Fálkinn


Fálkinn - 04.05.1956, Blaðsíða 6

Fálkinn - 04.05.1956, Blaðsíða 6
FÁLKINN STUTT FRAMHALDSSAGA f/ Þeir tófeu barnið m\x%/J efti r Kar i n J ue FRAMBURÐUR TONIS. Þegar þau gengu upp að stóra dóni- húsinu með úflúruðu turnunum og gengu upp breiðu þrepin og inn í skuggalegan, svalan forsalinn, þreif- aði Toni eftir hönd hennar og leit kvíðafullur framan í hana. Hún brosti hughreystandi til hans og Franz tók um handlegginn á henni. I dag áttu þau ekki að fara inn í réttarsalinn heldur í bjarta skemmti- lega stofu og þar biðu þeirra dómar- arnir þrír og Marks fulltrúi. Toni átti að tala við þá einn, og Inga sárvor- kenndi honum er hún sá hann fara inn og dyrnar lokast eftir honum. í hjarta sínu formælti hún enn einu sinni striðinu og allri þeirri bölvun, sem þvi fylgir. Toni stóð og einblindi niður a gólf- ið. Hann hafði mikinn hjartslátt. Þetta var alveg eins og eftir harða keppni, hugsaði hann með sér. Hann óskaði að pabbi og mamma hefðu mátt vera með honum þarna inni. Ofurlítill eimur af tóbaksreyk var þarna i stofunni, og sólin skein inn um gluggana. Toni leit út undan sér til Marks, sem var sá eini af þessum fjórum mönnum, sem hann þekkti í sjón. — Fáið þér yður sæti, Marks full- trúi, sagði gamall og gráhærður mað- ur og benti honum á stól. — Og fáið þið ykkur sæli, herrar minir. Jæja, svo að þetta er þá Toni Hartl. Þú ert stór eftir aldri. Komdu sæll, ég gleymi alveg að heilsa þér. Hvað ertu eigin' lega gamall? — Tíu ára. ¦— Jæja. Tíu ára. Ég vikli óska aS ég væri ekki nema tiu ára. Einhver hinna hló góðlátlega. — Og þú ert náttúrulega í skóla? — Já. — Er kennarinn þinn skemmtileg' ur? Þykir þér vænt um hann? — Já. — Heyrðu Toni. Hvers konar íþróttir iðkið þið helst í skólanum núna? Er það kannske knattspyrna? — Stundum. — En stundum? — Við göngum á skíðum. — Ne ... — gerið þið það? Ert þú duglegur á skíðum? Toni ók sér svo að lítið bar á. Til hvers var eiginlega verið að spyrja hann að öllu þessu? hugsaði hann með sér. Eins og hann vissi ekki hvers vegna honum hafði verið sagt að koma hingað! Fullorðna fólkið gat verið hlægilegt stundum, þegar það hagaði sér eins og köttur kringum heitan graut. Það var líkast og dómarinn hefði lesið hugsanir hans, þvi að hann ræskti sig og tók svo til máls aftur. — Jæja, Toni, þú veist vafalaust hvers vegna við höfum beðið þig imi að koma hingað. Er það ekki? Toni leit upp og augnaráðið var há- tíðlegt og raunalegt um leið. — Já, það er vegna þess að ég á tvær mömmur. — Alveg rétt. En skilurðu hvaða þýðingu það hefir? Veistu hver mun- urinn er á eiginlegri móður og fóstur- móður? — Já, hún mamma hefir sagt mér það. — Hvor þeirra, meinarðu? Rétta móðirin eða fósturmóðirin? Toni leit á hann og nú var einhvers konar þrái og fjandskapur i augum hans. — Hún mamma mín, ekki hún — hin. Þetta fór að verða erfitt, en Marks greip fram í. — Hann á við frú Hartl, herra dómari, sagði hann stutt. ¦— Einmitt það. En hvernig líst þér á hina móður þína? — Vel. — Það er gott að heyra. — Já, auðvitað ... — Þér þptti gaman að vera með henni þegar hún var í bænum, sem þú átt heima í, var það ekki? Þú fékkst að aka í bíl með henni og hún gaf þér gjafir. Hefir þú gefið henni nokkuð i staðinn, Toni? — Ég kenndi henni að ganga á skiðum! Nú var Toni hreykinn og hann fór ekki dult með það. — Sjáum nú til. Kannske þú hefðir gaman af að fara með henni til Júgoslavíu? Nú kom ofsahræðsla fram í augum Tonis, og neðri vörin fór að skjálfa. — Ég vil verða hérna, sagði hann og leit flóttalega á dómarana á vixl. — En heldurðu ekki að þér mundi líða vel hjá henni réttu móður þinni, Toni? Nú stóðst Toni ekki mátið lengur. Allir félagar Tonis stóðu fyrir utan dyrnar til að kveðja hann og Max rétti honum blóm Hann grúfði andlitið á handlegginn á sér og fór að gráta. Annar meðdómandinn leit umvönd- unaraugum á stéttarbróður sinn. Svo gekk hann til Tonis og tók hendinni um öxlina á honum. — Svona, Toni minn, vertu ekki að gráta. Við viljum þér ekki nema vel, vertu viss um það. Við erum hérna til þess að hjálpa þér til að afráða hvað þú viljir helst sjálfur. En Toni var óhuggandi og gráturinn ágerðist. Litli kroppurinn hristist og skalf, og það tók Marks fulltrúa lang- an tima að sefa hann svo, að hann gæti farið með hann aftur til Ingu og Franz, sem sátu og biðu, frammi i ganginum. Inga opnaði faðminn á móti honum og hann tók báðum höndum um háls- inn á henni. Hana sveið í hjartaræt- urnar er hún sa útgrátið andlitið, og hún strauk honum um hárið til að róa hann. ÁLIT ÞRlGGJA DÓMARA. I sömu svifum var kallað innan úr réttarsalnum að Slavko-málið væri tekið fyrir. Fólkið streymdi inn, og Inga og Franz stóðu upp og fóru með Toni inn í salinn og settust á sinn stað. Sonja Slavko var komin inn áð- ur með Marks fulltrúa. Hann hafði sótt hana i bifreið. Frú Slavko sat andspænis þeini, eins og í fyrra skiptið. Andlit hennar var fölt og hún var afar þreytuleg. Það voru þjáningardrættir kringum fríð- an munninn, og iiún sýndist svo mjó og rengluleg í svörtu kápunni. D«marinn bað um þögn i salnum. Og Williams dómstjóri tók til máls og gcrði grein fyrir áliti sínu. — Sum mál eru þannig vaxin, að það er ómögulegt að fullnægja rétt- lætinu, þegar dæmt er um þau, byrj- aði hann. — Hlutverk réttvísinnar er það, að launa þeim sem hefir gert hið rétta, bæta þeim sem orðið hefir að líða, og refsa þeim sem framið hefir ranglæti. Hin rétta móðir þessa barns hefir saklaus orðið að liða hinar hörmulegustu þjáningar. Ef við skell- um skolleyrum við kröfum hennar og bónum um réttlæti, leggjum við á hana refsingu — ofan á allt það, sem hún hefir orðið að liða .. . Inga Hartl sat álút og hlustaði, kval- in af angist. — Fósturforeldrarnir komu inn í líf drengsins er öll framtið hans, bæði líkamleg og andleg, var i voða. Það er eingöngu að þakka ástúð þeirra og umönnun, að liann er orðinn sá sem hann er í dag. Ef við tökum drenginn frá þeim, gerum við okkur seka um það hróplega ranglæti að refsa þeim fyrir allt það góða, sem þau hafa gert fyrir drenginn. Hér stendur gyðja réttlætisins milli tveggja kvenna, og veit ekki hvora þeirra hún á að dæma. Við höfum því neyðst til að hverfa að því ráði, að taka ekki tillit til þessara kvenna. Við verðum að einblina á, hvað barninu muni vera fyrir bestu — og hvað er því þá fyrir bestu? Það er þetta, sem er svo vandasamt að segja um. Dreng- urinn hefir sjálfur sagt: Ég vil verða þar sem ég er núna, á eina heimilinu sem ég man og sem ég þekki. Hvernig getum við, fullorðna fólkið, tekið frá honum allt það, sem honum þykir vænt um? Frá foreldrum sem hafa alið hann upp í ástríki, frá skólanum, frá félögum hans, og frá landinu, sem hann hefir vanist að telja föðurland sitt? Harmleikar styrjaldarinnar eru margir, og við verðum að varast að

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.