Fálkinn


Fálkinn - 01.06.1956, Blaðsíða 12

Fálkinn - 01.06.1956, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN HELLE FRAMHALDSSAGA * I WJFÆ& 20 'ÆÆTÆá mann koma út og stefna í áttina þangað, sem verið var að vinna við veginn. Michael var á báðum áttum. Það gat verið Michelle, sem var þarna. En það gat líka verið tilviljun, að þessi stúlka hét Michelle. Kvenfólk af því tagi sem vegavinnumaðurinn hafði talað um, hampaði ekki ættarnafninu sínu. Ef þetta var Michelle ... væri þá ekki rétt- ast að Lucien færi þangað heim og spyrði? Hins vegar mundi maðurinn þarna — Michelin — bráðlega frétta, að spurt hefði verið eftir stúlkunni, og þá mundi hann flýta sér heim og aðvara hana, ef hann grunaði að hún vildi ekki láta finna sig. Og þá gat hún verið horfin þegar Lucien kæmi ... Michael læsti bílnum og gekk áleiðis að stígnum, sem lá heim að húsinu. Maðurinn var kominn í hvarf. Hann gekk fram hjá stígnum og gekk heim að húsinu yfir túnblett, sem ekki hafði verið í rækt í mörg ár. Hann sást ekki fyrir trján- um kringum húsið og komst alveg að húsinu án þess að hans yrði vart. Um leið og hann kom að garðshliðinu kom Michelle út úr dyrunum með skjólu í hend- inni. Þau störðu hvort á annað. „Michael!" andvarpaði Michelle. Hann hljóp nokkur skref í veginn fyrir hana til að missa ekki af henni. Hún skyldi ekki sleppa í þetta skipti. Hún setti frá sér skjóluna og þurrkaði sér um hendurnar á svuntuhorninu, og aldrei hafði Michael fundist hún jafn falleg og nú, rjóð og heit af vinnunni og með raunablæ á þreytulegu andlitinu. „Michelle, aumingja litli bjáninn!" sagði hann mildur. „Hvers vegna gerðir þú þetta?" Hún saup hveljur en sagði ekkert. „Lucien hefir ekki verið mönnum sinnandi," sagði Michael. „Hann er farinn að verða grá- hærður. Fannst þér hann eigi skilið, að þú færir svona með hann?" „Hvað gat ég gert annað?" spurði Michelle. „Ég var í þann veginn að eyðileggja tilveruna fyrir honum." „Hvaða vitleysa. Það varstu að gera með því að hverfa!" sagði Michael. „En taktu nú af þér svuntuna og komdu með mér, og svo förum við til Luciens og þá getið þið talað saman um þetta sjálf. Hann er að leita að þér spölkorn héðan, nær borginni." „Hvernig datt ykkur í hug að leita að mér hérna?" „Það er nú löng saga að segja frá því," sagði Michael. „Komdu nú!" Hún hikaði, en hann sá á augunum í henni að hún þráði að fara með honum. „Komdu nú!" sagði hann aftur. „1 þetta skipti skaltu ekki sleppa, og þú verður að hitta Lucien, fyrr eða síðar. Ég legg við drengskap minn, að ef þú hefir nokkra gilda ástæðu til að fara frá honum, skal þér ekki verða varnað þess. En þú verður að tala við hann. Ef þú vilt ekki verða konan hans áfram, verðurðu að minnsta kosti að sjá til þess, að hann geti fengið skilnað." Hann beið eftir henni meðan hún fór í hreina treyju og önnur föt. Svo kom hún út til hans. „Ég veit ekki hvað ég á að gera," sagði hún. „Ég veit ekki hvort Michelin hefir nokk- urn lykil — maðurinn sem ég bý hjá hérna," bætti hún við. „Það veit ég," svaraði Michael. „Við getum ekið um hjá vegavinnumönnunum og afhent honum lykilinn og sagt honum að þú sért farin. Það er ekki nema sjálfsagt að við gerum það." Hún fór með honum orðalaust. Þau mættu Michelin áður en þau komu á vinnustaðinn. „Ég verð að fara með herra Silvestre, Michelin," sagði hún. „Hérna er lykillinn. Ég skildi eftir koffortið mitt, hver veit nema ég komi aftur." „Hvað viljið þér stúlkunni?" spurði Mic- helin stuttur í spuna. „Hefir. hún gert eitt- hvað illt af sér?" „Nei," svaraði Michael, „en ég ætla að fara með hana til mannsins hennar, hann var far- inn að undrast um hana." Michelin leit á þau á víxl. Svo brosti hann íbygginn. „Nú, það er þá svona. Það hefir hlaupið snurða á þráðinn," sagði hann. „Já, einu sinni fór konan mín frá mér. Það var meðan við vorum ung. En ég náði í hana aftur. Hvers vegna sótti maðurinn hennar hana ekki sjálf- ur?" spurði hann svo tortryggnislega. „Hann er að leita að henni á öðrum stað, nær borginni," sagði Michael. Við skiptum leitinni þegar við höfðum ástæðu til að ætla að hún væri einhvers staðar á þessum slóð- um." „Hann má þakka fyrir að fá hana aftur — hún eldar allra besta mat," sagði Michelin og andvarpaði. „Auðvitað á hún að vera hjá manninum sínum. Hugsið þér ekkert um koffortið — ég skal koma því til skila ef ég fæ heimilisfangið!" Michael brosti og gaf honum heimilisfangið og hugsaði með sér að gaman mundi vera að verða viðstaddur þegar Michelin kæmi til Versailles. „Jæja, Versailles!" sagði Michelin og tók við lyklinum, sem Michelle rétti honum. „Jæja, ég kem líklega á sunnudaginn. Fyrripartinn. Og verið þér nú góð við manninn yðar!" bætti hann við og flýtti sér svo til baka í vinnuna. Michael hló. „Þetta er einn af bestu mönnunum, sem ég hefi kynnst," sagði Michelle. „Hann hefir farið með mig eins og ég væri dóttir hans síðan ég kom til hans, og ekki reynt að grennslast um neitt mér viðvikjandi. Og hann var svo þakklátur fyrir það sem ég gerði á heimilinu." „Lucien gleymir honum það ekki," sagði Michael og skammaðist sín fyrir að hafa farið að hlæja. Þau fóru að bílnum og öku svo hægt áleiðis til Parísar. Þegar þau komu þangað, sem aftalað hafði verið að Michael hitti Lucien, var enginn Lucien þar. Þau sátu í bílnum og biðu, og nú sagði Michael henni hvernig þeir hefðu komist á slóðina eftir henni. Hún hlustaði hljóð á frásögnina af stúlk- unni ókunnu, sem haf ði stolið eða óvart kom- ist yfir töskuna hennar. Og svo spurði hún: „Hvað hefir orðið um Albert?" „Albert er á leið í nýlendurnar," svaraði Michael. „Ég veit ekki hvernig Lucien fór að því, en honum tókst að fá hann lausan. Þú þarft ekki að hugsa meira um það. Var það þess vegna, sem þú fórst?" Michelle kinkaði kolli. „Er — er þá allt í lagi?" spurði hún með öndina í hálsinum, og hann sá hvernig gleðin kom fram í augnaráði hennar. „Allt í lagi! Og við skulum sjá um Jules líka — ég held fyrir mitt leyti, að hann sé ekki illa á vegi staddur. Hann hefði kannske orðið mesti efnismaður ef hann hefði ekki lent á glapstigum í æsku. Hann er að leita að þér í París, og ég hugsa að Lucien hjálpi honum svo að dugi ... En þarna kemur þá Lucien!" Hann fór út úr bílnum og gekk á móti Lucien, sem kom hliðargötu. Hann var þreytt- ur og raunalegur, og vonleysið skein úr aug- unum þegar hann leit til Michaels. „Engin manneskja hefir orðið hennar var," sagði hann. „Hún situr hérna inni í bílnum," sagði Michael rólega. Lucien þreif í handlegginn á honum. Fyrst datt honum í hug, að Michael hefði kannske alltaf vitað hvar hún var, en ekki viljað segja honum frá því fyrr en nú, en Michael varð fyrri til að eyða þeim grun og sagði: „Vega- vinnumaður hafði tekið hana að sér. Hann heitir Michelin." Lucien sleppti honum og hljóp að bílnum. Opnaði dyrnar — og þar sat hún. Augu henn- ar ljómuðu móti honum gegnum tárin, varir hennar titruðu. Og allt var eins og áður. öll orð voru óþörf þeirra á milli — þau voru eitt. Hann fór inn í bílinn og skeliti hurðinni aftur og settist við hlið hennar og þrýsti henni að sér. En loks kom að því, að honum fannst hann verða að segja eitthvað. „Nú sleppi ég þér aldrei framar!" sagði hann. „Þótt ég svo verði að hafa þig með mér á skrifstofuna á hverj- um degi, til þess að missa ekki sjónar af þér." „Ég yfirgef þig aldrei framar," hvíslaði Michelle. „Ég hélt að ég myndi deyja, eftir að þú varst ekki hjá mér framar." Nokkrum mínútum síðar sá Michael bílinn renna af stað og bruna til borgarinnar. * Endir.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.