Fálkinn


Fálkinn - 18.05.1956, Blaðsíða 4

Fálkinn - 18.05.1956, Blaðsíða 4
4 FÁLKINN * Konungsefnið Konstantín * Saga Grikklands á þessari öld hefir verið umhleypingasöm, ekki síður en í öðrum Balkanríkjum. Þó er Grikkland eina landið þar á skaganum, sem enn hefir konungsstjórn — hvað lengi sem það verður. Og Grikkir eru státnir af ríkiserfingjanum sínum — Konstantín, sem er fjórði maður frá Kristjáni IX. Danakonungi. Grísku konungshjónin, Konstantín (í skátafötum) og Irene. ÆRIN vanhöld hafa orðið i konunga- liðinu það sem af er öldinni. Það er mikið til í þvi, sem Kristjáni X. er eignað af að hafa sagt við son sinn, núverandi Danakonung, að „det er en daarlig branche vi gaar i“. Um alda- mótin voru ekki önnur lýðveldi til í álfunni en Frakkland og Sviss, en nú eru aöeins sjö konungsríki eftir. Sex þeirra eru á norðvesturbarðinu á álfunni — Belgía, Bretland, Dan- mörk, Holland, Noregur og Svíþjóð, en að suðaustan er Grikkland eitt eftir. Hefir það þó orðið konungslaust iivað eftir annað, en konungdæmið jafnan verið endurreist. Ókyrrðin um griska konungdæmið hófst er Georg Grikkjakonungur var myrtur í Saloniki nokkru fyrir fyrri heimsstyrjöldina. Hann hafði ríkt lengi og varð vinsæll. Ivristján IX. hafði fyrir tilmæli stórveldanna leyft að hann yrði konungur hins endur- reista Grikklands og fór allt fram ineð friði og spekt í Grikklandi um hans daga, uns Balkanstyrjaldirnar dundu yfir, sem eins konar forleikur að heimsstyrjöldinni. Konstantín sonur hans tók konung- dóm eftir föður sinn, en „embættis- ferill“ hans varð skrykkjóttur, bæði vegna íhlutunar stórveldanna og vegna andstöðu liins áhrifamikla stjórnmálamanns Venizelosar. Konst- antín var nátengdur Þýskalandskeis- ara og tók málstað hans í fyrri styrj- öldinni, en þjóðin liafði samúð með Bretum og Frökkum, og varð þetta til þess að Konstantín varð að afsala sér konungdómi, en náði þó i tignina aftur. Siðan valt á ýmsu árin milli styrjaldanna, og yrði of langt að rekja það hér. Þegar Grikkland flæktist inn í síð- ari heimsstyrjöldina, við það að Mussolini sendi her manna inn í land- ið, var Georg II. konungur í Grikk- landi. Grikkir vörðust ítölum vel í heilan vetur, en vorið 1941 þótti Hitler að ekki mætti við svo búið standa og sendi öflugan þýskan her lil Grikk- lands og það dugði. Grikkir misstu land sitt en vörðust þó á Krit jiangað til Þjóðverjar sendu fallhlífarhersveit- ir þangað. Nú varð Georg II. að flýja frá Ivrít og sömuleiðis yngri bróðir hans, Páll, sem þá var ríkiserfingi. Flýðu þeir fyrst til Cairo, en þar skildust leiðir þeirra. Georg fór til London með stjórn sína, eins og fleiri landflótta þjóðhöfðingjar, en Smuts þáverandi ríkisstjóri í Suður-Afríku bauð Páli að setjast að í Pretoria, ásamt Frederiku konu sinni. Þá var Konstantín sonur þeirra rúmlega árs gamall, fæddur 3. júní 1940, cn Sophia systir lians tveimur árum eldri. Þriðja barn hjónanna, Irene, fæddist i Pretoria 1942. Það voru erfið ár sem Páll og fjöl- skylda hans lifðu í útlegðinni, eink- um þó meðan á flóttanum stóð. Eftir veruna á Krit voru krakkarnir hlóð- risa eftir veggjalús og þau urðu fyrir margvíslegu hnjaski á hinum sífelldu ferðalögum. Árið 1947 dó Georg II. skyndilega. Hann var ógiftur og barnlaus og nú varð Páll bróðir hans konungur og settist að i höllinni i Aþenu, en oft dvelur fjölskyldan í sumarhöll á eyj- unni Petali, milli Attiku og Evboeu. Georg hafði ekki verið ástsæll af þjóðinni, hann þótti dulur og ein- strengingslegur og ekki við alþýðu skap. En öðru máli var að gegna um Pál bróður hans, og þá ekki síður um drottninguna, Frederiku, sem þykir mikið sómakvendi og er mjög alþýð- leg í liáttum. Konunghjónin voru einliuga um að ala upp börn sin eins og annarra manna börn. Þau voru látin ganga í barnaskóla með börnum bakarans og skósmiðsins, og lagt ríkt á við kennarana að gera þeim eklci hærra undir höfði en öðrum börnum. Þetta gafst vel og krakkarnir urðu hispurs- laus og frjálsmannleg og laus við allt yfirlæti. En að loknu barnaskólanámi voru telpurnar sendar í heimavistar- skóla í Sviss. Er þessi skóli víðfrægur fyrir uppeldisaðferðir þær, sem fyrst voru notaðar í þessum skóla í til- raunaskyni, en hafa gefist vel. Var það Max prins af Baden sem stofnaði ljennan skóla, og meðal nemanda það- an er Philip hertogi af Edinburgh. En ríkiserfinginn átti að ganga í skóla í Grikklandi. Páll konungur er mikill áhugamaður um uppeldismál, og afréð að láta stofna nýjan skóla, þar sem reyndar yrðu nýjar uppeldis- aðferðir, og senda Konstantin þangað. Skóli þessi heitir „Anavryta" og liar eru kenndar allar venjulegar námsgreinar unglingaskóla. Þetta er heimavistarskóli og nemendurnir eru þar niu mánuði ársins. Vistin er frcmur fábreytileg. Nemendurnir sofa í stórum stofum, tíu í hverri og ein matstofa er fyrir alla nemendurna og skiptast þeir á að ganga um beina og hjálpa til í eldhúsinú. Nemendurnir eru við eitthvað hundnir frá þvi klukkan liálfsjö að niorgni til hálf- niu að kvöldi. Auk bóknámsins læra þeir trésmíði og málmsmíði, grafa letur og myndir og iðka íþróttir, sérstaklega fjallgöngur, skíðagöngur og siglingar. Konstantín er enginn eftirbátur í neinu. En af skólafögunum skarar hann mest fram úr í forngrísku og grískri sögu. Hann er með hestu skylmingamönnum i skólanum, ágæt- ur sundmaður og fær i alls ’konar knattleikum. Það fer mikið orð af hæfileikum Konstantins. Hann er gáfaður en ekk- erl undrabarn. Og það kemur fyrir að hann fær refsingu fyrir brot á skólareglunum, sem eru mjög strang- ar. Sú refsingin sem lionum þykir verst er að fá ekki að fara heim á frídögum skólans, eins og hinir strákarnir. En í fríunum er liann lengstum að sigla og veiða með föður sínum, eða í gönguferðum með systrum sínum. Systkinin eru mjög lík í sjón, öll Ijóshærð og hláeygð og hjört yfirlit- uin. En þau eru ólík að skaplyndi. Eldri systirin, Sophia, er mjög liæg Páll Grikkjakor.ungur og Frederika drottning og til hægri börn þeirra þrjú: Irene, Konstantín og Sophia.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.