Fálkinn


Fálkinn - 04.05.1956, Blaðsíða 12

Fálkinn - 04.05.1956, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN HELLE 16 * FRAMH ALDSSAGA * % inn. Dylgjur hans höfðu ef til vill verið skilj- anlegar, og það var varlegt að dæma hann of hart fyrir að hann gat ekki hagað sér eins og maður. Michelle sagði að hann væri líkur föður sínum, sem hafði verið landeyða — en Albert var lifandi eftirmynd föður síns, aðeins meiri fantur og síngjarnari. Michelle hafði miklar mætur á minningu móður sinn- ar, sem hafði verið tæld í hjónaband af lag- legum ungum manni, er síðar sýndi að hann dugði ekki til neins. Hvað gátu þeir hafa gert, Albert og Jules? Hvað hafði komið fyrir? Michael hefði ekki símað svona, ef ekki væri eitthvað alvarlegt á seyði. Honum fannst flugvélin standa kyrr í loft- inu. Hann þráði Michelle, þráði að faðma hana að sér og segja henni að engin hætta væri á ferðum — hann skyldi kippa öllu í lag. Dagana sem hann hafði verið í Alzir hafði hann verið svo önnum kafinn, að hann gat lítið hugsað um hana nema þessar stuttu stundir, sem hann var að skrifa henni bréfin. En nú gátu áætlanirnar, sem hann hafði verið að gera og fundirnir sem hann hafði flogið frá og deilurnar við verkamennina ekki bund- ið hug hans lengur. Hvað svo sem skeð hafði, hugsaði hann með sér, mundi Michael hafa gert það, sem hægt var að gera. Nú yrði hann að borga þeim Albert og Jules ríflega fjárupphæð og sjá um að þeir kæmust úr landi, til dæmis til Ástralíu eða í frönsku nýlendurnar. Það var fleira, sem hann varð að athuga, áður en hann færi suður aftur. Það hafði verið reynt að brjótast inn í smiðjurnar í París — einhver hafði verið að leita að leynilegum teikningum, hélt hann. Eins og Lucien léti teikningarnar að nýju flugvélinni liggja þar, sem óbreyttur innbrotsþjófur gæti náð í þær! Hvernig var þessu eiginlega háttað? Hann tók fram blaðaúrklippuna og bréfið, og las hvort tveggja. Og nú fyrst sá hann hvað mað- urinn hét. I blaðinu stóð Chamous, og það hafði hann lesið. En í bréfinu stóð annað nafn. Albert Chatous ... Albert Chatous ... það var bróðir Mic- heile ... Hvaða bull! Chatous var svo algengt nafn, og Albert að minnsta kosti jafn algengt. Það mundu vera til mörg hundruð Albertar Chatous í Frakklandi! Þetta var bara til- viljun . . . En Miehael hafði skrifað, að bræður Mic- helle ... Það var líkast og hann hefði sótthita og snert af óráði og væri að tönnlast á að þetta væri ekki annað en buil og tilviljun. En svo hugsaði hann öðrum þræði um hve Michelle mundi taka sér þetta nærri — eitthvert hneykslismálablað mundi eflaust ná í fréttina og nota stóra stafi á að innbrotsþjófurinn væri bróður konu Luciens Colberts ... Það yrði dálagleg saga! Hvað mundu kunningjarnir segja? Hvermg gæti hann kynnt Michelle í þeim heimi, sem hún stöðu sinnar vegna átti heima í, og sem hún bar af öllum í? Honum fannst ferðin taka óendanlega langan tíma, að flugvélin stæði kyrr í himin- blámanum, þó að véladrunurnar segðu annað. Loks gat hann farið að telja mínúturnar sem hann átti eftir. Það var farið að líða að nóni. Michael mundi hafa fengið símskeytið um að bíða hans á flugvellinum. Hvað mundi hún hafa að segja honum í fréttum? Kannske væri Michelle þar líka. Michael mundi hafa látið hana vita. Nú mundi hún verða örugg, er hann væri kominn aftur til hennar og tæki allan vanda í sínar hendur. Aumingja litla stúlkan hans, að lenda í öllu þessu meðan hann var að heiman! — En þetta var ergilegt. Hann hefði átt að geta séð fyrir, að þetta gæti borið að höndum, og athugað bræður hennar áður en hann fór. En honum hafði alitaf fundist þeir svo fjarlægir henni. Hann hafði hrifið hana á burt úr veröld, sem hún átti ekki heima í, og lofað henni að hún skyldi aldrei lenda þar aftur. Og þau höfðu ekki verið gift nema svo stuttan tíma, og hún þekkti bræður sína svo lítið að þeir höfðu sjaldnast verið heima meðan móðir þeirra lifði, og Michelle hafði verið hjá gamla Jean í svo mörg ár, og kannske ekki séð þá nema svo sem einu sinni á ári. En einhvern veginn varð að ráða fram úr þessu. Hann mundi vafalaust koma nógu snemma heim til að geta afstýrt hneykslinu. Loksins! Þarna var París! Þarna var flug- völlurinn. Þar biðu Michael og Michelle. En það var Michael einn, sem tók á móti honum þegar hann kom út úr flugvélinni! „Hvar er Michelle?" spurði hann. „Ég veit ekki,“ svaraði Michael. „Hún var ekki heima þegar ég símaði í morgun, eftir að ég hafði fengið skeytið þitt, og þegar ég símaði aftur, áður en ég fór hingað, var hún ekki komin heim. Mér heyrðist frú Grotier vera stutt í spuna. Ég skil ekki hvar Michelle getur verið. Hún lofaði mér í gær að rasa ekki að neinu. Ég hefi ekki hitt hana síðan ég sím- aði til þín.“ Þeir óku frá flugvellinum og Michael sagði honum frá öllu sem hann vissi. Fyrst af Chatous gamla og fjárkröfu hans, og hvernig Celeste hefði ginnt Michelle til að fara til okrarans. „Það er ekki hættulegt," sagði Lucien. „Tachot þekkir mig og er hræddur við mig. En Celeste ... jæja, það er eins gott að láta það bíða. Ég skal sjá til þess að Michelle hitti hana ekki oftar.“ Michael kinkaði kolli. „Michelle er ekki hjá Celeste núna,“ sagði hann. „Ég símaði og spurði að því. Celeste var heima. Hún var dálitið móðguð yfir að Michelle hafði sent afboð í samkvæmið í gær. Veslings mann- eskjan þarf að kynnast fólki, sagði hún. Ég hafði hugsað mér að kynna hana í samkvæm- islífinu núna, eftir að ég hefi hjálpað henni til að velja sér föt. Hm. Það væri gaman að vita hvað Celeste hefir í huga. Ég treysti henni ekki meira en svo.“ „Ekki ég heldur," sagði Lucien, „en hún getur ekki hafa haft slæm áhrif á Michelle ... það skilur þú sjálfsagt þegar þú hugsar til þess, að Michelle spurði hana ráða eftir að hún hafði fengið bréfið frá frænda sínum. Michelle 'hélt að Celeste vissi hvað það væri að vera í peningavandræðum." „Þess konar sakleysi getur verið hættu- Iegt,“ svaraði Michael stutt. „Ég held ... Lucien horfði forviða á hann en hann þagn- aði. „Hvað heldurðu?" „Ég held að þú hafir tekið of lausum tökum á þessu, Lucien. En þú hefir auðvitað haft meira að hugsa en svo, að þú gætir gefið þér tima til að íhuga hvernig henni liði.“ Lucien hugsaði sig um. „En við höfum ekki verið gift nema einn mánuð. Við ... ja, þú reynir hvað þetta er, sjálfur, þegar þú giftist.“ „Hvað sem öðru líður þá hefðir þú átt að hafa hana með þér.“ „Ég gat það ekki. Hún var ekki undir það búin ...“ „Áttu við að þú skammist þín fyrir hana?“ Rödd Michaels var svo hvöss að Lucien brá við. „Skammist?" át hann eftir. „Hvers vegna skyldi ég skammast mín fyrir hana? En hún er ekki nógu slípuð enn .. . henni hefði fund- ist hún utangátta þarna syðra. Þú veist að það er erfiðara að einangra sig þar. öll franska nýlendan þekkir mig síðan ég var þar á stríðsárunum." „Þú varst með öðrum orðum hræddur um, að hún þætti ekki nógu fín ennþá. Er það ekki það, sem kallað er að skammast sín fyrir einhvern. Svo að þú skildir hana eftir hjá frú Grotier, eftir það sem undan var gengið. Ég gat ekki verið með henni alltaf. Og ég gat ekki gert að kunningsskap hennar og Celeste." Lucien svaraði ekki. Bíllinn rann áleiðis til Versailles án þess að Lucien gerði sér grein fyrir, hve mikið var rétt í orðum Mic- haels. Michael tók til máls aftur. Hann sagði að Jules hefði skrifað Michelle og neytt hana til að hitta sig, tekið af henni mest af pen- ingunum sem hún hafði og ráðlagt henni að kaupa skartgripi út í reikning og veðsetja þá, til að útvega honum meiri peninga. „Mikill þorpari er þetta!“ sagði Lucien. „Já, upp á sína vísu. En ég held samt að honum sé við bjargandi. Hugmyndir hans eru bara öðruvísi en þínar og mínar. Hann vill að þú gefir honum tækifæri til að komast á réttan kjöl — einhvers staðar í nýlendunum, skildist mér helst. Ef mér skjátlast ekki langar hann til að gifta sig, en konuefnið vill hafa einhverja tryggingu. Hvort hann hefir skap- festu til að byrja nýtt líf, verður framtíðin að sýna. Hinn bróðirinn er verri ...“ Með vaxandi gremju hlustaði Lucien á sög- una af flakki Alberts í Versailles og að hann fór inn um glugga til Michelle. Michael hafði lokið frásögninni er þeir

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.