Fálkinn


Fálkinn - 04.05.1956, Blaðsíða 11

Fálkinn - 04.05.1956, Blaðsíða 11
FÁLKINN 11 Litla sagan. Qœsashikin ABSALON Iicildsali brölti upp brekk- una að veiðikofanum sínum. Það liafði verið erfið leið þetta — alla leið nið- ur á símstöð tii að tala við hana Hildu sína. „Að hún skuli vera svona ónær- gætin, að vera að gera boð eftir mér í síma þegar ég ,er uppi í kofa. Meira en klukkutíma gangur hvora leið,“ lautaði Absalon. Hann settist á stein. „Og hún hefði að minnsta kosti átt að liafa eitthvert erindi. Hvað varð- ar mig um þó að hún hafi hitt ein- hverja gamla skólasystur og boðið lienni i miðdegisverð á sunnudaginn? Þú verður að skjóta að minnsta kosti tvær gæsir, sagði hún, rétt eins og gæsirnar settust á þúfu fyrir framan mig og biðu eftir að ég skyti þær! Það var líkt henni Hildu, að bjóða fóiki upp á gæsasteik áður en gæsin var skotin!“ Hann hafði nú verið á höttunum eftir gæsum í heila viku og ekki séð svo mikið sem eina fjöður. Á morg- un var sunnudagur, á morgun ætlaði hann heim og á morgun kom skóia- systir Hildu með manninn sinn, til að éta gæsina, sem hann hafði ekki skotið. Absalon lieildsali andvarpaði. Það var hart að koma heim gæsarlaus, það hafði ekki komið fyrir hann i mörg ár, en úr því að ekki sást nolckur fug], var ekkert við þessu að gera. Hann andvarþaði aftur. Hann hafði lofað Hihlu að koma með eina eða tvær gæsir, — bara til að fá hana til að þegja. Hann kveikti i pipunni og spýtti um tönn. „Nei,“ sagði hann, „öllu má nú ofbjóða.“ Hann hafði ætlað sér að eiga náðugt síðasta kvöldið í kof- anum og sofa lengi i fyrramálið. Og Absalon gerði eins og bann hafði fyrirhugað, hann las síðustu þrjá kapítulana af bókinni, og var ekki búinn fyrr en komið var fram á nótt, svo að hann varð að sofa lengi út. Hann var alls ekki í góðu skapi mcðan liann var að troða dótinu i bakpokann sinn og singa byssunni í leðurslíðrin. „Ergilegt að fá ekki tækifæri til að skjóta einu skoti, og nú stendur Hilda líklega með hnífinn í hendinni þegar ég kem, tilbúin að ráðast á villi- bráðina.“ Skapið batnaði ekki er hann færðist nær borginni. Hann sá fyrir dapra heimkomu og þungan reiðilestur frá Hildu. En þegar hann var að konia inn í bæinn hækkaði á honum brúnin. „Stopp!“ sagði liann við bílstjórann, „ég fer út hérna!“ Og svo skálmaði liann að versluninni „Fugl og fiskur“. — Eigandi Brynjólfur Baldvinsson. Þar lágu tvær gæsir i glugganum. Að vísu var sunnudagur, en kaup- maðurinn átti sjálfsagl heima i hús- inu. Hann hlaul að fá gæsirnar, ef hann færi bakdyramegin. Brynjólfur Baldvinsson reyndist vera allra kumpánlegasti karl. Þetta var alls ekki í fyrsta skipti, sem hann afgreiddi óheppna veiðimenn á sunnu- degi. Þeir töluðu lengi um veiðar, svo stakk Absalon heildsali gæsunum í bakpokann og náði i leignbíl heim. Hilda stóð með hnífinn í hendinni i eldihúsdyrunum. Absalon bjó til fal- lega sögu — hann hafði skotið báðar ★ Tískumjfnrfír ★ TVEIR PALLEGIR VORHATTAR. — Þeir eru frá París. Annar er frá Marie Christine, búinn til úr apríkósulitu strái með rósbleikri eða rauðri rós annars vegar. — Hinn er frá dansk frönskum hattagerðarmanni, Monsieur Svend. Kollurinn, sem er úr fínu strái, daufbláu, en barðið, sem varla sést er úr kóngabláu silki. KJÓLL — DRAGT — FRAKKI. Tökum vel eftir, því að myndin líkist öllu þessu dálítið. Það er Nina Riccé sem sýnir hann í Prince of Walestern í hinurn fallega prinsessustíl, en þó sportlegan. Skemmtileg tilbreyting er það að á bakinu er slá sem er líkt boleró að aftan en það er þó ekki. ÞESSI FALLEGA DRAGT er köflótt úr brúnu og gráu. Jakkahornin eru hringskorin og styttri að framan. Ermarnar eru líkastar og á jakka. gæsirnar I einu skoti. Svo fór hann inn í stofu til að fá sér blund, og sofnaði hinn ánægðasti. Ilann svaf lengi. Hilda varð að vekja hann. „Gestirnir geta komið eftir hálf- tíma,“ sagði hún. „Þú verður að fara að hafa fataskipti." Absalon heildsali staulaðist hálf- sofandi upp á loft. Hann hafði baðað sig og var að enda við að raka sig, þegar gestirnir komu. „Hugsaðu þér,“ heyrði hann Ilildu scgja niðri i forstofunni, „maðurinn minn skaut tvær gæsir í einu skoti!“ Absalon var glaður. Hann hlakkaði til að geta gætt gestunum á frækilegri veiðisögu. „Ferðu ekki að koma, góði?“ kall- aði Hilda upp stigann. „Jú, undir eins, elskan mín,“ svar- aði hann. Svo fór liann niður. Hilda og skólasystir hennar stóðu i forstofunni. „Þetta er maðurinn minn,“ sagði Hilda, „og þetta er lnin Álfdís skóla- systir mín. Maðurinn hennar, hann Brynjólfur Baldvinsson kaupmaður, situr inni í stofu.“ — Hvernig stendur á því að þér gelið tilgreint svona nákvæmlega hvað klukkan var þegar maðurinn gaf yður á hann? — Ég leit á armbandsúrið hans um leið og höggið reið á mig. Söngflokkurinn gerði sér ferð á heilsuhælið og hélt hljómleika fyrir sjúklingana. Og á eftir tók söngstjór- inn til máls og sagði að lokum: — Og svo óska ég ykkur góðs bata! — Sömuleiðis! svaraði rödd aftar- lega í salnum. Þegar trúboðinn hafði lokið ræðu sinni gekk hann á milli áheyrandanna og talaði nokkur orð við hvern ein- stakan. Við einn þeirra sagði hann: „Hvernig er þvi farið með þig, Jónas, lifir þú í friði við guð?“ „Það kemur þér ekkert við,“ svar- aði maðurinn. „Við útkljáum það okk- ar á milli, guð og óg, og viljum ekki neinn sletturekuskap fram i okkar einkamál." Slysaskotið. Pusi í Blesu ætlaði að halda sam- kvæmi fyrir granna sina og vildi vanda vel til. Hann hafði heyrt sagt að styrjuhrogn væri mesta lostætið sem hægt væri að hafa á brauð, og keypti dós, en þegar búið var að smyrja vantaði hrogn á horn á einni sneiðinni svo að Pusi setti nokkur rjúpnahögl á sneiðina, þvi að þau litu út eins og hrognin. Þetta fór ágætlega og enginn tók eftir neinu. Daginn eft- ir hitti Pusi þann gestinn, sem feng- ið hafði haglasneiðina og spurði: „Tókstu ekki eftir neinu skrítnu i gær?“ Nei, ekki hafði liann gert það. — Af því að þú skilur saklaust gam- an skal ég trúa þér fyrir því að það voru högl á einni brauðsneiðinni sem þú ást. — Ja, mikill fjári! Nú skil ég hvers vegna ég skaut köttinn um leið og ég beygði mig til að láta á mig skóna i morgun! Það komst sú saga á loft að Bjarni i Króki liefði verið fullur á laugar- dagskvöldið og mundi hafa náð sér í heimabrugg. Idreppstjórinn frétti þetta og hann gerði sér ferð til manns- ins til að yfirheyra hann. — Heyrðu Bjarni minn, var það heimabrugg sem þú drakkst? — Já. — Og hvar fékkstu það? — Beint ofan í kjaftinn! Skoti nokkur var að taka lögreglu- þjónspróf vestur í Ameríku. — Hvernig á maður að dreil'a mann- fjölda, sem safnast saman á götunum? spurði kennarinn. — Ja, ég veit ekki hvernig þið gerið það hérna, en heima tökum við bara ofan höfuðfatið og réttum það fram og biðjum um aura lianda Samverj- anum, svaraði Skotinn. Tvær lelpur komu inn í búð og sú eldri bað um pakka af tuggugúmmi. — Á ekki systir þín að fá pakka líka? spurði kaupmaðurinn. — Nei, liún fær tuggurnar mínar þegar ég er hætt við þær, svaraði telpan.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.