Fálkinn


Fálkinn - 20.04.1956, Page 9

Fálkinn - 20.04.1956, Page 9
FÁLKINN 9 daga hjá Margit og Pétri. Þegar Pétur frétti að von væri á frú Werner fór hann undir eins að hrósa henni við tengdamóður sína. Hann sagði henni hve dæma- laus hún væri við garðyrkju- störfin og hve garðurinn hennar væri fallegur. — Já, og sjálf er hún að minnsta kosti eins falleg og garð- urinn, tók Margit fram í og reyndi að vera sem glaðlegust. — Herra minn trúr! sagði frú Werner þegar hún kom inn. — Aldrei Ihefði ég getað giskað á að þið væruð mæðgur. Ég mundi hafa talið líklegra að þið væruð systur. Margit fékk sting fyrir hjartað. Varla datt frú Werner í hug að móðir hennar væri sérstaklega ungleg, heldur fannst henni hitt fremur, að Margit væri farin að verða kerlingarleg. Hún leit til Péturs í von um að hann hlypi undir bagga, en hann gerði ekki annað en brosa út undir eyru og ýta fram stól handa gestinum. Þegar frú Werner fór aftur fór Pétur með henni til að sækja bók, sem hana langaði til að móðir Margitar læsi. Margit settist eins og slytti á stól og lokaði augun- um. Þetta kvöld hafði mistekist að öllu leyti, að því er hana snerti. Frú Werner hafði haft einkarétt á Pétri allt kvöldið, og hann virtist síður en svo hafa á móti því að hún veitti honum at- hygli. Móðir hennar horfði þegjandi á hana um stund. Svo kom það: — Ég hefi sjaldan séð þig í svona litið laglegum kjól, Margit. Þér fer illa bæði liturinn og lögunin. — Það getur vel verið að hann sé leiðinlegur, en mér þykir svo vænt um þennan kjól. Mér líður svo vel í honum. — Það stoðar nú ekki, Margit. Sniðið er klaufalegt. Þú ættir að taka hana frú Werner þér til fyrirmyndar. Sú kann nú að kiæða sig! Þú varst alveg eins og úfin hæna hjá páfugli, við hliðina á henni í kvöld, þó að þú sért miklu laglegri en hún. Þú ættir að leggja meiri rækt við útgang- inn á þér. — Heldurðu það? spurði hún, en hún vissi af reynslu að ráð móður hennar höfðu alltaf gefist vel. — Þegar ég fer að hugsa um það sé ég að ég hefi notað þenn- an kjól í lengsta lagi. Ég skal at- huga hvort ég finn ekki nýjan kjól, sem er laglegri, og ég skal lofa þér því, að nota ekki þennan brúna lit lengur. — Ef þú ferð út í það finnst mér þú ættir að láta gera eitthvað við hárið á þér líka. Þú hefir ekki breytt hárgreiðslu í eitt einasta skipti síðan þú giftist. Og þú sem hefir svo fallegt hár frá blautu barnsbeini. — Ég hefi oft hugsað um það, mamma, en aldrei orðið fram- kvæmd úr því. En nú skal ég sjá að mér. Þegar móðir Margitar var far- in gerði Margit alvöru úr ásetn- ingum sínum. Það iá við að hún þekkti ekki sjálfa sig í speglin- um er hárgreiðslustúlkan hafði lokið við greiðsluna. Henni fór tvímælalaust miklu betur að hafa stutt bylgjuhár með mjúkum liðum yfir eyrunum og í hnakk- anum. Hún var í besta skapi er hún fór í tiskuverslunina og keypti sér nýjan kjól og hatt, og var í hvorutveggju þegar hún fór út úr versluninni. Hún speglaði sig í búðargluggunum og brosti fram- an í sjálfa sig. Svona lagleg hafði hún ekki verið í mörg ár fannst henni. Hvernig væri að koma Pétri á óvart og sýna sig strax? Hann var vanur að borða hádeg- isverð á Grand og nú var einmitt matartími. Hvað skyldi hann segja þegar hann sæi nýju kon- una sína? Já, henni fannst hún vera eins og ný. Ný og ung og lagleg. Hún hljóp við fót upp stigann að skrifstofu Péturs. Hann var ekki inni. Hraðritarinn sagði, að hann væri farinn út að borða, og Margit afréð að gá að hvort hann væri ekki á Grand. En þegar hún beygði upp að veitingasalnum nam hún allt í einu staðar. Því að þarna var Pétur að fara inn — og frú Werner með honum. Og hún hafði aldrei séð hana jafn fallega búna. Það var líkast og Margit væri negld niður á gangstéttina. Nú var öll gleðin slokknuð og tárin þrýstust fram. En svo varð hún reið og hljóp á næstu vagnabið- stöð. Þegar hún var komin heim reif hún af sér nýja hattinn og fleygði honum á gólfið. Henni var sama um allt þetta stáss úr því sem komið var. Það kom ekki að neinu haldi. Skyldi Pétur borða hádegis- verð með frú Werner að öllum jafnaði? I fyrri viku hafði 'hann verið í „viðskiptamannasam- kvæmi“ og komið mjög seint heim. Þá hafði hann auðvitað ver- ið með frú Werner. Mikill auli gat hún verið að hafa verið svona auðtrúa! En ef hann vildi eiga þessa glæsilegu ekkju, þá skyldi Margit ekki dekstra hann. Hann skyldi fá skilnað undir eins og hægt væri, en Mettu skyldi hann ekki fá. Hún hafði forréttinn að barninu. Við tilhugsunina um Mettu fór Margit að gráta, en svo harkaði hún af sér. Enn var metnaður til í henni. Pétur og unnustan hans skyldu ekki sjá hana sem syrgj- andi konu. Margit hitaði sér bolla af sterku kaffi og það hjálpaði henni vel. Hún setti á sig svuntu í snatri og fór að taka til í eld’húsinu. Innanhússverkin voru vön að dreifa áhyggjum hennar. Það brást ekki heldur í þetta skiptið. Þegar hún heyrði Pétur stinga lyklinum í skráargatið gat hún tekið á móti honum jafn rólega og stillilega og hún var vön. Hún hafði einsett sér að minnast ekki á neitt fyrr en eftir matinn. Pétur leit forviða á hana. — Elsku Margit, hvað hefirðu gert við hárið á þér? Þú lítur út eins og ung stelpa. Eigum við að fara út í kvöld? — Nei, en mig langaði að breyta svolítið til. — Glæsileg breyting, gamla rnín. Þú ert dásamlega falleg! Pétur var skrafhreyfinn við miðdagsborðið og virtist ekki taka eftir að Margit var óvenju- lega þögul. Þegar þau stóðu upp sagði hann: — Já, nú man ég .. . ég hitti frú Werner í dag. Hún borðaði hádegisverð á Grand með vini sínum. Þau ætla að fara að giftast bráðum. — Giftast? Frú Werner! — Finnst þér það nokkuð skrit- ið? Ég varð ekkert hissa á því. Framhald á bls. 14. : : Bros í hdtíðleihflnui ★ Það hvíldi hátíðlegur alvörublær yfir móttökuathöfninni, sem Elisa- betu Englandsdrottningu og Filippusi manni hennar var búin í borginni Lagos í Nígeríu, sem nú er orðið fjöl- mennasta ríki Afríku og kaupir mikið af íslenskri skreið. Foleshade Law- son dóttir bæjarráðsforsetans, færði drottningunni fagran blómvönd. Litla stúlkan var vitanlega feimin og al- varleg á svipinn, en hinir konunglegu gestir og annað tigið fólk, sem þarna var, gat þó ekki varist brosi, er þau sáu, hve hátíðlega stúlkan tók hlut- verk sitt. Maðurinn með fallegu kórónuna er foseti bæjarráðsins.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.