Fálkinn


Fálkinn - 04.05.1956, Blaðsíða 4

Fálkinn - 04.05.1956, Blaðsíða 4
FÁLKINN Ijónið Sænski ferðalangurinn GÖSTA MOBERG hefir skrifað skemmtilega grein um ljónin, sem fer hér á eftir — nokkuð stytt — og lýsir þar ýmsum eigin- leikum þeirra, sem aðrir hafa ekki fært í frásögur. *T")AÐ er gaman að sjá fullþroska /--' Ijón í óbyggðum. Tignarlega og hnarreista veru meðhvöss augu, skim- andi í kringum sig með drottnarasvip. Og heyra þrumuröddina, sem heyr- ist í meira en tíu kílómetra fjarlægð og þaggar niður í öllum skepnum öðrum. Því miður eru hinir innri eigin- leikar ljónsins ekki í samræmi við hið höfðinglega útlit og þrumurödd- ina. Ljónið er að nokkru leyti svipað svertingjanum, sem oft vill sýnast öllum djarfari, en er þó mesta bleyða. Ljóninu hefir lengi verið eignað hug- rekki og göfuglyndi, sem það alls ekki á til, þvi að venjulega ræðst það aftan að bráð sinni eða hremmir hana í náttmyrkrinu. Ljónin í óbyggðunum bera sjaldan höfuðið hátt. Oftast er hausinn jafnhátt eða lægra en herða- kamburinn, og er þetta gert til að fela sig fyrir bráðinni. En þegar veiði- ferðinni er lokið og Ijónið gengur heim í hýði sitt í dögun er það hnar- reist og montið. Og þá er það sjaldan hættulegt manninum, því að það hefir saddan kvið. Fyrir hundrað árum mátti sjá ljón um alla Afríku, sunnan frá Góðrar- vonarhöfða og norður að Atlasfjöll- um, og frá Kap Verde til Somali- lands, nema á eyðimörkunum og í frumskógunum. Þau eru ekki öll eins, senegalíljónið var minnst, en berba- ljónið i Norður-Afríku var stærst, en nú hefir því verið útrýmt. Ljónin í Kap og Abessiníu eru stór, og með loðinn kraga um hálsinn og niður á kvið. Lengsta ljónið af þessum teg- undum, sem skotið hefir verið, var 305 sentimetra langt. Magurt en sterkt karlljón og reyndist vega 170,5 kíló. Minnstu ljónin eru nú í Somalilandi og í Katanga í austanverðri Mið- Afríku. í Asíu er fátt um ljón nú orðið, og ekki nema á tilteknum svæðum. Pers- neska Ijónið er minnst allra núlifandi tehunda, en indversk ljón geta orðið á stærð við stærstu Afríkuljónin. Hafa veiðst þar 269 cm. ljón — að frátöldum halaskúfnum — og 106 cm. há á herðakambinn. Ljónin í Mesó- pótamíu eru líka mjög stór. Rómverjum þótti góð skemmtun að sjá Ijón og menn eigast við. Þegar Fluvius Mobilus hafði unnið sigur i Artolíustríðinu efndi hann til mikilla leika í Róm, árið 106 f. Kr., og þar voru ljón látin berjast i fyrsta skipti. Þessar sýningar voru Rómverjar æst- ir í að sjá, og einu sinni lét Pompe.jus 600 Ijón eigast við í hringleikahúsi, og Julius Cæsar safnaði 400 Ijónum til Róm. Hadrian keisari lét drepa ljón svo að hundruðum skipti til þess að lofa lýðnum að sjá blóð, en Marcus Aurelíus lét skjóta meira en 100 ljón á leiksviðinu — með boga. Vegna þessara stórdrápa varð sí og æ erfiðara að ná í Ijón til sýninganna, þvi að þeim fækkaði á veiðislóðunum og urðu miklu varari um sig en áður. Loks voru þau friðuð. Ljónið er næturdýr eins og leður- blakan og forðast sól og hita. Að deg- inum til er hægt að komast mjög nærri ljónum án þess að þau ráðist á mann. Þau hypja sig þá hægt og hægt undan. Prófessor einn og land- könnuður hefir sagt mér, að einu sinni lá leið hans fram hjá kletti, er hann var á göngu í óbyggðum Austur- Afriku. Munaði þá minhstu að hann dytti um ljón, sem lá undir klettinum hálfsofandi. Prófessorinn stansaði, lafhræddur, en Ijónið reisti hausinn lítið eitt og urraði. En sá lærði maður Konungur dýranna er raddsterkur og vel tenntur. áttaði sig á hvernig komið var, og í staðinn fyrir að taka til fótanna gekk hann hægt og rólega tilbaka, sömu leiðina og hann hafði komið, til þess að æsa ekki ljónið með því að sýna á sér hræðslu. I einni af ferðum mínum kom ég til Mopti-þorps í franska Sudan. Þeir fáu hvítu menn, sem áttu heima í Mopti höfðu, eins og víða er siður i þess háttar nýlendum, stofnað með sér klúbb, og hittust í rökkrinu til þess að tala saman um nýjustu fréttir Meðan afkvæmi Ijónsins eru lítil, eru þau einstaklega meinleysisleg og nauðalík hundakyni. venjulegum hvolpum af að heiman, og þess háttar. Eitt kvöldið kom maður inn til þeirra og á eftir honum kom ljón, að vísu ekki stórt, en Ijón var það nú samt. Ég beið með óþreyju þess sem nú mundi taka við. En ljónið var hið rólegasta. Ég kynntist bæði Frakkanum og ljóninu hans og fékk meira að segja að klappa þvi, án þess að það ókyrrðist nokk- uð. Það var með sár á nefinu, og er ég spurði hvernig á því stæði, svar- aði eigandinn, að hvenær sem ljónið væri lokað inni í búrinu og húsbónd- inn færi eitthvað frá, færi það að núa nefinu við járnrimarnar til þess að geta komist út og fylgt honum. Þess vegna hafði hann IjÓnið með sér hvenær sem hann gat komið því við. Ári síðar frétti ég að átta mánuðum eftir þetta, þegar ljónið var orðið fullþroska og fékk að vera frjálst oft- ar, hefði litlu munað að slys hlytist af því. Gestur hafði komið og var að tala við húsbóndann. Eftir nokkra stund kom ljónið labbandi inn, geng- ur að stólnum sem gesturinn sat í og leggst hjá honum til að láta klappa sér. Allt i einu stendur ljónið upp á afturlappirnar og leggur báðar fram- lappirnar á axlirnar á gestinum og glefsar í hnakkann á honum eins og hvolpur í leik. En svo opnar það ginið meira og meira, svo að höfuð og háls mannsins hverfur því nær inn í ginið, og leggur að. Mannauminginn stirðnaði af hræðslu og þorði ekki að hreyfa sig, en eigandanum tókst með naumindum að láta Ijónið opna kjaftinn aftur og bjarga manninum. Þegar Ijónin hafa étið fylli sína í veiðiferðinni og halda heimleiðis, sýna þau oft nýja hlið á skaplyndi sínu. Einu sinni er ég var á ferð í Tsad-nýlendunni í frönsku Mið-Af- riku, frétti ég að fjórir strútshamir

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.