér að það var kjánalegt og frá- leitt. Pétur var yngri meðeigandinn í málaflutningsstofu Jensen & Aas, og Margit hafði verið gift honum í tólf ár. Þau áttu tíu ára gamla dóttur, sem Metta hét, en hún var í heimsókn hjá bekkjar- systur sinni núna í leyfinu. Þetta var síðdegis á laugardegi og Pétur notaði frístundina til þess að vinna í garðinum. Margit þóttist nokkurn veginn viss um að nágrannafrúin, hin fríða og ung- lega ekkja, frú Werner, mundi líka vera að vinna í sínum garði og mundi vera að tala við Pétur eins og hún var vön. Vitanlega átti Pétur enga sök á því, að hann var laglegur og heillandi, en samt var nú viðkunnanlegra að hann, giftur maðurinn, hefði einhvern hemil á því, hve mikið hann skipti sér af öðrum en konunni sinni. Margit varð að játa það fyrir sjálf ri sér að frú Werner var bæði lagleg og bar sig vel. Hún var heillandi, jafnvel þó að hún væri í síðum buxum, há og spengileg. Margit var þybbnari og þorði aldrei að sýna sig nema í pilsi. Hún var orðin 42 ára og það var orðinn vani hjá henni að skoða sig í spegli til að gá að hvort hún sæi ekki grá hár. En spegilmyndin hafði sefandi áhrif á hana. Hún hélt sér vel. Hve gömul skyldi hún frú Werner annars vera? Rúmlega þrítug, iíklega? Það var erfitt að giska á aldur kvenna, sem voru með hennar sniði. Hún hirti vel á sér andlitið og vandaði til farð- ans, svo að fátt var til að byggja ágiskanir á. Margit leit á klukkuna. Það var kominn kaffitími. Ágætt, þá mundu ekki verða lengri samræð- ur hjá Pétri og frú Werner í dag. Það sauð á katlinum þegar Pétur kom inn úr garðinum. ¦— Hér er ég, gamla mín! kallaði hann glaðlega. — Maður verður aldrei eins þyrstur í kaffi og þeg- ar maður er að pæla garð. Margit varð undir eins ergileg yfir þessu gælunafni hans — „gamla mín". — Jæja, hvað haf ði frú Werner á samviskunni í dag? Ég sá að þið töluðuð lengi saman þarna úti. — Það var nú sitt af hverju. Hún er skrambi viðræðugóð og skemmtileg þegar maður fer að- kynnast henni. Hún hefir ferð- ast ósköpin öll, og er ótrúlega vel að sér í garðyrkju. Hún veit allt sem maður þarf að vita um blóm og trjágróður. — Er það satt? Þótt Margit væri öil af vilja gerð gat hún ekki stillt sig um að vera kaldranaleg í málrómnum. Pétur leit á hana. — Já, er það ekki skrítið, að svona kona eins og frú Werner . . . — Hvað áttu við með „svona kona"? — Svona fíngerð og falleg, og ... — Já, hún er fíngerð og falleg ... þér finnst það víst. Margit horfði niður á gólfið er hún sagði þetta. — Jú, í augum þeirra, sem gangast fyrir þeirri tegund fríð- leika, þá ... Hann dró seiminn og reyndi að láta sem minnst á hrifningu bera. Hann er klókur, hugsaði Margit með sér. — Og ég sem hélt að þú dáðist að henni, sagði hún svo. — Hún er alveg eins og þið karl- mennirnir viljið hafa kvenfólkið. Þið dáist alltaf af yfirborðinu, ef það er nógu f ágað, en kærið ykk- ur kollótta um hvað undir bjórn- um er. Og það kemur sér víst yfirleitt vel fyrir kvenfólkið, eða að minnsta kosti sumt af því. Margit fann sjálf að þetta voru fánýt orð, en .gremjan hafði bor- ið hana ofurliði. Pétur horfði á hana um stund áður en hann svaraði: — Þú ferð vill vega núna, góða mín. Frú „... Þú ert alveg eins og hún dóttir þín, núna. Líttu upp og lofaðu mér að kyssa þig." Werner er skemmtilegur ná- granni. Ég hélt að þér félli vel við hana. — Það er vafalaust ekkert út á. hana að setja, góði minn, og ég hefi ekkert á móti henni sem ná- granna eða að kynnast henni, en þar með er ekki sagt, að ég kæri mig um að fá hana í vinahópinn. En það er prýði að henni hvar sem hún er. — Það er gott að heyra að þér er ekki í nöp við hana, sagði Pét- ur, — því að hún hefir boðið okk- ur heim í kvöld. Hana langar til að sýna okkur sérstaklega vand- að postulín, sem hún á. — Nei, heyrðu nú Pétur! Mig langar ekki vitund til að fara að heiman í kvöld. Ég hefi höfuð- verk. Tókstu þessu boði? — Já, vitanlega gerði ég það. En settu það ekki fyrir þig. Hún lofaði mér að ég skyldi fá nokkra góða afleggjara líka, svo að það er best að ég skreppi snöggvast til hennar og sæki þá, og segi henni að við getum ekki komið. Margit sat kyrr og horfði í gaupnir sér um stund, eftir að hún hafði heyrt að hurðinni var skellt. Svo stóð hún hægt upp og fór að bera kaffibollana út af borðinu. Hvað var eiginlega að henni? Henni fannst einhvern veginn að hún væri höfð útund- an, síðan fallega frúin fluttist inn í húsið þarna við hliðina. Mikil flónska var það annars, að iáta svona. Ekki gat hún áfellst Pétur fyrir að kvenfólkið ieist vei á hann. Það var engin nýlunda að kvenfókið hrifist af honum, en fram að þessu hafði honum tekist að láta ekki kveikja í sér. Var það ást hennar sjálfrar á honum, sem gerði hana svona viðkvæma? Hún gat eiginlega ekki fengið sig til að trúa því heldur, því að hún hafði aidrei tekið þetta nærri sér áður, þegar aðrar konur voru að gefa Pétri undir fótinn. Nei, þetta var eitthvað nýtt — það var eitt- hvað annað með frú Werner en allar hinar. — Hún var ekki í vafa um það. Það var ekki um að villast að að Pétur dáðist að nágrannanum cg gerði sér far um að vera sem skemmtilegastur þegar hún var viðstödd. Honum var alltaf að hugkvæmast eitthvað nýtt og nýtt, sem hann gæti gert henni greiða með — gera við bekk, mála lystihúsið, pæla upp des eða eitthvað annað. Og þegar garð- urinn entist ekki þá var gripið til kínverska postulínsins. Margit var nógu hreinskilin við sjálfa sig til að viðurkenna að 'hún væri afbrýðisöm, en það bætti ekkert úr skák. Það var líkast eins og eitur væri að læsa sig um hana alla og spillti fyrir henni öllu því, sem kalla mátti hamingju og gleði. Hún varð að reyna að taka á því sem hún átti til, og reka þessa vondu tilfinn- ingu á burt. Ef hún yrði þolinmóð og harkaði af sér yrði kannske allt eins og áður. *JYRSTI þátturinn í nýju áætl- *-s uninni var sá, að Margit bauð frú Werner heim eitt kvöldið, til þess að kynna hana fyrir móður sinni. Hún hafði komið í heim- sókn og ætlaði að verða nokkra

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.