Fálkinn


Fálkinn - 20.04.1956, Blaðsíða 14

Fálkinn - 20.04.1956, Blaðsíða 14
14 FÁLKINN Friðrik konungur veifar til mannfjöldans af tröppum Þjóðleik- hússins. Ljósm.: Pétur Thomsen. Konungshjónin að Reykjalundi ásamt yfirlækninum, Oddi Ólafssyni. Ljósm.: Pétur Thomsen. Konungshjónin og forsetahjónin koma að ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu. Ljósm.: Pétur Thomsen. Frá veislunni að Hótel Borg. Ljósmynd: Pétur Thomsen. Listasafn Einars Jónssonar skoðað. Ljósm.: Pétur Thomsen. Monaco Framhald af bls. 5. herbergi og nokkur minni, auk stúlknaherbergjanna. Hér á Grace að búa. Hún hefir og umsjón með 11 þjónum, sem ganga um beina. Við há- tiðleg tækifæri eru þeir i stuttbuxum, hvítum sokkum og silfurspennur á skónum. En hversdagslega ganga þeir í rauðum vestum, með gylltum hnöpp- um, og grænröndóttum buxum og jökkum. Höllin er gönml og fögur bygging í fornum stíl. Nýtískuhúsgögn eru að- eins i þeim stofum, sem notaðar eru daglega, og i einni stofunni hefir prinsinn kvikmyndasýningar. Að öðru leyti eru þarna móttökusalur, veislu- salir, stóri salurinn, bláa stofan, rauða stofan, hásætissalurinn, Duke of York- salurinn og ýmsir fleiri. í spegiisain- um og tveimur öðrum sölum er fjöl- skrúðugasta safn grijja frá Napoleons- timunum, sem til eru í veröidinni. Bókasafnið er líka gríðarstórt og þar eru einkum rit um hæffræði og dýra- fræði. BJÖRT FRAMTÍÐ. En furstahjónin munu ekki búa í höllinni að jafnaði. Prinsinn á nýtísku liús með 30 herbergjum náiægt Nizza og þar er dásamlegt útsýni yfir Mið- jarðarhafið, og blómagarður á flötu þakinu. Þar cr líka hænsnabú, sem hann rekur, og á voginum fyrir neð- an liggur „Deo Juvante II“. Þar veiðir prinsinn oft. Á neðri hæð hússins er skrifstofa prinsins og ritara hans. Skrifborð prinsins er þrisvar sinnum stærra en venjuieg skrifborð. Á sömu hæð er griðarstór setustofa, með borðsal innan af. Á miðju gólfi setustofunnar er stór arinn. opinn til allra liliða, og píanó, sem Grace mun nola mikið, því að hún er góður píanóleikari. Og þar er radiogrammofónn prinsins, með miklu plötusafni. Þar er ame- rískur jazz og allar plötur A1 Jol- sons. Þar er kvikmyndasalur fyrir 25 manns. Meðan Rainier var fyrir vestan af- henti hann Eisenhower hátíðlega nýj- ustu frímerkin frá Monaco. Prinsinn er mikill frímerkjasafnari sjálfur. Væntanlega verður ekki langt þangað til að hann sendir Eisenhower frí- merki með mynd af sér og Grace á. * Hættulegur nágranni Framhald af bls. 9. Jafn myndarleg og heillandi dama og hún er. Margit þakkaði í hljóði fyrir að hún hafði setið á sér og hiíft sjálfri sér og Pétri við ógeðfeildu samtali. Henni hafði létt og nú settist hún í hægindastól og lét sér líða vel. — Ég vona að þau verði jafn hamingjusöm og við höfum verið, sagði hún. Pétur laut niður að henni og sagði: — Heyrðu, Margit! Þú ert hér um bil alveg eins og hún dóttir þín núna. Líttu upp og lofaðu mér að kyssa þig. *

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.