Fálkinn


Fálkinn - 04.05.1956, Blaðsíða 8

Fálkinn - 04.05.1956, Blaðsíða 8
FÁLKINN £ÁRA vissi, að eitthvað stóð i blað- inu um Derek. Faðir hennar hafði ekki viljað láta hana ná j það í morg- un, og þegar hún fór að leita að þvi, fann hún það hvergi, fyrr en henni hugkvæmdist að leita i eldhúsinu. Þar lá það, og brotið þannig að myndin af Derek sást. Hún tók það og hélt á því í hendinni og reyndi að sann- færast um að þessi slæma mynd væri af Derek, manninum hennar sem hvarf. Eldhússtúlkan hélt niðri í sér and- anum og horfði á hana. Það var lík- ast og allt andlitið héldi niðri í sér andanum. Lára fann það, þarna sem hún stóð í græna morgunkjólnum, með yndislega rauða hárið sitt ógreitt. Eldhússtúlkunni hafði fahið vel við Derek eins og hinu fólkinu, og kenndi henni um að hann hafði farið burt. Allt í einu heyrði Lára eldhússtúlk- una kjökra. „Ó, frú Steele, hann var svo góður! Hann getur ekki hafa gert neinum illt." Lára klappaði henni á öxlina. „Auð- vitað hefir hann ekki gert það. En lögreglan auglýsir eftir honum, af því Maðurhm, sem hvarí að við erum hrædd um að eitthvað kunni að hafa orðið að honum." Hún tók blaðið og fór inn i herberg- ið sitt, læsti að sér og fór að lesa þurra lýsinguna, sem lögreglan hafði samið: „Hæð 186% cm, þyngd 76 kiló. Ljóst hár, blá augu. Aldur 31 ár. Þeg- ar hann hvarf var hann í gráum frakka, gráum fötum, með brúna skó. Hann gekk ekki með hatt ..'." Og svo kom síðasta línan, sem hún las aftur og aftur. Það voru venjuleg orð og fjölluðu um það, sem hún hafði alltaf vitað. En þegar hún las þau var eins og sorg hennar og angist fengi laus- an tauminn, og hún skildi hvers vegna þriggja ára hjónaband þeirra hafði orðið harmsaga ... eða var að verða það .. . Ef Derek kæmi ekki aftur! Það voru ekki aðeins orðin heldur dýpsta meining þeirra, sem hún skynj- aði. Hún skildi hvers vegna hún hafði ekki getað gert Derek hamingju- saman. „Annar fóturinn er ofurlítið styttri en hinn, svo að maðurinn sýnist stinga ofurlítið við, eða teygja úr sér þegar hann gengur ..." Derek gat aldrei gleymt hvernig Lára leit út þegar hann sá hana i fyrsta skipti. Hann hafði farið til New Hampshire i viku leyfi, i veiði- ferð með föður sínum, og eitt kvöldið sátu þeir saman við varðeldinn, með nokkrum piltum úr nágrenninu og ornuðu sér. Það var farið að skyggja. Allt i einu kom Lára fram á milli trjánna, án þess að kalla ¦— án þess að segja orð. Hún stóð þar allt i einu, eins og skuggarnir hefðu skapað hana. Reykurinn frá bálinu var eins og létt, grá slæða mllli grenitrjánna, og skíða- úlpan hennar var svo mjallhvít, en rauða hárið virtist vera lýsandi eins og eldurinn. Hann þóttist vita að hún hefði villst frá einhverju gistihúsinu hinumegin við vatnið. Hann stóð upp og bauðst til - að fylgja henni heim, eftir að hún hafði ornað sér við eldinn. Og þegar þau höfðu gengið spölkorn, kannske einn kílómetra, vissu þau bæði að þau voru ástfangin. Hann gat aldrei skilið hvers vegna hún hafði orðið ástfangin af honum. Kannske af því að hann var svo ólík- ur öllum öðrum, og af því að hann var alveg óhugsandi eiginmaður handa henni. „En ég get ekkert af þvi sem þú getur," sagði hann hreinskilnislega einhvern daginn eftir að þau voru bæði komin til New York og höfðu helgað sig ástinni sýknt og heilagt, eins og elskendur eru vanir að gera. Hann reyndi að gera henni ljóst, hve ólíkur væri hennar heimur og hans. „Fjölskyldan min borðar i eldhúsinu, þegar ekki eru gestir. Faðir minn er óbreyttur vélstjóri, og móðir mín hef- ir aldrei á ævi sinni komið á fegrunar- stofu. Og ég sjálfur, Lára — ég held að mér muni ekki falla lífið sem þú lifir." Hún hafði fengið allt. Það liggur við að maður gæti sagt að hún hefði lifað á kjúklingum og rjómais, en hann á steiktum fiski og brauðsúpu. Allt fólkið kringum hana hafði borið hana á höndum sér. En hann hafði orðið að strita, og vissi hvernig fátækt og tilbreytingaleysi getur gert fólk súrt og geðvont •— en líka hugulsamt og hjálpsamt. Auðvitað skildi hún að hann var fátækur. En hún hafði aldrei skilið, fyrr en núna, er hún hún starði á auglýsinguna, hvilík auðævi hann hafði átt i orku sinni, góðu skapi og seiglunni. Hún hafði alltaf verið hamingjusöm. En hann hafði alla sína ævi orðið að berjast við það, sem hann vildi aldrei tala um — ofurlitla helti, sem gerði hann öðru vísi en allt annað fólk. Hve honum hafði gramist þetta i upp- vextinum. Hann talaði aldrei um þetta líkams- lýti við Láru, en hún vissi vitanlega að vinstri fótur hans var ofurlítið styttri en hinn. Hana hafði aldrei grunað hvílíka þjáningu og auðmýkt þetta hafði bakað honum. Hann hafði ætlað sér að tala við Láru um þetta áður en þau giftust, en fann aldrei hugsun sinni orð. Þess vegna talaði hann þeim mun meira um allt hitt — um að hann hefði allt- af verið fátækur, og að það væri ekki langt síðan hann fór að ganga sæmi- leg til fara. „Ég skal hjálpa þér til þess," sagði Lára. „Ég skal hjálpa þér til að verða allt sem þú vilt!" Hún hugsaði ekki út í, að þessi orð voru auðmýkjandi fyrir hann. Derek sagði: „Við verðum að byrja á því, sem við eigum sameiginlegt — og hvað eigum við sameiginlegt, góða?" Hann hugsaði til hins rík- mannlega heimilis hennar, vina henn- ar, allra þeirra lífskjara, sem hann hafði aldrei vanist. „Við eigum hvort annað," svaraði hún. „Það er eitthvað i okkur, sem getur orðið hættulegt ef við förum ekki gætilega, Derek." „Þá er best að við flýtum okkur að giftast," sagði hann brosandi og gleymdi minnimáttarkenndinni. Því að hún hafði haft rétt að mæla: í ástinni voru þau jafningjar. Og fyrst nú, þrem árum síðar, skildi hún, að hann hafði verið henni stórum fremri í ástinni. Þau giftust og þau' elskuðust svo heitt, að hún fann ekki neitt athuga- vert við veröldina hans. Hann fór með hana heim i fátæklega húsið for- eldranna sinna í litla verksmiðju- bænum í New Hampshire, og hún skeytti ekkert um þó að útvarpið væri öskrandi allan daginn, eða faðir hans tæki af sér skóna og sæti á sokka- leistunum við að lesa kvöldblaðið. En Derek tók eftir, að Lára særði móður hans stundum með því að skellihlæja að því, sem hún talaði í alvöru. Lára hafði einsett sér að gera Dcrek eins og hún vildi hafa hann. Hún byrjaði á þvi að kalla hann nýju nafni. Heima var hann kallaður Joe, en það líkaði henni ekki. „Ég ætla að gefa þér nýtt nafn, því að ég á þig ein," sagði hún, og svo hafði hún sagt að Derek hæfði vel ljósa hárinu og bláú augunum hans. Nýja nafnið — J. Derek Steele, stóð á nafnspjaldinu hans — hafði ein- kennileg áhrif á hann. Gamli Joe Steele var horfinn. Hann var eins og óvönduð föt, sem ekki hæfðu fínu umhverfi. Hún kenndi honum margt smáveg- is — hvernig hann eigi að orða hugs- anir sinar, og í hvert skipti sem hon- um gramdist þetta hugsaði hann með sér: Ég elska hana svo heitt — það er aðalatriðið. Og hann varð að játa, að það sem hún vildi þreyta í fari hans, voru gallar, sem liklega ættu að hverfa. „Þú getur ekki að þessu gert," var hún vön að segja og klapp- aði honum um leið. Nei, hann réð sér ekki sjálfur. Og gallarnir voru ekki honum að kenna. Þau höfðu verið gift i tvö ár þegar Lára fór að tala um það upp úr þurru. Hún hafði oft minnst á Gordon Bien- her lækni, og Derek vissi að þau voru gamlir vinir. Hann var eldri en Lára, en fjölskyldur þeirra höfðu þekkst árum saman. Þegar Blenhér kom til New York var ekki nema eðlilegt að hann gisti hjá þeim. Þetta kvöld hafði Derek farið i verksmiðjuna klukkan níu, til að lita eftir tilraun, sem hann var að gera. Þegar hann kom heim aftur sátu þau við arininn, og hann beið eftir að Lára ætlaði að blanda í glas handa honum, þegar hún sagði: „Góði, ég var einmitt að tala við hann Gordon um fótinn á þér — að þú værir haltur." Fyrst hélt hann að sér hefði mis- heyrst — eða væri að dreyma. Þau höfðu aldrei minnst á fótinn, og hann hafði dáðst að henni fyrir það. Hann hélt að hún tæki ekki eftir þessu lýti hans, það lá við að hann hefði gleymt þvi sjálfur. „Heyrðirðu ekki það sem ég var að segja, góði?" sagði hún. „Ég var að tala við hann Gordon um fótinn á þér ..." Hann gekk hægt inn i stofuna og skalf allur af blygðun. Hann reyndi að segja eitthvað og brosa. Honum fannst líkast og þau hefðu sagt að hann væri með kláða eða lús. „Það er ekkert að gera við því," sagði hann lágt. „Þvert á móti, gamli vinur," sagði Gordon. „Við teljum alltaf vist að við getum gert við . .. nú, er það með- fætt? Liklega hefir eitthvað verið at- hugavert við matarhæfi móður þinn- ar. Fátækt fólk etur oft óheppilega fæðu — það veit ekki hvað matarhæfi er. Það er mesta furða, að oftast eign- ast það vel sköpuð börn. Það er auð- vitað ekki hægt að teygja fótinn. En hver veit nema hægt sé að gera eitt- hvað með geislum. Komdu til mín á spítalann á morgun." Lára var hrifin. „Hugsa sér, að þurfa ekki að stinga við!" „Þetta er óveruleg skekkja/' hélt Gordon áfram. Hryggurinn á þér hefir gert sitt til að vinna bug á henni." Derek horfði rólega á þau, svo að þeim gat ekki dottið i hug að hann hugsaði aðeins þetta: Jæja, þið voruð að tala um það ... Þegar þau voru komin upp til sín að hátta, sagði Lara: „Góði, ég hefi

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.