Fálkinn


Fálkinn - 25.05.1956, Blaðsíða 9

Fálkinn - 25.05.1956, Blaðsíða 9
FÁLKINN 9 in titraði lítiS eitt. — Það liggui' við að þau séu of lítil til að trúa ókunn- ugum fyrir þeim. Mér var að detta í hug hvort það væri mögulegt, að þið, Anna gætuð iiaft þau á meðan. Graham sá í liuganum mynd bregða fyrir af krökkunum, eins og þau höfðu verið daginn áður, og hugsaði með skelfingu til þess, hvernig yrði að hafa þau í sneyrtilegu og hreinu ibúðinni hjá Önnu. Rispur á húsgögn- unum, mjólk á gólfdúknum ... — Ég veit að það er mikið ónæði fyrir ykkur, sagði Peggy, en hún Anna minntist einhvern tíma á, að konan sem hjá ykkur er, hefði átt fimm börn, svo að hún ætti að vera öllu vön. Ég hefi ekki minnst á þetta við Alan ennþá, og ég geri það ekki, ef ... Graham tók fram í. ■— Mér finnst þetta ágæt hugmynd. Og ég er viss um að Önnu finnst það sama. Þú getur treyst okkur. Anna var liætt að koma niður i morgunmatinn í silki-morgunkjóln- um sínum, heldur var hún i hagfelld- ari kjóh —- Það er ekki hægt að ætlast til að frú Johnson geti annast hvort tveggja, börnin og morgunmatinn, sagði hún. — Nei, komdu ekki við miðstöðvar- ofninn, Mandy, hann er heitur. Þú getur brennt þig. Vertu nú þæg og komdu og fáðu smekkinn þinn. Þó að koddi væri á stólnum gerði ekki betur en að Mandy næði upp á borðbrúnina. Graham brosti þegar hún sá hvernig hún hámaði í sig grautinn, eins og hún hefði verið svelt lengi. Stundum var Anna að þurrka slettur, sem telpan missti niður. — Ég verð að kaupa vaxdúk til að leggja á borðið fyrir framan liana. Bob ýtti diskinum sínum til hennar. — Viltu gera svo vel að smyrja sneið af brauði handa mér, Anna frænka? — Biddu snöggvast. Anna flýtti sér að smyrja. — Gerðu svo vel! Anna hafði verið kennari á barna- leikskóla áður en hún giftist. Hún liafði sagt Graham, að sér leiddist ekkert að fást við börn, en hún hefði fengið sig fullsadda á þeim um stund. Svo að hún vildi helst híða dálítið með að eignast barn sjálf. Graham amaðist ekkert við því. Hann var nýbyrjaður á málaflutnings- störfum og varð að vera kappsamur. Og hann vildi eiga konu, sem væri glöð og óþreytt þegar hann kæmi 'heim, -konu sem hann gæti farið og skemmt sér með, en ekki úttaugaða húsmóður, og börn sem héldu vöku fyrir þeim á nóttinni. Anna var venjulega glöð og upp- lögð, en það var svo skrítið, að því betur sem iögfræðistofan gekk, því minni tími varð til skemmtana. Og það var likast og Önnu ieiddist stund- um. En hvað börnin snerti ... Við ættum eiginlega að fara að eignast barn, hugsaði Graham stund- um með sér. En þá varð Anna að hætta við tennisinn, viðvaningaleik- sýningarnar og allt skemmtanalífið. Hvernig átti hann að snúa sér i þessu, því að hún minntist aldrei á það? — Niður! sagði Mandy einbeitt. Hún gat sagt orð og orð þótt hún væri lítii. Anna lyfti henni niður af stólnum og tók af henni smekkinn. — Komdu, ég ætla að þurrka þér um munninn. Og svo hendurnar. Mandy rétti fram hendurnar og svo trítlaði hún út. Þetta sama kvöld sat Anna hálftima við símann, með minnisblað fyrir framan sig. — Heldurðu að það sé mögulegt að fresta þvi þangað til í næstu viku? kom aftur og aftur. — Við höfum tvö litil börn hérna núna, og það gengur miklu betui' að lcoma þeim í rúmið þegar ég er heima. Nei, ég á eiginiega ekki gott með það i dag heldur, því að ég liefi lofað að fara með börnin í skemmtigarðinn. Anna fór ekki í hárgreiðslustofuna heldur. Mandy var eitthvað lasin. Eitl kvöldið höfðu þau gesti í mat, og Anna varð að fara frá borðinu og var burtu i hálftíma, vegna þess að Bob hafði martröð. Það var síðdegis á laugardegi, sem Peggy og Aian komu til að sækja börnin. Bob hafði ekki talað um annað allan daginn, en þegar þau komu var líkast og bæði börnin hefðu misst málið. Mandy faidi sig bak við pils * .sSss- ^ 1 ..sSSS' .sSS--' ..sSs5' .-■iSiS' Banamaður Rasputins var landcyða og Íllmenni 3 % '% % ¥ I \ * % % Vf * > v NÚ liðkast ekki að skera út úr nösunum á þeim, sem manni mislíkar við, eða halda veislur fyrir 2000 manns og nota gull- diska i stað postulíns. En þctta höfðu höfðingjarnir í Rússlandi í tíð Felixar Youssoupoff, manns- ins sem myrti Rasputin. Langamma Felixar prins var tvígift og auk þess hjákona eins keisarans. Og hún faldi líka upp- reisnarmenn í kistu í svefnher- berginu sínu. Hún hafði hirð um sig í París í ellinni og úr liæg- indastólnum sínum gerði hún iiásæti íneð þremur kórónum — prinsessunnar, greifafrúarinnar og barónessunnar. Þegar hún var sjö ára var hún mjög alúðleg við gesti og bauð þeim vindlinga og hressingu, en ef þeir þáðu hvorugt sagði iiún: „Kannske þér þurfið þá að fara á kamarinn?" Faðir Felixar prins gaf kon- unni sinni einu sinni heilt fjall í afmælisgjöf og jós yfir hana gimsteinum. í þessu umhverfi fæddist Felix árið 1887. Faðir hans var meðal ríkustu manna í Rússlandi og jarðeignir hans voru svo stórar, að sá sem viidi sjá yfir þær allar varð að ferðast í tvo mánuði. Þrátt fyrir allt meðlætið virtist Felix hata allt og alla. Sérstak- lega hataði hann prestinn sem hafði skírt hann, þvi að hann liafði dýft honum svo rækilega i skirnarlaugina, að Felix lá við köfnun. •— Ein fóstran hans varð geðveik út af honum, og kennslukonu sína í pianóleik gerði hann óvirka með þvi að bita i fingurinn á henni, svo að hann varð aldrei jafn góður. Einn af leikbræðrum hans varð aumingi á sál og likama, og þeg- ar hann var þrettán ára tók Parísarlögreglan liann fastan fyr ir að skrúfa frá slökkvislöngu og dæla vatni á gesti á Parísarsýn- ingunni árið 1900. Hann var svo ljótur þegar hann fæddist, að Nikulás bróðir hans vildi fieygja honum út um gluggann. En þegar frá leið fríkkaði hann og varð gjörvuleg- ur í sjón. Mesta skemmtun hans i æsku var sú að fara i flauelskjóla móð- ur sinnar og gera sér svo ferð í náttklúbbana í Pétursborg. Og stundum skemmti hann sem „frönsk söngmær“. Þetta lék hann líka á skemmlistöðunum í Paris og tókst vel. Það var einu sinni í leikhúsi í París, að Ed- ward VII. Bretakonungur var nieðal gesta. Hann gerði út snuðrara til þess að komast að „hver þessi ljómandi fallega stúlka“ væri. Það var Felix Youssoupoff! Einu sinni kom liann öllu i uppnám á hinu fræga Carllon Hotel í London, með því að sleppa heilum hóp af hænsnum og kan- ínum inn í salinn. í samkvæmi sem faðir hans hélt höfðingjum frá austurlöndum gekk hann á milli og bauð vindlinga og vindla, sem sprungu eins og púðurkerl- ingar er kveikt var í þeim. Og árlega fgr hann pilagrímsferð í dýragarðinn í Berlín til að labba þar um með „uppáhaldsstúlkunni sinni“. Það var stór api, sem hét Missie. Hann var sendur til Oxford eftir að hann varð stúdent, en enskan hans var hvergi nærri góð. Einu sinni átti hann að kaupa naut og þrjár kvígur handa föður sínum, á enskum búgarði og þá símaði hann: „Gerið svo vel og sendið eina karlkyns kú, og þrjár Jersey-stúlkur." En svo gerðist liann föður- landsvinur þegar mest svarf að Rússum i fyrri heimsstyrjöldinni. IJann myrti munkinn Gregory Rasputin í kjallara Youssoupoffs- liallarinnar í Pétursborg 29. des- ember 1916. Rasputin var hinn illi andi, sem stóð að baki ýmsu því óviturlegasta sein hirðin hafðist að. Felix hafði náð i blá- sýruskammt, sem nægt hefði til að drepa tíu venjulega menn, en beit ekki á Rasputin, sem reyndi að flýja, jafnvel eftir að hann hafði fengið kúlu í hjartað. Fjögur skot fékk Rasputin í við- bót. Og þá loksins gaf hann upp öndina. En þetta morð bjargaði ekki keisaradæminu rússneska, né af- stýrði byltingunni. — Þannig var Youssoupoff lýst í kvikmyndinni, sem Metro- Goldwin gerði fyrir 25 árum. Þar er hann látinn heita öðru nafni og vera liinn mesti ódreng- ur, en kona lians vera hjákona Rasputins. Youssoupoff stefndi félaginu og jjað hætti að sýna hana. En málið varð til þess að almenningur missti álitið á Youssoupoff. * Önnu og gægðist varlega fram við og við. — Það er kannske vegna þess að hárið á þér er öðru visi, sagði Anna. — Þetta er Ijómandi fallegt og fer þér svo vel, Peggy. Og það var satt, því að hún var miklu unglegri svona. Og svo var hún í nýjum fötum — ljósblágrænum, saumuðum eftir máli, með skinn- bryddingu. Gamla glaðlega brosið var komið aftur og augun fjörlegri. — Þið getið ekki lmgsað ykkur hve dásamlegt þetta var, sagði hún hrifin. — Það var himneskt! Og svo sagði hún þeim frá ýmsum skemmtilegum atvik- um úr ferðalaginu, og Alan sat og horfði ástfanginn á hana. Loksins hætti Mandy sér fram og fór að rjátla við gyllta annbandið, sem Peggy hafði um úlnliðinn. •— Finnst þér það fallegt, góða min? spurði hún. — Það er til minninga um aðra brúðkaupsferðina okkar, sagði hún við þau hin og brosti. — Hann Alan gaf mér það. Mér finnst það fullmikil sóunarsemi — en fallegt er það! — Jú, það er sérlega fallegt, sagði Anna. Hún brosti til Alans. — Og mér finnst það alls ekki bruðl að kaupa svona. ÞAU stóðu ekki nema stutt við, því að þau urðu að komast heim og koma börnunum í háttinn. Þegar þau fóru úl hlupu Bob og Mandy á undan niður að bílnum, og Alan elti. Peggy varð á eftir um stund og þakkaði þeim enn einu sinni fyrir börnin. — Æ, minnstu ekki á það, sagði Anna. — Það var ekki nema gaman að hafa blessuð börnin. — Það skipti að minnsta kosti miklu máli fyrir okkur, að vita af þeim lijá ykkur, sagði Peggy. Hún brosti til Grahams. Og ég held að slökkvitækið sé komið i lag núna. Þakka þér kær- lega fyrir. Anna hafði orð á þvi að maðurinn frá þvottahúsinu væri kominn, og að það væri best að hún færi og talaði við hann. Og svo hvarf hún inn í húsið. Graham beið þangað til liin voru farin, og svo fór hann inn á eftir Önnu. Hann gat hvergi séð neinn mann frá þvottahúsinu. Anna lá á hnjánum við arininn og var að blása i glæð- urnar, Útvarpstækið var opið, en þrátt fyrir tónlistina virtist hljótt í stofunni. — En sú dásamlega kyrrð hérna, sagði Anna. — Já. Einkennilega klippt paþpaspjald lá í sófahorninu. Graham tók það upp og fór að skoða það. — Hvað er þetta? Anna leit til hans, en sneri sér fljót- lega frá aftur. — Það er pappahús, sem ég ætlaði að búa til handa henni Mandy. Fleygðu þvi — það er best að brenna það. En í stað þess að fleygja því gekk hann til hennar. Það var eins og hann hafði haldið •— Anna grét í hljóði og reyndi ekki að fela það fyrir honum eða þurrka tárin. — Hvað gengur að þér, væna min? spurði hann. — Ekkert, snökkti hún. — Það er bara — Mandy — ég sakna þeirra skelfing mikið. — Ég líka, sagði liann og þrýsti henni að sér. — Var það bara þess vegna, sem þú varst að gráta? Framhald á bls. 14.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.