Fálkinn


Fálkinn - 04.05.1956, Blaðsíða 13

Fálkinn - 04.05.1956, Blaðsíða 13
FÁLKINN 13 komu á leiðarenda. Frú Grotier tók á móti þeim með kipraðar varir. Nei, frúin var ekki komin heim ennþá. Hún hafði ekki minnst á hvenær hún mundi koma heim. Hún hafði yfirleitt ekki sagt frá, að hún ætlaði út held- ur farið steinþegjandi. Lucien flýtti sér upp í herbergi Michelle. Þar var tómt og hljótt. Hann tók ekki eftir að ýms snyrtigögn voru horfin af borðinu. „Hún hlýtur að koma bráðlega aftur," sagði hann. „Henni finnst sér ekkert liggja á, úr því að hún átti ekki von á mér heim." Hún hefði átt að hitta mig," sagði Michael. ,,Ég hefi verið heima allan fyrripartinn í dag, en hún kom ekki." „Það hefir vonandi ekki komið neitt fyrir hana," sagði Lucien. „Það er vissara að við símum á lögreglustöðvarnar og spyrjum hvort nokkur slys hafi orðið." Þeir voru klukkutíma að ganga úr skugga um, að enginn hefði slasast, sem lýsingin á Michelle átti við. Og hún kom ekki enn. „Það er best að við athugum hvað þú vilt gera, meðan við bíðum eftir henni. Ég á við — viðvíkjandi Albert." Þeir komu fram með margar tillögur en þær voru allar felldar. Undir eins á morgun gat eitthvert hneykslisblaðið náð í fréttina til bragðbætis handa lesendunum. „Eina ráðið verður líklega," sagði Michael, „að reyna að ná í þorparann og fá hann til að þegja. Ef það dugar þá nokkuð." Lucien talaði eitthvað um að hann gæti talað við lögreglustjórann, sem var góður vinur hans, og Michael leit hugsi á hann. Hann yrði þá að segja sínum góða vini, lögreglu- stjóranum, hver þessi Albert væri ... og þá mundi ekki líða á löngu þangað til sagan yrði hljóðbær. „Aðalatriðið er að þú hefir Michelle," sagði hann. Lucien leit á klukkuna. „Yfir átta!" sagði hann. „Hvar getur hún verið?" Nú var drepið á dyrnar. Frú Grotier kom inn í gættina. „Gæti ég fengið að tala snöggv- ast við húsbóndann," sagði hún. Lucien fór fram fyrir. „Herra Lucien," sagði hún. „Ég er hrædd um að konan yðar komi ekki aftur." • „Hvað eruð þér að segja?" Lucien þreif í handlegginn á henni. „Hvers vegna skyldi hún ekki koma aftur?" „Ég var uppi í herberginu hennar," sagði frú Grotier. „Ég sakna ýmislegs þar — nátt- fatnaðar, kjóla og fleira. Nærföt — já, yfir- Ieitt allt, sem kvenfólk hefir með sér þegar það ætlar ekki að koma aftur — um sinn að minnsta kosti. Og ég hugsa að það verði að minnsta kosti nokkrir dagar þangað til hún kemur, því að hún veit ekki betur en að þér séuð enn í Alzír!" ^jre lu mund f Hvar er keppinauturinn? Lucien skildi smátt og smátt hvað fólst í orðum hennar. Það var engin vafi á hvað frú Grotier hafði í huga. „Hvaða ástæðu hafið þér til að segja þetta, frú?" spurði hann. Hún yppti öxlum. „Mér hefir alltaf fundist eitthvað einkennilegt við hana," sagði hún. „Hún var ekki samboðin yður. Hefir viljað reyna að komast upp úr skítnum, en gat samt ekki sagt skilið við fortíðina. Hún hefir auð- vitað gefið herra Colbert í skyn, að hún væri sakleysið sjálft, og þar fram eftir götunum. „Ég held að þér séuð ekki fær um að dæma um það," sagði hann. Hún sá á andlitinu á honum, að vissara mundi vera að fara varlega. „Þér trúið mér auðsjáanlega ekki," sagði hún, „og ég gæti varla trúað því sjálf, ef ég hefði ekki fengið sannanir. Já, sannanir, herra Colbert! Hún hefir haft stefnumót við tuskulegan manngarm hérna fyrir utan garð- inn ... hún fékk einhver undarleg bréf, skrif- uð á pappir sem ... já, bréf sem engin dama fær. Ég lét Caillot veita henni eftirför, því að mér fannst hún vera fullmikið úti, meðan húsbóndinn var að heiman. Hún var ekki heima eitt einasta kvöld. Ýmist einhvers stað- ar með herra Silvestre, þó að hún sé nýgift og allir viti hvaða orð fer af honum, þegar kvenfólk er annars vegar! Eina nóttina faldi hún karlmann inn í her- berginu sínu," hélt frú Grotier áfram. „Við héldum að það væri strokuþjófurinn sem hafði verið á vakki hérna í grenndinni. Hann sást þegar hann var að klifra inn um glugg- ann hjá henni, en þegar við komum til að taka hann, sór hún fyrir að hún hefði orðið nokkurs vör, og hefði ekki vaknað fyrr en ég barði á dyrnar hjá henni. En ég sá að hún hafði verið vakandi þegar ég kom, og hún vildi ekki hleypa mér inn í herbergið. Þegar ég barði að dyrum nokkru seinna, svaraði hún ekki fyrr en eftir talsverða stund og ég heyrði hvíslingar inni, held ég áreiðanlega . .. og síðan komst fanturinn út um gluggann í ganginum ..." „Ég veit það," sagði Lucien. „Og ég veit líka hver maðurinn var. En grunur yðar er ekki á neinum rökum byggður, frú. Farið þér nú, og hugleiðið hvað þér hafið sagt og hvað þér hafið gert. Nú er konan mín ekki heima og getur því ekki tekið málstað yðar, eins og í fyrra skiptið, þegar ég heyrði hvern- ig þér hefðuð hagað yður. Takið þér saman dótið yðar og verið ferðbúin héðan á morgun!" Hann sneri sér frá henni og fór, og frúin stóð eftir, svipt öllum sínum trompum og með ósigurinn yfir höfði sér, einmitt þegar hún hafði þótst vissust um sigurinn. Lucien kallaði á Caillot garðyrkjumann. „Hefir frú Grotier sett yður til að njósna um konuna mína?" spurði hann. Michael hlustaði forviða á hreiminn í rödd- inni. Var Lucien loksins vaknaður núna? Caillot bliknaði og roðnaði á víxL „Herra," sagði hann, „frú Grotier skipaði mér það ... Þér hafið sjálfur sagt að ég eigi að hlýða skipunum hennar, þegar þér eruð ekki sjálfur nærri . . ." „En yður datt ekki í hug að frú Grotier hætti sér ekki lengra en henni var leyfilegt?" Caillot svaraði ekki. Hann hafði góða stöðu og fór að gruna, að hann hefði teflt henni í hættu. „Þér getið farið," sagði Lucien. „Leitið þér yður að nýrri vist frá mánaðarmótunum." Caillot fór. „Jahá," sagði Michael rólega bak við hann. „Það er hægur vandi að skella skuldinni á aðra. Sagði ég þér ekki að þú yrðir að losna við frú Grotier, ef nokkur möguleiki ætti að verða á að þú yrðir hamingjusamur í hjóna- bandinu? En þá svaraðir þú, að þú vissir ekki hver ætti að stjórna heimilinu ef hún færi. „Ég ætlaði að reka hana," sagði Lucien, „en Michelle bað henni griða." „Já, ég hefi sagt þér að það er tii sakleysi, sem er hættulegt," sagði Michael. „Liklega hefir Michelle farið í eintómri örvæntingu Pramhald í næsta blaði. FÁLKINN — VIKUBLAÐ MED MYNDUM. — Af- greiðsla: Bankastræti 3, Reykjavík. Opin kl. 10—12 og 1%—6. — Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.- stjóri: Svavar Hjaltested. HERBERTSpvent. ADAMSON Kisa vann. 32.6

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.