Fálkinn


Fálkinn - 20.04.1956, Blaðsíða 12

Fálkinn - 20.04.1956, Blaðsíða 12
12 FALKINN MICHELLE * FRAMHALDSSAGA * kannske gæti hann útvegað mér góða stöðu. Og svo verðum við að hjálpa Albert." „Hvar er Albert?" „Það veit ég ekki." Það kom áhyggjusvipur á Jules. „Við urðum samferða í borgina, undir eins og við fréttum að þú hefðir gifst þessum milljónakóngi — maður verður að nota tæki- færið, og ekki var ástríkið á okkur svo mikið þarna heima, að nokkur sjá eftir okkur. Ja, þú skalt ekki hafa áhyggjur af „konunni" hans Alberts. Hann sér fyrir henni." „Ef þið hafið orðið samferða hingað ..." byrjaði Michelle. „Já, það var einmitt það. En hann hvarf fyrsta kvöldið, og ég hefi ekki séð hann síð- an. Ég frétti að lögreglan hefði tekið hann, þegar hann var að reyna að gera innbrot hjá manninum þinum — ég skil ekki hvað hann meinar með svoddan flónsku. Hann ætti að vera farinn að skilja, að það er það vit- lausasta, sem hann getur gert." „Ég las um það í blaðinu í dag," sagði Miehelle. „Sem betur fór var ættarnafnið ekki rétt stafað." „Ég sá það líka," sagði Jules. „Þeir halda að hann hafi verið að reyna að stela teikn- ingum — en Albert hefir alltaf verið óvarkár, og aldrei getað þagað yfir því, sem honum dettur í hug. Það er þess vegna, sem hann kemst ailtaf í bölvun. Hann getur aldrei gert neitt skynsamlegt. Hvað ætli hann hafi haft við þessar teikningar að gera ? Það er mér ráðgáta. Ekki þekkir hann nokkurn njósn- ara frá erlendu ríki ..." Þau gengu hlið yið hlið f ram veginn, í átt- ina frá hliðinu, en í skugganum frá garðin- um læddist manneskja á eftir þeim. „En í hvaða erindum ert þú?" spurði Michelle. „Ég hefi sagt þér það. Ég ætla að kynnast honum mági mínum. Finnst þér það nokkuð skrítið?" „Þú hlýtur að skilja, að Lucien og þú . . ." „Jæja, — ertu orðin derrin strax?" „Nei," svaraði Michelle úrvinda. „Ég veit að ég er ekki nærri nógu góð handa Lucien, en þú hlýtur að sjá það sjálfur að þú ..." hún horfði á hann...... og Lucien, eigið ekki saman." „Ég viðurkenni að ég er ekki vel til fara," sagði Jules og lét sér hvergi bregða. „En við erum systkin og þegar maður hugsar til hvernig klæðaburðurinn þinn hefir breyst, þá ætti ég að geta gert mér von um að breyta mínum líka. Mér dettur ekki í hug að móðga ykkur, en maðurinn þinn gæti hjálpað mér til að koma mér á laggirnar." „Hvað heldur þú að ...?" „Þú hlýtur að játa, að við Albert fengum ekkert vegarnesti, til að leggja upp í lífs- baráttuna," sagði Jules. „Ekkert okkar. Þú máttir til að þræla eins og húðarklár hjá Ohatou gamla og allir skömmuðu okkur eins og hunda, áður en við komumst á legg. Ein- göngu af því að hún mamma var ekki úr sveitinni." „Lucien er í ferðalagi," sagði Michelle. „Reyndu ekki að ljúga því að mér!" „Það er dagsatt, Jules! Hann er í Alzír! Hann hefir verið þar í heila viku. Hann hefir flugvélasmiðjur þar líka, en það var eitthvað í ólagi þar, sem hann varð að lagfæra." Jules horfði tortrygginn á hana. „Ég get nú komist að hvort þú ert að ljúga að mér eða ekki," sagði hann. „Ég er engu að Ijúga!" sagði Michelle í öngum sínum. „Hann er ekki heima! Ég veit ekki hvenær hann kemur! Hvernig fer þetta? Þegar hann fær að vita um að Albert . . ." „Já, það er skrambi leiðinlegt," sagði Jules og varð alvarlegur í málrómnum. „Mér hefði aldrei getað dottið annað eins í hug. Þá hefði ég ekki látið hann koma með mér. Ég borg- aði fargjaldið fyrir hann, skilurðu. Og nú er ég skítblankur." „Ég hefi enga peninga í bili," sagði Mic- helle. „Hvaða bull! Annað eins og þú hefir versl- að siðustu dagana." „Maður getur verslað þó að maður hafi ekki peninga," sagði Michelle. „Maður getur tekið út í reikning." ,,Já, það er alveg satt!" svaraði Jules. „Þá geturðu keypt eitthvað, sem ég get veðsett. Gerðu það á morgun, og svo hittumst við á eftir, og ég skal sjá um að koma því í pen- inga. Skartgripir eru bestir." „En hvernig á ég ..." „Hvaða þvaður er þetta. Heldurðu að ég geti ekki leyst þá út aftur, þegar ég hefi feng- ið peningana hjá þér? Ertu alveg peninga- laus núna?" Hún opnaði töskuna sína. „Ég á ekki nema þúsund franka," sagði hún, „og ég veit ekki hvenær Lucien kemur aftur. Ég þarf svo- lítið ..." „Láttu mig fá nokkur hundruð franka! Mér dugir það þangað til á morgun!" sagði Jules. „Þegar ég hefi fengið meiri peninga hjá þér á morgun ætla ég að reyna að finna hann Albert og sjá um að hann komist á burt, svo að ekki verði frekari vandræði út af honum. Ég skal kenna honum mannasiði!" Michelle rétti honum peningana og heyrði hann segja, að hann mundi hitta hana dag- inn eftir á tilteknum stað í París. Hún var hætt að geta hugsað. örvæntingin bar hana ofurliði. Jules varð henni samferða að hliðinu aft- ur og sá haha hverfa inn um það. Áður en þau skildu minnti hann hana á, hvar þau ættu að hittast og sagði svo um leið og hún fór: „Góða nótt, væna mín. Sofðu nú vel!" Michelle nam staðar og horfði á eftir hon- um fram veginn, en sá ekki skuggann, sem var nokkru fjær. „Væna mín!" Það hafði hann aldrei sagt fyrr! Það hafði enginn sagt nema móðir hennari og Lucien. Hún fór til baka sömu leiðina og hún hafði komið. Skugginn elti hana en beygði svo í aðra átt er þau komu inn í trjágöngin. Hún fór beint upp í herbergið sitt, sagði að sér væri illt í höfðinu og langaði ekki í mat en vildi vera ein. Frú Grotier svaraði ekki, en horfði kuldalega á hana, en Michelle var svo þreytt og annars hugar að hún tók ekki eftir því. Nú var orðið dimmt og gluggatjöldin blöktu i kvöldgolunni. Hún tók bréf Luciens og sett- ist með það í hendinni, eins og hún vildi leita huggunar og fá styrk af því. Hugarraunir hennar voru enn meiri en ella vegna þess sem Celeste hafði sagt um stöðu Luciens í mannfélaginu. Ef það yrði kunnugt að bróðir hennar væri innbrots- þjófur ... Ö, hvað átti hún að gera? Og hún varð að láta Jules fá peninga á morgun! Hvar átti 'hún að taka þá? Henni fannst ógerningur að koma aðvífandi inn í einhverja skart- gripaverslunina og taka út dýra skartgripi ... Þá mundi hún eftir Tachot. Ef til vill vildi hann lána 'henni meira? Hún gæti skrifað undir annað blað. Þegar Lucien kæmi heim ætlaði hún að segja honum, að Jules hefði heimtað peninga, og þá mundi Lucien gefa henni nóg til að borga Tachot ... Það var vafalaust eina úrræðið. Hún háttaði og lagðist fyrir, en lá lengi andvaka þangað til loksins að hún sofnaði. Allt í einu vaknaði hún við eitthvað. Hún settist upp í rúminu. Það var dimmt í her- berginu og mótaði aðeins fyrir glugganum, sem var ofurlítið ljósari en veggurinn í kring. En í miðjum þessum Ijósari fleti sá hún eitt- hvað — dimman skugga, skuggamynd af manni, sem var að klifra inn um gluggann. Michelle þorði varla að draga andann en sat grafkyr í rúminu og fannst hjartað ætla að springa. Hún skildi hver maðurinn var — það hlaut að vera Albert, hann hafði sést skammt frá Versailles. Nú var hann kominn inn og sneri bakinu að glugganum og reyndi að átta sig. Allt í einu féll glampi frá vasaljósi á andlitið á Mic- helle og hún tók andann á lofti. „Þei-þei!" hvíslaði rödd. „Hljóðaðu ekki! Það er ég — Albert!" 1 sömu svifum heyrðist rödd fyrir utan. „Jú, ég sá hann klifra upp hérna einhvers staðar — ég held inn um gluggann frúar- innar." Það var garðyrkjumaðurinn. Albert bölvaði. ,.Nú eru þeir á hælunum á mér. Hvar get ég falið mig?" Michelle var fljót að hugsa. Hvar gat hún falið hann. Og svo mundi hún eftir stóra klæðaskápnum og hljóp fram úr rúminu, þreifaði fyrir sér í myrkrinu og fann hurð- ina. „Hérna!" hvíslaði hún. „Hérna — flýttu þér!" • Eftir tvær mínútur var hún komin upp í rúmið aftur, en þá heyrði hún fótatak fyrir utan dyrnar. Einhver drap létt á dyrnar og hún kallaði: „Hver er þar?" „Það er ég, frú!" sagði rödd frú Grotier. „Hvað er að? Hvað viljið þér mér um miðja nótt, frú?

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.