Fálkinn


Fálkinn - 11.05.1956, Blaðsíða 11

Fálkinn - 11.05.1956, Blaðsíða 11
FÁLKINN 11 LITLA SAGAN Frí ALLT var hljótt. Jeff reið npp ásana stórum og sterkum hesti, sem hlýddi hverri bendingu. í fjarska grillti hann í svartan blett í tunglsljósinu, sem hreyfði sig þegar hann kom nær. Það Voru allar skepnurnar hans. Jeff brosti í kampinn og reið fram hjá. Allt virtist í lagi, girðingin traust og beitin góð. Honum fannst hann mega til að skreppa hingað og sjá hvort allt væri í lagi. En fólkið hans virt- ist hafa gát á öllu, þó að hann væri ekki við. Hann reið ánægður áfram og hvarf inn í skugga í þröngum dal. Hann stansaði allt i einu. Hvaða kynlega hljóð var þetta? Hesturinn sperrti eyrun beint upp og starði framundan sér, en Jeff pirði augun- um og reyndi að sjá í myrkrinu. Ekki gátu það verið skepnurnar hans því að hann var kominn fram hjá þeim. Og ekki gat það verið rándýr því að hljóðið var eins og þegar stáli er barið í stein. Hann reið varlega áfram. Svo stansaði hann aftur og hlustaði. En er hann reið milli þéttra runna og beygði greinarnar til liliðar, sá hann loks hvað þetta var. Hann stirðnaði í hnakknum. Svo svall reiðin í honum og hann greip um skammbyssuskeftið. Jæja, svo að Jimmy hafði gert sig að þjófl Þarna stóð hann og var að gera til eina kúna hans. Jinimy var alræmdur fyrir lygar og pretti, ef maður keypti eitt- hvað af honum, varð maður að athuga það vandlega, hvort það væri ekki svikið. En að stela skepnum! Hann skalf af bræði við tilhugsunina. Hvers vegna gat þessi hrappur ekki unnið ærlega vinnu, eins og annað heiðar- legt fólk? Nei, hann spilaði fjár- hættuspií, prettaði og sveik. Og nú var hann farinn að stela búfé líka. En hann skyldi ekki leika sér að þvi lengi. Jeff lyfti skammbyssunni og miðaði beint á Jimmy. Höndin var stöðug. Maðurinn þarna fyrir neðan ham- aðist við að flá kúna, en livarflaði augunum kringum sig við og við. Hann sá ekki vel til þarna i myrkrinu, en samt risti hann rétt fyrir og kunni sitt verk. Innan skamms liafði hann lokið við að flá kúna, og nú gróf hann niður húðina, lappirnar og hornin. Jeff sat grafkyrr á hestinum og mið- aði á hann. En allt í einu sá liann komi og börn Jeffs í huganum. Fimm mög- ur og föl börn. Kannske voru þau hungruð núna. Jeff vissi livað það er, að vera soltinn. Ekki vissu þau hvað hann var að hafast að? En hvers vegna gat ekki mannfýl- an unnið heiðarlega fyrir mat sínum? Þetta var sjálfsagt eintómt illþýði, og best að losna við það úr sveitinni sem fyrst. Og byssuhlaupið stefndi á Jilhmy og fingurinn bognaði. Jæja, þessi skiki, sem Jimmy bjó á, var ekki til að framfleyta sjö manns. Og hann lá illa við. Alveg niðri við ána, þar sem alltaf var raki. Og vor- leysingarnar gerðu tjón, það var erf- itt býli. — En að stela skepnum. — Jeff sá að það var gömul kýr, sem hann hafði stolið. Ef það hefði verið ungneyti eða kviga, hefði hann lileypt af byssunni. En hvað stoðaði þó að liann dræpi hann. Jú, hann mundi hætta að stela. En — aítur sá hann West, 75 ára gamall tannlæknir í Long Beach í Kaliforniu, var að fást við tennurnar í ungri fallegri stúlku, þegar hún fleygði sér um hálsinn á honum og sagði: „Það er ástin, sem ég þarf meðl“ West losaði sig úr faðmlögunum, en eftir að stúlkan var farin uppgötvaði hann að veskið hans með 150 dollurum var farið líka. Hann kærði lil lögreglunnar en gat enga lýsingu gefið á stúlkunni, ekki svo mikið sem hvernig hárið á lienni væri á litinn. En hann gaf nákvæma lýs- ingu á tönnunum, og kannske verður það stúlkunni að falli. Það kom fyrir við skírn í London, að presturinn leit hornauga til ungl- ings eins, sem hafði staðið upp og færði sig nær áður en skírnarathöfnin hófst. — Þér eruð of ungur til að vera skírnarvottur, sagði prestur. — Afsakið þér, prestur, sagði ungi maðurinn — en ég ætla mér alls ekki að vera skírnarvottur. Ég er nefni- lega faðir barnsins. Dómarinn: — Þér játið að liafa kallað Hannes þjóf og bófa? Sá seki: — Já, mér þýðir ekki að þræta fyrir það. Dómarinn: — Það getur orðið dýrt spaug. Hafið þér nokkru við að bæta? Sá seki: — Já, víst liefði ég það, ef ég hefði bara efni á því. Spákonan hafði týnt manninum sínum i þrengslunum við Arnarhól 17. júni og fór til lögreglunnar til að biðja um hjálp til að finna liann. En varðstjórinn segir við hana: — Þið spákonurnar lesið svo oft úr spilunum hvar glataða hluti er að íinna. Getið þér ekki lagt upp spilin og séð hvar maðurinn yðar er? Spákonan liugsaði sig um dálitla stund, dró svo upp skítug spil og dreifði þeim um borðið. Svo sat hún lengi og horfði á þau. — Jæja, segir varðstjórinn, — hvar er þá maðurinn yðar? — Hm ... segir spákonan, — látið þér mig fá tíu krónur, — Þá skal ég segja yður hvar hann er. hungruðu börnin, í huganum. Hver ætti að annast um þau? Hann lét byssuna síga og linyklaði brúnirnar. Til hvers var hreppstjór- inn nema til þess að annast um svona mál. Það var ekki í Jeffs verkahring að skjóta Jimmy, heldur hreppstjór- ans. Eða að minnsta kosti að setja liann í fangelsi. En hvernig átti hrepp- stjórinn að fá vitneskju um málið? Með því að eigandi kýrinnar kærði þjófnaðinn? Nei, aldrei! Að kjafta í hreppstjórann, — nei, liann gat snuðr- að það sjálfur. Hann starði lengi á Jimmy. Var ekki Jeff svo mikill mað- ur, að hann þyldi ekki að missa eina gamla belju? Sérstaklega þegar börn- in voru finnn! Nú hafði Jimmy grafið niður húð- ina. Ilann sléttaði vel yfir. Svo stakk hann rauðum ketstykkjunum i striga- poka. Hann sá ekki að greinarnar í runnanum þarna uppfrá réttu úr sér, og heyrði ekki hófatak hests, sem fjarlægðist. Nei, allt var liljótt. Hann lagði pokann yfir þverbak á hestin- um sínum, settist sjálfur á bak og reið burt. Silfurskært tunglið skein á dimm- bláum himni og lýsti slóð tveggja ríð- andi manna, sem fóru hvor í sina áltina. Annar á stökki en liinn fetið. * ★ Tískumgmlír ★ ANDSTÆÐURNAR mættust í kvöldsamkvæmi þar sem önnur stúlkan var klædd hvítum silkisatínkjól með flegnu hálsmáli, en hin var í svörtum kjól úr sama efni, háum í hálsinn en ermalausum. Báðir hafa kjólarnir mjó belti með spennum. VORDRAGT. — Hún er frá tískuhúsi P. Garden í París. Pilsið er gainall kunningi, beint upp og ofan, en jakk- inn er nýr, hann er stuttur og ein- hnepptur með berustykki. Það er svo sem ekkert við þessa dragt, en marg- ar rnunu snúa sér við til að athuga hattinn nánar. FALLEG SKUGGAMYND. — Hannah Troy hefir gert þennan stutta, rauða silkikjól. Framan á bolnum sem er hlýralaus er slaufa svarandi til þeirr- ar sem er að aftan þar sem bolurinn og pilsið mætast.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.