Fálkinn


Fálkinn - 01.06.1956, Qupperneq 4

Fálkinn - 01.06.1956, Qupperneq 4
4 FÁLKINN NORÐUR-ÖRÆFI KANADA Um tveir fimmtu hlutar Kanada eru fyrir norðan 60. breiddarstig, og nefnast Yukon og Norðvestur-umdæmið. Þegar litið er á veðráttu þessa lands sést best hve mikið íslendingar eiga Golfstraumnum að þakka. An hans hefðu engir íslendingar orðið til. Því að þó að mikill hluti Norður-Kanada sé sunnar en Island, er landið gersamlega óhæft til landbúnaðar sökum vetrarríkis. Málmar, loðdýr og hervarnir valda því að nokkur manneskja sest þar að. Og landið er strjálbýlast allra byggðra landa í heimi — aðcins 6 íbúar á 1000 ferkm. ALL.T fram á síðasta ár hefir Norður- Kanda aðeins verið getið í sambandi við dýraveiðar. Þær eru orðnar margar, ungingabækurnar, sem skrif- aðar hafa verið um ævintýr og harð- rétti veiðimannanna, sem lögðust út á öræfin, dvöidu þar vetrariangt og veiddu refi og snæhéra í gildrur og seldu skinnin sín einokunarverslunum Hudsonsflóa-félagsins, sem sáu veiði- mönnum fyrir mat. Mackenziedalur- inn, sem nær alla leið sunnan frá Þræiavatni, norðanvert við Alberta- fylki og norður að íshafi, var sá liluti Norður-Kanada, sem einna fyrst var kannaður, enda voru gróðurskilyrði einna vænlegust þar, og fljótið — sem er mesta áin í Kanada — var góð samgönguleið. Og í Mackenziedaln- um er einna mest byggð í Norður- Kanada, og Indíánar höfðust þar við áður en hvítir menn komu til sög- unnar. Nafn Henry Hudsons er nátengt landnámi Kanada. Ilann sigldi fyrstur manna inn í Hudsonsflóa árið 1610 og sextíu árum siðar gaf Charles II. Hudsonsflóafélaginu í rauninni full yfirráð yfir öllu Norður- og Vestur- Kanada, þar með talin liin núverandi fylki Saskatschevan, Alberta og mikill hluti Manitoba. Það voru ekki nema Atlantsliafsfylkin og Quebec og Ontario, sem töldust „Kanada“ í þá daga, liitt var bresk nýlenda, sem konungur hafði gefið Hudsonsflóafé- laginu afsal fyrir. Félagið gerði ekk- ert til að styðja að landnámi í þessu víðlenda „ríki“ sínu, en kaus að láta frumbyggjana — Indíána og Eskimóa — og aðra veiðimenn eina um hituna. Það var skinnaverslunin, sem félaginu var fyrir öllu. Það var ekki fyrr en 1870, sem Hudsonsflóafélagið lét yfir- ráðin af hendi aftur, gegn Wi milljón dollara gjaldi og eignarrétti á all- miklu landi. Og nú fyrst fékk Kanada yfirráðin yfir landinu. Síðan hafa verið stofnuð þrjú myndarleg fylki úr þessari fyrrverandi ábúðarjörð Hudsonsflóafélagsins — Manitoba, Saskatschevan og Alberta, — með sams konar heimastjórn og hin fylkin, en meginhlutinn, Yukon og Norðvest- ur-umdæmið lúta sambandsstjórninni í Ottawa. Það er kuldi og úrkomuleysi, sem veldur þvi hve skilyrði til búskapar eru erfið í Norður-Kanada. í Chester- fieldbyggð vestanvert við Hudsons- flóa, sem er á líku breiddarstigi og Reykjavík, eru aðeins 67 frostlausir dagar á ári, að meðaltali, en norður á Baffinslandi, álíka norðarlega og Narvik í Noregi, eru þeir ekki nema 6—8. í vesturhluta Norður-Kanada — vestan Mackenziefljóts — er sumar- 'hitinn meiri en þegar austar dregur, og þar eru skógar, en þeir sjást ekki að austanverðu. Úrkoman er víða aðeins tæpir 300 mm. á ári, eða 2—4 sinnum minni en í Suður-Kanada, og heftir þessi þyrrk- ingur gróðurinn, ekki síður en kuld- arnir. En ástæðan til þessarar óhag- stæðu veðráttu er aðallega sú, að ekkert sjávarloft kemst á þessar slóðir, og eiga Klettafjöllin og fjall- garðarnir norður af þeim sökina á þvi. Þau sveigja hina hýju og röku loftstrauma frá Kyrrahafinu svo hátt upp á við, að rakinn í jjeim þéttist og verður að rigningu, sem lendir vestan í fjöllunum. Og loftið kólnar. Þvi norðar sem dregur því hærri eru fjöllin og áhrifin þeim mun verri. Fjöllin í Britsh Columbia eru miklu lægri en fjöllin i Alaska og Yukon — þar er hæsta fjall Kanada, Mount Logan. Þess vegna er úrkoman meiri i þeim hluta Alberta og Saskatsch- ewan, sem byggðir eru, en norður i Yukon og Mackenziedal. Og auk þess er jarðvegurinn víðast hvar ófrjór. Það hafa verið gerðar tilraunir með gras- og kornrækt í Norður-Kanada, en þær liafa gefið svo lélegan árang- ur, að líklegt er talið að landbúnaður með liku fyrirkomulagi og i Suður- Kanada, eigi enga framtið. Hins vegar hefir tekist að rækta kartöflur og grænmeti víða í Norður-Kanada. Þó að sumarið sé stutt eru dagarnir langir, svo að vöxturinn heldur áfram svo til allan sólarliringinn. En vitanlega eru það bráðþroska tegundir, sem ræktaðar eru, og aðeins til heim- ilisþarfa fólksins, sem býr á staðnum. Þannig er ekki um neinn landbún- að að ræða í Norður-Kanada. Fyrir norðan 60. breiddarstig eru aðeins fjögur bændabýli, og svo til- raunabú, sem ríkisstjórnin rekur. Og ])ó að hægt væri að reka búskap þarna, þá strandar afurðasalan á sam- gönguleysinu. I Yukon eru að vísu nokkrir vegir, en í Norðvestur-um- dæminu nær engir. Fjarlægðirnar eru svo feiknamiklar að vegalagning væri ókleif, og flutningarnir yrðu dýrir, þó að vegir væru til. Frá syðsta bletti Ivanada, Miðey í Erievatni, eru um 4.500 km. norður að Cape Aklrich nyrst á Ellesmerelandi og af þeirri leið eru 3400 km. norðan 60. breiddarstigs. Það er víðátta og vegleysur, sem valda því, að þetta mikla landsvæði er litið kannað. Um þriðjung landsins hefir ekkert mannlegt auga séð, nema úr flugvél, og Iíanadamenn segja, að það muni enn liða nokkrir manns- aldrar þangað til landið verði sæmi- lega kannað. Það eru helst dalirnar i Yukon og Mackenziedalurinn sem hvítir menn hafa kannað. Fyrsti hvíti maðurinn sem þangað kom var Alex- ander Mackenzie, sem árið 1789 tókst að komast frá Athabaskavatni, nyrst í Alberta, norður Þræla-á, yfir Þræla- vatn og norður eftir Mackenziefljóti að ósum ])ess við íshafið. Þetta fijót hefir síðan verið mesta samgönguæð Norður-Kanada og kemur víða við sögu lnadkönnuða, m. a. Vilhjálms Stefánssonar. Síðan 1886 hafa vélhát- ar verið i förum sunnan frá Þrælá og norður að íshafi, þ. e. þann stutta tírna sem fljótið er autt. LOÐDÝR OG MÁLMAR. Lengst af síðustu öld voru dýra- veiðar eini atvinnuvegurinn í þessu mikla landi. Indíánar og Eskimóar hafa til skemmsta verið á vciðiþjóða- stiginu, og Hudsonsflóafélagið ýtti undir þá, því að það seldi þeim skot- vopn og annan veiðiúlbúnað og keypti skinnin. í tómstundum sínum stunda Indíánar og Eskimóar heimilisiðnað, sem þykir útgengilegur sem minja- gripir, m. a. skera Eskimóar í tálgu- stein og bein. Eskimóar eru og farnir að stunda hreindýrarækt en eigi er enn séð hvort það verður til fram- búðar. Indíánar hafa tekið bólfestu nálægt byggðum hvítra manna og vinna hjá þeim dag og dag í einu, en ekki vilja þeir ráða sig í fasta vinnu, því að flökkulöngunin er enn I blóð- inu lijá þeim, sem lifa þarna á öræf- unum. í Norður-Kanada lifa rúmlega 5.000 Indíánar og tæp 7 þúsund Eskimóar. Þeir eru tæplega liálfdrættingar, samtals, við hvítu mennina, sem nú eru rúm 13 þúsund. Það voru málmfundirnir, sem cink- um ýttu undir hvíta menn að fara norður í óbyggðirnar. Árið 1896 fannst gull í Bonzana Creek í Flugsveitir Kanada fluttu á næstsíðasta ári 350 smálestir af mat og öðrum nauð- synjum til ýmissa stöðva á eyjunum fyrir norðan meginland N.-Ameríku. Hér er verið að ferma flugvél með vistum sem eiga að fara til Cornwallis Island, sem er á 75. br.stigi. Myndin er frá Cambridge Bay, syðst á Victoria Island, 440 km. fyrir norðan heimskautsbaug. Þangað eru hermenn sendir til æfinga. Þeir kasta sér úr flugvélunum í fallhlífum ásamt nesti, og eiga að læra að bjarga sér á hjarn- breiðunum. Fyrsta verkið er að byggja sér snjóhús.

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.