Fálkinn


Fálkinn - 11.05.1956, Blaðsíða 8

Fálkinn - 11.05.1956, Blaðsíða 8
8 FÁLKINN yimvatnsglasið ETTA var á fimmtudegi, rétt fyr- ir lokunartíma og verslun H. C. Andersen & Son troðfull af fólki. Eldri kynslóðin í bænum hélt sig aðallega að þessari verslun, því að inin Var í lágu timburhúsi og með viðkunnanlegu, gömlu sniði, en ungu piltarnir komu ])angað til að fá tæki- færi til að tala við afgreiðslustúlkuna, liana Gretu Andersen, ljóshærðu fal- legu stúlkuna. En þó að Greta væri jafn stillileg og búðarstúlkuleg og hún var vön, var hugur hennar langt í burtu — hjá Tuma Madsen, nýja búðarmanninum í „karhnannadeildinni", sem faðir hennar kallaði svo. Sem betur fór gátu viðskiptavinirnir ekki séð að hún var viðutan. Gústaf Dal, sem hún var að afgreiða, hafði að minnsta kosti ekki nokkurn grun um, að eitthvað væri öðru vísi en það ætti að vera, þarna sem liann stóð og lagði hausinn í bleyti til að finna átyltu til að njóta fjólubláu augnanna í henni Gretu dálitla stund enn. — Ég er alveg viss um, að það var eitthvað enn, Greta, muldraði hann. — En mér er ómögulegt að muna hvað það var. — Sápa, rakblöð, andlitsvatn? sagði Greta til að hjálpa upp á minnið i lionum. — Hárþvottalögur ... — Þarna kom það, flýtti hann sér að segja þegar liann sá að hún renndi örvæntingaraugum á klukkuna yfir dyrunum. — Stórt glas af hárþvotta- legi. Handa henni systur minni. — Hárþvottalögur, þessi lika ný- móðins hégómi, nöldraði gamla jóm- frú Jensen, sem var næst eftir honum í röðinni. — Þá er nú grænsápan betri! En livað er orðið af honum Madsen? Hann ætlaði fram i geymsl- una og brýna fyrir mig skæri. — Hann kemur vafalaust á hvcrri stundu, sagði Greta. •— Hann varð bara að búa um dálítið sein þurfti að senda, fyrst. — Það er meiri tíminn sem hann er að þessu. Hvenær kemur hann pabbi yðar heim aftur, ungfrú And- ersen? — Ekki fyrr en eftir hálfan mánuð, svaraði Greta. — Læknirinn bannaði honum að koma fyrr, en á meðan verðið þér að sætta yður við Madsen og mig — við gerum það sem við getum. Hún reyndi að brosa. Um leið og hún teygði sig upp i hilluna eftir hárleginum, iieyrði hún einhvern hlæja. Iiún vissi undir eins hver það var, og hjartað í henni hoppaði. — Sæl vertu, Greta, heyrði hún sagt. Það var djúpi kunnuglegi mál- rómurinn hans Hans. Hún leit upp og varð kafrjóð. Hún hafði ekki séð Hans lengi. Það var líkt þessum sjálfbyrgingslega strák og koma þarna vaðandi, eins og ekkert væri að. — Ef þú vilt bíða eftir að röðin komi að þér, sagði hún luildalega, — verður þú afgreiddur eins og aðrir. Hann brosti út undir eyru, og barði kumpánlega á öxlina á Gústaf. — Það er nærri því eins og þú ætlir að fara að setja upp ilmvatnsverslun, sagði hann ertandi. Gústaf virtist allt í einu umhugað um að komast á burt sem fyrst, og Greta hvarf sem snöggvast bak við skáp, til að reyna að jafna sig. Ilans hafði sagt, að það væri eingöngu hennar vegna, sem ungu mennirnir kæmu þarna í verslunina — það er eitt af því, sem hafði orðið þeim að sund- urþykkju. — Það er þetta augnaráð, sem þú gefur þessum bölvuðum kjánum, liafði hann sagt. — Þú gerir þá svo ruglaða að þeir þekkja ekki jólin frá pásk- unum. Þú blátt áfram hefir út úr þeim peningana. Þetta hafði endað með þvi, að þau sögðu bæði tvö ýmislegt sem þeim var ekki alvara að segja, og loks hafði Hans strunsað út úr dyrunum — og út úr tilveru hennar. Síðan voru liðnir þrir mánuðir. Á fþeim tíma hafði Óli Pétur bróðir hennar verið kvaddur i herþjónustu, og Tumi Madsen liafði komið í versl- unina í hans stað. Við tilhugsunina um Tuma varð henni undir eins rórra aftur, og hún var örugg. Það var flónska að komast í svona mikla geðs- hræringu þó að Hans kæmi inn í búðina. Þegar hún kóm fram fyrir skápinn aftur, sá hún að Hans og jómfrú Jen- sen voru i óða önn að tala saman. — Það er líkast og þindin í mér kiprist saman, sagði jómfrú Jensen. — Þetta kemur alltaf eftir að ég hefi borðað. — Það er vafalaust nábítur, sagði Hans. — Ég á frænku, sem er alveg svona ... — Hérna er hnifurinn yðar, jóm- frú Jensen, tók Tumi fram i og brosti eins og engill. — Það var meiri tíminn, sem þetta tók, svaraði jómfrú Jensen birnulega. Og svo strunsaði hún út. Turni brosti, en þótti súrt í brotið. — Ég er sjálfsagt ekki eftir hennar höfði, er ég hræddur um. — Þú getur varla búist við að allt kvenfólk falli þér að fótum, svaraði Hans og virti fyrir sér andlitið á Tuma, fritt og með töfrandi brosi, og hárið skrautgreitt og gljáandi. — Hver er næstur? spurði Greta hikandi. Henni fannst einhver hætta i loftinu. — Hvað var það fyrir yður, ungfrú Iversen? Ása litla Iversen liristi höfuðið svo að lokkarnir dönsuðu. — Ég er að bíða eftir honum Madsen. Ilann hefir lofað mér að velja réttan varalit handa mér. Greta varaðist að lita í hlakkandi augun á Hans og lcvaldi sig til að brosa. I gamla daga hafði hún verið sjálfkjörin ráðunautur um allt sem að andlitsfegrun laut, en nú var það liðið hjá. Ofurlítið bros frá Tuma var nóg til þess að allar ungar stúlk- ur í bænum völdu sólbrúnan undir- farða og grænl undir augun. Salan jókst og margfaldaðist og Andersen gamli brosti ánægjulega í kampinn, en Greta var engan veginn eins ánægð og faðir liennar. Það var eins og Hans hafði svo oft sagt við hana. — Kaup- menskan er ekki allt í þessu lífi. N/ESTI, gerið þér svo vel! sagði Greta eins og grammófónplata. Hans oin- bogaði sig fram að diskinum og horfði á hana. Hann var nærri því eins hár og Tumi, og að minnsta kosti eins laglegur og skemmtilegur, ef maður hafði smekk fyrir hlæjandi, gráum augum, framstæðri höku og ijósu liári. — Skelfing ertu hugsandi i dag, Greta, sagði hann brosandi. — Já, ég hefi skelfing mikið að gera líka, svaraði Greta stuttaralega og leit aftur á klukkuna. — Ætlarðu út á eftir með honum dökkhærða Rómeo þínum? sagði hann ertandi. — Ég get ekki séð að þig varði neitt um það, svaraði hún kuldalega og reyndi að varast að hugsa til allra þeirra stunda, sem hún og Hans höfðu verið saman, og allrar skemmtunar- innar, sem þau höfðu átt saman. — Hvað ætlar þú að kaupa? — Eitt eða annað sérstaklega kven- legt, sagði hann. — Hæfileg gjöf handa indælli ungri stúlku. Geturðu ráðlagt mér nokkuð? Fjólubláu augun urðu heiftarleg. Það var ekkert leyndarmál, að Hans var farinn að vera grunsamlega mikið með annarri stúlku, en hún hafði haldið, að hann væri svo sómakær að koma ekki inn til gömlu unnust- unnar sinnar til að spyrja hana hvað liann ætti að kaupa handa þeirri nýju. — Hefirðu hugsað þér nokkuð sér- stakt? spurði hún stutt. — Já, tvímælalaust, svaraði hann og brosti til hennar. — En mig lang- aði til að vita, hvað þér fyndist vera viðeigandi gjöf handa undurfallegri ungri stúlku? Hana sárlangaði til að segja honum að hann skyldi kaupa vænan skammt af blásýru, en hún stillti sig og spurði í staðinn: — Hvað segirðu um bað- salt, eða handsnyrtingartæki eða farðadós? — Æ, Greta, þú verður að finna eitthvað betra, sagði Ilans og brosti gleiðu ertnisbrosi. — Þetta á ekki að vera gjöf handa gamalli frænlui. — En hvernig væri þá að gefa henni glas af ilmvatni? sagði Tumi. — Allar ungar stúlkur elska ilmvötn, er það ekki, ungfrú Andersen? — Já, þú ættir að vita það, svaraði Greta og reyndi að láta ekki á ergels- inu bera. Það var eitt af þvi, sem hún átti erfitt með að sætta sig við hjá Tuma — hann gat afgreitt þrjá í einu og þar að aulc haft augun á henni. — Það væri kannske ekki sem vit- lausast, sagði Hans. — Hvaða ilmvatn er best af þeim sem þið liafið til sölu. — „Rliapsody in BIue“, svaraði Tumi viðstöðulaust. — Það er tví- mælalaust langbest. Og svo tók hann fram glas, en Greta horfði fokreið á hann. — Get ég fengið að finna lyktina af þessu? sagði Hans. Greta opnaði lítið sýnishornsglas með semingi og strauk tappanum við úinliðinn á sér. Kryddaður töfrandi ilmur fyllti loftið kringum þau. Hann tók í höndina á lienni og hélt henni upp að andlitinu á sér. — Það er ekkert út á þessa lykt að setja, sagði hann. — Hvernig þykir þér hún, Greta? Greta kippti að sér liendinni. — Glasið kostar 70 krónur? sagði hún stutt. Hann borgaði orðalaust. — Sjáumst aftur, sagði hann um leið og hún rétti honum böggulinn. — Og — góða skemmtun. Gretu langaði til að gráta. Hún hafði hugsað sér að halda þessu glasi eftir handa sjálfri sér, en hafði alveg gleymt því í önnunum. Tumi ha'fði boðið henni á sumar- dags-dansleikinn i Oddfellowhúsinu og þetta ágæta ilmvatn hafði verið kjörið fyrir bláa kjólinn liennar, en nú hafði Tumi eyðilagt þetta, með því að fara að gaspra fram i það, sem lionum hafði ekki komið neitt við. — Upp með skapið! sagði hann og sló nýja uppliæð á kassavélina. — Það verður nýtt sölumet hjá okkur í dag. Þú hefir eittlivað að skrifa honum föður þinum, þegar þú sendir honum bréf næst. — Kaupmennskan er ekki allt, svaraði Greta mæðulega. Það var glaða sólskin, ákjósanleg- asta veður til að fara í bíl eitthvað út fyrir bæinn. — Hvernig skemmtir þú þér? sagði Tumi og beygði bilnum inn á mjóan akveg, með birkitrjám á báðar hendur. — Prýðilega, svaraði Greta af ein- tómri hæversku og óskaði að hún segði satt. En þó að þetta væri augna- blikið, sem hún hafði verið að bíða eftir alla vikuna, gat lhin ekki hugsað um annað en dansleikinn, sem í hönd fór, og einhverja aðra stúlku, sem

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.