Fálkinn


Fálkinn - 01.06.1956, Page 5

Fálkinn - 01.06.1956, Page 5
FÁLKINN 5 Þannig líta flestar radar-stöðvarnar út, sem Kanada og Bandaríkin hafa reist í óbyggðum Norður-Kanada. Samfelld röð af radarstöðvum er nú alla leið frá Alaska til Grænlands. Mannflutningavél frá Kanadahernum, stödd um hásumar á Ellef Ringneslandi, sem er á 76.—79. stigi norðurbreiddar. Klondyke og nú þyrptust menn til Yukon til að verða ríkir, þó að erfitt væri að komast þangað. Við mót Klondyke- og Yukon-ár reis upp gull- grafarabærinn Dawson. Þarna var unnið úr jörðu gull fyrir kringum 100 milljón dollara á tíu árum, en svo rýrnaði gullvinnslan og nam ekki nema 3 milljón dollurum á ári. Gullið í Yukondanum varð til þess að þetta umdæmi fékk vegi og að þorp mynd- uðust og farið var að láta lög ganga yfir Yukonbúa. í Norðvestur-umdæminu koma málmarnir ekki til sögunnar fyrr en um 1920, og það var ekki fyrr en tiu árum síðar, sem þeir gáfu eins mikinn arð og loðskinnin. Árið 1920 fannst steinolía við Mackenziefljót, á stað sem nefnist síðan Norman Wells, og settu Bandaríkin þar upp hreins- unarstöð fyrir olíu á stríðsárunum, af hernaðarástæðum, en luin var siðar lögð niður og flutt til Edmonton i Alberta og er i notkun þar. Næst gerð- ist það að gull fannst við Yellowknife, norður við Þrælavatn. Var unnið 8 milljón dollara virði í þeim námum árið 1952. Fram að lokum þess árs höfðu samtals verið unnir málmar fyrir 287 milljón dollara í Yukon og fyrir 57 milljónir í Norðvestur-um- dæminu. Hér eru ekki meðtalin geisla- virk jarðefni. Kunnugt er um 8—10 gullsvæði alis í Norður-Kanada, en auk þess er þar bæði silfur, blý, zink og kopar, auk 'kola og olíu. En það sem Kanadamenn veita þó meiri athygli en öllu þessu, eru hinar auðugu úran- og radium- námur, sem fundist hafa austan við Stóra Bjarnarvatn. Þar er risinn upp bær, sem nefnist Port Radium og geislavirku efnin, sem eru þar í jörðu, hafa gert Kanadamönnum kleift að verða ein af þremur forustuþjóð- um heimsins í kjarnorkurannsóknum. HERVARNIRNAR. Striðsliræðslan hefir valdið þvi, að nú er komið upp samanhangandi kerfi af útvarps- og radarstöðvum meðfram öllum norðurjaðri Kanada og á eyj- unum norður i íshafi. Áður voru þar aðeins nokkrar veðurstöðvar á stangli. Mcð núverandi stöðvum á að vera tryggt, að óvinaflugvélar geti ekki komist suður í Kanada án þess að þeirra verði vart undir eins og þær nálgast landið. Um hervarnir í ann- arri merkingu getur vitanlega ekki verið að ræða. En þessar norðurstöðv- ar eru þannig úr garði gerðar, að hægt er að flytja þangað lið ioftleiðis með hergögn, og láta það lenda í fallhlífum, ef vélin getur ekki lent. Hinar stóru flutningavélar hersins geta flutt stóra vöruflutningabifreið og fjörutiu her- menn að auki, ásamt öllum útbúnaði. Og kanadiskir hermenn eru þjálf- aðir sérstaklega undir þessar norður- ferðir. Þeir hafa fullkomnari skjól- fatnað en nokkrir aðrir hermenn ver- aldar og þeim er kennt hvernig þeir Framhald á bls. 13. IfaíWiáí Alheims legurðarsamkeppni Long Beachj Kálifornía, 12. júlí. Reykjavík, 9. og 10. júní. Þann 9. og 10. júní verður íslensk stúlka valin til þátttöku í Miss Universe fegurðarsamkeppninni, sem fram fer í Kaliforníu þann 12. júlí n. k. Verðlaun 1. Ferð tíl Hollywood, allt fritt, kvöld- og cock- tailkjólar, sundföt og ríflegir vasapeningar o. fl. 2. Útvarpsgrammófónn. 3. Flugferð til Kaujmiannahafnar, fram og til baka. íh Dragt og skór. 5. Gullúr. Miss Universe hlýtur sem svarar 250.000,00 krónur íslenskar ásamt dýrustu gerð af Chevrólet 1956. Allir þátttakendur hljóta verðlaun sem viður- kenningu fyrir þátttöku í keppninni í Kaliforníu Allar stúikur á aldrinum 17—30 ára, giftar sem ógiftar geta tekið þátt í keppninni. Umboðsmenn Miss Universe keppninnar hér á landi mælast til þess, að allir þeir, er kunna að vita um stúlkur, er komið gætu til greina sem væntanlegir þátttakendur, láti vita í síma 6056, 2154 og 81685 eða í pósthólf 13, Reykjavík.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.