Fálkinn


Fálkinn - 27.04.1956, Blaðsíða 9

Fálkinn - 27.04.1956, Blaðsíða 9
FÁLKINN 9 hún enn þyrstari. Og í staðinn fór hann að segja henni, hvað hann hefði haft fyrir stafni um ævina, fram að þessu, og hvað hann hefði hugsað sér að gera hér eftir. Hún hugsaði með sér: Þetta er dug- legur piltur. Skyldum við eiga að deyja saman. Deyja úr þorsta. ,,Og þegar þeir hafa bjargað okkur,“ sagði hann, ,,þá . .Allt í einu tók hann eftir að andlitið á honum var komið ofan í sjóinn, því að björgunarbeltið var ekki hausnum til neins stuðnings. Hann rétti úr sér. Ekki dugði þetta. Þá var honum dauðinn vís. En innan skamms var hausinn kominn upp úr aftur, og nú var selta á vörun- um á honum. „Æ, drottinn minn, ég held að ég sé að sofna.“ Hann hugsaði til Genovevu. Hún hlaut að vera enn þreyttari en hann. Hann dró hana að sér og neyddi hana til að halla höfð- inu upp að öxlinni á sér. ,,Sofðu,“ sagði hann. „Sofðu, Genoveva, ef þú ert syfjuð. Ég skal vaka yfir þér. Treystu mér.“ En þó skrítið væri leið ekki nema augnablik þangað til hann var staddur á engi með miklu af blómum. Þar hitti hann telpu, og sjálfur var hann lítill drengur. Hann tíndi blóm handa henni þangað til hann varð svo þreytt- ur að hann varð að hvíla sig og halla höfðinu upp að öxlinni á henni. Hún var mjúk og heit, en engið var döggvott. Hann heyrði hjarta hennar slá ... Hann vaknaði og ... það var hræðilegt. Það var ekki höfuð hennar sem hallaðist upp að öxl hans, heldur þvert á móti. Hann hafði sofnað. Hún brosti. „Þei, þei!“ hvíslaði hún. „Þetta er allt í lagi. Sofðu meira.“ „Nei,“ hrópaði hann. „Það er ég sem á að halda vörð.“ ... þau voru í flugvél og hún sat við stýrið. Nú voru þau fuglar, sem flugu hlið við hlið. Þau hækkuðu og lækkuðu . . . Hann reif sig upp úr svefnrofanum og sá að stjörnurnar tindruðu yfir þeim og ljóminn skein úr augum Genovevu. Var endurspeglun stjarnanna í þeim, eða voru það tár? Meðaumkvunartár. Hann fann að hann var að blunda aftur. En höfuð hans var á öruggum stað. „Ég vil það ekki,“ muldraði hann. „Ég vil það ekki! Það er .. .“ Hann ætlaði að segja, að hann leysti hlutverk sitt aumkv- unarlega af hendi, er hann ætl- aði að vera verndari hennar og vörður. En svefninn tók hann aftur ... f dögun fann eitt skipið þau og tók þau um borð. En það var ekki fyrr en tveimur dögum síðar, sem Ken fékk fulla rænu, um borð í „Jupiter", sem þá var að sigla inn á höfn. Fyrst af öllu datt hon- um Genoveva í hug, en hann þorði varla að spyrja, þegar skipslækn- irinn kom inn. „Það var ung stúlka, sem hét Genoveva Parker ...“ stamaði hann. Læknirinn kinkaði kolli. „Já, það var dugleg stúlka,“ svaraði hann. „Hún svaf ekki nema sjö til átta tíma, og síðan hefir hún verið á fótum, eins og ekkert hefði í skorist.“ „En ég þá?“ spurði Ken. „Hve lengi hefi ég legið hérna?“ „Fjörutíu og átta tíma,“ sagði læknirinn, „hvorki meira né minna. Ungfrú Parker hélt að þér hefðuð rekist á eitthvað. Hún hefir spurt eftir yður. Á ég að biðja hana um að koma inn til yðar?“ En Ken gróf höfuðið niður í koddann, svo mikið skammaðist hann sín. „Nei,“ sagði hann. „Ég er þreyttur, ég vil sofa áfram, ... sofa.“ Honum fannst hann mundi ekki geta afborið að láta hana vorkenna sér. Hann vissi vel áð hann hafði ekki orðið fyrir neinu áfalli, ekki rekist á neitt, en hún hafði sagt þetta til að hlífa hon- um við skömminni. Hann gat ekki dirfst að láta 'hana sjá sig fram- ar, annan eins aumingja og hann hafði reynst. Það var hún sem hafði bjargað honum en ekki hann henni. Þarna lá hann og lét sem hann svæfi þegar „Jupiter“ var dreginn upp að hafnarbakkanum. Hann hreyfði sig ekki þegar einhver drap á dyrnar og opnaði hurðina varlega. Þetta var hún, hann vissi það þó að hann sæi það ekki. Og hann vissi hvað hún hugsaði. Auminginn, liggur hann þarna! Aumingja pilturinn ... Það var i New Orleans sem þau höfðu tekið höfn, sagði brytinn. Skipstjórinn hafði sent frænda Kens símskeyti og peningar höfðu verið símaðir um hæl. Og brytinn vísaði honum þegar á fyrsta flokks klæðskeraverslun. Loks fékk hann honum svolítið bréf. Það var frá henni. „Kæri félagi,“ stóð þar. „Þér verðið að koma til mín. Ég verð á Hotel Alamar.“ Hann gekk einn niður land- ganginn. Fyrst varð hann að fá sér ný föt og síðan koma sér fyrir á gistihúsi. Hann var ákveðinn í að fara heim á morgun fyrir há- degi. Það var óskemmtilegt ferða- lag. En að hitta Genovevu . . . ungfrú Parker, nei, það gat hann ekki. Hann hefði átt að þakka henni fyrir lífgjöfina. En hann gat gert það bréflega. Hann mundi deyja af blygðun ef hann stæði augliti til auglits við hana ... Hann fékk dagblað með morg- unteinu daginn eftir, en hann snerti ekki við teinu. Því að í blað inu var löng grein um afdrif „Sirius“ og þá hetjudáð, sem Ken Holbrook hefði unnið, fyrst við björgunina um borð og síðan heila nótt, sem góður félagi . . . Hann gleypti hvert orð. Þau höfðu ver- ið að deyja úr hungri og þorsta þegar björgunin kom. En ekki eitt orð um að hann hefði sofið með höfuðið við öxl hennar. Hann flýtti sér að klæða sig og drakk teið og rakaði sig. Hvers vegna hafði hún gert þetta? Var það af eintómri meðaumkvun? Hún vorkenndi honum líka .. . jú, hann varð að heimsækja hana. Hann hringdi og bað um bifreið. „Ungfrú Parker bíður. Gerið þér svo vel, þessa leiðina. Hér er lyftan, þriðja hæð og svo aðrar dyr til vinstri. Ungfrú Parker bíð- ur, herra Holbrook. Hann drap á dyrnar og fór inn. Honum fannst að hann sæi hana fyrst núna. Hún var yndisleg, augun svo mild og mjúkt bros á vörunum. Yfir nefið var freknu- rönd, sem fór henni svo vel. „Hvers vegna gerðuð þér þetta?“ spurði hann án þess að heilsa. „Góðan daginn, Ken,“ sagði hún. „Afsakið þér — góðan daginn. En ég varð svo annars hugar . . . ég skammaðist mín.“ Hún varð alvarleg. „Hvers vegna? Ég sá engan sýna annan eins dugnað og þér gerðuð, um borð, Ken. Þér voruð svo ... at- hafnasamur — hrein og bein hetja. Þér hugsuðuð ekkert um sjálfan yður, aðeins um aðra. Og hvað það snertir að ...“ „... að ég sofnaði, já, og að það voruð þér sem björguðuð lífi mínu, en ekki öfugt ...“ „Er nokkur þörf á að tala um það?“ Hann sat við sinn keip. „Hvers vegna gerðuð þér það?“ Nú brosti hún aftur. „Kannske af því að ég vonaði að fá að sjá yður aftur.“ Hann hélt hendinni um ennið. „Meinið þér ... að þér fyrirlítið mig ekki?“ Augnaráð hennar varð móður- leg blítt. „Þér eruð vafalaust mesti kjáni, Ken. Haldið þér að stúlka sé á floti með ungum pilti í heila nótt, og langi ekki til að sjá hann aftur?“ Hann sveið í handleggina, — svo mikið langaði hann til að faðma hana að sér. Og svo gerði hann það. Hann lyfti henni og þrýsti henni að sér, setti hana niður aftur og sagði: „Drottinn minn — hvað ég er sæll og glaður!“ Framhald á bls. 14. NOKKUÐ SNEMMT. — Þessum unga roanni finnst hann vera orðinn of gamall til að nota pela, en skyldi hann ekki vera full ungur til þess að nota pípuna hans pabba síns? Það er eina bótin að ekki er tóbak í henni. BÚA SIG UNDIR EM. — Þessar þrjár frægu skautakonur eru að æfa sig undir Evrópu-Meistaramótið (EM) á skautum, sem fór fram í I’arís í febrúar. Þær þurftu ekki að bíða eftir frostunum, því að flestar borgir hafa skautasvell sem gert er með kuldablöndun. Þær þrjár sem eru að æfa sig á innanhússbraut í London, eru meistararnir Maryvonne Huet (Frakkland), Rose Pettinger (Þýska- land) og Yvonne Sugden (England). ÞETTA ER KOSS. — í dýragarðinum í Budapest er sérstök deild, sem elur upp dýr til sölu handa sirkusum og þess háttar. Meðal þessara dýra má sjá þennan grafhund og otur, sem virðast hafa orðið miklir mátar.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.