Fálkinn


Fálkinn - 18.05.1956, Blaðsíða 12

Fálkinn - 18.05.1956, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN r.^N'.^v^v^N' ^v' ^ 1 *W .'jííí’ .X'^^ .<S^' „íjÉ^ Jtf ..# í5 MICHELLE * FRAMHALDSSAGA * 18 • ciSSSs* x<iSSSí* ,#N ,A#' ...w .„<S8S^ ,x# .<s»P ..<w* .,# .,# .V-.W* .,# ..<^8* V^s* .$§§$* xN<§§$* nN<^ .n<^ v<§§$S* ^ veit nema hún gæti orðið trúnaðarmaður Michelle síðar. Hún sagði við manninn sinn, að sér mundi varla þykja vænna um Michelie þó að hún væri dóttir hennar. Næstu dagana reyndi hún að hafa ofan af fyrir Michelle með því að segja henni eins mikið af slúðursögum og hún gat. Og það var alls ekki lítið, sem hún gat í þeirri grein, því að hún var nær alltaf með vinkonum sín- um fyrri part dagsins, miðaldra konum sem voru mjög sólgnar í fréttir af lífi annars fólks, eins og hún sjálf. Claudette Tremoulles var til dæmis snillingur — hún þefaði allt uppi. Og það var hjá henni, sem frúin heyrði frétt, sem hreif hana svo átakanlega, að hún varð undir eins að segja Michelie frá henni. „Getið þér hugsað yður, Michelle," sagði hún þegar hún kom inn og áður en hún hafði gefið sér tíma til að fara úr kápunni, ,,að þessi kvensa sem Lucien Colbert giftist, er farin frá honum strax!“ Michelle leit upp og svo niður á gólfið. Frú- in bjóst ekki við neinu svari. „Það tekur út yfir allan þjófabálk. Hún er blátt áfram horfin! Hann segir að hún sé far- in í ferðalag, en allir vita, að hún hvarf af heimilinu formálaiaust, meðan hann var í er- indum suður í Alzír! Sumir segja að hún hafi verið orðin leið á honum strax, aðrir að hún hafi strokið með alla ættargimsteinana og heilmikið af peningum." „Haldið þér ekki, frú, að það sé eins gott fyrir hann að hún er horfin?“ spurði Mic- helle. „Ja, auðvitað gleymir hann henni með tím- anum. En hvað á hann að gera ef hann finnur hana ekki? Hann getur ekki gifst aftur, ef hann nær ekki i hana, eða fær ekki öruggar sannanir fyrir að hún sé dauð.“ Michelle leit upp og stóru, dökku augun horfðu beint í augu frúarinnar. „Jæja?“ sagði hún hægt. „Ég skil vei að þér vorkennið honum,“ hélt frúin áfram. „Það geri ég líka. En hvers kon- ar kvenmaður sem þetta er, þá getur ekkert verið varið í hana, úr því að hún hagar sér svona." Michelle svaraði ekki, og þegar síminn hringdi í þessum svifum, fór frúin til að svara. Þegar hún kom fram í eldhúsið litlu síðar, sagði hún: „Það var húsvörðurinn, sem var í síman- um. Hann spurði hvort ég hefði gleymt að tiikynna nýju stúlkuna mína á manntals- skrána. Og það hafði ég einmitt gert. Ég er orðin svo vön því að stúlkurnar séu ekki nema nokkrar vikur, að ég er aiveg hætt að skrá þær. En hann er mjög eftirgangssamur um þess háttar. Við verðum að skrifa á þessi eyðu- blöð í dag, Michelle, ég á nóg af þeim einhvers staðar. Ég skal reyna að finna þau.“ Hún fór inn og fór að leita í skúffunum sínum, og þegar hún hafði fundið eyðublöðin fór hún fram í eldhúsið tii að útfylla þau með Michelle. En þar var þá engin Michelle. Frúin leit inn í herbergið hennar. Það lítið af dóti, sem hún hafði haft uppi við, var horfið, klæðaskápshurðin var x hálfa gátt, og frúin sá að engin flík var í skápnum. Á kommóð- unni lá pappírssnepill. „Fyrirgefið þér, frú. Ég hefi ekki gert neitt illt af mér, en ég verð að fara. Michelle." Frúin stóð eins og líkneski og starði út í bláinn. „Og ég sem trúði ekki nema góðu um hana!“ hugsaði hún með sér. „Hún átti þá sökótt við lögregluna og hafði ekki sagt rétt til nafns síns . . . Og kaupið sitt hafði hún ekki fengið ...“ Michael Sylvestre var að koma út úr veit- ingahúsinu. Hann hafði borðað einn. Nú voru liðnar þrjár vikur síðan Michelle hvarf, og hvergi höfðu þeir getað fundið slóð 'hennar. Jules var nú einn þeirra, sem fór um borgina og reyndi að spyrja hana uppi og hnýsast um hvort nokkur stúlka hefði sést, sem liktist Michelle. Albert var frjáls maður og hafði verið sendur á ókunnan verustað. Michael vissi ekki hvernig Lucien hafði farið að því að bjarga honum, og hann spurði heldur ekki um það. Hann talaði ekki meira en þörf var á við Lucien núna, en þeir voru ekki óvinir. Lucien hafði ekki reiðst þó að Michael játaði að hann elskaði Michelie, og Michael hafði ekki farið leynt með að hann vissi að hún kærði sig ekki um nokkurn mann nema Lucien. Að vissu leyti hafði þetta hnýtt þá sterkari böndum. Margra ára vinátta þeirra hafði staðist raunina. Hann slangraði í hægðum sínum fram göt- una í rökkrinu. Innan skamms var orðið al- dimmt. Hann heyrði alls konar tungur talað- ar kringum sig, skemmtiferðafólkið var farið að koma til Parísar aftur eftir stríðið. Ver- öldin var að komast í lag aftur. Hann hafði borðað á litlu veitingahúsi á Montmartre, einu sinni hafði hann verið þar með Michelle, — nú gekk hann niður hall- andann ofan í borgina. Allt í einu heyrði hann hratt fótatak bak við sig og nafn hans var nefnt. Það var Joseph, þjónn Luciens, sem kom hlaupandi. „Ég vissi að þér ætluðuð að borða þarna,“ stamaði Joseph, „og ég sá yður hverfa fyrir hornið þegar ég kom ... Ég næ ekki í herra Colbert, hann er á fundi. Ég hefi séð frúna, herra Silvestre." Michael þreif í handlegginn á honum. „Hvar? Hvar?“ Joseph gekk upp og niður af mæði meðan hann var að segja frá að hann hefði farið í eitt úthverfi Parísar til að heimsækja ætt- ingja sinn, sem þar átti heima, og þá hefði hann séð Michelle koma út um hlið með dá- iitla tösku í hendinni og flýta sér niður göt una. Hann hafði séð hana út um glugga og reynt að kalla í hana, en þá hefði hún farið að hlaupa, og þegar hann kom út á götuna var hún horfin. En hann hafði sett á sig úr hvaða 'húsi hún kom, og húsvörðurinn hafði sagt honum, að þetta væri vinnustúlkan hjá Maret — hún hefði líklega farið út að versla. „Mér datt í hug að það væri best að þér herra Colbert færuð þangað,“ sagði hann. „Vinnustúlka hjá Mai’et?“ endurtók Mic- hael. „Eruð þér viss um að yður hafi ekki missýnst, Joseph?“ „Það kemur ekki til mála. Ég gæti þekkt hana aftur innan um tíu þúsund manns. Ég þori vitanlega ekki að trufla herra Colbert ... en ef þér viljið fara þangað í staðinn hans . . „Nei, það er ekki vert að trufla hann,“ sagði Michael. Hann er önnum kafinn við áríðandi mál. Við skulum aka þangað.“ Þeir náðu sér í leigubíl, og svo fékk frú Maret aðra taugabyltuna þann daginn. Fyrst í stað 'hélt hún að lögreglan væri komin, klemmdi saman varirnar og sagði að stúlkan hennar væri hætt í vistinni, en hún vissi ekki hvað af henni hefði orðið. Frúin hafði haft tíma til að hugsa sig um og hafði gert sér ljóst, að hvað svo sem Michelle hefði gert fyrir sér, skyldi hún ekki segja neitt misjafnt um hana. En þegar henni varð ljóst að þessi maður var ekki frá lögreglunni, eftir að hann kynnti sig og hún kannaðist við nafnið hans, bauð hún honum inn og sagði honum, að fyrir skemmstu hefði hún munað, að hún yrði að skrifa Michelle á manntalsskrána. En Mic- helle hafði horfið meðan frúin brá sér frá til að ná í eyðublaðið. „Þér hljótið að hafa sagt eitthvað við hana áður, frú. Ekki getur hún hafa farið vegna þessarar skráningar á manntalið." Frú Maret roðnaði. Hún mundi hvað hún Ixafði sagt, en hún gat ekki sagt vini Luciens Colberts það, sem hún hafði sagt um Colbert og hans hagi. Hún fór og sótti miðann, sem Michelle hafði skilið eftir, og sýndi Michael hann. „Jú, þetta er skriftin hennar,“ sagði hann við Joseph. „Hefir hún verið hérna lengi, frú Colbert?" Frúin sagði frá. „Ég get ekki hugsað mér að hún hafi gert neitt illt af sér,“ sagði hún. „Þetta var svo dæmalaust geðsleg stúlka. En hún bjó yfir sorg ...“ Og svo sagði hún hon- um frá brúðkaupinu. „En hvers vegna eruð þér að leita að henni, 'herra minn?“ spurði hún svo. „Það er ekki ég, sem er að leita að henni,“ svaraði Michael. „Það er maðurinn hennar. Þetta stafar allt af raunalegum misskilningi. Má ég taka þennan miða og láta manninn hennar fá hann — hann sér þá að minnsta kosti að hún er lifandi.” Vitanlega fékk hann blaðið. En það var ekki fyrr en eftir langa stund, sem frú Maret fór að leggja tvo og tvo saman og átta sig á, hver hún væri, þessi sem hafði verið vinnustúlka hjá henni undanfarnar vikur. Lucien kom ekki heim af fundinum fyrr en seint um kvöldið. Michael beið eftir honum til að segja honum hvers hann hefði orðið vísari. „Við megum ekki gefast upp, Lucien,“ sagði hann. „Og nú veit ég hvað þú ættir að

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.