Fálkinn


Fálkinn - 08.06.1956, Blaðsíða 12

Fálkinn - 08.06.1956, Blaðsíða 12
12 FÁLKINN <¦<<<<<¦<<<<<<<<¦«<<;««¦«<<<<¦<•<<-<¦«<<<<<¦<<<<<<<<<-<-<-<-<-<¦<¦<<<<<<<<<<<<<<<<<<<-<¦ ROBERTA LEIGH Ndlomyndo - hjónabandið. = * FRAMH ALDSSAG A * »»->->»»»-»>»->->»->»»¦>-»-»->-»>>»>>>>>>>> »>>>>>> >>>»-»->->-»»»>>»x Hjá Hamalton Aero, enska flugfélaginu mikla, var líkast um að litast og á leiknema- skóla rétt fyrir úrslitasýninguna. Allir fölir og skjálfandi, ekki síst kvenfólkið í starfs- liðinu. Forstjórinn, Hamalton lávarður, þurfti að fá sér nýjan einkaritara. Ungfrú Heven, gamli ritarinn hans, hafði orðið veik og eftir það hófst breytinga- og byltingatíð og sannkölluð skálmöld í skrifstofunum. Nú fyrst skildi fólkið hvílíkur brimbrjótur og eldingavari ungfrú Heven hafði verið, og hyernig hún hafði dregið úr áhrifunum af geðvonskuduttl- ungum húsbóndans. Og nú hafði ungfrú Heven sagt upp stöðu sinni, heilsunnar vegna, og allar ungfrúrnar á skrifstofum félagsins freistað gæfunnar sem einkaritarar forstjórans um stundarsakir, og hjá flestum þeirra var stundin ekki nema stutt, þangað til þær komu öfugar út aftur, fölar og grátandi, og oftast stimplaðar sem fávísar eða heimskar, og stundum hvort tveggja. Skrifstofustjórinn leit yfir meyjahópinn sinn og andvarpaði. Nú var aðeins ein eftir, Lyndis Carmichael, sem var svo ung og óreynd að það var fiónska, að maður ekki segi ábyrgðarhluti, að senda hana inn til Hamalton lávarðar. Ungfrú Carmichael hafði ekki unn- ið nema fáeina mánuði hjá flugfélaginu, og stóð að vísu mætavel í stöðu sinni, en hún var svo ung og óreynd. Þetta var eins og að senda lamb í ljónagröf, hugsaði skrifstofu- stjórinn með sér og leit á Lyndis og andvarp- aði um leið. Hún var há og grönn með stór augu, sem erfitt var að segja um lítinn á. En þau voru þó að minnsta fcosti dökk og augnahárin löng, og þegar birtan féll beint á regnbogahimnuna, sást bregða fyrir grænum lit í þeim. Hún var óvenjulega björt yfirlitum þó að hárið væri dökkt, hörundsliturinn hlýr og bjartur eins og alabast í sól — þetta var hið sjald- gæfa blómkennda enska hörund, sem skáldin hafa kveðið svo mikið um, en sem sést svo sjaldan. Svart hárið var f íngert og silkimjúkt, og vafið um höfuðið í tveimur fallegum flétt- um og virtist hvert einasta hár vera kembt og gljáandi. Þegar maður skoðaði þessa stúlku vel, varð ekki um það villst að hún var mesta fríðleiksstúlfca, en fegurð hennar var ekki þannig, að hún gengi í augun við fyrstu sýn. Lyndis var hlédræg og hæglát og þess vegna var eins og sól brygði yfir er hún brosti. Hún farðaði sig mjög lítið, og ekkert í fari hennar var til þess fallið að vekja athygli. Hún var persónugervingur tignar- legrar háttvísi .. . Og nú átti að senda hana inn til gamla mannsins geðvonda! Hamalton lávarður rak upp stór augu, er hann sá hana koma inn í skrifstofuna með ritblokk í hendinni. „Jæja, hafið þér hugsað yður að verða rit- ari hjá mér?" spurði hann nöldrandi. ,,Ég ætla að minnsta kosti að reyna," svar- aði hún. Nei, hún ætlaði ekki að láta hræða sig. Hún gat ekki betur en reynt, en hún kunni sitt verk, það vissi hún. „Eruð þér ekki hrædd?" hélt gamli maður- inn áfram og það brá fyrir glettni i augunum á honum. „Eruð þér ekki hrædd um að ég verði vondur við yður?" „Ég held að þér séuð miklu betri en þér látist vera," svaraði Lyndis, og varð sjálf hissa á hve frökk hún var. Það gat aldrei farið verr en að hann ræki hana út, svo að hún hélt áfram: „Þér eigið sjálfsagt einhvern viðkvæman blett, eins og aðrir — kannske í miðju hjart- anu. Sem þér blátt áfram viljið leyna." Lyndis varð hissa á að lávarðurinn skyldi ekki verða reiður. En hins vegar varð hann þungbúinn á svipinn, eins og hánn væri að hugleiða það sem hún hafði sagt. Alvarleg- ur en vingjarlegur. Lyndis tók eftir að hann horfði á ljósmynd, sem stóð á skrifborðinu hans. Hún vissi ofurvel af hverjum hún var, því að hún hafði oft stolist til að skoða hana. Hún var af Nicholas, syni lávarðarins, í ein- kennisbúningi breska flughersins. Já, þessi sonur var viðkvæmi bletturinn, það vissu allir. Hann var einkabarn og til- beiðsluverður, fannst Lyndis, sem dáðist að honum gegn vilja sínum og heiibrigðri skyn- semi. Jafn dásamlegur maður og Nicholas Hamalton gat ekki verið til. Og hún fann núna, að hún roðnaði er hún hugsaði til hans. Hún vissi að hann hafði getið sér frægðar- orð í stríðinu og að hann hafði haldið áfram störfum, sem reynsluflugmaður eftir stríðið, þvert ofan í vilja föður síns. Nicholas var einkaerfingi að flugfélaginu mikla og einum mestu einkafjármunum í Englandi, að ó- gleymdu hinu dásamlega óðalssetri í Corn- wall. Lyndis flaug í hug sem snöggvast, að Hamalton lávarð grunaði hvers vegna hún roðnaði, því að nú hvessti hann augun á hana — þessi geigvænlegu augu, sem virtust sjá gegnum fólk. „Jæja, en eru þá engir snöggir blettir á yð- ur?" spurði hann ertandi. Lyndis átti í stríði við hjartsláttinn um stund, áður en hún gat svarað í gamni: „Ég vona að minnsta kosti að þeir séu ekki á hraðrituninni minni — er það ekki aðal atriðið?" Hamalton lávarður varð mjög ánægður með nýja einkaritarann. Oft horfði hann hugs- andi á Lyndis. Þetta var óvenjulega töfrandi stúlka! Honum var fróun að horfa á hana, svona fallega og svo hægláta og prúða. Auk þess var hún snyrtileg og vel uppalín og greind. Svona dóttur hefði hann átt að eiga. Það hefði verið skemmtilegur félagsskapur í ein- verunni heima, yndisleg og alúðleg stúlka ... En hann hafði aldrei eignast dóttur. Lafði Hamalton hafði dáið skömmu eftir að Nic- holas fæddist og lávarðurinn hafði aldrei haft hug á að giftast aftur. Og enn einu sinni hvarflaði hugur hans til sonarins. Kannske hafði hann verið of ein- mana sem drengur, í stóra afskekkta húsinu á óðalinu í Cornwall. En hann hafði alltaf virst glaður og engir þverbrestir í sálarlífi hans. Þangað til nú. Þangað til þetta bölvað stríð kom og mergsaug ungu mennina, ungu mennina sem urðu eftir. Þetta stríð sem hafði gerbreytt þeim, án þess að þeir yrðu þess varir sjálfir. Nicholas var með því markinu brenndur. Stríðsmarkinu. Dökku augun í honum voru flögrandi og eirðarlaus, hann hafði enga ró í sínum beinum, hann var eins og pardusdýr sem æðir fram og aftur í búr- inu. Og svo þessi löngun í að tefla á tvær hættur, sem olli því að hann vildi ekki hætta að fljúga. Mundi hann aldrei verða samur maður aftur? Stóra húsið við garðinn í Kensington var eins og gröf. Hamalton lávarður fann sér bráðlega ýmsar átyllur til þess að f á Lyndis til að koma heim til sín, stundum var það vegna þess að hann þurfti að láta hann vinna eitt- hvað, en stundum aðeins til að tala við hann. Hann spurði oftsinnis hvort fjölskyldu hennar væri ekki verr við að hann fengi hana lánaða í frístundum hennar, en Lyndis hafði svarað brosandi, að þau ömuðust ekkert við því. Að lána einmana, gömlum manni hana, hefði hún viljað bæta við. Lyndis féll vel að vera samvistum við lá- varðinn. Hann var sundurgerðarminnsti og jafnframt hjartabesti maðurinn, sem hún hafði nokkurn tíma kynnst, og smám saman fór henni að þykja vænt um gamla húsið með dökku gljáfægðu þiljunum í stofunum. Hún hafði gaman af að sitja fyrir framan arininn með honum og drekka teið, sem þjónninn Devon kom með á vagni inn í stofuna, og fcveikti svo og dró þykku tjöldin fyrir glugg- ana. Og innan skamms var hún farin að dvelja heima hjá lávarðinum um helgar og vaknaði á sunnudagsmorgnum í óeðlilega stórri tjald- sæng í gestaherberginu, sem var eins og stærðar salur. Henni þótti vænt um að geta glatt gamla manninn með því að gerast heima- gangur hjá honum. Og eftir að Nicholas fór að koma heim aft- ur, þegar faðir hans hafði loksins fengið hann til að hætta að reyna nýjar flugvélar, varð allt svo dásamlegt. Augu Hamaltons lávarðar, sem lásu hjörtu fólks, gátu ekki annað en tekið eftir því, að Lyndis fylgdist vel með unga Hamalton, og augu hennar gátu ekki leynt því, að hún var ástfangin af honum. Oft hafði gamli maðurinn keypt leikhús- miða handa unga fólkinu, eða þá að hann stakk upp á þvi við þau að fara á einhvern nýjan veitingastað, svo að „þau gætu sagt honum hvernig væri að vera þar." Og svo sat hann heima sjálfur og var að hugleiða, hve gaman það væri ef Nicholas gæti orðið

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.