Fálkinn


Fálkinn - 11.05.1956, Blaðsíða 12

Fálkinn - 11.05.1956, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN m MICHELLE 5 * FRAMH ALDSSAG A * 17 núna. Hvernig heldurðu að þú getir náð í hana?“ „Hún hlýtur að koma til baka, sagði Lucien, „hún verður ...“ En hún kom ekki. Michael sat hjá honum og þeir voru á fótum alla nóttina og biðu. Hvorugur sagði margt. Þeir höfðu alltaf ver- ið góðir vinir, höfðu lifað skemmtileg ævintýr saman á unga aldri og verið hvor öðrum vinir í raun. Aldrei hafði nokkurt sundur- lyndi orðið á milli þeirra og aldrei höfðu þeir rifist. En nú var eitthvað að. Lucien skildi ekki hvað það var. Hann hélt helst að Michael væri vonsvikinn út af honum, og þess vegna reyndi hann að kryfja sjálfan sig til mergjar og finna hvaða mistök sér hefðu orðið á. Var það honum að kenna að Michelle var horfin. Nei, hann vildi ekki trúa því. Hún kæmi áreiðanlega aftur. Kannske hafði hún farið heim ... kannske hafði hún fengið nýtt bréf frá frænda sínum og farið heim til að rekast í einhverju . . . „Michael, gætir þú farið og komist fyrir hvort hún hefir farið heim til sín?“ „Hvers vegna ferðu ekki sjálfur?" Michael starði á hann. „Skilurðu ekki að ég verð að vera hérna, þegar hún kemur?“ „Hm! Ég er ókunnugur þar ...“ Hann hugsaði sig um. „Ég get reynt að ná i Jules Chatous og senda hann. Hann finnur hana vafalaust. Þú getur verið viss um, að hann vill ekki missa hænuna, sem verpir gulleggj- unum." „Farðu og reyndu að finna hana strax — viltu gera svo vel?“ Michael stóð upp. „Já,“ sagði hann, ,,ég skal gera það. En íhugaðu eitt vel, Lucien! Viltu fá Michelle aftur? Þetta mál verður hljóðbært, það er óhjákvæmilegt. Henni gerir það ekki mikið til — hún hefir ekki kynnst heiminum ennþá, tildri hans og miskunnar- leysi. En það verður erfitt fyrir þig. Ef hún kemur ekki aftur, verður hægt að þagga þetta niður og sögurnar hjaðna af næringar- leysi. Eftir nokkurn tíma er þetta gleymt ... Lucien stóð andspænis honum og hvítnaði af reiði. ,,Heyrðu!“ sagði Lucien. „Þér þykir vænt um hana!“ „Nei,“ svaraði Michael. Þér þykir vænt um hana. En ég elska hana!“ Hann sneri sér frá Lucien og fór, og Lucien Colbert stóð eftir og hugleiddi hvað hann hafði sagt. Michael fann Jules þar, sem hann hafði sagt honum heimilisfang sitt og Jules fór heim með fyrstu lest um morguninn. Dagurinn leið. Michelle kom ekki. Michael símaði og sagði Lucien, að hann hefði sent Jules, og skyldi láta hann vita undir eins og eitthvað fréttist. Lucien varð að fara í flugvélasmiðjurnar fyrripart dagsins. Nú var Joseph, sem flug- vélin hafði farið nýja ferð til að sækja, á leiðinni, og undir eins eins og Joseph kæmi fengi Lucien hjálparhellu heima. Þegar hann kom heim síðdegis var hljótt í húsinu. „Hvað óskar herra Colbert að fá að borða?“ spurði frú Grotier. „Sama hvað er,“ sagði Lucien. Hún góndi forviða á hann og fór út. Svo kom Joseph og Lucien var svo beygður, að hann trúði honum fyrir öllu saman, eins og vini sinum. Hann gleymdi alveg að hann var húsbóndi á heimilinu, en Joseph þjónn. „Við finnum hana áreiðanlega, herra,“ sagði Joseph. Næsti dagur leið einnig án þess að Michelle yrði vart. Juies símaði að hún hefði ekki komið heim, en hann ætlaði að bíða í tvo daga, ef ske kynni að hún kæmi. Og svo kom nýr morgunn. Og með póstinum kom bréf frá Michelle — flugpóstbréf, sem hafði verið endursent frá Alzír. „Lucien,“ stóð í bréfinu, „ég hefi eingöngu valdiö þér ógæfu og óþægindum, og eina úr- ræðið er að ég hverfi. Ég mun alltaf elska þig. Michelle.“ Frú Maret andvarpaði af eintómri ánægju. Forsjónin hafði verið henni holl. Hún hafði að vísu álitið, að það væri talsverð hætta að ráða til sín al-ókunnuga manneskju, sem ekki hafði nein vottorð eða meðmæli, en henni leist þannig á ungu stúlkuna, að sér væri óhætt að treysta henni. Og núna, eftir að vika var iiðin þótti henni vænt um að hafa gert þetta. Hún hafði aldrei haft vinnukonu, sem var jafn iðin, og sem hafði verið jafn kröfuvæg um frí. „En yður veitir ekki af að hvíla yður dá- lítið, Michelle,“ hafði hún sagt í gær þegar það hafði komið til tals að bóna gólfin. „Við getum fengið aukahjálp til þess — það er erfið vinna.“ „Ég er vön erfiðri vinnu,“ hafði unga stúlk- an svarað. „Ef þér aðeins viljið sýna mér hvernig ég á að fara að því, er ég viss um að það gengur vel.“ Herra Maret hafði sagt: „Bara að þetta sé ekki einhver strokukind og hafi glæpi á samviskunni.“ „Hún er eldri en svo að hún hafi strokið af vandræðatelpnaheimili, og hún lítur ekki út eins og glæpakind,“ svaraði frú Maret. Hún getur ekki verið verri en sú, sem við höfðum á stríðsárunum, og stal frá okkur áður en hún strauk.“ Herra Maret var vátryggingamaður og bjó í einu af úthverfum Parísar, í nýtísku íbúð, sem konan hans var mjög hreykin af. Börnin þeirra voru uppkomin fyrir löngu og farin að heiman, og frú Maret hafði vænst náðugra ellidaga, sem þó höfðu ekki orðið henni náð- ugir, því að hún var alltaf í sífelldum vinnu- stúlkuvandræðum. Sú síðasta hafði hætt eftir hálfan mánuð — labbað þegjandi á burt. Fyrir viku hafði frúin verið á gangi í skemmtigarðinum, skammt frá húsinu þeirra. Hún hafði sest á bekk, og þar sat ung stúlka í látlausum en vel saumuðum útifötum. Hún var þreytuleg og raunaleg og frúin hafði farið að tala við hana, og orðið þess visari að hún væri utan úr sveit og ætlaði að verða í París. Hún hafði spurt frúna hvort hún vissi, hvert maður ætti að snúa sér til að fá vinnu í borg- inni, og þá hafði frúin spurt hvers konar vinnu hún hefði augastað á. Frúin hafði horft á hana og svo hafði henni dottið nokkuð í hug, — hún var að vísu smeyk við það, en leit aftur á ungu stúlkuna og gerði alvöru úr því. Og nú vann Michelle Chatous hjá henni. Unga stúlkan hafði að- eins einn galla. Hún var svo orðfá og hló aldrei, svaraði aðeins þegar yrt var á hana, og aðeins einu sinni hafði frú Maret séð hana brosa. Frúin var forvitin um hvaða raunir hún hefði ratað í, en vildi ekki spyrja hana. VLt- anlega hafði hún lesið blöðin ítarlega, til þess að reyna að komast að því í lögreglufréttun- um, hvort stúlkan væri ekki einhver galla- gripur — hvort lögreglan væri ekki að aug- lýsa eftir henni eða eitthvað í þá átt. En blöð- in sögðu ekkert um það. Lucien átti ekki gott með að auglýsa eftir henni. Frú Maret hafði einn galla — hún hafði gaman af slúðri, og þegar hún hafði ekki neina vinkonu að þvaðra við, talaði hún við vinnustúlkuna heldur en ekki neitt. „Heyrið þér, Michelle,“ sagði hún, „ég var hjá kunningjum mínum hérna um daginn, og þar var verið að tala um að Lucien Colbert —- þessi sem á allar stóru flugvélasmiðjurnar og vann öll afrekin á stríðsárunum — hefði gifst einhverri stelpu, sem var honum ekki samboðin. Hún kvað vera alveg ómenntuð, og hann þorir ekki að láta kunningja sína sjá hana.“ — Michelle leit ekki upp úr því, sem hún hafði fyrir stafni. „Yður langar víst ekkert til að heyra um þetta heldra fólk, Michelle?“ sagði frúin. „Ég þekki svo lítið til þess,“ svaraði Mic- helle. „Ojá, það á sjálfsagt engu skemmtilegri ævi en við,“ sagði frúin. „Maðurinn minn er van- ur að segja, að við, millistéttarfólkið, eigum miklu rólegri ævi og höfum miklu minni áhyggjur en ríka og tigna fólkið. En þetta er leiðinlegt fyrir Lucien Colbert. Það lá við að hann yrði þjóðhetja og hann á afar fallegt heimili — eins konar höll. Við vorum í Versailles hérna einn sunudaginn, maðurinn minn og ég, og þá sáum við stórhýsið hans. Hann var farinn suður að Miðjarðarhafi sjálf- ur. Það er sagt að hann hafi náð í þessa stelpu þar. Það er einhver dansstelpa, held ég. Subbuleg og kann enga mannasiði ... þessir karlmenn hafa einkennilegan smekk.“ Michelle leit ekki upp enn og frúin horfði á hana. „Ef einhver yrði ástfangin af yður og giftist yður, þá gæti ég skilið það,“ sagði hún. „Jafnvel þó að það væri ríkur og tiginn maður, eins og Lucien Colbert. En þetta kvað vera einhver ankannaleg gála, sem enginn al- mennilegur maður vill láta sjá sig með.“

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.