Fálkinn


Fálkinn - 04.05.1956, Síða 9

Fálkinn - 04.05.1956, Síða 9
FÁLKINN 9 alltaf 'verið svo hrædd við að minn- ast á þetta við þig ... ég var iirædd um að þú værir svo næmur ... „Næmur! Hvað áttu við?“ „Þú veist hvernig fólk með líkams- lýti er!“ Hún geispaði. Lýti — það er hlægilegt orð, finnst þér það ekki?“ og svo fór hún að bursta á sér hárið og taia um eitthvað annað. En löngu eftir að hún var sofnuð lá hann vakandi við lilið hennar og fannst iiann vera svo langt í burtu frá thenni, að hann mundi aldrei ná til hennar aftur. En hann vissi ekki að engin ástæða var til að áfeilast liana. Hún gat ekki vitað ... nei, eng- in manneskja í heiminum gat vitað, hvernig fólki með líkamslýti var innanbrjósts . .. Auðvitað varð hann að reyna að gleyma þessu, sem hún liafði sagt, og hann mundi geta gert það að nokkru leyti. En ástin mundi aldrei verða eins og áður. Hún var limlest, alveg eins og hann sjálfur var limlestur og öllum öðrum ólíkur. Þarna var munurinn mikli, sem á þeim var. Það var ekki aðeins að hann væri óbreyttur ungur maður, og iiún rík stúika. Það var ekki það að hún væri menntuð og liann ómennt- aður. Nei, heldur það, að hann liafði líkamslýti en hún ekki ... Hann skyldi ekki fyrst i stað breyt- inguna, sem orðið hafði á hónum við þetta. Hann vissi aðeins, að upp frá þessu kvöldi mundi hann haltra í öllu, sem hann tæki sér fyrir hendur. Jafnvel í hinu heita riki ástarinnar, þar sem hann hafði verið öruggastur áður, var hann nú hikandi og haltr- andi. Hanh vóg orð sin, hann prófaði kossa sina. Hann var ekki framar sá gamli Joe Steele, sem ekki var eins og fólk e». flest. „Derek,“ sagði hún, „hvað gengur að þér? Þú ert ekki eins og þú átt að þér. Þú varst hamingjusamur áður.“ Hann reyndi að hlæja það burt. Mest óttaðist hann að hún kæmist að leyndarmáli hans og færi að tala með sama hyggilega og aiúðlega láginu og hún notaði, þegar hún var að lagfæra aðra galla hans. Hann reyndi að tala við sjálfan sig og sannfæra sig um, að þetta væri aðeins hégómagirnd. Eða eitthvað verra — eins konar karlmennskumont. En það dugði ekki. Hégómagirnd og stærilæti er nauðsynlegt í ástum. Maðurinn þarf konu, sem dáist að honum — bæði til líkoma og sálar. Það er aðdáun hennar, sem gerir hann það sem hann er. En nú hafði Lára svipt hann þessu. Ástin milli þeirra mundi visna, því að hann gat ekki minnst einu orði á það, sem honum var niðri fyrir. En loks skeði dálitið, sem gaf hon- um tilefni til að andmæla Láru með virðuleik og af réttsýni. Lára hafði einsett sér að breyta ekki aðeins venj- um hans 'heldur líka stöðu lians í mannfélaginu. Ilún byrjaði varlega en sótti á er frá leið. Byrjaði með þvi að gera litið úr starfinu, sem hann stundaði, og þegar það dugði ekki fór hún að rökræða. Faðir hennar gæti útvegað honum miklu betri stöðu en hann hefði nú. Derek minnti hana á að hann hefði unnið við uppþvotta í fjögur ár til að eignast peninga til að geta mennt- að sig undir stöðuna sem hann hefði. Hún játaði auðvitað, að það sýndi dugnað, en það vantaði alla aðdáun í þá viðurkenningu. Hann vissi að það var vegna þess að liún skildi ekki livað það er, að verða að neita sér um allt til þess að komast að markinu. Hún rökstuddi það skýrt og skipulega, að enginn óvitlaus maður neitaði að taka við miklu belri stöðu en hann hefði, nema framtíðarmöguleikar fylgdu gömlu stöðinni. En þarna sem hann var voru engir framtiðarmögu- leikar — þeir voru þarna sex verk- fræðingar við sörnu vinnuna. „Og hvað sem þér finnst,“ var sið- asta rökfærslan, „þá er þetta ekkert líf fyrir mig.“ „Einn góðan veðurdag kemst þú að raun um, að ég er ekki rétti mað- urinn handa þér,“ sagði hann, en hún svaraði með þvi að kalla hann heimsk- ingja. Faðir hennar var að nauða á honurn líka. „Þú ert dugnaðarmaður, við þurfum á manni eins og þér að halda ...“ Loks lét hann undan. En áður en hann sagði nokkuð við Láru og föður hennar, fór hann í gömlu tilrauna- stofuna sína og sagði að hann ætti að fara að vinna í ullarverksmiðjum tengdaföður síns. „Jæja, loksins tókst þeim að veiða þig, Joe,“ sagði gamli húsbóndinn hans. „Ég óska þér til hamingju, hvernig sem fer.“ Derek fór heim með sporvagninum. Hann hafði sting fyrir hjartanu og sveið i augun, og allt í einu fann hann, að hann gat ekki farið beint heim. Hann fékk ósegjanlega löngun til að verða meðal ókunnugra manna um kvöldið, — manna sem ekki veittu honuin athygli eða skeyttu uin hvern- ig hann át eða drakk, stóð eða gekk. Hann ætlaði að taka sér svolítinn frest áður en hann byrjaði að vera alveg eins og Lára vildi láta hann vera. Iiann gekk fram göturnar, sem voru fullar af fólki. Hann ætlaði að reyna að umflýja sjálfan sig, frá þessu ég, sem Lára hafði gert úr honum. Og á einhvern óskiljamlegan hátt leið lion- um betur, þarna innan um allt fólkið. Hann kom á Rockefeller Plaza og þar stóð fjöldinn við handriðin kring- um skautabraut. Hann þrengdi sér inn í hópinn og staðnæmdis hjá löng- um slána og ltíilli stúlku, sem voru að horfa á skautahlaupið. Allt í einu sagði hann við þau: „Hvernig list ykkur á að við fáum okkur sprett á ísnum?“ „Yið eigum enga skauta," sagði stúlkan raunalega. „Við bróðir minn erum bara að horfa á.“ „Þá leigjum við okkur skauta,“ sagði Derek. „Ég gat hlaupið á skaut- um hérna einu sinni. „Hvernig er því varið með ykkur?“ „Við erum góð,“ sagði strákurinn og brosti út undir eyru. Hún Judy er ágæt. En við eigum ekki aura til að leigja skauta.“ „Ég hefi peninga,“ svaraði Derek. „Mig vantar ekkert nema félagana." Þau fóru út á ísinn, og Judy var verulega fim, en þó ekki eins og Der- ek. Þau spjölluðu og hlógu og hlupu. Jiuly sagði honum að hún yrði sautj- án í mars. „Það verð ég líka,“ sagði Derek. „Að minnsta kosti finnst mér það núna.“ Svo bauð hann þeim inn í veitingaskálann. „Hafið þér meitt yður á fæti?“ sagði pilturinn. „Þér eruð stinglialtur." „Nei, ég er bara með náladofa í fætinum," sagði Derek. Það lá vel á honum. Þetta var í fyrsta sinn á æv- inni, sem nokkur hafði minnst á líkamslýti lians svona, og hann hafði svarað án þess að taka sér atlniga- semdina nærri. Systkinin sátu þegjandi um stund. .v\W A# .v\W A#VA#\# 3 ■3 Christina Svtadroilning dóttir Gustafs Adolfs varð kaþólsk. 3 \ V' % 3 ■ '4 % 3, v- % ikv ÖÖSTAF ADOLF er frægasta konungsnafn Svía frá fyrri öldum, og í mótmælendalöndum er ijómi um þennan konung og hann gerður að píslarvotti, vegna þess að hann féll „fyrir trú sína“, sem kallað er. Hann barðist fyrir lúterskunni og féll við Liitzen ár- ið 1632. Gátu Sviar sér mikinn orðstír i 30-ára styrjöldinni. Gustaf II. Adolf ótti aðeins eina dóttur barna, Christinu, sem var 6 ára er faðir hennar féll. Oxen- stierna greifi, sem verið hafði kanslari konungs, fór með stjórn ríkisins í bernsku hennar og sá um uppeldi hennar. Hún var bráðgáfuð og hlaut meiri mennt- un en nokkur kona á Norður- löndum um hennar daga. Átján ára tók hún við stjórn ríkisins, og hugðu flestir gott til. En Christina brást vonum manna. Hún var duttlungafull, stærilát og úr hófi glysgjörn. Sví- ar voru stórveldi á 17. öld og drottningin vildi ekki láta hirð sína standa að baki því, sem best þótti í heiminum þá. Safnaði hún að sér visinda- og listamönnum víðs vegar að og eyddi of fjár í veislur og alls konar tildur, en Oxenstierna fékk ekki við neitt ráðið og varð að lokum að hverfa úr þjónustu drottningar. Skattar hækkuðu og fólkið möglaði. Og drottningin þvertók fyrir að giftast og ala þjóðinni rikiserf- ingja. Þá var hún jafnan við karlmenn kennd frá þvi að hún var 14—15 ára. En metnaður hennar bannaði henni að giftast og börnum hafði hún mestu and- styggð á. Stjórnin lagði mjög að lienni að giftast, en lnin þvertók fyrir það. Þó var hún ástfangin af Carl Gustaf prins, en móðir lians var systir Gustafs II. Adolfs. Stóð hann næstur til rikiserfða og varð konungur eftir Christinu. — Næst varð hún ástfangin af Magnúsi de la Gardie greifa, syni rikismarskálksins og Ebbu Brahe, sem Gustaf II. Adolf hafði verið ástfanginn af fyrrum. Magnús var fríður maður og gáfaður og svo háættaður að Christina hefði get- að gifst honum án þess að „taka niður fyrir sig“. Hann bað henn- ar en hún sagði nei, en hélt áfram að gefa honum gjafir og réð þvi að hann giftist frænku hennar, systur Carls Gustafs, og hélt drottningin brúðkaupið, sem varð frægt fyrir iburð og rausn. Christian hafði þegar i æsku gaman af að klæðast karlmanns- fötum, einkum ef hún fór eitthvað ríðandi. Annars var hún orðlögð fyrir hve fljót hún var að klæða En þrátt fyrir glys og prjál var menntaþráin rík i drottningunni. Hún ræddi mikið við vísinda- menn, stjórnmálamenn og heim- spekinga, sem margir hverjir voru franskir og kaþólskir. Og vegna áhrifa frá þeim afréð hún að taka kaþólska trú, árið 1651. Nú ofbauð Svíum svo, að drottn- ingin afréð að afsala sér ríkinu, en þó liðu þrjú ár þangað til af því varð. Hinn 6. júní 1654 af- salaði hún sér konungstign á rik- isdeginum í Uppsölum, að við- stöddum ýmsum helstu mönnum ríkisins. Margir þeirra grétu, svo mjög hörmuðu þeir ráðabreytni dóttur hetjukonungsins. Síðan fór hún úr landi, undir nafninu greifafrú Dohna — í karlmannsfötum og gleðskap, en í Innsbruck var hún hátíðlega tekin „í skaut hinnar einu sönnu kirkju“. Síðan hélt hún áfram til Róm og kom þangað 23. des. 1655. Það þótti mikill sigur i páfa- ríkinu, að dóttir Gustafs II. Adolfs skyldi taka kaþólska trú og var viðbúnaður mikill til að taka á móti henni. Rómaborg var í hátíðaskrúða, og hefðarfrúrnar stóðu i röð á Piazza del Popolo, prúðbúnar og alsettar gimstein- um. En vonbrigðin urðu mikil, er hin sænska drottning kom ríð- andi klofvega uppi á hesti i karl- mannsfötum. Páfinn, Alexander ' VII. fagnaði henni þó vel. En von bráðar kom hún sér út úr húsi hjá helstu ráðamönnum þar í Róm, sem þótli líferni hennar ekki sannkristið. Hún skipti sér af öllu og lét meira að segja líf- vörð sinn drepa greifann Monald eschi, trúnaðarmann sinn. Gerð- ist sá atburður í Frakklandi og varð til þess að Lúðvík XIV. varð að flæma hana úr landi. Nú iðraðist hún eftir að hafa afsalað sér ríki, og tvær tilraunir gerði hún til að ná völdum í Sví- þjóð, en nærri þvi var vitanlega ekki komandi. Síðustu æviárin átti hún heima í Róm og þar dó hún 63 ára gömul. Og þrátt fyrir allar ávirðingar sínar fékk hún legstað í Péturskirkjunni. 3. $ ■Á 3 3, 3 % s % 3 y,. • % 3 V Svo sagði stúlkan: „Ég sá yður á Fifth Avenue skömmu áður en þér komuð til okkar. Og mér datt í hug undir eins og ég sá yður: „Mikið geng- ur maðurinn fallega. Mér var ómögu- legt að sjá að nokkuð gengi að yður. Mér sýndist þér svífa áfram.“ „Já, ég svíf áfram,“ svaraði hann hlæjandi. „Ég geng alltaf dálítið hraðar en annað fólk. Ég hugsa að það komi af því, að mér fellur ekki að fólk haldi að ég gangi hægar en aðrir.“ Nú fann hann í fyrsta skipti að þetta var satt. Hann hafði breytt heltinni i hratt göngulag. Hann hafði alltaf dansað og gengið á skiðum og skaut- um, hann hafði alltaf verið kátur og fjörugur ... og það var af þvi, að hann hafði þetta likamslýti. Lýli hans var ekki óvinur hans, eins og hann hélt, heldur þvert á móti besti vinur hans. Og einmitt af því að hann skildi þetta, fannst honum nú að hann skildi Framhald á bls. 14.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.