Fálkinn


Fálkinn - 01.06.1956, Page 11

Fálkinn - 01.06.1956, Page 11
FÁLKINN 11 LITLA SAGAN „Frd hvorum endonum d oð rehjd hespunor „SVEI — svei,“ tautaði Eyjólfur mál- ari. Hann var að opna bréfiri, sem bann liafði fengið um morguninn. „Nú heimtar Lár-us í málningarvöruversl- uninni „Menja og fernis“ að ég borgi málninguna, sem ég keypti bjá bon- um. Og ég sem ekki fæ eyri borgaðan núna.“ „Hvað er það mikið?“ spurði konan hans. „Fimm þúsund,“ andvarpaði Eyjólf- ur málari — „hvernig á ég að borga það ])egar enginn borgar mér?“ — „Fimm þúsund? — Það er nákvæm- lega sama upphæðin sem þú átt hjá honum Foss forstjóra síðan þú mál- aðir fyrir hann sumarbústaðinn hans. Sendu honum rukkunarbréf. Þetta er forstjóri og þar fram eftir götunum, og borgar ekki venjulegum handverks- manni! Fyrr má nú vera slóðaskap- urinn!“ „Svei-svei,“ andvarpaði Foss for- stjóri þegar hann var að lesa bréfin sín morguninn eftir. „Nú heimtar Eyjólfur málari að ég borgi honum fyrir málninguna á húsinu. Jæja — það er vitanlega ekki nerria eðlilegt að hann vilji fá peningana. En hvar á ég að taka ])á? Fólk er orðið svo skuldseigt. Það dregur á langinn og dregur á langinn. Viðskiptasiðferðið er orðið lélegt eftir stríðið. Aiveg af- leitt.“ I-Iann blaðaði i höfuðbókinni. „Humm — þarna er Móberg heildsali — liann liefir ekki borgað þessar fimm þúsund krónur ennþá, sem hann lofaði að borga i lok síðasta mánaðar. Það er best að rumska við honum.“ „Svei-svei!“ dæsti Móberg heildsali. „Nú er það komið þetta bréf, sem ég hefi verið að kvíða fyrir. Og nú er honum alvara. Forstjörinn hefir undirskrifað bréfið sjálfur. Og nú heimtar hann þessar fimm þúsund krónur innan viku, En livar á ég að taka þessar fimm þúsund krónur -— þegar ég fæ ekki borgaðar vörurnar, sem aðrir fá hjá mér? Bara að hann Lárus í „Menju og fernis“ hefði borg- að mér þessar fimm þúsund, sem hann fékk vörur fyrir hjá mér síðast!“ „Svei-svei!“ andvarpaði Lárus i „Menjri og fernis“. Hann er grimmur i dag, hann Móberg heitdsali. Nú heimtar hann fimm þúsund krónúr innan þriggja daga. Hvar á ég að taka þær þegar fóik borgar ekki það sem það skuldar mér? Ég held það séu ekki nema hrappar og svikarar i þess- ari veröld. Hefði hann Eyjólfur mál- ari borgað mér þessar fimm þúsundir sem hann skuldar mér, hefði ég getað bjargað þessu!“ * Nielsen og Oisen eru á sirkus, að skoða Hansen vin sinn, sem sýnir tvo tamda fila leika alls konar listir. — Ég vissi ekki að Hansen tamdi fíla, segir Olsen. — Nei, hann er svo til nýbyrjaður á því. Áður sýndi hann tamdar flær, en svo fór hann að tapa sjón og þá fékk hann sér fíla í staðinn. Uhonda ‘Jleming sem hefir það meðal annars til síns ágætis að 'hún er rauðhærð, hefir dvalið undanfarið i London og leikið þar í kvikmynd, sem heitir „Odongo". I blaðaviðtali hefir liún sagt frá leynd- armáli, sem vakið hefir athygli: í janúar í fyrra afréð hún að skilja við manninn sinn, Lew Morrill skurð- lækni. Hann neitaði og hún fór i mál og allt virtist múndu enda með skelf- ingu. En svo varð hljótt um málið. Nú segir Rhonda, að þau hafi afráðið að taka saman aftur Lew og hún. Hún varð nefnilega allt í einu svo ástfangin af manninum sínum eftir að þau höfðu rifist fyrir réttinum, að hún getur ekki lvugsað sér að vera án lians. „Ég- elska Lew og hann ætlar að koma til Afríku meðan ég er að leika þar,“ segir hún. Ung frú úr austurbænum átti efni- lega tvíbura á þriðja árinit. Nýlega fór hún niður i Tjarnargarð með tví- burana ásaint vinkonu sinni, og þær scttust þar á bekk og héldu á sínu barninu hvor. Gömul kona var ])arna á gangi, nam staðar við bekkinn og sagði: — Ljómandi eru þetta falleg börn. Og hvað þau eru lík! — Það er engin furða, sagði móðir- in. — Þau eiga nefnilega santa föður- inn. Gamla konan tognaði í andlitinu, strunsaði burt og tautaði um leið: — Mikil skækjuöld er það sem við lif- um á! THarilyn var lálprúð Þegar Marilyn Monroe stóð í fyrsta sinn á leiksviði í New York, árið 1949, þótti lítið að henni kveða. „Þetta er geðþekk og látprúð ung stúlka, áhuga- söm og viljug en vantar neistann", sagði eitt blaðið i ritdómi þá. Þegar hún kom fram i New York næst, fimm árum síðar, ætlaði allt vitlaust að verða. Marilyn olli umferðarstöðvun ef hún sýndi sig á götunni og enginn gat um annað talað en Marilyn. Hvað hafði gerst á bessum 5 árum? „Hún hafði eignast yndisþokka,“ segir Helene Sorrel, sem er leiklistar- kennari hjá Fox. „Þegar Marilyn kom til min fyrst, var hún hæverskasta stúlkan sem ég hafði séð þá. Ilún þóttist viss um að hún gæti aldrei orðið neitt og ekki lært neilt. Það var ekki hægt að byggja á sjálfstrausti hennar, því að það var ekki til, held- ur varð að gefa henni trúna á sjálfa sig, því að hana vantaði alveg. En hún er ekki sú eina, sem verið hefir með því márkinu brennd. Debra Paget, Jeff Hunter, Jolinnic Ray, Jean Peters (ég hafði ósköp mikið fyrir lvenni) komu öll til mín lafhrædd um að þau kynnu ekki að snúa sér við á leiksviði. Ég spurði hvað þau væru að hugsa um, og öll svöruðu þvi sama: Ég er svo hrædd um að ég sé hlægileg, eða hvort fólki lítist vel á mig. Þau hugsuðu öll of niikið um sjálfa sig. Með öðrum orðum: Yndisþokkinn er í því fólginn að gleyma sjálfum sér. Og það er einmitt þetta, sem Marilyn Monroe hefir skilið", segir Helene Sorrell. Khonda Fleming. T ískumyndLr Köflóttur Berlínarkjóll sem er dálítið sportlegur. Hann er fyrir þær yngstu. Pilsið er hringskorið og treyjan með % ermum. Beltið er breitt eins og fer best ungum stúlkum. Hún er í háls- hárri peysu undir kjólnum, en hann má einnig nota án þess því að háls- málið fer annars vel. Hún er bæði fín og dugnaðarleg þessi unga skrifstofustúlka. Þetta er tvískiptur kjóll, fellt pils og aðskorin treyja mcð % löngum ermum. Krag- inn er bundinn framfyrir. Verði henni boðið út beint af skrifstofunni getur hún verið ánægð með kjólinn sinn.

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.