Fálkinn


Fálkinn - 01.06.1956, Blaðsíða 3

Fálkinn - 01.06.1956, Blaðsíða 3
FÁLKINN Rússar og Pólverjar skoða íslensku iýningardeildina. Fiskiðnaðarsýning í Kaupmanna- höfn vekur athygli FiskiðnaSarsýningin, sem haldin er i Kaupmannahófn uin þessar mund- ir, vekur mikla athygli, og íslands- deild sýningarinnar hefir hlotið mjög góða dóma. Þetta mun vera ein af stærstu vöru- sýningum sinnar tegundar, sem haldin hefir veriö, og fjölmargar þjóðir hafa þar deildir sem kynna fiskiðnað landanna og ýmiss konar framieiðslu, sem er tengd fiskveiðum og nýtingu sjávarafla. íslenska deildin nær yfir 400 fer- metra sýningarsvæði á ágætum stað í sýningarhöllinni Forum, og hafa margir gestir skoðaS sýninguna, þar á meðal sendinefndir frá mörgum viðskiptalöndum okkar. Þar er t. d. sýndur saltfiskur á öllum vinnslu- stigum, skreiS, frystur fiskur í marg- víslegum umbúSum, niSursuSuvörur, lýsi og mjöl alls konar o. fl. Eftirtaldir aðilar sýna fiskafurðir í íslensku deildinni: Samband isl. samvinnufélaga, Sölusamband ísl. fiskframleiSenda, SölumiSstöð hraS- frystihúsanna, S'amlag skreiSarfram- leiðenda, Matborg h.f., Mata h.f., Ora, niðursuðuverksmiðja, NiðursuSuverk- smiðjan á Bildudal, Lýsi og Mjöl h.f., Sildar & fiskimjölsverksmiðjan h.f. Kletti, Fiskimjölsverksmiðja Sig. Ágústssonar, Stykkishólmi, Sildar- & fiskimjölsverksmiSja Akraness h.f., FiskiSjan s.f., BernharS Petersen, Lýsi h.f. og Lýsissamlag isl. botnvörp- unga. * Við brottför úr Reykjavík. Dr. Finnur Guðmundsson er fimmti frá hægri, en annar frá vinstri er Carl Petersen, yfirmaður upplýsingaþjónustu bandaríska sendiráðsins. Ljósmynd: P. Thomsen. Varplönd heiðagæs- arinnar rannsökuð Um miðja síðustu viku lagði leið- angur af stað til rannsókna á varp- Agúst Bjartmarz frá Stykkishólmi vinnur glæsilegt afrek í badminton Ágúst Bjartmarz fra Stykkishólmi varð íslandsmeistari í einliSaleik karla í badminton árið 195G. Mótið fór fram i Reykjavík dagana 5. og 6. júní og voru þátttakendur margir. Keppt var bæSi í meistaraflokki og fyrsta flokki. Sigur Ágústs kom nokk- uð á óvænt, en var þó fyllilega verð- skuldaSur. Undanfarin ár hefir Wagner Walbom frá Tennis- og Badmintonfélagi Reykjavikur verið ókrýndur konungur badmintoníþrótt- arinnar og jafnan gengið með sigur af hólmi úr hverjum leik. Er það vissulega gleSiefni og takn hin mikla framgangs þessarar fögru iþróttar, aS hinn snjalli badmintonleikari hef- ir fengiS svo harSa keppinauta sem raun ber vitni um. Úrslitaleikirnir í öllum greinum badmintonsins voru mjög tvísýnir og skemmtilegir. I Stykkisliólmi hefir badminton- íþróttin veriS iSkuS um alllangt skeið af miklu kappi og þaðan hafa komið margir góðir badmintonleikarar. löndum heiðagæsarinnar í Þjórsárver- um. Dr. Finnur Guðmundsson fugla- fræðingur stjórnar leiðangrinum, en bandaríski herinn lagði til ýmsan út- búnað og annaðist flutninga á vistum. Er talið, að varplönd heiðagæsarinnar á þessuro slóðum séu hin mestu í lreimi. * Formaður Tennis- og Badmintonfé- lags Reykjavíkur, Kristján Benjamíns- son, afhendir Guðjóni Einarssyni, varaformanni ISÍ, gullmerki félagsins. Ljósmynd: P. Thomsen. Það var í stjórnarbyltingunni miklu í Frakklandi, sem afráðiS var aS taka upp • metramálið. Alþjóðaskrifstofan fyrir mál og vog var stofnuð af 18 þjóSum árið 1875. Hún er i Sevres viS Paris, og þar er geymd hin upp- runalega meterstika og lóS, hvort tveggja úr platinu. Dennis Anson, 25 ára, strauk úr fangelsi i Leicester. En tveimur tim- um seinna hringdi hann til lögregl- unnar og baS hana um að sækja sig og koma sér i fangelsiS. ÁstæSan var sú, að buxurnar lians höfðu rifnað, svo að hann gat ekki látið sjá sig. Ein af stærstu kjötverslunum i New York hefir svolátandi auglýsingu í gluggunum: „Kótekttur og steik selt með afborgunum. Ef þér viljið fá ket þá borgið helming verðs við móttöku og afganginn seinna." Fyrsta daginn notuðu 14.000 manns sér þetta boð og átu miðdegisverð með afborgun. Ágúst Bjartmarz, íslandsmeistari í einliðaleik karla. Ljósm.: P. Thomsen. Á skemmtifundi Tennis- og badmin- tonfélags Reykjavíkur að afloknu mótinu, voru ýmsir brautryðjendur badmintoníþróttarinnar sæmdir gull- merki félagsins. Meðal þeirra var Jón Jóhannesson stórkaupm., sem mun hafa „flutt iþróttina inn" til lands- ins. Auk þess voru eftirtaldir badmin- tonleikarar sæmdir merkinu: Unnur Brieni, Jakobína Jóscfsdóttir, Einar Jónsson, Friðrik Sigurbjörnsson, Kjartan Hjaltested, Páll Andrésson, Wagner Walbom, Ingólfur Ásmunds- son, Magnús Davíðsson og Guðjón Einarsson. * SiðastliSinn láugardag voru liSin 100 ár frá fæðingu Páls Erlingssonar sundkennara. Við það tækifæri var afhjúpað minnismerki um hann í Fossvogskirkjugarði. MinnismerkiS gerði Guðmundur Einarsson frá Mið- dal. (Ljósm.: Ragnar R. Vignir).

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.