Fálkinn


Fálkinn - 27.04.1956, Blaðsíða 13

Fálkinn - 27.04.1956, Blaðsíða 13
FÁLKINN 13 getað orðið maður úr honum, ef við hefðum haft peninga og hann ekki verið svona hrif- inn af Albert.“ ,,Ja, þetta lagast allt,“ sagði Michael. „Ég skal láta þig fá peninga handa honum, ef hann hittir þig aftur, og svo segir þú honum að hann eigi að koma til mín. Skilurðu það? Til mín. Ég skal ganga frá þessu. Eiginlega ættir þú að fara suður, til Luc]ens.“ Hann sá Ijómann sem kom á andlit Mic- helle þegar hann minntist á að hún færi til Luciens, og í fyrsta skipti á ævinni varð hann afbrýðisamur gagnvart vini sínum. „Við tölum um það seinna,“ sagði hann. „Fyrst er að gera upp við Jules. Ég hefi ekki mikið af peningum heima, en eitthvað getur hann fengið, og svo verðum við að hafa eitt- hvað eftir 'handa Albert .. . í kvöld . . .“ „En ég átti að fara til Celeste , kvöld ...“ „Þú verður að senda afboð.“ Michelle hlýddi, og svo fóru þau út og fengu sér hádegisverð. Að svo búnu fóru þau á staðinn, sem Jules hafði tiltekið. Hann sá þau álengdar fjær. Og Michelle veifaði til hans, en hann var að hugsa um að leggja á flótta þegar hann sá að hún var ekki ein. Hins vegar var svo mikil umferð á akbrautinni, að hann komst ekki yfir götuna, og þau voru því komin að honum áður en hann vissi af. „Jules,“ sagði Michelle. „Þetta er herra Sylvestre, vinur Luciens. Hann hefir lofað að hjálpa mér og þér.“ „Ekki veitir af,“ sagði Jules stutt. „Albert er kominn í steininn. Lögreglan náði í hann í morgun, þegar hann var á leiðinni frá Versailles til Parísar. Ég sagði þér lika, að hann mundi verða tekinn. Þeir ná alltaf í hann. Og nú veit ég ekki hvað maður á að gera.“ „Komið þér,“ sagði Michael, „við getum ekki talað saman hérna á götuhorninu. Við verðum að koma heim til mín. Þér þurfið ekki að kvíða neinu,“ bætti hann við þegar hann sá svipinn á Jules. „Yður er óhætt að treysta mér — ef þér hagið yður skikkanlega.“ „Ég hefi ekki hugsað mér annað,“ muldr- aði Jules. Hann fór með þeim, án þess að segja fleira. Þau keyptu blað á leiðinni, og þar stóð að glæpamaðurinn Albert Chatous — nú var nafnið rétt stafað — hefði náðst og væri kominn í svartholið aftur. Hann þverneitaði að segja hvar hann hefði haldið sig og hvað hann hefði haft fyrir stafni. „Jæja, nú getur hann þó að minnsta kosti ekki ónáðað Michelle frekar,“ s-agði Michael. „Þá þekkið þér ekki Albert rétt, herra minn!“ sagði Jules. Hann var hrifinn af framkomu Michaels Hvar er leikfélaginn? og hve húsakynni hans voru skrautleg. Þegar þeir fóru að tala saman, sagði hann að það eina, sem fyrir sér hefði vakað, hefði verið að fá Lucien til að hjálpa sér. „Albert sagðist líka ætla að byrja nýtt líf og verða nýtur maður, en hann laug eins og hann er vanur. Það er aldrei hægt að treysta Albert.“ Michael skrifaði hjá sér heimilisfangið hans og bannaði honum að heimsækja Michelle oftar, fyrr en Lucien væri kominn heim. „Ef yður er eitthvað á höndum þá komið þér til mín!“ sagði hann. „Og reynið að fá einhverjar upplýsingar um hvað bróðir yðar hefir gert, og helst líka hvað hann hafði hugsað sér að gera.“ „Ég skal ná i kvensuna hans,“ sagði Jules, „hún veit vafalaust sitt af hverju.“ Þegar hann var farinn ók Michael Michelle heim. Hún var þreytt og hvíldar þurfi. Hann skildi við hana fyrir utan dyrnar og horfði á eftir henni inn. En hann sá ekki andlitið á frú Grotier þegar hún rétti henni póstinn. Það voru eníf tvö bréf, annað frá Lucien og hitt stimplað í París um morguninn og skrift- in viðvaningsleg. Michelle opnaði þetta bréf. Það var frá þessari, sem Jules kallaði „kvensuna hans Al- berts“ og það var stutt og laggott: „Lögreglan hefir náð í Albert aftur. Ef maðurinn yðar sér ekki um að hann verði látinn laus, þá verður það verst fyrir yður sjálfa, og allir skulu fá að vita að frú Colbert er þjófssystir. Þér hafið viku frest.“ Flugvélin létti. Þetta var snemma morguns og talsvert kalt. Lucien hagræddi sér í sæt- inu og skipti sér ekki af neinu. Þetta var einkaflugvélin hans og hún átti að fljúga við- komulaust til Parísar — honum lá á að kom- ast heim. Af því að hann fór svona fljótt heim núna, varð hann að fara aftur innan skamms, en þá ætlaði hann að hafa Michelle með sér. Hann horfði niður á blátt Miðjarðarhafið. Alzir hvarf við sjóndeildarhringinn. Til vinstri sá 'hann Gibraltar í fjarska og Pyreneaskag- ann. Það var dásamlega gott skyggni — lík- ast og hægt væri að horfa inn í eilífðina á allar hliðar — en hann var alls ekki í skapi til að njóta fegurðarinnar. Hann var órólegur. Hann tók upp veskið sitt með bréfi Mic- haels og las það aftur. Hann hafði fengið það tveim tímum á undan símskeytinu, sem hafði ráðið því að hann bjóst til ferðar samstund- is. I bréfinu hafði hann lesið um hve Mic- helle var hrifin af að hafa eignast Celeste fyrir vin og um hina áformuðu heimsókn til okrarans Tachot. Hann hafði ekki haft áhyggjur af því, öllu fremur hafði hann haft gaman af því. Michael vissi ekki að hann þekkti Tachot og að það hafði farið í hart milli þeirra nokkrum sinnum út af einhverjum ættingjum hans. Hann átti í fórum sínum gögn, sem gætu volgrað okraranum undir uggum, og Tachot mundi ekki þora að ybba sig. Celeste skjátlaðist ef hún hafði skorið refina til þess. Hann hafði hugsað þetta mál talsvert og komist að þeirri niðurstöðu, að Celeste hefði líklega talið víst að hún mundi giftast honum og ‘hefði þess vegna talið sér óhætt að fara óspart með peningana. Og nú mundi henni finnast, að Michelle væri rétt til að borga brúsann. Hann hafði gaman af rökvísinni í þessu. Það var enginn möguleiki á því að Celeste gæti haft ill áhrif á Michelle. Hann þekkti Michelle. En það gerði Michael ekki. En svo kom símskeytið. Það var stutt: „Komdu strax heim. Bræður Michelle í klípu. Þú einn getur kippt því í lag. Michael.“ Eftir átta tíma var hann kominn af stað. Bræður Michelle . . . Hann mundi eftir Jules, sem hann hafði talað við, daginn sem hann hafði numið Mic- helle á burt. Hann var allt annað en viðfelld- Framhald í næsta blaði. FÁLKINN — VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. — Af- greiOsla: Bankastræti 3, Reykjavik. Opin kl. 10—12 og 1%—6. — Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.- stjóri: Svavar Hjaltested. HERBERTSprent. Mona Lísa brosir.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.