Fálkinn


Fálkinn - 08.06.1956, Blaðsíða 9

Fálkinn - 08.06.1956, Blaðsíða 9
FALKINN lienni én nokkurn tíma áður. Ég lield að ef viS hefSum ekki alist upp sam- an — ef ég hefði kynnst henni eftir að við vorum orðin uppkomin — mundi hún kannske hafa tekið mig alvarlegar. En núna má ég ekki gera mér neina von, þvi að ég er bara gamli leikbróðirinn hennar hinu megin við götuna. Ég var að leita að einhverju til að svara. En það var litið sem ég gat fundið honum til huggunar. Og alltaf var ég að hugsa nm hvað væri að gerast frammi i forstofunni, hver þessi gestur væri, sem kominn var til að tala við Kathie. Var hann eitthvað viðriðinn þessa snögglegu heimkomu hennar? Var það hann, sem átti sök á þvi, að hún var svona miður sín? Allt i einu sá ég að Robin stirðnaði i framan. Ég leit í sömu átt og hann ¦— horfði út um gluggann — og sá Kathie og.háan og herðabreiðan mann ganga framhjá. Þau töluðu saman í ákafa, og ég fann að mér varð órótt. Hver var þessi niaður? Hvers virði var hann Kathie? — Nei, það er best aS ég fari að hypja mig heim, sagði Robin með uppgerðar rósemi. — Viljið þér skila kveðju frá mér til Kathie? — Þú getur hinkrað dálítið við. Hún hlýtur að koma innan skamms. En Robin vildi ekki bíða. Ég fylgdi honum til dyra. Hann brosti neyðar- lega. — Góða nótt! sagði hann. Og svo hvarf hann út i myrkrið. ALLT í einu fékk ég hugboð um að fara út i garðinn. Ég vildi ná i Kat- hie og fá hana til að koma með mér inn, annað hvort með eða án þessa dularfulla gests, sem mér var i nöp við. Meðan hún ætti heima undir mínu þaki, yrði hún að láta svo litið að haga sér skikkanlega og vera ekki ókurteis við sína gesti eða mína. Ég var langstigur niður í garðinn, og því meira sem ég hugsaSi um þetta þvi reiðari varð ég. Ég sá hvergi Kathie eða þennan vin hennar. Mér datt í h'Ug hvort þau mundu hafa laumast niður á milli trjánna neðst í garðinum. Þegar ég kom niður að trjánum heyrði ég raddir innan úr lystihúsinu til 'hægri við mig. — Þú hafðir engan rétt til að koma hingað yfirleitt! Það var rödd Katliie sem ég heyrði, og hún var nærri því eins reið og ég. — Hvers vegna ekki? Mannsröddin var djúþ og stillileg. Það varð ekki annað heyrt en að honum liði vel. — Ég elska þig, trúirðu þvi ekki? Þú talar eins og barn, Kathie. Ég hélt að þú værir vaxin upp úr þvi. — Ég er vaxin upp úr því, sagði Kathie áköf. — ÞaS er þess vegna, sem ég fór heim. Ég er ekki svo mikið barn, að ég láti fanta eins og þig villa ¦niér sjónir, Barney! — Farðu nú hægt, telpa mín! Þó að ég sé í hamingjulausu hjónabandi, þarf ég ekki að vera fantur .. . — Nei, en það var fúlmennska að segja mér ekki frá því! Þú ætlaðir þér að ginna mig burt með þér og segja mér ekki frá neinu fyrr en það væri orðið um seinan. — Skrambi ertu orðin siðavönd, Kathie, svona allt i einu! Það er ekki langt síðan þú sagðir mér, að þú fyrir- litir fóík', sem væri tiltektasamt og gamaldags. — En þetta er hvorki tiltektarsemi né gamaldags, það er ... Framhald á bls. 11. Stjörnulestur eftir Jón Árnason, prentara. Sólmyrkvi 8. júní 1956. Alþjóðayfirlit. Loftsmerkin eru yfirgnæfandi í áhrifum og benda á aukna hugræna starfsemi. En breytilegu mcrkin eru einnig yfirgnæfandi og því munu ákvarðanirnar frekar óákveðnar og breytilegar. — Sólmyrkvinn iokar fyrir lífsorkuna í bili og mun það draga frekar úr þrótti viss flokks manna í Bandaríkjunum. Þeim, sem fæddir eru á þessum degi er hætt við að taki sjúkdóm, sem gæti orðið örð- ugt að lækna. Áhrif þessi gætu dregið úr minni og tafið hugsanastarfsemina að einhverju leyti, einnig vegna þess að myrkvinn hefir slæma afstöðu frá Úran. — Einnig hefir myrkvinn sterk áhrif í þeim löndum, sem hann er hátt á lofti. Einn eða fleiri jarðskjálftar gætu átt sér stað. Lundúnir. — Sólmyrkvinn i 6. húsi. Verkamenn og málefni þeirra munu undir áberandi áhrifum og veitt eftir- tekt. Fjárhagsástæður munu koma þar til greina. — Mars í 2. húsi. Fjárhags- reksturinn mun tviræður og ágrein- ingur gæti komið upp í sambandi við pcningaverslunina. Eldur gæti komið upp i banka. — Merkúr i 5. húsi. Álita- mál um rekstur leikhúsa og skemmti- staða. — Venuá" og Úran i 7. húsi. Ágreiningur mikill gæti átt sér stað út af utanríkismálunum og mun stjórnin eiga i vök að verjast. — Júpíter í 8. húsi. Sæmileg afstaða fyrir ríkið til erfða og gjafa og leyndar- ráðið hefir sæmilega afstöðu. — Nep- tún og Satúrn í 9. liúsi. Búast má við töfum i utanlandssiglingum og við- skiptum og útflutningi. Berlín. Sólmyrkvinn í 5. húsi. Skemmtanir, leikhús og leikarar und- ir áberandi áhrifum og þeim veilt mikil athygli. Þó mun eftirtekjan nokkru minni en vonað var. — Mars i 1. húsi. Óánægja nokkur mun rísa út af trúmálum og um það gætu orðið blaðadeilur. — Merkúr í 4. húsi. Um- ræður miklar og ágreiningur um rekstur landbúnaðar og eignir gætu lækkað í verði. — Venus i 6. húsi. Aðstaða verkamanna ætti að vera góð og heilbrigði ætti að vera með betra móti. — Úran í 7. húsi. Ekki bein- línis heppileg afstaða fyrir utanríkis- þjónustuna. Hætt við töfum og svik gæti komið i ljós. — Neptún í 9. húsi. Uppreisn gæti komið í ljós i siglinga- og flutningaflotanum og útlendum við- skiptum. — Satúrn í 10. húsi. Stjórnin á i örðugleikum ýmsum, bæði inn á við og út á við. Moskóva. — Sóhnyrkvinn i 4. húsi. Athugaverð afstaða fyrir landbúnað- inn og rekstur hans. Ágóðinn ekki nægilcgur. ¦— Mars í 1. húsi. Urgur nokkur liklcgur vegna trúmála og slikrar starfsemi. Hitasóttir gætu gert vart við og sig cldsvoðar. — Merkúr í 3. faúsi. Samgöngur og fltitn- ingar undir áberandi áhrifum, urgur og umræður og reksturinn lclegur. — Venus i 5. húsi. Leikstörf og skemmt- anir undir góSum áhrifum, þó gæti fjárhaguriiin orSiS minni en æskilegt væri. — Úran í 6. húsi. — Óróleiki nokkur gæti átt sér staS meSal verka- manna og jafnvel í hernum og undan- gröftur gæti átt sér staS. — Júpítcr í 7. húsi. Athugaverð afstaða i utan- rikisviðskiptum og rekstri utanrikis- mála. — Satúrn í 8. húsi. Dauðsföll meðal fyrrv. embættismanna frekar áberandi. Tokyó. — Sólmyrkvinn i 12. iiúsi. Góðgerðastofnanir, fangelsi, sjúkra- hús og vinnuhæli undir athyglisverð- um áhrifum og gagnrýni. — Venus í 1. húsi. Bendir á frekar góða afstöðu almennings og heilsufar gott. — Júpíter í 3. húsi. Samgöngur og flutn- ingar undir góðum áhrifum og gefa góðan arð. — Neptún i 5. húsi. Leik- hús og leikiist og skemmtanastarf- semi gengur frekar vel og undir dul- rænum áhrifum. — Mars í 9. húsi. Barátta meðal siglingamanna og eld- ur gæti komið upp í flutninga- og farþegaskipi. Washington. — Sólmyrkvinn i 8. húsi. Dauðsföll meSal háttsettra manna áberandi. — Úran i 9. húsi. Óeirðir í siglingaflolanum og spreng- ing gæti komið upp í flulningaskipi. — Júpíter i 10. húsi. Góð afstaða stjórnarinnar bæði úl á við og inn á við. — Ncptún i 12. húsi. Sviksemi gæti komið í ljós i rekstri vinnuhæla, sjúkrahúsa og góðgerSastofnana. — Satúrn i 1. húsi. Örðug aðstaða al- mennings og kvillasamt. — Mars í 4. húsi. Eldur gæti komið upp i sveita- setri eSa búgarði. ÍSLAND. 7. hús. — Sólmyrkvinn í húsi þessu. Liklegt að utanrikismálin mun mjög á dagskrá og hæpið um meðferð þeirra, jafnvel undirróður og svik komi i ljós og undangröftur á bak við tjöldin. 1. hús. — Júpíter ræSur húsi þessu. Hefir yfirgnæfandi slæmar afstöSur. Líklegt aS aSstaSa almennings verSi örSug á ýmsa lund og koma áhrifin úr ýmsum áttum: Frá þinginu. stjórn- inni, utanrikismálum og fjárinálum. 2. hús. — Satúrn ræSur húsi þcssu. — Orðugleikar miklir í fjármála- i-ckslrinum og bönkunum. 3. hús. — Júpílcr ræSur hiisi þessu. Tafir nokkrar gætu átt sér stað i flutn- ingum, bókaútgáfu og blaSa og frétta. 4. hús. — Mars ræSur húsi þessu. Urgur meðal bænda, útgerðarmanna og annarra styrkþega út af erfiðum viðskiptum út af styrkgreiðslum o. fl. 5. hús. — Venus ræður húsi þessu. Dugnaður nokkur ætti að koma i ljós i rckstri skemmtistaða og leikhúsa, en fjárhagsafkoman verri og kostnað- ur meiri. 6. hús. — Venus ræður húsi þessu. Afstaða verkamanna ætti að vera frekar góð, en þó er liklegt að auknir fjárhagsmöguleikar verði minni en við var búist. 8. hús. — Venus í húsi þessu. — Ríkið gæti eignast arf eSa gjöf. 9. hús. — Merkúr ræður húsi. þcssu. Umræður gætu orðið miklar um utan- landsvershm og siglingar og afkoman versnað. 10. hús. — Neptún í húsi þessu. Ekki heppileg afstaða ráðendanna og ýms- ir háttsettir menn gætu tapað áliti og fylgi. 11. hús. — Satúrn i húsi þessu. ¦— Stjórnin á í örSugleikum, tafir i fram- vindu og meSferð mála. Þingmaður gæti látist. 12. hús. — Engin pláneta í húsi þessu og því eru áhrif þess lítt áber- andi. Ritað 22. maí Í95G. Vitið þér...? að í sumum löndum eru menn- ingarverðmæti tolluð eftir þyngd? Þetta á sérstaklega við um bækur og höggmyndir, en bækurnar eru viða tollaðar sérstaklega, ef þær eru bundnar í skinn. Tollur er lika lagður á málverk, vísindatæki, segul- bönd, kvikmyndir og fleira því líkt. En allt þetta skiptir miklu máli fyrir gagnkvæm menningarsamskipti þjóð- anna, og þess vegna er nú verið að ræða um aS fá tollana lækkaSa eSa afnumda. að met-framleiðsla varð á kolum í Evrópu 1955? FramleiSslan varð — Sovétríkin ekki meðtalin —.610 milljón smálestir, og er það 6 milljón smálestum meira en 1954. Eigi að síður fullnægir fram- leiðslan ekki eftirspurninni, og voru 24 milljón smálestir fluttar inn frá Ameríku síðasta ár, en 9 milljón smá- lestir árið áður. að enginn munur er á ýmsum eðalsteinum — nema liturinn? Ametyst er purpurarauður, smar- agðinn er grænn, tópazinn gulur og rúbíninn rauður, en eigi að síður er sama efnið í þeim öllum, — aðallega súrefnissamband af aluminium. ¦— Ef þessir steinar væru með sama lit, mundi vera ógerningur að þekkja þá sundur.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.