Fálkinn


Fálkinn - 11.05.1956, Blaðsíða 3

Fálkinn - 11.05.1956, Blaðsíða 3
FÁLKINN 3 Guðmundur Jónsson sem negrakonu ngurinn og Emilia Jónasdóttir sem þjónustustúlkan. „Svaríur r 1 ♦ / (( a tcik Þegar þetta er skrifað, Iiefir revýan „Svartur á leik“ verið sýnd átta sinn- um í Austurbæjarbíói viS ágæta að- sókn, en sýningum fer nú að fækka vegna utanfarar Guðmundar Jónsson- ar með Karlakór Reykjavíkur. Það er orðið æði langt siðan revýa hefir verið sett á svið hér, og þess vegna fagna bæjarbúar þeirri tilbreyt- ingu, sem hún veitir á skemmtana- sviðinu. Vonandi er þetta upphaf nýs revýutímabils í höfuðstaðnum. Þvi verður þó ekki á móti mælt, að revýan „Svartur á leik“ stendur nokkuð að baki gömlu revýunum frá Yfirleitt eru það ungir menn, sem gera flestar mikilsverðar uppfinning- ar í veröldinni. Skrá hefir verið gerð um 85 mikilsverðustu uppfinningar, og ber hún með sér að 58 af þeim liafa verið gerðar af mönnum yngri en fertugum en 4ö af þessum 58 af yngri mönnum en hálffertugum. Marconi var 24 ára er hann fékk fyrsta loft- skeyta-einkaleyfi sitt, Howe var 25 ára er hann smíðaði fyrstu nothæfu saumavélina, og Whitney 29 er hann fann upp bómutlarhreinsunarvél sína. Samvaxnir tvíburar eru miklu al- gengari en maður skyldi lialda. Sam- kvæmt skýrslunum fæðast samvaxnir tviburar á hver 50.000 börn. Milli 81 og 90 af hverjum hundrað ibúum jarðarinnar eiga heima fyrir norðan miðjarðarbauginn. Stærsti gullmoli i heimi vegur 1110 kíló og er kallaður „Hin gula perla Búdda“. Hann er geymdur í musteri i Tíbet. Radium er sjaldgæfl efni. Ef maður selti allt það radium, sem fundist hef- ir í veröldinni hingað til, á vog, mundi það ekki vega meira en ein silfurskeið. tímum Emils Thoroddsens, enda voru þær ýmsar frannirskarandi góðar. Höfundur hinnar nýju revýu er Veturliði Gunnarsson listmálari opnaði sýningu á verkum sínum í Listamannaskálanum laust fyrir sið- ustu 'helgi, og hefir aðsókn verið ágæt. Á mánudagskvöld liöfðu 27 myndir verið seldar og 1200 manns skoðað sýninguna. Sara Kastak Marisak Selerupsa Nederluis Kubelrine von Bissefeldt Miiller heitir kvendi eitt í Vendsyssel Guðmundur Sigurðsson, sem er lands- kunnur hagyrðingur og hefir oft skemmt útvarpshlustendum vel. í revýunni fjúka margir góðir brand- arar og haglega gerðar visur, en efnis- samhengið er mjög slitrótt, og rýrir það gildi revýunnar nokkuð. Rúrik Haraldsson hefir sett revý- una á svið, og af minnisstæðum per- sónum, sem koma fram, má nefna alþingismanninn og bóndann, sem Lárus Ingólfsson leikur mjög vel, konu hans, sem Nina Sveinsdóttir leikur, ungu hjónin Adam Adamsson útgerðarmann og Hugborgu skáldkonu, en þau eru leikin af Bessa Bjarnasyni og Steinunni Bjarnadóttur. Emilía Jónasdóttir Jeikur þjónustustúlku á Hótel Eklu mjög vel, og liún kemur einnig fram með Valdimar Helgasyni sem álfur i skopstælingu á þætti úr Jónsmessunæturdraum eftir Shake- speare. Guðmundur Jónsson óperu- söngvari leikur negrakonung frá Feberíu. Mörg fleiri atriði mætti nefna, en liér verður látið staðar numið. Hljómsveit undir stjórn Jan Moravek annaðist undirleik. Veturliði hefir áður haldið sýningu hér í Reykjavík, og auk þess á ýms- um stöðum úti á landi. Að þessu sinni sýnir hann olíumyndir, vatnslita- myndir, gouach- og ripolinmyndir og lithografi. Sýningin verður opin til næsta sunnudagskvölds. í Danmörku. Hún var svo heppin að fæðast áður en prestinum var bannað að skíra börnin ónöfnum. Qarðurinn okkar Meiri ronnareeht, limgerði Skógræktarmenn áforma mjög aukna skjólbeltarækt, enda er þess full þörf i okkar næðingasama landi. Stór skjólbelti úr birki, víði, álrni og e. t. v. fleiri trjátegundum munu þykja sjálfsögð er tímar líða. Einar Sæmundsen” skógfræðingur hefir undanfarið dvalið i Danmörku til að kynna sér skjólbeltarækt. Þótt veðrátta í Danmörku sé miklu mildari en hér, telja Danir — ekki síst Jótar — ræktun skjóibelta bráðnauðsynlega. Auka þarf einnig runnaræktina í görð- um. Ribs er hér langalgengasti runn- inn, ræktaður til skjóls og skrauts og gefur mikla berjatekju flest ár i veð- ursælum sveitum, ef runnarnir eru rétt hirtir og klipptir. Runnaröð milli garða (þar sem ekki þarf að óttast ágang búfjár) getur víða leyst girð- ingar af hólmi. Kringum stóra garða fer vel á að hafa trjáröð, en runnar henta prýðilega litlum görðum. Lág, klippt limgerði úr fjallaribsi ryðja sér til rúms á seinni árum. Þau eru klippt slétt bæði að ofan og á hlið- um. Góð, nokkru hærri limgerði má á sama hátt gera úr geitblöðungum (Lonicera coerulea eða L. tatarica). Það er t. d. gert á Akureyri. í lysti- garðinum þar eru einstakir runnar klipptir toppmyndaðir og er þá nafnið geitatoppur sannnefni. Óklipptir bera þessir runnar rauð eða livit blóm til mikillar prýði. í limgerði eru runn- arnir gróðursettir allþétt, t. d. 3 á lengdarmetrann, en þetta fer auðvitað eftir tegundum. Spyrjið garðyrlcju- mennina um þetta og klippinguna, þegar þið kaupið runna. Venjulega er ekki klippt fyrsta árið, en síðan árlega, en runnunum samt leyft að hækka dálítið, t. d. 15—30 cm. eftir tegundum, uns þeir hafa náð æski- legri hæð. Lika eru notuð „villt lim- gerði“ sem aðeins eru löguð lítillega og blómgast þá meira en hin. Hærri limgerði má gera úr birki, álmi, víði o. fl. trjám og runnum. Marga fagra blómrunna er hægt að rækta hér á landi. T. d. reyni- blöðku, sibiriskt • baunatré, ýmsa geitblöðunga, snækórónu (Phila- delplius), garðarós o. fl. rósir. Við Garðyrkjuskólann að Reykjum í Ölfusi hafa verið reyndar allmargar rUnnategundir og skýrir Óli Valur kennari frá 9 ára reynslu þar í ný- útkomnu Garðyrkjuriti. Ættu garð- eigendur að kynna sér lmð. Flestum hefir gengið erfiðlega að fá hinar fögru og frægu sýrenur (Dísarunna) til að blómgast. En við skólann liafa tegundir af þeim blómgast árlega (S. chinensis, S. reflexa o. fl.). Samt hef- ir alls ckki verið leikið við runnaha þarna, en rétt tegundaval hefir ráðið úrslitum. Stórkvistur (Spirea henryi) o. fl. runnar hafa cinnig þrifist vel. En ýmsar tegundir hafa líka dáið, eða aðeins hjara. 1 Norður-Noregi þrífast ýmsar runnategundir, sem líklegt er að einn- ig gætu vaxið hér á landi. Er allmörg- um þeirra lýst i Garðyrkjuritinu í greininni „Aukið runnaræktina, nýir runnar“. Sjálfsagt er að reyna runn- ana hér, reynslan gefur úrslitaorðið. Garðyrkjumanna bíður mikið verk- efni að reyna runnategundir og einn- ig að fjölga tegundum sem til eru i Lárus Ingólfsson í hlutverki alþingismannsins og bóndans og Nína Sveins- dóttir sem kona hans. Ein myndanna á sýningunni. Hún heitir „Kvöld í Róm“. Sýníng Vcturliia Cnnnansonor Framhald á bls. 14.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.