Fálkinn


Fálkinn - 11.05.1956, Blaðsíða 5

Fálkinn - 11.05.1956, Blaðsíða 5
FÁLKINN 5 eflir lionum. Hann sá líklega betur en 'hann vildi vera láta. En það var gamla konan, sem við vorum að tala við. „Vefið þér þessi sjol sjálf?“ spurði Sari. „Ónei, ég kemst ekki yfir meira en að hafa eitthvað að gera handa þeim, sem vefa fyrir mig. Ég verð að sjá um að þær liafi band og liti og þess háttar, og auk þess verð ég að vera á þönum og selja. Vefkonurnar eru í hæsta flokki úrhraksins og fá ekki að koma út fyrir húsin, sem þær vinna i. Ég er í lægsta flokki og get fengið að fara ihvert sem ég vil.“ „Hve mikið fá vefkonurnar fyrir svona sjal?“ „Hálfa rúpiu. En litarinn fær heila rúpíu.“ „Geta þær ofið eitt sjal á dag?“ „Ó-nei. Þær hafa fleira að gera en að vefa. Við megum ekki hangsa hérna á Bali, vitið þér það ekki? Við förum á fætur kl. 4 á morgnana, kveikjum eld, sópum, sjóðum mat, hleypum út hænsnunum, hirðum eggin, kveikjum eld, sópum, sjóðum mat handa gris- unum og karlmönnunum. Og svo verð- um við að fara út á engið. Og heim aftur klukkan 10. Þá getum við ofið dálitla stund. Og svo kemur matseldin aftur — ef nokkuð er þá til í matinn. Og sópa og ])vo og fara í musterið með fórnina. Við kvenfólkið verðum að gera þetta allt. En þegar liður á kvöldið getum við farið að vefa. Og þá sitjum við og vefum til klukkan tólf. Það kemur fyrir að sumar halda áfram til klukkan þrjú. Sofum aðeins stutta stund. Hvernig ætli að færi ef maður nennti ekki að vinna? Ég hefi engan tíma til að vefa sjálf. Ég verð að útvega vefkonunum band og liti. Þær hafa enga peninga til að kaupa þess konar. Og ég verð að fá til láns hjá Kinverjanum. Ég hefi lánstraust — hann treystir mér, Kín- verjinn. Undir eins og ég sel eitthvað fer ég til hans og borga skuldina. Hvernig ætli maður hefði farið að, ef maður hefði ekki átt Kínverjann að? „En skiljið þér ekki að Kinverjinn er sá eini, scm verður feitur og ríkur á vinnunni ykkar. Vitið þér ekki, að ef ég fer til Kinverjans og kaupi eina ullarbandshespu, fæ ég hana fyrir tvær rúpíur? Ef þér eða einhver önn- ur vefkona fær hespu til láns verður hún að borga að minnsta kosti þrjár rípiur, þó að Kinverjinn eigi víst að þið borgið. Ef fátæk vefkona fer til Kinverjans og kaupir sér ilskó, verður hún að borga að minnsta kosti tólf rúpiur. Ef ríkur maður fer til hans þorir Kínverjinn ekki að setja upp meira en átta rúpiur. Því fátækari sem maður er, því meira verður mað- ur að borga. Kínvcrjinn mergsígur fátæklingana og þeir deyja úr hungri.“ „Jú, við vitum þetta, en hvað eig- um við að gera? Ef við fengjum ekki lánað lijá Klnverjanum, mundum við alls ekki geta lifað. Og ef Kínverji verður of gráðugur, kemur fyrir að hann verður að fara frá Bali. Nei, það þýðir ekki að tala um slíkt. Litið þér heldur á þetta! Er hún ekki falleg, þessi brúða? Sjáið þér fínu litina! Það er enn meiri vandi að lita en vefa. Komið þér einhvern tíma með mér, þá skal ég sýna yður stúlk- urnar vefa.“ „Já, það skal ég. Eigum við að fara á morgun?" „Nei, ekki á morgun. Þær vinna ekki á morgun. Þá eru allir i muster- inu. Það er hátíð á morgun. — En einhvern annan dag ... „Hafið þér selt sjöl og dúka síðan þér voruð ung?“ spurði Sari. „Já, ég hefi alltaf verið sölukona. Líka þegar ég var ung.“ Hún lilær. „Þvi að ég var ung einu sinni, jafn- vel þó að ég eigi bágt með að trúa því núna. Þá var auðveldara fyrir mig að græða peninga, en þá þurfti ég síður á þeim að halda. Þegar ég var ung skipti það ekki miklu máli hvort ég hafði nokkuð að éta eða ekki. Það var svo margt annað, sem var meira áríðandi. Þér skiljið það sjálf- sagt. Og þá keypti fólk allt sem ég hafði að selja, af þvi að ég var ung og falleg. Þið trúið víst ekki, en fólk sagði að ég væri falleg. Og þá borg- uðu ferðamennirnir hvað sem ég setti upp, ef ég bara brosti til þeirra. Það voru ekki margir ferðamenn þá, en maður gat grætt nokkur gyllini á sum- um. Og fyrir tvö gyllini gat heil fjölskylda lifað í heilan mánuð. Foreldrar mínir höfðu svolitla verslun og seldu tréskurð og þess háttar. Og við keyptum hús og hrís- grjónaekru fyrir peningana sem við græddum. Svo giftu þau mig lögregluþjóni. Þeir voru margir sem vildu mig, og mér leist vel á marga, svo það varð lögregluþjónn sem ég veit ekki livers vegna Hún seldi Sari sjal fyrir hálfa þrettándu rúpíu. ég fékk. Ef'tir það varð ég að þræla og vinna fyrir tveimur. Selja varning og hugsa um heimilið, grís- inn og manninn. Aldrei sofa — bara vinna. Og lögregluþjónninn sólundaði þvi, sem ég vann fyrir. Við eignuð- umst iíka börn. Svo varð hann veikur og dó. Fólk sagði að einhver liefði gefið honum eitur, því að hann heíði verði að draga sig eftir konum, sem aðrir áttu. Eftir það vegnaði mér og börnunum betur. Ég vildi ekki giftast aftur, þó að ýmsir vildu mig. Ég verslaði og luigsaði um börnin. Svo dó önnur dóttir mín, og síðan faðir minn. Þá voru ekki eftir nenia við móðir mín, og drengur og stúlka, sem ég átti. Við höfðum verslun sem gekk fremur vel, og áttum stóra rís-ekru þegar Japanir komu. Þá voru börnin orðin svo stór að þau gátu hjálpað til, bæði í búð- inni og á ekrunni. En mamma var orðin svo gömul að hún sat allan dag- inn og tuggði betelrót. Við urðum að bera hana þegar við flýðum undan Japönunum. Við gátum ekki haft neitt með okk- ur þegar við flýðum út á rís-ekruna okkar. Jananir stálu á einni nóttu öllu því sem var í búðinni okkar i bænum, og síðan bjuggu hcrmenn þar í þrjú ár. Og rís-ekruna varð ég að selja til þess að hafa ofan i mig að éta og til þess að geta hjálpað henni dótiur minni þegar luin varð veik. Og þá varð hún móðir mín að fara að vefa líka. Allir sem gátu urðu að vefa fyrir Japanana, og við fengum nærri því ekkert fyrir vinnuna. Við sveltum og okkur leið illa og Japanarnir börðu marga. Frændi minn var barinn svo að hann var eitt blóðugt flykki, þegar Þegar komið er kvöld geta stúlkurnar farið að vcfa. han var borinn heim til okkar. Og svo varð ég að sjá honum fyrir mat lika. Hann gat ekkert unnið og svo dó hann. Og dóttir mín var orðin svo stór, að við urðum að fela hana hve- nær sem Japani kom. Við gátum ekki haldið upp á allar hátíðarnar í niust- erinu, og það var líkasl og guðirnir hefðu snúið við okkur bakinu. Hænsn- in drápust úr einhverri pest og rott- urnar átu rísplönturnar. Þér vitið hvernig það er í striði. En stundum gat ég leikið á Japan- ana. Þeir neyddu okkur til að selja sér grísina. Ég átti grís og fór með hann til þeirra. Þeir reiknuðu út hve mikið hann lagði sig á, og Bali-verka- maður tók hann og fleygði honum til hinna grísanna, sem þeir höfðu keypt. En livenær sem Japanarnir sneru við okkur bakinu tók verka- maðurinn grísinn og rétti mér liann aftur. Ég seldi sama grisinn þrisvar, en svo var Japaninn farinn að horfa svo hvasst á mig, að ég þorði ekki að gera þetta oftar. í annað skipti seldi ég kú, sem vóg ekki nema 210 kíló. Japanarnir borguðu hálfa rúpiu fyrir kilóið. Ég hafði sjálf keypt kúna fyrir 105 rúpíur. Svo glennti ég upp hvoptinn á henni og hélt fyrir nas- irnar á henni meðan strákur hcllti ofan í hana tuttugu litrum af vatni. Á eftir rákum við heilt písang-gras ofan i hana til að láta hana kingja. Þegar vió komum til Japananna vóg beljan nærri því 240 kiló, svo að ég græddi nokkrar rúpiur á vatninu. Gefi að hinn Hæsti fyrirgefi mér að ég fór illa með kúna! Svo fór allt að ganga betur, og eftir að Japanar fóru gekk allt vel. Ég hafði keypt nýtt smáhús i bænum og byrjaði að versla aftur. Svo dó hún móðir mín, og allt sem við höfðum nurlað saman fór í útförina. Eftir það gerðist svo margt, sem enginn gat áttað sig á. Hollendingar koniu hingað með dáta og svo varð stríð og verslunin mín brann. Við stóðum slypp eftir, þvi að nú átti ég cnga ris-ekruna. Áttuni ekki svo mikið sem kofa. Drengurinn minn, sem var orðinn fullvaxta, fór með hinum og barðist við Hollendinga uppi i fjöll- um. Hann var ungur og langaði til að lijálpa þeim, sem ætluðu að frelsa landið okkar. Svo sá ég liann ekki söguna meira. Hann er dauður og ég Framhald á bls. 14.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.