Fálkinn


Fálkinn - 01.06.1956, Blaðsíða 9

Fálkinn - 01.06.1956, Blaðsíða 9
FALKINN fengið vitneskju um hvað varð af litlú teikningunum hans. Nú vissi hann að þær voru á veggjunum í herhergi Tuma lilla heima i húsinu fyrir utan bæinn. Honum var eins konar fróun að þvi að vita, að Irene hlaut að sjá þær á hverju kvöldi þegar hún bauð drengnum góða nótt. — Ég haga mér eins og ástfanginn skólastrákur, sagði Robert við sjálfan sig. Hann færði lampann yfir teikni- borðið og fór að vinna. Hinir teiknnr- arnir fóru að tínast inn. Þeir heils- uðu honum glaðlega inn um opnar dyrnar og hann heilsaði á móti, og hugsaði með sér, að hann mundi sakna þessara félaga sinna. En það varð að fara sem fór.. Hann fór að hugsa um daginn í haust, þegar Irene kom inn í teikni- stofuna hans. Hún hafði verið þreytu- leg og hvarmarnir rauðir, eins og hún hefði grátið eða orðið andvaka. — Viljið þér athuga hvað þér getið gert við þetta hérna, sagði hún og fleygði hrúgu af teikningum á borðið hjá honum. — Það eru haust-fyrir- myndirnar frá Dior. Þær eru ný- komnar frá París. HvaS eigum við nú að gera? Hann skildi undir eins hvað hún átti við. Hún hafði aldrei þurft langra úlskýringa við, á þvi sem hún meinti. Nýja tískulínan, sem Dior hafði inn- leitt hafði gert haustfyrirmyndirnar, sem Irene hafði nýlega sent i versl- anirnar, gersamlega úreltar. Þann dag hófst nánari samvinna milli þcirra en áður, og Robert varð fyrsta 'kastið í sjöunda himni en hrap- aði brátt þaðan ofan í koldimma ör- væntingu. Hann mundi löngu kvöldin, þegar þau höfðu setið við teikniborð- in. Þar heyrðist ekki nokkurt hljóð, og Robert hafSi orSiS innblásinn af meðvitundinni um að Irene var nærri honum, svo að hann tók ekki cftir þreytunni í bakinu né því að hann verkjaði í augun af of mikilli áreynslu. Stundum höfðu þau litið upp bæði samtimis og brosað hvort til annars. Annað eða meira hafði ekki gerst. Stundum höfðu þau fengið smurt brauð sent til sín, en það kom lika fyrir að þau höfðu tekið sér 'hlé og farið út í veitingahús til að fá sér að borða. Irene hafði sagt honum frá hinu stutta en sæla hjónabandi sinu og Christophers, og talað mikið um Tuma. Robert hafði gaman af að heyra hana tala um hann, og hann gat líka sagt henni ýmislegt sem dreng- urinn hafði sagt, þegar hún var ekki viðstödd. Og eitt kvöldið hafði Robert spurt hvort henni fyndist aldrei á Tuma, að hann saknaði þess að eiga engan föður. Honum hafði tekist að lata þetta koma ofur blátt áfram, og það var aðeins hann sjálfur, sem heyrði hvernig hjarta hans sló. Irene hafði setið álút yfir teikni- borðinu. — Ég var að hugsa um það einu sinni, fyrir nokkrum árum, sagði hún, —en nú reyni ég að ganga honum bæði í föður- og móður stað. Ég held að það fari best á því. Þessi orð voru eins og þvergirðing fyrir allar hugsanir hans. Hann hafði að vissu leyti alltaf gert sér ljóst, að þær gátu ekki rætst, þvi að hann hafði svo htið að bjóða henni. En hann hafði vonað, að ef hann legði mikið að sér, gæti hann kannske gert sig ómissandi í fyrirtækinu — og þá var bilið ekki eins breitt á milli þeirra. En nú vissi hann að það var von- laust að láta sig dreyma. Það gat aldrei orðið neitt meira á milli þeirra en góð samvinna. ROBERT leit á hcndurnar á sér. Hon- um fannst þær allt i einu svo einskis- nýtar. Þær gátu teiknað, að visu, en þær voru ekki nógu sterkar til þess að brjóta vegginn, sem var á milh hans og konunnar sem hann elskaði. Hann stóð upp. Klukkan var tíu. Þeg- ar hann kæmi inn til hennar sæti luin kannske yfir heilum hlaða af bréfum, eins og hún hafði gert daginn sem hann kom til að sækja um stöðuna. Hann mundi hvernig hann hafði ruðst inn til hennar þá, án þess að skeyta um, að ritarinn sagði að hún hefði mikið að gera. Það var sami ritarinn, sem leit upp til hans núna, þegar hann kom inn í fremri skrifstofuna. ¦ss5" <ss .«» <j8P' .«» „¦» „^ ,<s§ Ki$k % ; '4. j. ^ %. V &7 'páfinn, scm varð mamma Hver var „Jóhanna páfi"? Mönnum kemur ekki saman um nafn hennar eða fæðingarstað. Sumir kalla hana Agnes, aðrir Gilbertu. En sem „Jóhanna" varð hún páfi, árið 855. SAMiKVÆMT gamalli sögn varS enskur munkur að flýja klaustur sitt fyrir óskírlífi, og lenti á flakki með fylgikonu sinni. Hún cignaðist i Mainz dóttur, sem skirð var Jóhanna, og munkur- inn faðir hennar sá henni fyrir góðu uppeldi og menntaði hana í vísindum og tungumálum, enda var hún bráðgáfuð og falleg i þokkabót. En laus mun hún hafa verið á kostunum, eins og faðir hennar, þvi að 12 ára flýði hún með ungum munki frá Fulda. Klæddist hún nú karlmannsföt- um og gekk i Fuldaklaustur, sem „bróðir Johannes Angclicus" og þar var elskluiginn líka. Lifðu þau í sælu en þó i sí- felldum kvíða fyrir, að allt mundi komast upp. Og loks afréðu þau að flýja klaustrið. Næstu árin fóru þau víða — um England, Frakkland, ítaliu og Grikkland. En í Aþenu hverfur elskhuginn úr sögunni. En Jóhanna afréð að fara pílagrímsferð til Róm. Það var altítt að kvenfólk' klæddist munkaklæðum og færi pílagríms- för þangað. Jóhanna dvaldist áfram i Róm og hélt áfram aS leika karlmann. Hún var fram- gjörn og sá að eina leiðin til mannvirðinga var sú, að látast vera karlmaður. Henni tókst þelta vel. Engan grunaði að hinn ungi, glæsilegi og stórmenntaSi gáfumaður væri kona. Hún stofnaði skóla i grísk- um stíl og sóttu ungir höfðingja- synir þangað og hlustuðu á hina lærðu fyrirlesara Johannesar Angclicusar. Fór mikið orð af skólanum og hinir lærSustu pre- látar fóru að veita Jóhannesi at- hygli. Þessi sigur steig henni til höf- uðs, og nú tók hún það í sig að hún skyldi verða páfi. Þá sat á páfastóli Leo frá Langbarðalandi, framsýnn maður og athafnamik- 111. Hann hafði sigrað Saracena við Ostia, endurreist hina fornu múra Rómaborgar og byggt fjölda fallegra kirkna. Höfðu Rómverjar mikið dálæti á honum. En 17. fúli 855 dó Leó páfi IV. Og hver átti nú að verða páfi? Fór nú i hönd áhka skálmöld og á dögum Leós III. En þá fréttist um borgina, að kardínálarnir hcfSu kjörið Jóhannes Angelicus páfa. Þeir höfðu ekki fundið annan, sem betur hæfði hinu tigna embætti. Og fögnuður lýðs- ins var mikill þegar Jóliannes páfi VIII. setti miturinn á höf- uðið. Stúlkan frá Mainz hafði sigrað og það ótrúlega var skeð, að kona sat i páfastóli. Kvenna- slægðin hafði sigrað. Jóhanna gegndi embættinu meS mestu prýSi. Helgiþjónustu alla vann hún grandgæfilega, þó að kirkj- an hefSi bannað konum þau störf. Hún vígði presta, biskupa og kirkjur og kom lagi á fjármál páfastólsins. Hún veitti áheyrn Englandskonungi og Alfred syni lians, og lét þá kyssa stórutána á sér. Yfirleitt sýndi hún mestu hyggindi í öllu dagfari, og Róm- verjar voru stoltir af hinum nýja páfa. En þó aS hún hefSi náð mark- inu var hún áhyggjufull. Hún var einmana, en þráði að fá að elska. Leist henni vel á ýmsa sem hún umgekkst, en reyndi að bæla þær tilfinningar niður. Loks stóSst hún ekki mátiS. Herbergisþjónn hennar varS friSill hennar. Og eftir nokkra mánuði var hún orðin ólétt.Hvað átti hún nú að gera? ÞaS sá aS vísu ekki á henni, þvi aS páfaskikkjan var víS. Og þegar barniS fæddist mundi lýð- urinn líta á þetta, sem yfirnátt- úrulegan hlut — að páfinn hefði átt barn. Vitanlega eingetiS. I skrúSgöngu páfa milli Colos- seum og Clemente gerðust svo þau tíðindi, að páfinn tók létta- sóttina og fæddi barn á götunni. Þetta vakti skeifingu í Rómaborg. Sagan segir að bæði Jóhanna og barnið liafi verið dregin út fyrir borgina og barin grjóti i hel, en önnur útgáfa segir, að Jóhanna hafi dáið af smán skömmu eftir að hún ól barnið. Og til þess að þetta kæmi ekki fyrir aftur, voru allir rannsakaðir áður en þeir fengu páfatign, seg- ir sagan. Jafnvel Alexander Borgia varð að sæta þessari með- ferð, og skoðunin var ekki af- numin fyrr en Leó X. varð páfi. Einhvers staðar fyrir utan Róm á aS hafa fundist steinn með áletruninni: „Hér dó Jóhanna páfi, sem eignaðist barn." Líklega er þetta staðurinn, sem hún var grýtt á. Fram á miðja 16. öld stóð stylta af Jóhönnu meðal páf- anna í dómkirkjunni í Siena. * \ í tf 3 á WJ .Æ?\jm.jw,m..ms'..-m *.jw„m — Er frú Callund komin? spurði hann. — Nei, hún kemur ekki í dag. Hún var einmitt að síma áSan og biðja um að senda sér póstinn heim. Robert stóð um stund og horfði ráðalaus á dyrnar að skrifstofu frúar- innar. Honum fannst nærri ótrúlegt að hún skyldi ekki vera þar, þvi að varla kom sá dagur fyrir að hún kæmi ekki. — Ég skal taka bréfin með mér. Ég þarf aS tala við hana hvort sem er. Stúlkan var á báðum áttum. — Eg veit ekki, sagði hún hikandi. — Mér heyrSist á frúnni, að hún vildi ekki láta trufla sig. En samt rétti hún honum bréfin, eins og hún gerði sér ljóst að ekki þýddi að malda i móinn við hann. Robert brosti. Stundum var manni neitaS án þess aS maður spyrði. Og þegar svo stóð á, skildi hann ... Á leiðinni heim til hennar var hann að hugsa um hvernig hann ætti að koma orSum að þessu. Hann þurfti ekki að særa hana með þvi að segja henni ástæðuna til að hann segði upp. Kannske gat hún sér þess til, og þá var engin þörf á að tala um það. Og ef hún gæti ekki giskað á það, var cins gott að hún fengi aldrei að vita ástæðuna. Stúlkan lauk upp fyrir honum. — Mig langar til aS tala við frú Callund, sagði hann og gekk fram hjá henni inn. Stofudyrnar stóðu opnar og hann fór beint inn. Gömul kona svartklædd stóS upp af sófanum og horfSi spyrjandi á hann. — Ég heiti Robert Dahl, sagSi hann hálfvandræðalegur. — Ég kem af skrifstofunni ... — Ég hefi heyrt yðar getið, svaraði hún og brosti ofurlitiS. — Ég er móðir Irenu. ¦— Eg held að það sé betra aS þér taliS viS hana einhvern tima seinna. — En ... þaS get ég ekki! sagSi hann. Hann gat ekki biSiS þangaS til í næsta mánuSi. Hann varS aS afhenda uppsögnina i dag, til þess aS ljúka þessu af. Hann heyrði að einhver kom niður stigann, og vissi að þaS var Irene. — Hver er þarna, mamma? Var þaS sendillinn meS póstinn? Rödd hennar var svo annarleg, loSin og hikandi. Hún kom inn í dyrnar og kom auga á liann. Þau stóSu hreyfingarlaus eitt augnablik, öll þrjú, og sögðu ekki neitt. Robert horfði á Irenu, sá Ijós- bláan morgunkjólinn, sem var velkt- ur, eins og hún hefði sofið i honum, og dökkt hárið, sem var ógreitt ennþá. — Mamma! Mamma! heyrSist kvein- andi rödd ofan af loftinu. Irene sneri áleiSis aS stiganum. Robert fór á eftir henni. — Hefir eitthvaS komiS fyrir Tuma? spurSi hann. Hann stóð neðan við stigann og starði á hana. Hann langaSi til að faðma hana að sér — hún var svo varnarlaus. Hún kinkaði kolli. — Hann ók út á veginn á þríhjólinu sínu — og svo kom bíll, sagði hún stutt. Hún hélt áfram upp stigann og Robert á eftir. Hann gat ekki látið hana fara upp eina, hann varð að fara til Tuma, ef ske kynni að hann gæti hjálpað hon- um eitthvað. — Hvcrnig fór þetta svo? spurði hann. — Furðanlega vel, guði sé lof. Þeir fóru með hann á sjúkrahúsiS og þar var saumaS saman sárið, sem hann hafði fcngið á ennið og settir plástrar Framhald á bls. 14.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.