Fálkinn


Fálkinn - 20.04.1956, Blaðsíða 11

Fálkinn - 20.04.1956, Blaðsíða 11
FÁLKINN 11 LITLA SAGAN. „Svona m yfirmenn - og tenqdapabbar oi mo!“ PÉTUR ANDREAS FALK kvæntist dóttur ofurstans síns sama daginn, sem endurgjaldssprengjur Adolfs byrj- uðu að sallast yfir London. Hann gift- ist Lisu-Lottu sinni í kirkjunni St. Martin in the Fields. Þegar Pétur Andreas — kallaður PAF — og IJsa-Lotta komu aftur úr alltof snubbóttri brúðkaupsferð til Torquay, bafði Adolf sleppt sér alveg og jós sprengjunum yfir London og gaf skít í aRa hveitibrauðsdaga, þvi að sjálfur átti hann ekki nema rúgmél. Svo að PAF þótti vissast að láta tengdapabba senda Lísu-Lottu til Skot- lands, sem bilstjóra í Kvenlijálpar- liðinu. Þannig varð PAF graselckill í heims- borginni. Hann vann á skrifstofu tengdapabba á daginn en lét sér leið- ast á nóttinni — aleinn í hjónarúm- inu. En svo kom Anton í borgina og það var tilbreyting. Anton var á leið til Normandí, en átti sólarhrings ieyfi í borginni. Undir slíkum kringumstæð- um er það heilög skylda að skjóta skjólsliúsi yfir vini sína og fylgja þeim á brautarstöðina. Það gerði PAF. Fyrst skerptu þeir matarlystina með nokkrum sterkum heima hjá PAF, svo borðuðu þeir á Hungaria, besta rnat- inn sem hægt var að fá á þeim stað. Og er þeir höfðu melt kaffið með nokkrum koniaksstaupum og löngum vindlum afréðu þeir að húsvitja á kránum meðan kvöldið entist. Þeir gengu á milli klúbbanna. Fengu sér „einn lítinn" á hverjum stað. Væri PAF ekki meðlimur þá var Anton það, og ef hvorugur var það þá varð annar hvor það. Þeir byrjuðu á Piccadilly Circus og þreifuðu sig áfram vestur Mayfair, uns þeir lentu á hinum gamla góða Wellington á Iínightsbridge, prýðilega upplagðir. Og þar hittu þeir Blondie Bess — upplagða líka. Hárið á henni var eins og þunnt tevatn á Rtinn, og hörundið „jarðarberjaljóst", sem Englendingar kalla. Þar urðu miklir fagnaðarfundir. í Wellington er gestrisni mikil með- an nóg er til af reiðu fé til að fram- lengja hana. En þegar klukkan var eitt voru buddurnar tómar og þeim var mjakað út. Hvergi var leigubíl að fá. Og nú dundi yfir ferlegt reiðar- slag. Sprengja liafði komið niður skammt frá. „Ég fer ekki heim í nóttl“ hrópaði Bess. „Ekki eitt fet ...“ „Höfum við nokkurn tímia bfugðist þér?“ sagði Anton. „Heldurðu að við gerum það núna. Onei, það er. nú eitt- hvað annað. Þú kemur!“ „En livað haldið þið að hún Lisa- Lotta segi?“ sagði PAF. „Þarftu að spyrja hana úm leyfi?“ sagði Benn. „Hver er hún?“ „Hún er konan mín,“ svaraði PAF. „En lnin er í SkotIandi.“ „Þá þarf hún ekki að vita neitt um þetta, og þá getur hún ekki orðið hrædd um þig. Og það er liann Anton sem ég er með, en ekki þú.“ iSvo héldu þau heim til PAF. öll þrjú, og PAF raðaði öllu fljótahdi sem hann átti á borðið. Um klukkan þrjú heyrðist merki um, að hættan væri afstaðin og loftárásin búin, og svo skynjaði PAF ekki íneira, unS hann vaknaði rétt fyrir niu, með þyngsta haus Norður-Evrópu. Anton hafði far- ið með morgunlestinni klukkan sjö. PAF þorði ekki einu sinni að Rta i spegilinn. En hann fór í símann til að ná í lnisvörðinn áður en ofurstinn, tengdapabbi, kæmi, og bað fyrir skila- boð um að hann væri veikur — ekki mikið — en yrði að liggja i dag. Hús- vörðurinn skrifaði þetta og.PAF fór i rúmið aftur. Næst rankaði hann við sér er dyra- bj'llunni var hringt. Látum liana bara hringja, þangað til á morgun, hugsaði hann með sér. En svo fór samt að hann skreiddist til dyra. Og hver stóð liar: Ofurstinn! í Yfirbragðið var hermannlegt en hjartað var gull, og þess vegna hafði hann afráðið að sleppa portvínsglas- inu eftir matinn og heimsækja sjúkl- inginn, tengdason sinn. I sömu svifum kom Bess fram i dyrnar, nýbökuð og ilmandi af bað- salti og anganlyfjUm Lísu-Lottu, og í iniskónum hennar og baðsloppnum. Munnurinn á ofurstanum opnaðist og stóð upp á gátt. „Heyrðu elskan," sagði hún. „Hve- nær fær maður morgunkaffið hjá þér. Og hvar er hann Anton? Og hver er þétta?“ . „Má ég kynna tengdaföður minn, Carsten Peter Bernt Anker ofursta — miss Bess Bud.“ „Ég skal játa að þetta er grunsam- legt,“ sagði hann þegar hún var horfin inn úr dyrunum. „Og svo sagði hann honum af Anton. „Við skulum nú at- huga það betur,“ sagði ofurstinn. „En komstu nú í fötin og farðu á skrifstof- una. Ég skal sjá um stelpuna. — Halló, Bess! Viltu koma út og borða með mér?“ „Já, það veit sá sem allt veit. „Ég er glorhungruð. En ég verð víst að fara í einhver föt fyrst. — Þú þarft þess ekki mín vegna,“ sagði ofurstinn og kveikti sér i sígarettu. * Alveg' his§a. Ekki fullgildur. Lítil stúlka i Paris, sem hafði séð hinn fræga gamanleikara Fernandel í hlutverki „Don Camillos" í kvilc- myndinni, kom auga á leikarann á veitingahúsi. Hún liljóp frá móður sinni til hans, rétti honum gúmmi- hund, sem hún var með á handleggn- um og spurði Fernandel hvort liann vildi ekki skíra hann. „Það get ég ekki, ég er nefnilega ekki fullgildur prestur,“ sagði Fernandel. „Það gerir ekkert til,“ sagði telpan. „Þetta er ekki fullgildur hundur heldur." Ferðamannaleiðheinendur i Róm hafa komist að þessari niðurstöðu um háttalag skemmtiferðamanna frá ýms- um þjóðum: Norðurlandabúar éta og drekka mest. Englendingar eyða minnstu af peningum. Frakkar eru hávaðasamastir. Bandríkjamenn taka flestar myndir. Og Þjóðverjar eru spurulastir. Margt gerir fólk sér til dægraslytt- ingar. Það safnar frímerkjum og fcr í bíó. Spánverjinn Jose Alvares fer í jarðarfarir i staðinn. Hann hefir þegar verið viðstaddur 15.200 jarðar- farir og er þó maður. á besta aldri, svo að sennilega á hann margar eftir. ★ Tískumifndir ★ -------------------j SMÁVEGISLEIKUR MEÐ SKINNAF- GANGA. — Það er ótrúlegt hvað gera má úr smáskinntuskum. Vitanlega þarf stóra bót í asolotmúffuna og hattinn. Hálsmálið á næstu mynd er lagt með hermelíni og einnig erm- arnar. Neðst er mynd sem hentar vel ungu stúlkunum. Líningarnar eru úr nertz og skreyttar similisteinum. í Ástralíu er til fiskur, sem bæði getur synt, gengið og flogið. Ekki er hann nema tíu sentimetra langur. Ha'nn gengur á uggunum eftir hafs- botninum, og ef hann verður lirædd- ur getur hann tekið sig á loft og flog- ið stuttan spöl. Frú Anne Snoyer í Los Angeles hefir fengið skilnað frá manninum sínum. Hann át alltaf þrjá lauka eftir að hann var háttaður á kvöldin. London Airport, sem er stærsta flugliöfn lieimsins, eftir Chicago, fer væntanlega fram úr Chicago eftir 1—2 ár. Árið 1954 tók flughöfnin á móti 1,5 milljón farþegum, og starfsfólkið þar er um þúsund manns. — Þar koma og fara 400 flugvélar á dag. Það færist mjög í vöxt að senda lifandi skepnur með flugvélum, og þess vegna hafa verið reist stór gripahús við flugvöll- inn og dýralæknir cr jafnan við liönd- ina þar. Skammt frá bænum Cecina í Italiu hefir fundist beinagrind úr fiski, sem er fjögurra metra langur. Giskað er á að hann sé um tveggja milljón ára. í FÍNT SAMKVÆMI. — Þessi kjóll er frá Dior úr svörtu ullarmusselíni. Hann er stuttur að framan en verður að páfuglsstéli að aftan. Hann er mjög fallegur en þó einfaldur. Hanskarnir eru saumaðir úr sama efni og kjóllinn. Á FEIIÐALÖGUM þarf maður að vera í skjólgóðum fötum. Christian Dior hefir gert fallega dragt úr rúð- óttu efni. Slétt pils, sem gott er að ferðast í og einfaldan kragalausan jakka. Hann er einhnepptur. Yfir þessu er stuttur frakki með stórum vösum.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.