Fálkinn


Fálkinn - 01.06.1956, Blaðsíða 13

Fálkinn - 01.06.1956, Blaðsíða 13
S*?j«?" ([*' FÁLKINN 13 VITIÐ ÞIÐ ÞETTA UM ISINNf 1. Is flýtur í vatni, vitanlega, segið þið, en það er nú alls ekki svo sjálfsagt. Isinn er storknað vatn, og svo að segja öll önnur efni dragast saman og fá meiri eðlisþyngd, er þau storkna. Svo að það storkna þyngist og sekkur i því fljótandi. — Hins vegar byrjar vatnið að þenjast út undir eins og það verður kald- ara en 4 stig, og þegar það er orðið að ís verður það um 1/10 rúmfrekara en meðan það var fljótandi. Þess vegna er ís léttari én vatn. 2. Þegar ís myndast á sjónum verður hann alltaf ósaltur. Saltið greinist úr við frystinguna. En sjórinn sem eftir er fljótandi verður saltari og saltari eftir því sem meira frýs af honum, og því saltari sem hann verður því meiri kulda þarf til þess að hann frjósi. Saltið á sök á því að ísinn á sjónum er ekki nærri eins sterkur og jafn eins og á ósöltu vatni. — Stórir hafísjakar eru úr vatni, úr jöklum heimskauta- landanna. Ef allur ís á jörðinni bráðnaði mundi sjáv- arborðið hækka um 60 metra. ???????????????????< ? Tlý fratnhaldssaga | f næsta tölublaði FÁLKANS hefst ný ? framhaldssaga, sem heitir: > Tflálamynda-hfónabandið Hún er eftir Roberta Leigh. — Þetta er mjög skemmtileg og spennandi saga Fylgist með frá byrjun! FÁLKINN — VIKUBLAÐ MEÐ MYNDUM. — Af- greiðsla: Bankastræti 3, Reykjavik. Opin kl. 10—12 og 1%—6. — Ritstjóri: Skúli Skúlason. Framkv.- stjöri: Svavar Hjaltested. HERBERTSprent. KANADA. Framh. af bls. 5 skuli bjarga sér ef þeir eru einir síns liðs norður á öræfunum. Það eru Bandarikin og Kanada i sameiningu, sem bera kostnað af þess- um varúðarráðstöfunum. — En þær væru svo til ókleifar ef ekki væru flugvélarnar. Og það eru yfirleitt þær, sem hafa opnað norður- öræfin. Þær annast að heita má alla flutninga til stöðvanna í Norður- Kanada, og þeim sem þar búa finnst að þeir séu komnir i samband við uin- heiminn síðan flugvélarnar komu til sögunnar. I lofti er ekki nema tæp dagleið þangað, sem áður var nokk- urra mánaða ferð. Aðal samgönguleiðirnar norður til Yukon og Mackénziedalsins eru frá Alberta. Þaðan er góður akvegur til Yukon og daglegar flugsamgöngur. BYGGÐARLÖGIN. Þegar gullið fannst í Klondyke varð Dawson „höfuðborg" i Yukon, en nú er gullið þar ekki eins mikils virði og áður. Bæði silfur- og blýnám gefur Yukonbúum meira i aðra hönd en gullið. Nú er Whitehorse, suður við landamæri British Columbia orðin liöfuðstaður Yukon, enda langstæ'rsti bærinn, með 2600 íbúum, en i Daw- son eru aðeins 800. Gullnámubærinn Yellowknife við Þrælavatn er stærsti bær Norður-umdæmisins og búa þar rúm 2700 manns, en ekki er hann samt höfuðstaður þess mikla lands heldur Fort Smith, sem stendur suður á landamærum Alberta. Þar lifa þó ekki nema 450 manns. Við Mayo i Yukon er að rísa upp 'nýr bær, vegna silfurnámanna þar í grennd. En nyrsti bærinn sem nokkuð kveður að er Aklavík, við ósa Mackenziefljóts. Þar búa 700—1500 manns eftir árs- tíðinni. Um 70% af bæjarbúum eru Eskimóar, en þeir eru í veiðileiðangr- um langa tíma úr árinu. S'umir þessara bæja hafa eins kon- ar bæjarstjórn, sem að nokkru leyti er kosin af bæjarbúum en sumpart skipuð af umboðsmönnum rikisstjórn- arinnar. Stjórnarumboðsmaðurinn í Yukon hefir fimm manna ráðuneyti sér við hlið, kosið til þriggja ára. Er hann ábyrgur gagnvart ríkisráðinu i Ottawa og ráðherra sá, sem hefir mál Norður-Kanada með höndum, segir honum fyrir verkum. Þessi umboðs- maður situr í Whitehorse. Fyrir- komulagið í Norður-umdæminu er svipað og i Yukon, að öðru leyti en þvi að þar er það vara-Norður- Kanadaráðherrann, sem er stjórnar- umboðsmaður eða landsstjóri. Hann hefir níu manna ráð sér við hlið, og eru fjórir úr því kosnir af landsbúum, en fimm skipaðir af stjórninni. Þetta ráð kemur að jafnaði saman tvisvar á ári, til skiptis i Fort Smith og Ott- awa. Yukon og Norður-umdæmið eiga sinn þingmanninn hvort á sambands- þinginu í Ottawa. En þeir sem helst halda tengslun- um uppi við ríkisstjórnina og hafa framkvæmdavaldið á þessum víðlendu flæmum er „ríðandi lögreglan" — hin fræga „Mounted Police" Kanada- manna. Það er hún sem heldur uppi lögum og rétti, sættir mál manna ásamt nokkrum „friðardómurum" eða hreppstjórum. En hún gerir meira. Hún er fólkinu stoð og stytta þegar vanda ber að höndum og til hennar flýr það i nauðum sínum. Þeir eru læknar og ljósmæður ef á þarf að halda og vitanlega málaflutningsmenn — og dómarar. . En í Whitehorse er yfirdómur Norður-Kanada. í honum situr aðeins einn maður, og hann hefir stærsta yfirdómaraembættið í heimi, nfl. 2/5 af öllu Kanada. Enginn veit hver framtíð þessa mikla lands verður. Eins og áður seg- ir eru litil líkindi til að þarna verði nokkurn tima kornakrar eða kúabú eins og i Manitoba, Saskatschevan og Alberta. En sú litla reynsla sem feng- ist hefir virðist benda á að þarna sé óvenjulega mikill auður málma og jarðefna, sem geti valdið því að mill- jónir manna sogist þangað norður á öræfin —¦ norður i kuldann og langa veturinn. Norður-umdæmið er óvistlegt land. Víðast hvar tilbreytingalaus flatn- eskja. Þó eru nokkur fjöll norðaust- ast og á Baffinslandi og Ellesmere- landi. En i Yukon eru tignarleg fjöll og mikil náttúrufegurð. Því er spáð að það verði mikið ferðamannaland er fram í sækir, og dragi m. a. að sér veiðimenn. Bandaríkjamenn fara þangað til að skjóta elg, björn og hirti. Og mikil laxagengd er þar í öllum ám og silungur og „hvítfiskur" í völn- unum. Náttúran hefir séð þessu landi fyrir margvíslegiim gæðum en á hinn bóg- inn gert mönnum erfitt fyrir að nota þau. * Sínum augum litur hver á silfrið — og nefið. í Persíu þykir bogið nef fallegast, en á Haiti flatt nef. í Rúss- landi eru brettunef (opstopper) i há- vegum höfð og i Japan þykir konan þvi fallegri þvi stærra sem nefið er á henni. Ríkisféhirðirinn i Bandaríkjunum hefir vél, sem telur og flokkar skipti- mynt með ótrúlegum hraða. Hún flokkar 18.000 peninga á klukku- stund og skilar hverri tegund i sitt hólf. Hjólið, sem peningarnir flokk- ast í, fer 3000 snúninga á minútunni. Þegar Mars er næst jörðu eru „að- eins" 15 milljón kilómetrar á milli, en 377 milljón km. þegar Mars er fjærst jörðu. Dagurinn á Mars er 24 tímar og 37 minútur, og árið 687 dagar. Þvermál Mars er 6840 km. eða nálægt helmingi minni en þvermál jarðar- innar, yfirborðið fjórum sinnum minna en jarðarinnar og þyngdin ní- undi hluti af þyngd jarðarinnar. Fjar- lægð Mars frá sólinni er 207 til 240 milljón kilómetrar og aðdráttarafl þessa hnattar þrisvar sinnum minna en jarðarinnar, þannig að 30 kíló á jörðinni mundi ekki vega nema 10 kiló á Mars. Stærsta sterinkerti, sem nokkurn tíma hefír verið steypt, var fimm metra 'hátt og kostaði 1200 krónur. Það var söfnuður vestur i Ameriku, sem lét hollenskan kertasteypara gera kertið, og gaf páfanum það. Ef kertið er aðeins látið loga 5 mínúlur á ári getur það enst í 30.000 ár. ADAMS0N Adamson málar gólfið.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.