Fálkinn


Fálkinn - 04.05.1956, Side 7

Fálkinn - 04.05.1956, Side 7
FÁLKINN 7 bæta ofan á þá. Látum okkur taka tillit til þess, sem barnið óskar sjálft. Næst kom að Kelly dómara. ÞaÖ fór þys um salinn áöur en hann byrj- aSi. Álieyrendur voru auSsjáanlega aS livísla um hvernig þetta mál mundi fara. Toni starði á nýja manninn, sem átti aS ráða örlögum hans. Og svo tók Kelly til máls, hann talaði stutt og fræðilega og röddin var ekki óvin- gjarnleg. ■— Striðið lætur eftir sig srnánar- bietti, sem aldir þarf til að fjarlægja, og þvi miður geturn við ekki bætt úr öllu því ranglæti, sem framið liefir verið. Það er enginn hægðarleikur að fjarlægja barn frá fólki, sem það hefir talið föður sinn og móður. En hins vegar eiga börn miklu hægara með að venjast breytingu en fullorðið fólk. Þess vegna er full ástæða til að halda, að drengurinn mundi von bráð- ar venjast nýja landinu, sem hann er eiginlega ættaður frá, og sem hann er tengdur böndum blóðsins. Hann í'ær að sjá margt nýtt. Hann eignast nýja vini og áður en varir verður hann jafn nákominn konunni, sem er hin rétta móðir hans, og hann er fóst- urforeldrum sinum núna. Þess vegna tel ég að Ivan eigi að fara til Jugo- slavíu með hinni réttu móður sinni. Spennan meðal áhorfenda óx. Nú réð skoðun þriðja dómarans úrslit- unum. Það varð ekki annað séð en að kon- urnar tvær létu sig engu skipta það sem fram fór, þó að úrslitin mundu gereyða Iífsgæfu annarrar þeirra. Þær sátu báðar álútar með hendurnar i fanginu, en hugur þeirra hvarflaði milli fortiðarinnar og nútímans. McGarry dómari var alvarlegur á svip er ihann stóð upp. Ilann vissi það sjálfur, að orð hans voru úrslitaorð í málinu. Allir einblíndu á hann. — í vandasömum málum kemur það oft á daginn, að sannleikur er ofur einfaldur — svo augljós að ekki þarf að rökræða hann. Hér eru móðir og sonur, tengd böndum blóðsins. Barnið er líka hluti af látnum föður sínum, sem li'fir áfram í þessu barni. Móðir sér syni sinum farborða meðan iiann er barn. En þegar hann er kominn til vits og ára kenmr til hans kasta að hjálpa móSur sinni og vernda hana. Á þessu augnabliki kynni það að þykja eðlilegast, að drengurinn fengi að vera hjá fósturmóður sinni, af því að hún hefir aliS hann upp, annast um hann og verið stoð hans og stytta. En hann er orðin tiu ára, og bráðum keniur sú tíð að hann þarf ekki að njóta ást- ríkis og umönnunar heldur sýna öðr- um það. Ef rétturinn afræður að Ivan Slavko hverfi lieim til móður sinnar, þá leggjum við skyldurnar við móð- urina á lierðar syninum, fremur en við leggjum móður á herðar ábyrgS- ina á syni sínum. Ég er sannfærður um, að hún er hætt að líta á hann eða hugsa til hans, sem smábarns. Og ég er enn sannfær.Sari um, að vegna þess að hann hefir notið svo mikils ástríkis hjá fósturforeldrum sínmn muni 'hann vera fær um að sýna móS- ur sinni ástríki — henni sem þarfnast þess svo mjög, eftir allt, sem hún hefir orðiS að líða ... Inga tók höndunum fyrir andlitið. En þrátt fyrir sársaukann og harminn fannst henni léttir, að þetta skyldi vera afstaðið. Dökku augun i Sonju voru full af tárum, og hún liafði ekki augun af dómstjóranum þegar hann stóð upp til að kveða upp dóminn. — DómsniSurstaðan er sú — með tveimur atkvæðum gegn einu — að: Ivan Slavko, skal verða júgoslavnesk- ur þegn á ný, og móðir hans, Sonja Slavko, verður meðráðamaður hans, samkvæmt 11. grein i tilskipun Sam- einuðu þjóðanna um endurheimt barna á ríkisborgararétti. Dómnum verður ekki áfrýjað. Réttinum er slitið. NÝTT HEIMILI. — NÝ ÁBYRGÐ. Inga stóð við borðið, þar sem Toni sat þungbúinn og alvarlegur. Hún var i þann veginn að loka ferðatöskunni hans. Franz stóð hjá henni með skíði Tonis i höndunum. — Toni, sagði Inga, — þú verSur að reyna að borða svolítið, þaS er ekki orðið langt þangaS til þá átt aS fara. — Þú hefir vonandi ekki gleymt frimerkjunum þínum, sagði Franz og reyndi að gera röddina létta og ó- þvingaða. Toni hljóp út og kom aftur með frímerkjabókina sína og öskjuna með lausu frimerkjunum. Augun voru blinduð af tárum og liann henti öskj- unni þvert yfir gólfið. Inga tindi saman frímerkin og tók bókina upp af gólfinu. MeS skjálfandi höndum lagSi hún hvorttveggja ofan í töskuna og lokaði henni. Mínúturnar liðu og skilnaðarstundin nálgaðist. Ekkert þeirra þorði að minnast á það. Öll þrjii höfðu þau einsett sér að láta eins og Toni ætti að fara i skólaferð og ekki verða að heiman nema fáeina daga. En þegar Franz hnyklaði brún- irnar og leit á klukkuna, vissu þau að nú varð ekki biðið lengur. Franz tók töskuna og Inga gekk þungstíg niður stigann, með höndina á öxlinni á Toni. Úti var glaða sólskin eins og hvorki myrkur eða sorg væri til í veröldinni. Allir félagar Tonis stóðu fyrir utan dyrnar til að kveðja hann, og Max rétti honum blóm. Þeir fylgdu honum nokkurn spöl áleiðis til stöðvarinnar, en svo var eins og hvíslað væri að drengjunum, að ekki væri vert að trufla þessi þrjú, sem voru að skilja. Þau stóðu þögul á stöðinni og þar var Sonja og beið þeirra. Og í síð- asta sinn tók Inga toni í faðm sér og brosti með tárin i augunum og leiddi hann til móður hans ... Lestin var komin á hreyfingu. Toni starði í sífellu út um gluggann. Sonja hallaði sér aftur i sætinu og horfði á hann. Hún skildi hvernig honum var innanbrjósts. Þegar liann leit á hana eftir dálitla stund, brosti liún lil hans og hún sá að liann reyndi að brosa á móti, en það tókst illa. Var það undarlegt? Ennþá var i huga hans mynd af einu móðurinni sem hann vissi lil að hann ætti, fyrr en fyrir stuttu. Sonju langaði til að segja Toni hve innilega glöð hún væri og hve heitt luin óskaði að liann yrði glaður lika og leiddist ekki í nýju heimkynnunum. Þegar hún var aS stama upp úr sér þessum fáu þýsku orðum, sem hún kunni, til að segja honum þetta, gat hann ekki stillt sig um að brosa. Svo varð þögn á ný. LestarvörSurinn kom inn. — Far- miðana! sagði hann stutt. Sonja fór að leita í töskunni sinni, en fingurnir voru óstyrkir og fálm- andi, og hvernig sem hún leitaði gat hún ekki fundið miðana. Toni horfði á hana er hún leitaði og leitaði i öngum sinum i töskunni. Farmiðarnir hlutu að vera þar, hugs- aði hann með sér, hálfvegis ergilegur. Stjörnulestur eftir Jón Árnason, prentara. Nýtt tungt 10. maí 1956. Alþjóðayfirlit. Föstu merkin, eða tregustu í áhrif- um, eru yfirgnæfandi. Merki höfuð- skepnanna eru jöfn í áhrifum, þó eru loftsmerkin þróttmest, þótt ekki séu þau yfirgnæfandi. — Venus er við hádegismark íslenska lýðveldisins. Er það frekar góð afstaða og bendir á friðsæl áhrif og góðæri, en þó gæti orðið vindasamt. — Tölur dagsins eru: 1+5 + 5 + 6=17 = 8. Þetta er tala Satúrns. Bendir á festu og íhald. Ven- usarafstaðan ætti að benda á bætta fjárhagsafstöðu, jafnvel þó að hún hafi slæmar afstöðu Sólar og Tungls og Mars hefir þá góða afstöður til Sat- úrns og Neptúns. Að óvæntum leiðum ætti að koma aðstoð. Lundúnir. — Nýja tunglið í 9. liúsi. Siglingar og viðskipti við nýlendurn- ar og samvinna ætti að verða frekar áberandi og veitt ákveðin athygli. — Neptún í 3. liúsi. Hætt er við urg og jafnvel verkfalli í flutningum og járnbrautum og truflanir gætu átt sér stað í þeim greinum. ■— Mars i 6. húsi. Barátta og urgur meðal verkamanna og uppþot gæti átt sér stað á herskipi. — Merkúr í 10. húsi. Andstaða stjórn- arinnar kemur í ljós í gegnum blaða- skrif og umræður. — Úran og Jiipíter í 11. húsi. Urgur út af þingmálum og meðferð þeirra, þó gæti áhrif Júpíters eitthvað dregið úr. — Plútó í 12. húsi. Saknæmir verknaðir gætu komið í ljós i sambandi við góðgerSarstofn- anir og starfsemi þeirra. Berlín. — Sól og tungl i 9. húsi. Utanríkisverslun og siglingar undir áberandi áhrifum og koma örðugleik- ar nokkrir í ljós, sem valda truflunum. — Neptún í 2. húsi. Athugaverð álirif á bankastarfsemi og peningaveltu og truflanir gætu ált sér stað, sem koma frá þinginu og ákvörðunum þess. — Satúrn i 3. húsi. Samgöngur, flutning- ar undir sæmilegum áhrifum, en bókaútgáfa og blaða undir truflunum og verkföll gætu átt sér stað. — Mars í 5. húsi. Leiklist og leikarar undir slæmum áhrifum, verkfall gæti átt sér stað. Eldur gæti komið upp í leik- húsi eða skemmtistað. — Venus í 10. húsi. Afstöðurnar frekar slæmar. Stjórnin á í örðugleikum vegna sumra Loks gat hann ekki stillt sig lengur. Hann tók töskuna af henni og eftir örfáar sekúndur tók liann farmiðana upp, sigri hrósandi, og rétti lestar- verðinum þá. Um leið og hann gerði þetta fannst honum, að þetta mundi hún aldrei hafa getað gert án hans hjálpar. Það var gott að hann skyldi vera nálægur til aS hjálpa henni. Þegar lestarvörðurinn hafði klippt miðana rétti hann móSurinni þá aft- ur. En hún brosli og hristi höfuðið og sagði eitthvað sem Toni skildi ekki. En hann vissi hvað hún meinti: hvort hann vildi ekki geyma farmiðana fyr- ir hana? Hann stakk þeim í brjóstvasa sinn, íbygginn á svipinn. Augu þeirra mætt- ust, og í fyrsta skipti fundu þau til veiks en greinilegs votts um sam- kennd. Sonurinn hafði byrjað að bcra ábyrgð á móður sinni ... E n d i r . framtaksmanna og vegna viðskipta viS aðrar þjóðir og utanrikissiglinga. — Úran í 11. húsi. Tafir á framkvæmd laga og meðferð þingmála. Moskóva. — Nýja tunglið í 7. húsi. Utanrikismálin undir áberandi athygli og athugaverð í mörgum greinum. Taf- ir og urgur. — Neptún i 1. liúsi. Af- staða almennings óábyggileg og heilsufarið ekki sem best. — Satúrn í 3. liúsi. Tafir á rekstri járnbrauta og kvartanir og ákærur út af mis- tökum. — Mars í 5. húsi. Eldur gæti komið upp í leikhúsi eða skemmtistað. Urgur meðal leikenda. — Merkúr i 9. húsi. Utanríkissiglingar og flutningar og viðskipti undir l'rekar góðum áhrif- um, en þó gætu tafir komið til greina. — Venus í 10. húsi, ásamt Júpíter og Úran. Ekki sterkar afstöður og má því búast við ýmsum örðugum við- fangsefnum hjá ráðendunum. Tokyó. — Nýja tunglið í 5. húsi. Leikhús, leikarar og skemmtistarf- semi undir áberandi áhrifum. Örðug- leikar vegna fjárhagsmálanna. — Mars í 2. húsi. Bankastarfsemin undir slæmum áhrifum og vandkvæði mikil við að stríða vegna þeirra. — Merkúr í 6. húsi. Afstaða verkamanna ætti að vera sæmileg og mun stjórnin hafa veruleg áhrif á það. — Úran í 7. húsi. Örðugleikar gætu átt sér stað i utan- ríkismálum og kemur það frá Rúss- landi. Washington. — Nýja tunglið i 11. húsi. Örðugleikar í þingum, barátta um fjárhagsmálin og viðskipli við iðn- að og verslun. — Úran í 1. húsi. Ó- ánægja og urgur meðal almennings, verkföll gætu komið til greina. Tauga- sjúkdómar áberandi. — Júpiter í 2. húsi. Fjárhagsmálin ættu að vera í góðu gengi og aukning innlaga. — Neptún í 5. húsi. Óábyggileg afstaða leikhúsa, leikara og skemmtistaða. Rekstrarsvik gætu komið til greina. — Satúrn í 6. húsi. Tafir á fram- kvæmd hagsnmna verkamanna og þjóna og rekstri. — Mars í 8. húsi. MaSur sem ræður þungaiðnaði gæti látist. Eldur í orkustöð. ÍSLAND. 10. hús. — Nýja tunglið í 10. húsi. — Hefir sterk áhrif. Stjórnin á í örð- ugleikum ýmsum og hefir við mörg verkefni að glíma, fjárhagsleg, við- skiptaleg og stjórnmálaleg, einkum við verkamenn. 1. hús. — Merkúr ræður lnisi þessu. UmræSur miklar um aðstöðu stjórn- arinnar og afrek hennar. Taugasjúk- dómar gætu átt sér stað. 2. hús. — Merkúr ræður húsi þessu. Umræður miklar um fjárhagsmálin og tafir nokkrar munu koma i ljós i rekstri bankanna og hætt við auknum útgjöldum. 3. hús. — Neptún í húsi þessu. Urg- ur og óánægja gæti komið til greina i flutningarkerfinu og verkfall átt sér stað. 4. hús. — Satúrn í lnisi þessu. — Hætt er við töfum nokkrum í bú- rekstri bænda og umræSur verða um það og gagnrýni nokkur. 5. hús. — Satúrn ræður lnisi þessu. Leikhús og skemmtanastarfsemi mun undir fargi nokkru og tafir á fram- kvæmdum munu koma í ljós. 6. hús. — Mars í húsi þessu. — Bar- átta og urgur munu áberandi meðal verkamanna og þénandi lýðs. Verkföll gætu komið til greina ef til vill meðal rafvirkja og raflagningamanna. 7. hús. — Júpíter ræður húsi þessu. Utanrikismálin munu nokkuð áber- Framhald á bls. 14.

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.