Fálkinn


Fálkinn - 01.06.1956, Blaðsíða 8

Fálkinn - 01.06.1956, Blaðsíða 8
FÁLKINN ROBERT DAHL reif blað af daga- talinu. 14. janúar stóð á bleðlinum, sem bann kuðlaði saman og fleygði í bréfakörfuna. Reyndar er ekki rétt að segja að bann hafi fleygt bonum — hann grýtti bonum gegnum þvert herbergið, eins og hann væri að svala bræði sinni. 14. janúar! Hann gleymdi aldrei þeirri dagsetningu — þann dag hafði hann tekið ákvörðunina miklu, og í dag — 15. janúar — ætlaði hann að framkvæma hana. Hann leit kringum sig í skrifstof- unni. Dyrnar inn í teiknistofuna stóðu opnar, en ekki manneskja "við nokkurt borð ennþá. Hann var snemma á ferðinni, eins og miklu varðaði að ljúka þessu af sem fyrst. — Fjórtán dagar i viðbót, tautaði hann. Eftir tvær vikur væri þeita afstaðið. Eftir tvær vikur gæti hann byrjað að gleyma. En i dag var hann snemma á ferli, og meðan enginn annar var kominn gat hann leyft sér að rifja upp það, sem gerst hafði undanfarin tvö ár. Hann mundi hvernig andlit Irenu hafði litið út daginn sem hann kom inn í stofuna hennar i fyrsta skipti, fyrir nær tveimur árum. Hann mundi að hann bafði snúið flibbanum og klippt tægjurnar neðan af buxna- skáimunum áður. Það var til lítils að vera gáfaður ungur maður, þegar enginn þurfti á hæfileikum manns að halda. — Þér hafið auglýst eftir tískuteikn- ara? sagði hann. Hún leit upp af blöðunum sínum. Hrukkan milli augnabrúnanna bvarf ura leið og hún brosti. — Getið þér ekki skrifað? spurði hún. Hann vissi hvert hún fór. í auglýsingunni hafði verið beðið um að gefa sig fram skrif- lega. .. Viljið þér athuga, hvað þér getið gert við þetta, sagði hún haust-fyrirmyndirnar frá Dior ... ..........J það eru Irene virtist dauðþreytt er lnin kom til þeirra — en eftir augnablik var öll þreytan íhorfin, og hún sat á borðbrúninni lijá Robert og þau hlógu hvort öðru meira, hún og Tumi. — Eg hafði ekki hugmynd að þér væruð gamansamur líka, sagði lu'm, undrandi og aðdáandi um leið. Þetta augnablik geymdi Robert í hjarta sínu — það var ein af dýrustu endur- minningum hans. HANN kenndi beiskju við tilhugsun- ina um, að eftir hálfan mánuð ætti hann að fara að iifa af að teikna sams konar smástráka og hann hafði teiknað fyrir Tuma forðum. Sjö mán- uðir voru liðnir síðan ritstjóri eins blaðsins i bænum hafði hringt til hans og sagst hafa séð teikningarnar, sem Tumi Callund bafði heima á veggnum hjá sér. Gæti Robert ekki bugsað sér að teikna svoleiðis mynda- flokk fyrir blaðið? Robert hafði svarað neitandi. En í gær hafði hann símað til ritstjórans og sagðist hafa hugsað málið að nýju og tæki boðinu. Hann fengi þetta betur borgað en hjá Irenu. En það var ekki þess vegna, sem bann vildi fara. Ástæðan var sú, að hann gat blátt áfram ekki verið þarna lengur. Hann þorði ekki að vera svo nærri Irenu, að hann gæti snert hendur hennar og fundið ilminn af henni, þoldi ekki að heyra óminn af rödd hennar eða sjá brosið, sem bonum fannst eins og ljós væri kveikt í dimmri stofu. — Æ, drottinn minn! stundi bann. — Hvernig getur maður elskað nokkra manneskju svona heitt? Hvernig get- ur ástin sprottið svona, án þess að fá nokkra næringu? Aldrei hafði Irene gefið honum undir fótinn. Hon- um fannst þvert á móti að bún hefði látið hann finna, á nærgætinn hátt, Tveggjft viluia uppsagifarfrestur — Jú, en ég teikna betur en ég skrifa, svaraði hann. •— Lofið þér mér að sjá, sagði hún og það var líkast og hún væri að henda gaman að honum. Hann fékk pappirs- örk og blýanta og byrjaði. Teiknaði unga stúlku i samkvæmiskjól, og án þess að hann eiginlega vissi af komu bogadregnar augnabrúnir Irenu, mjúka dókka harið og brosandi munnurinn fram á myndinni . . . — Við þurfum ekki á andlitsteikn- urum að halda, sagði hún. En hún sagði það þannig, að hann skildi að hann var ráðinn. — Þér fáið tveggja vikna uppsagn- arfrest, sagði hún. — Okkur þykir réttast að haga þvi svo hérna á teikni- stofunni. Þegar manni hefir verið sagt upp, er aðstaðan óhæg á báða bóga og þess vegna best að samvinn- unni Ijúki sem fyrst. Svo fór hún að lýsa fyrir honum starfinu og sagði honum frá launa- kjörunum, og honum fannst með sér, að hann mundi aldrei segja upp. Daginn eftir var hann byrjaður á nýja starfinu — og nýju lífi. Þarna voru ágæt vinnuskilyrði. Robert fannst að eingöngu væri glaðvært fólk innan veggjanna hjá C. & L. Callund. Bráðlega fékk hann að vita nánari deili á Irenu Callund. Að hún hefði ráðist sem ung stúlka í útflutnings- deildina fyrir mörgum árum og svo gifst Christopher Callund. En þremur árum síðar hafði hann farist af slys- förum, og Irene sat eftir með ný- fæddan son og stórt verslunarfyrir- tæki. Hann hugsaði oft um, að það hefði þurft þor til að gera það sem Irene hafði gert. Hún hafði rekið verksmiðjuna áfram upp á eigin spýt- ur, og þau fimm árin, sem hún hafði haft stjórnina, hafði öllu stórfarið fram. Hún hafði aldrei fellt upphafs- staf Christophers niður úr firmaheit- inu, og Robert fann að það var af hollustu við manninn, sem hún hafði verið gift og unnað hugástum. En nú fannst honum að stafurinn C lýsti á móti honum eins og rautt umferðarljós. Hann stóð þarna sem tákn þess, að Irene Callund tilheyrði ennþá Christopher Callund. Og Tuma litla vitanlega líka. Robert gat ekki stillt sig um að brosa þegar hann hugsaði til Tuma litla. Hann mundi þegar hann hitti fimm ára gamlan drenginn í fyrsta sinn. Tumi kom á hverjum degi til að sækja móður sína. Það er að segja: bíistjórinn kom vitanlega, en Tumi var alltaf með honum, i bílnum. Það var líkast og leynisamningur væri milli þeirra um, að láta ekki nokkra mín- útu fara til ónýtis. Þau urðu að vera hvort án annars lengst af deginum, en undir eins og vinnutími Irenu var liðinn, fórnaði hún sér fyrir Tuma litla. Daginn sem Robert hafði talað við Tuma í fyrsta sinn, hafði móðir hans verið bundin á fundi, sem stóð lengi og drengurinn hafði komið inn i teiknistofuna til að drepa tímann með- an hann biði eftir móður sinni. Þetta var áður en Robert varð yfirmaður á teiknistofunni — hann sat við langa borðið og var að reyna að finna nýja gerð af kven-nærfatnaði. Hann hafði teiknað um stund áður en hann tók eftir að horft var á hann. Þegar hann kom auga á Tuma fór hann að hlæja. Það var eitthvað spek- ingslegt og gagnrýnandi í dökkbláum barnsaugunum, sem gerði hann svo spaugilega likan Irenu. — Hún er ljót, sagði drengurinn og benti á teikninguna. — Hún bros- ir ekki. Leiðist henni? Robert dró ofurlítið strik og breytti munninum og Tumi kinkaði kolli. — Teiknar þú ekkert nema kvenfólk? spurði hann. — Teiknar þú aldrei lilla stráka? Þegar Irene kom innan úr fundar- stofunni fann hún drenginn á teikni- stofunni hjá Robert. Allt hitt fóJkið var farið fyrir löngu, en Tumi og Robert skemmtu sér svo vel, að tím- inn leið án þess að þeir vissu af. að henni væri ekki vel við að hann veitti henni mikla athygli. Eins og tii dæmis þegar hún kom inn til hans að sækja Tuma. Það var orðin föst venja, að þegar hún var ekki ferð- búin þegar Tumi kom, þá fór hann inn til Roberts, og svo bjuggu þeir til ný ævintýri um „Bollu-Gvend". Ro- bert var orðinn sannfærður um, að Tumi fengi bílstjórann til að koma ofurlítið fyrir tímann, svo að hann gæti fengið að minnsta kosti eina mynd af Bollu-Gvendi í einhverjum skrítnum kringumstæðum. Og þegar þeir skemmtu sér sem allra best rak Irene höfuðið inn um gætt- ina. Há og grönn og dálítið þreytuleg eftir dagsins erfiði, sem nú var loks á enda. Hún brosti alvórukenndu brosi og sagði: — Nú verður þú að þakka herra Dahl vel fyrir, Tumi! Það var líkast og orðin slitu eitt- hvað í honum sundur. Hið kalda og ópersónulega „herra Dahl" eyðilagði eitthvað af trúnaði þeim, sem var á milli Roberts, Tuma og Bollu-Gvends. Þeir urðu ókunnugir hver öðrum og brosið hvarf úr augnakrókunum. En þeír víssu báðír, að á morgun, rctt fyrir klukkan fimm, mundu þeir geta Verið saman yfir Bollu-Gvendi aftur, þótt ekki væri nema stutta stund. Ef ritstjórinn hefði ekki símað fyr- ir sjö mánuðum befði Robert aldrci

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.