Fálkinn


Fálkinn - 25.05.1956, Blaðsíða 8

Fálkinn - 25.05.1956, Blaðsíða 8
8 FÁLKINN dionuhiaHa Graham langaði til að hjálpa systur sinni í erfiðleikum hennar, en grunaði ekki hvað það kostaði. RAND HOTEL er ágætur staður en þó leggja fáir í vana sipn að drekka kampavin með hádegismatn- um þar. I>að var kampavínsflaskan í kælir-um, sem Graham Browne tók fyrsf eftir, þegar hann settist við snmrðu brauðsneiðina sína og kaffi- bollann i hinum enda veitingasalsins. Þarna eru víst hjú, sem eru að halda upp á ein'hvern tyilidag, hugsaði hann með sér, en í sömu andránni tók hann eftir, að maðurinn við borðið var eng- inn annar en mágur hans. Peggy systir hans var þarna ekki — líklega höfðu þau tokið við að borða og svo hafði hún farið fram i fatageymsluna til að laga á sér ásjónuna nður en þau héldu áfram í bíó eða þá heim tii barnanna. En hvað ég ann þeim þess vel, hugsaði hann föðurlega með sér. Það kom ekki oft fyrir að Peggy og Alan gerðu sér dagamun. Hann tróð blöðunum, sem hann hafði verið að lesa, niður í skjalatösk- una, og var í þann veginn að standa upp og ganga að borðinu, þegar sú sem var með Alan kom að borðinu. Graham settist aftur. Þetta var alis ekki Peggy. Peggy var lítil og dökk- hærð, en þessi var há og ijóshærð. Þegar hún kom nær þekkti Graham hana ... Hún var broshýr, eins og hún væri að hugsa um eitthvað, sem mjög gaman var að, og Alan varð all- ur eitt bros þegar hann sá hana. Alan stóð upp og þau gengu saman fram að dyrunum í hinum enda veit- ingasalsins. Þar var vinduhurð, og Alan stóð þannig, að hún varð að, strjúkast við hann til að komast fram hjá. Hún leit til hans og brosti, eins og þau ættu leyndarmál saman. Graham gat ekki um annað hugsað en þau, allan daginn, og þvi ineira sem hann hugsaði þvi miður féll hon- um þetta. — Er ekki orðið skelfing langt síðan við höfum frétt frá Peggy og Alan? sagði hann við konuna sína einn dag- inn. — Jú ... Anna var að opna útvarpið og leit eltki við. — Það er áreiðanlega orðinn yfir mánuður síðan. Hún Peggy er vandræðamanneskja iivað bréfa- skriftir snertir, og hún liorir aldrei að trúa neinum fyrir krökkunum með- an hún brygði sér inn í bæinn. Graham talaði ekki meira um l>að, en daginn eftir ók hann þessar átta mílur, út í þorpið, sem Alan var bók- sali í. — Ég varð að tala við skjólstæðing minn, sem á heima hérna skammt frá, sagði hann við Peggy. — Og þá notaði ég auðvitað tækifærið til að lita inn til þín um leið. Þetta var grár rigningardagur. Peggy hafðj tekið þvottinn inn og hengt liann upp á snúrur i eldhúsinu, og var að baka köku. Þetta var hægra ort en gjört, því að Bob, þrevetling- urinn liennar ók í hring á þríhjólinu sinu, og Mandy litla, sem var tveggja ára, vildi fyrir hvern mun hjálpa móð- ur sinni með baksturinn. Borðbúnað- urinn frá hádeginu stóð í iirúgu við vaskinn. — Straumurinn er svo lítiil núna, að það má heita ómögulegt að iiita vatn, sagði Peggy. — Viltu lofa mér að ljúka við þetta deig og koma þvi i ofninn, áður en við förum inn í stofu. — Alveg sjálfsagt. Graham settist upp á eldhúsborðið og kveikti sér í sígarettu og gleymdi auðvitað ekki að láta Mandy slökkva á eldspýtunni. A'fir höfuðið á telpunni horfði liann á systur sina, sem var að hræra saman smjör og sykur þang- að til það yrði hvitt. Hendur liennar voru rauðar og sprungnar, og treyjan hennar hafði verið þvegin svo oft og hún var orðin of ermastutt. Peggy hafði verið framúrskarandi snyrtileg áður en hún giftist. Hún hafði saumað mest af föt- unum sinum sjálf og var alltaf að breyta um hárgreiðsluna — einn dag- inn slétt hár, annan daginn allt höf- uðið hrokkið. Það lá við að maður gæti mætt henni án þess að þekkja hana, stundum þegar hárið breyttist sem mest. En þetta var áður en börnin komu og sáu henni fyrir sautján tima vafstri á dag. — Hvað er langt síðan þú breyttir hárgreiðslunni síðast? spurði Graham og brosti til þess að milda spurning- una. Hún leit í spegilinn yfir eldhúsborð- inu og gretti sig. — Finnst þér þetta yfirleitt nokkur hárgreiðsla? spurði hún. — Mandy, þú skalt fá þessa skál og skeið, svo geturðu búið til köku sjálf. Nei, væna mín, þú færð ekki egg — litlu á, hérna er svolítið mél, en farðu varlega með það. Nei, Bob, ég hefi sagt þér að þú færð ekki að fara út i þessa rigningu. Þú mátt hjóla frammi í ganginum, og á eftir skulum við fara út og skoða bílinn hans Gra- hams frænda. Æ, gættu nú að þér .. . Hún neri á sér ökklann og hristi höfuðið um leið og hún horfði á eftir þríhjólinu út um dyrnar. Hún er of þolinmóð, hugsaði Gra- ham með sér. — Þetta er ekkert iíkt Peggy. Það er blátt áfram óeðlilegt. — Hann Bob er svo rellóttur núna, sagði hún lágt. — Hann hefir aldrei öfundað Mandy fyrr en núna, en síðan hún fór að stækka er hann farinn að líta á hana sem keppinaut. Og Alan lætur allt eftir lienni. Ef ég skipti mér of mikið af Bob, fær Mandy minnimáttarkennd, af þvi að hún er lítil og gelur ekki gert það sem Bob getur. Graham hnyklaði brúnirnar og starði hugsandi á sigarettuna. — Hve langt er síðan þú hefir fengið þér frí, Peggy? — Það eru hér um bil tvö ár. Nei, það er meira, það var áður en hún Mandy fæddist. En eiginlega var það ekki fri, þvi að Bob var svo lítill að hann var ekki hættur að nota bleyjur. — Svo maður tali eins og hjúskapar- ráðunautarnir, sagði Graham, — er ekki kominn tími til þess að þú fáir þér frí? Þér veitir ekki af að rétta svoiítið úr þér við og við, og hugsa ekki eingöngu um krakkana. Þú mátt ekki einskorða þig svo við móður- störfin, að þú gleymir að vera eigin- kona. Hann talaði í léttum tón, en augnaráðið var alvarlegt. PEGGY roðnaði og leit á hann, undr- andi og hálf ergileg. Þegar hún svar- aði, heyrði hann að ennþá var skap lil í henni. ■— Þú átt við „að hirða um sjálfa sig, annars áttu á hættu að missa hann“, eins og stendur í kvennablöðunum? svaraði hún snefsin. — Ég þakka fyrir velmeinta aðvörun, góðurinn minn, en þú veist ekkert hvað þú ert að tala um. Það gerir enginn, sem ekki á börn sjálfur. Bíddu þangað til Anna hefir eignast börn, þá hugsa ég að lnin verði ekki alltaf fín og fáguð heldur — þó hún hafi bestu stúlku og helmingi meiru úr að spila en ég. Bóksalar úti í sveit hafa ekki sams konar tekjur og málaflutningsmenn, skal ég segja þér. Hún ihellti deiginu í kökumótið, setti það inn í ofninn og hellti köldu vatni í skálina. — Og, auk þess er Alan ánægður með mig eins og ég er, sagði hún og kastaði höfði. — Ég rnundi fljótt taka eftir ef hann yrði leiður á mér og færi að leggja sig eftir öðru kvenfólki. — Hvernig mundir þú geta vitað það? — Ja, það er vist hugboð, hugsa ég. Fólk veit alltaf þess konar. — Gerir það það? — Vitanlega. En hvað ertu annars að fara? —• Þú veist að ég er málaflutnings- maður. — Ég hefi séð sitt af hverju, og er hættur að verða hissa. Hann lagði frá sér skeiðina, sem hann hafði verið að fitla við og horfði á liana. — Peggy, ég var ekki að tala almennt. Ég sá nefnilega Alan í gær — á Grand Hote). — Á Grand? Ég veit að liann varð að fara í bæinn í gær, i viðskiptaer- indum, en hann hefir ekki minnst á að hann hafi séð hig. Það var skrítið. — Hann sá mig ekki heldur, sagði Graham. — Hann var að borða há- degisverð með dömu — mjög heillandi dömu. Þau höfðu meira að segja drukkið kampavín. Peggy starði á hann eins og hún tryði honum ekki, og sjálfsánægju- svipurinn hvarf og angist kom í stað- inn. I sömu andránni heyrði hún org framan úr ganginum, Bob var há- hljóðandi, og hún fór fram fyrir. Þríhjólið hafði rekist á regnhlifa- grindina. Bob hafði fengið skrámu á kinnina og stóra kúlu á ennið, og Mandy stóð hjá honum og grét af eintómri vorkunnsemi. Peggy setti plástur á skeinuna og huggaði Bob, en það var auðséð að hugur hennar var annars staðar. Graham sá að hún var föl og augun voru undarlega fjar- ræn. Veslingurinn, luigsaði liann með sér, — ég hefði ekki átt að segja þetta svona hranalega — ég hefði átt að vera varfærnari. — Þvi miður verð ég að fara, sagði hann þegar börnin voru orðin róleg. — Nei, þakka þér fyrir, mig langar ekki í te. Ég var að borða hádegismat áðan. Hann var kominn fram i ganginn og sneri hattinum milli handanna. — Heyrðu, Peggy, afsakaðu þetta sem ég sagði um hann Alan — þú mátt ekki taka það hátíðlega. Ef Alan hittir konu, sem hann þekkir, er ekkert at- hugavert við að hann bjóði henni að borða með sér, finnst þér það? — Nei, víst ekki, sagði hún. En Alan var bara ekki þannig gerður, að hann byði konu að borða með sér án þess að meina eitthvað með því, og án þess að minnast á það við konuna sína eftir á. Það vissu þau bæði. — Nei, nú verð ég að hypja mig, sagði hann aftur. —- Þú mátt ekki vera reið við mig. Hún þvingaði sig til að brosa. ■— Þú veist að maður er aldrei mjög þakklátur þeim, sem segir að eldur muni koma upp í húsinu. — Nei, en í þessu tilfelli er það maður, sem vill að þú hafir slökkvi- lækin í lagi — ef á þyrfti að halda. Hann ók nokluið liart alla leiðina heim til sin. Og spurði sjálfan sig aftur og aftur hvort hann hefði gert rétt eða rangt. En það hefði ekki þýtt að tala við Alan. Peggy mundi ekki heldur minnast á þetta við hann, það var hann viss um. En hver veit nema hún gerði eitlhvað. ÞAÐ sem hún gerði var að sima á skrifstofuna til Grahams daginn eftir. — Ég hefi verið að hugsa um hvort við Alan ættum ekki að taka okkur dálítið frí eftir næstu helgi, sagði hún. — Það er ekki svo mikið að gera i versluninni núna, að hann getur vafalaust fráskákað sér eina eða tvær vikur. — Það finnst mér ágæt hugmynd, sagði hann glaðlega og beið eftir að hún héldi áfram. — Það er bara citl — börnin. Rödd-

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.