Fálkinn


Fálkinn - 20.04.1956, Blaðsíða 13

Fálkinn - 20.04.1956, Blaðsíða 13
F Á L K1N N 13 Rödd Michelle var hikandi — hún var svo óvön að Ijúga. „Opnið þér, frú! En kveikið ljósið fyrst!“ Michelle hugsaði sig um og rak augun í gluggann. Tjaldið blakti. Hún fór fram úr rúminu og að glugganum. Engin för voru á gluggakistunni og henni létti. Svo flýtti hún sér til dyra og opnaði. Frú Grotier var alklædd, þó að klukkan væri hálftvö. Hún starði framhjá Michelle inn í herbergið. Þar logaði aðeins á nátt- lampanum. „Hefir enginn ónáðað yður, frú?“ spurði hún, og nú varð henni fyrst litið á andlitið á Michelle. „Önáðað? Nei, hver hefði átt að ónáða mig? — Ja, þér ónáðuðuð mig vitanlega." „Bouvin stendur á því fastar en fótunum, að hann hafi séð mann fara inn um glugg- ann hjá yður.“ „Mann?“ hváði Michelle. Frú Grotier 'hafði ekki af henni augun. „Já, frúin veit að það hefir sést til einhvers grun- samlegs manns hérna í kring undanfarið, og Bouvin og Caillot hafa haldið vörð á hverri nóttu, og þeir sáu ekki betur en . .. „Frúin hefði áreiðanlega heyrt það . . .“ heyrðist Bouvin segja fram á ganginum. „Ég er heldur ekki alveg viss um þetta — en ég sá ekki betur en skuggi færðist upp vegginn." Michelle sagði það fyrsta sem henni datt í hug. „Kannske yður hafi dreymt þetta?“ „Mja . ..“ — Rödd Bouvins var ofurlítið sneypuleg — „ég verð að játa, að ég blundaði svolítið — þær hafa verið erfiðar, þessar vökunætur undanfarið. Ég hrökk við og leit kringum mig, og sá ekki betur en að einhver væri undir glugganum frúarinnar. Ég vildi óska að Caillot hefði haft vörðinn þeim meg- in. Við biðjum yður afsökunar, frú, en ...“ „Það er ekkert að biðja afsökunar á,“ sagði Michelle. „Það er fallega gert af yður, Bouvin, að hugsa svona vel um okkur. En ég vaknaði ekki fyrr en barið var á dyrnar.“ „Þá hafið þér verið fljót að vakna, frú,“ sagði frú Grotier. „En getur ekki maðurinn hafa komist inn án þess að þér tækjuð eftir, og falið sig einhvers staðar hérna?“ Michelle vék til hliðar og svipaðist um í herberginu. „Hér er enginn, frú, þér sjáið það sjálf. Það hefði þurft að vera mjór maður, sem hefði getað skriðið undir rúmið.“ Hún heyrði Bouvin hlæja úti á ganginum og sneri sér aftur að frú Grotier. „Ég vona að þið náið í hann seinna,“ sagði hún. „Ég held að ég verði að fara upp í rúmið aftur, því að mér er kalt. En það er kannske viss- ara að þið kannið herbergin fyrir ofan og neðan ...“ „Það skulum við gera,“ sagði Bouvin. Hvar er dýrvö, sem veiöimaöurmn leitar að? Frú Grotier virtist helst ekki vilja fara út. Hún sagði ekkert, en augu hennar sögðu, að hún tryði ekki Michelle meira en svo. Michelle lokaði dyrunum og andvarpaði djúpt. Hún stóð alveg kyrr og heyrði fóta- takið fjarlægjast frammi á ganginum, en þegar hún hlustaði betur heyrði hún að þetta var aðeins fótatak einnar manneskju. önnur hafði orðið eftir! Frúin stóð og beið fyrir utan dyrnar! Taugabyltan sem hún hafði fengið hafði nú snúist upp í ótta, og hún var að tryllast af skelfingu. Hún hafði ekki hugmynd um hvað frú Grotier mundi gera, og hún var hrædd um að glæpamaðurinn, bróðir hennar mundi finnast og baka Lucien hneyksli. Michelle þekkti Albert mjög lítið. Hann var nærri því tíu árum eldri en hún, og hafði alltaf verið prakkari og erfitt að tjónka við hann. Þegar hún var barn hafði hún verið lafhrædd við hann, því að hann dró hana á hárinu og hræddi 'hana til að gera það, sem hún hafði megnasta viðbjóð á. Hann hafði verið svo baldinn að ómögulegt var að hafa hann heima, en hafði ungur verið látinn vinna hjá öðrum, en allir sem höfðu hann í vinnu hötuðu hann og voru hræddir við hann. Mic- helle 'hafði alla tíð verið hrædd við hann og hatað hann. Það var ekki vottur af ást til hans í hjarta hennar. Hún heyrði að hann hreyfði sig inni í skápnum og angistin ætlaði að bera hana ofurliði. Hún læddist eins og mús að skápnum og hvíslaði: „Hafðu hljótt! Hún er að njósna um okkur!“ Svo gekk hún venjulegum, rólegum skref- um að rúminu, lagðist fyrir og rétti út hönd- ina til að slökkva á lampanum, en hætti við það og tók bókina sem lá á náttborðinu. Svo liðu nokkrar mínútur. Allt var hljótt. En svo var allt í einu barið á dyrnar og hún sagði eins og áður: „Hver er þar?“ Dyrnar opnuðust og frú Grotier kom inn. Hún skimaði í flýti um herbergið, svo fljótt að Michelle hefði líklega ekki tekið eftir því, hefði hún ekki búist við því. „Ég sá að Ijósið logaði hjá yður enn,“ sagði frú Grotier. „Það er stundum erfitt að sofna aftur þegar maður vaknar um miðja nótt, svo að mér datt í hug hvort ég mætti ekki koma með eitthvað handa yður?“ „Nei, þökk fyrir,“ sagði Michelle. „Ég ætla að lesa dálitla stund. Lampinn logar og þá getur Bouvin séð hvort nokkur reynir að klifra inn um gluggann til mín. Þakka yður fyrir hugulsemina, frú. Góða nótt!“ Frú Grotier gat illa annað gert en bjóða góða nótt og fara. Michelle lá með hjartslátt og fletti blaði í bókinni við og við, án þess að hafa lesið nokkurt orð. Hún heyrði fótatak frú Grotier fjarlægjast. Eftir stutta stund sem henni hafði fundist eilífðarlöng fletti hún ofan af sér yfir- sænginni, gekk út að glugganum og leit út. Það var aldimmt í garðinum og allt virtist vera hljótt, en hana grunaði að það mundi vera Calliot en ekki Bouvin, sem héldi vörð inni á milli trjánna. Hún fann það fremur en heyrði, að skáp- hurðin opnaðist, og hún leit við. „Þei-þei!“ hvíslaði hún, rétt svo að það heyrðist. Albert læddist yfir gólfið og nam staðar hjá henni. Hún fann andardrátt hans við kinnina á sér. Þau þögðu bæði. Allt í einu datt henni nokkuð í hug. Frúin hafði komið þarna tvívegis og í annað skiptið hafði hún komið inn án þess að drepa á dyr. Hún flýtti sér fram að dyrunum og sneri lyklinum, og frúin, sem stóð frammi í dyrunum, heyrði það. Michelle kom til Alberts aftur. „Ég held að hún sé ekki farin,“ hvíslaði hún. „Hvaða hún?“ „Frú Grotier. Ráðskonan. Henni er illa við mig.“ Framhald í næsta blaði. FÁLKINN — VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. — Af- greiðsla: Bankastræti 3, Reykjavik. Opin kl. 10—12 og 1%—6. — Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.- stjóri: Svavar Hjaltested. HERBERTSprent. Góð hugmynd, sem gafst illa.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.