Fálkinn


Fálkinn - 04.05.1956, Síða 16

Fálkinn - 04.05.1956, Síða 16
16 FÁLKINN TIL BIFREIÐAEIGENDA Bifreiðatryggingarfélögin haía ákveðið að hækka iðgjöld fyrir á- byrgðar- og kaskotryggingar biíreiða. Nemur hækkunin um 20% — tuttugu af hundraði — og nær til allra bifreiða og bifhjóla á landinu. Valdið ekki samborgurum yðar örkumlum eða dauða mcð ógætilegum akstri. Orsakir þessarar hækkunar eru meðal annars eftirfarandi atriði: 1. Frá því að síðasta iðgjaldaskrá tók gildi, hafa bótagreiðslur tryggingarfélaganna hækkað um 30—40% vegna vaxandi dýr- tíðar. 2. Bifreiðaárekstrum og slysum fer fjölgandi frá ári til árs, og mun það mikið stafa af fjölgun bifreiða, nýrra bifreiða- stjóra, sem í mörgum tilfellum virðast ekki hafa fengið þá reynslu og þekkingu á akstri og meðferð ökutækja sem nauð- synleg er, svo og þrengsla á götum og bifreiðastæðum. Til marks um fjölgun tjónstilfella skulu tilgreindar tölur síð- ustu ára: 1952 voru tilkynnt tjón samtals 4859 1953 — — — — 5331 1954 — — — — 6697 1955 — — — — 7678 Eftirtektarvert er, að árið 1955 fjölgar tjónstilkynningum frá árinu á undan um nærri 1000, þrátt fyrir verkfallið s. 1. vct- ur, sem dró stórlega úr umferðarslysum, þann tíma sem það stóð yfir. r 3. Undanfarin ár hefur afkoma bifreiðadeilda tryggingarfélaganna farið síversnandi, sem stafar af því, að félögin hafa ekki hækkað iðgjöld af bifreiðatryggingum í hlutfalli við þá aukningu, sem orðið hefur á útgjöldum félaganna, bæði vcgna va^- andi dýrtíðar og fjölgunar umferðarslysa. Sem dæmi um versnandi afkomu bifreiðadeilda félaganna má geta þess, að 1952 var hagnaður samtals kr. 8.392,44 1953 var tap samtals kr. 550.289,05 1954 var tap samtals kr. 2.307.977,49 Endanlegar tölur liggja ekki fyrir um afkomu ársins 1955, þar sem mikið er ennþá óuppgjört, einkum bótagreiðslur fyrir slys á fólki, en samkvæmt bráðabyrgðar yfirliti tryggingarfélaganna var verulegt tap á bifreiðatryggingum árið 1955. Ofangreindar tölur eiga eingöngu við ábyrgðartryggingar bifreiða en tap félaganna er mun meira, ef kaskotryggingar eru teknar með. Útgjöld tryggingarfélaganna og þar með bifreiðaeigenda, vegna árekstra og slysa, sem flest verða fyrir óvarkárni og vítavert gáleysi ökumanna og annarra vegfarenda, eru orðin svo stórkostleg, að fullkomin ástæða er til að slíkri sóun fjármuna sé meiri gaumur gefinn en nú er. Það er því alvarleg áskorun tryggingarfélaganna til allra bifreiðaeigenda og ökumanna, að þeir geri sitt ýtrasta til að draga úr umferðarslysum. Tryggingarfélögin sjá ástæðu til að benda ökumönnum á, sem oft valda slysum eða tjóni, að iðgjöld, sem þeir greiða hrökkva aldrei fyrir tjónsbótum. Það eru því hinir, sem sjaldan eða aldrei gera tjón, sem að miklu leyti taka á sig útgjöld fyrir óhappamcnnina. rAð endingu vilja félögin benda á, að ef svo heldur áfram sem nú Jhorfir, að tjón stóraukist, munu tryggingarfélögin sjá sig til- |neydd að hækka tryggingargjöld bifreiða almennt frá því sem nú Ler, jafnframt því að stórhækka á þeim, sem oft valda tjóni. Brot á umferðarreglum valda bifreiðaeigendum og tryggingar- félögum milljónatjóni á hverju ári. Forðizt sljsin! Rifreiðutrygy iitfjtt rfélötj itt.

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.