Fálkinn


Fálkinn - 27.04.1956, Blaðsíða 8

Fálkinn - 27.04.1956, Blaðsíða 8
8 FÁLKINN Björgunin EGAR Ken Holbrook gerði sér Ijóst að „Sirius“ var að sökkva og mundi hverfa í djúpið von bráðar var það ekki hræðsla heldur vonbrigði, sem fyrst gerðu vart við sig. Hann hafði farið um borð í þetta stóra skip í þeirri vissu að eiga í vændum skemmti- lega vetrarferð í hitabeltishöfun- um og vænti sér mikils af ferð- inni, ekki síst vegna þess að hún var gjöf frá Ned frænda hans — eins konar verðlaun fyrir góða prófið, sem hann hafði lokið í lög- um. En það var auðséð að örlaga- nornin var honum ekki holl. ,,Sirius“ hafði rekist á skipsflak og stórt gat komið á botninn, og meðan það var að sökkva voru neyðarmerkin send í sífellu. Loks kom svo ný tilkynning: „Eldur um borð!“ Fyrsta kenndin, sem gerði vart við sig var sem sagt vonbrigði. Næst kom einhvers konar ánægja yfir því að hafa ient í ævintýri •— strandævintýri. Maður varð að minnsta kosti þeirri reynsl- unni ríkari. Hann var ungur og hraustur og hafði aldrei látið íþróttirnir sitja á hakanum fyrir náminu. Þegar hann leit kring um sig fann hann — og þóttist drjúg- ur af — að ef nokkur maður þarna á skipinu væri fær um að bjarga sjálfum sér úr vanda, þá væri það hann. En svo breyttist eigingirnin allt í einu í fórnfýsi. Björgunarbát- unum var rennt niður úr davíð- unum og hann hjálpaði til, eins og hann væri einn af skipshöfn- inni, og sneyddi ekki 'hjá hætt- unum. Konur og börn fyrst! . . . svo gamlir og sjúkir. Jæja, lík- lega voru engir sjúklingar um borð. í sveita síns andlits lyfti hann fólki yfir borðstokkinn eins og það væri farangur — en þil- farið nálgaðist meira og meira sjávarborðið. Og nú loksins sá hann stúlkuna, sem stóð bak við hann. En hann hafði ekki fyrr tek- ið hana í fangið til að lyfta henni yfir borðstokkinn en hún tók við- bragð og losaði sig. „Ekki mig!“ sagði hún, „ekki mig. Ég get bið- ið.“ Og nú stóð hún við hliðina á honum og sagði: „Og ég vil bíða!“ Hún var ung, á að giska tvítug, og þrátt fyrir slysið var hún hin borubrattasta þar sem hún stóð. Augun voru dökkgrá og gáfuleg og einbeitt. Munnurinn var mjúk- ur, og Ken Holbrook sá þegar í stað, að þessa stúlku mundi sér falla vel við. Ef þau kæmust lif- andi úr þessum vanda. „Nei,“ sagði hún, „báturinn er fullskipaður, en ég skal hafa ein- hver ráð til að bjarga mér.“ „En . ..“ sagði hann, því að báturinn var að leggja frá skipinu og engir eftir um borð nema nokkrir hásetar, sem flýttu sér í ýmsar áttir. „En ... !“ Hann leit kringum sig og sá fleka, sem orðið hafði eftir. Flýtti sér þang- að en sá nú að hann var bilaður. Þó mundi vera hægt að fijóta á honum. Og svo sagði hann hæ- versklega: „Gerið þér svo vel að fá yður sæti. Báturinn fer eftir augnablik!“ Og það gerði hann líka. Það er að segja skipið. Þau voru ekki fyrr komin út á flekann, en þar voru sjóklæði, vatnskútur og matarkassi, en „Sirius“ sogaðist niður í djúpið, sem aldrei mundi skila þessu stóra skipi aftur. Hann tók um annan handlegg henni og hélt fast. „Verið þér ekki hrædd- ar,“ sagði hann eins og hann væri að tala við lítið barn. „Þetta fer allt vel, þér skuluð ekki efast um það. Við höfum bæði flekann og björgunarbelti, og skipið sendi út neyðarmerki, sem hljóta að hafa heyrst.“ „En það verður dimmt von bráðar,“ sagði hún án þess að nokkur snefill af hræðslu heyrðist í rödd hennar. „En hvað sem öðru líður er vatnið ekki kalt.“ Þau fundu það bæði, því að sjórinn fossaði innfyrir korkbrún- ina á flekanum. „Já, við erum svo sunnarlega á hnettinum,“ sagði hann í tón, sem átti að sýna, að hann væri hvergi hræddur. „Annars er þetta golfstraumurinn. Yður ætti ekki að þurfa að verða kalt. En nú skuluð þér láta mig um allt. Við skulum bjarga okkur með sóma.“ Hann lagði út árar. Þegar „Sirius“ sogaðist ofan í djúpið voru þau komin góðan spöl frá verstu sogunum og iðukastinu. Hann talaði huggandi til hennar: „Þeir sendu neyðarmerki, og í fyrramálið verður kominn hóp- ur af skipum hingað, og þau kanna sjóinn hérna allt í kring. Svo að þér skuluð engu kvíða . . . Á þessu augnabliki sáu þau að eitthvert hart rekald, sem hafði slitnað frá skipinu við árekstur- inn. Eða kannske var það hluti af skipinu sjálfu. Korkflekinn stakk stöfnum og allt í einu stóð Ken Holbrook á höfði í sjónum. Hann var með björgunarbelti svo að hann sökk ekki djúpt, og fyrsta hugsun hans er honum skaut upp aftur var: „Stúlkan . . . hvað hef- ir nú orðið af henni?“ Þarna var hún. Hann tók nokkur sundtök og náði í hárið á henni í sjávar- borðinu. Hún virtist ekki vera hrædd og það var líkast og hún væri að bíða eftir honum. „Drott- inn minn,“ hrópaði hann. „Ég hélt að ég hefði misst yður!“ Það skein kankvísi úr gráu augunum. „Onei, það er nú ekki hlaupið að því að losna við mig.“ Þau hossuðust upp og niður á öldunum, hlið við hlið. Nú datt Ken í hug, að þau væru eiginlega ekki mikið kunnug ennþá. „Hvað heitið þér?“ spurði hann lengst neðan úr öldudal. „Ég heiti Ken Holbrook." Og ofan af öldukamb- inum heyrði hann svarað: „Gen- oveva Parker. Og í nótt er nóg að kalla mig Genovevu." Þau fóru að líta kringum sig eftir flekanum, en það var líkast og myrkrið hefði gleypt hann. Kannske var hann í tíu metra fjarlægð, kannske ekki nema í þriggja metra — það var þýðing- arlaust að leita. En þeim fannst eins og það gerði ekkert til. „Þetta er dugleg stelpa,“ hugsaði Ken með sér. Að vissu leyti var yndislegt að hafa hana þarna, svona nærri sér. Hann rétti henni höndina og hún tók í hana. Mjúkt en þó stöðugt. „Við verðum að halda saman,“ sagði hann hug- hreystandi, „... í alla nótt, Genoveva.“ Honum fannst mikill hljómur í nafninu. „Vertu róleg og treystu mér, Genoveva. Við megum ekki skilja. Haltu fast í mig!“ „Já, Ken,“ svaraði hún. Það kann að vera að tveir tím- ar hafi verið liðnir — undur hægt. Salta vantið sem skolaðist yfir þau hafði kveikt í þeim þorsta, en hvorugt þeirra vildi minnast á það. Hann hugsaði með sér: Ef ég fer að tala um þorsta verður

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.