Fálkinn


Fálkinn - 08.06.1956, Blaðsíða 3

Fálkinn - 08.06.1956, Blaðsíða 3
FÁLKINN 3 ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ: Can-can dansinn í þriðja þætti. Ævar Iívaran (sendiherrann) og Þuríður Pálsdóttir (Velencienne). Þjóðleikhúsið»hafði frumsýningu á óperettunni „Kátu ekkjunni" eftir Lehár síðastliðið föstudagskvöld. Hús- fyllir var og sýningunni ágætlega tek- ið. Lítill vafi er á þvi, að mikil aðsókn mun verða á sýningum Þjóðleikhúss- ins á óperettunni, sem margir telja eina þá bestu, sem samin hefir verið, enda er tónlistin létt og heillandi, svo sem alkunna er. Hinn danski leikstjóri og ballett- meistari Sven Áge Larsen hefir sett óperettuna á svið, en honum til að- stoðar hefir verið Baldvin Halldórs- son. Það er vandasamt verk að stjórna sýningum sem þessum, ekki sist þegar naumur tími hefir verið til undirbún- ings, en sá búningur, sem Káta ekkjan hefir verið færð í í Þjóðleikhúsinu virðist í besta lagi. í tvö meginhjíutverk óperettunnar voru fengnir gestir erlendis frá, þau Stína Britta Melander og Einar Krist- jánsson, sem óþarfi er að kynna. Þau hafa bæði sungið í óperuhlutverk- um i Þjóðleikhúsinu áður. Stina Britta Melander fer með hlutverk Kátu ekkj- unnar á íslensku, og jivingar það nokkuð framsögn hennar, en annars JBtina Britta Melander í hlutverki Hönnu Glawari — kátu ekkjunnar. Anna Brandsdóttir í hlutverki ástar- guðsins. er söngkonan glæsileg og hrífandi í hlutverki sínu og syngur sig inn í lijörtu áhorfenda. Einar Kristjánsson fer einnig vel með hlutverk Danilos greifa. Onnur helstu sönghlutverkin hafa þau á hendi Þuriður Pálsdóttir og Magnús Jónsson. Þuríður fer með lilutverk Valencienne sendiherrafrúar, en Magnús með hlutvcrk de Rossilons baróns elskhuga sendiherrafrúar- innar. Þeir Ævar Kvaran og Lárus Ing- ólfsson fara með helstu gamanhlutverk óperettunnar og tekst báðum mjög vel að ná hylli áhorfenda. Ævar er mjög lifandi í hlutverki hins treggáfaða sendiherra, Mirko Zeta, og Lárus Ing- ólfsson slær á áður þekkta strengi í hlutverki kansilistans. Einar Kristjánsson sem Danilo greifi. Þorsteinn Hannesson fer með titið hlutverk af smekkvísi, og auk þess eru nokkpr smærri hlutverk, kór og dansflokkur. Sérstaka athygli vöktu hinir fallegu dansar í öðrum og þriðja þætti, en þá hefir leikstjórinn samið í samráði við Lisu Kæregaard og Erik Bidsted. Einkum var dans þeirra Bryndísar Scliram og Jóns Valgeirs Stefánssonar heillandi. Gefur hann góðar vonir um ])að, að þessi svo til nýja listgrein hér á landi sé í mikilli framför. Það er mjög þýðingarmikið atriði, að dansarnir í sýningum sem þessari séu vel uppbyggðir, og hér hefir vel tekist til. Þeir gefa sýning- unni fyllingu og móta mjög heildar- svip hennar. Hljómsveitarstjóri er dr. V. Ur- bancic og leiktjöld og búninga liefir Lárus Ingólfsson teiknað. Á TRÖPPUM HVÍTA HÚSSINS. — Forseti Indónesíu, Soekarno. er um þessar mundir í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum. í för með honum er sonur hans 12 ára gamall, Guntur að nafni. Ilér sést Eisenhower taka á móti feðgunum á tröppum Hvíta hússins.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.