Fálkinn


Fálkinn - 15.06.1956, Blaðsíða 3

Fálkinn - 15.06.1956, Blaðsíða 3
FÁLKINN Þessar 13 stúlkur komu fram í fegurðarsamkeppninni á sunnudagskvöldið. Siguryegarinn, ungfrú Guðlaug Guðmundsdóttir, er í fremri röðinni, lengst til vinstri. Ljósmynd: Vignir, »3egurðardrolintng Jslands 1956« „Fegurðardrottning íslands 1956", Guðlaug Guðmundsdóttir, gengur fram á sýningarpallinn. Það var margt um manninn í Tivoli á sunnudags- og mánu- dagskvöld. Þar fór fram fegurð- arsamkeppni, sem mjög var vand- að til. Þrettán stúlkur tóku þátt í samkeppninni og veitt voru fimm verðlaun. „Fegurðardrottn- ing íslands 1956" var kjörin Guðlaug Guðmundsdóttir, Kirkju- teig 14, Reykjavík, og hlaut hún framúrskarandi góðar viðtökur hjá hinum mikla fjölda áhorf- enda, sem safnast hafði saman í skemmtigarðinum bæði kvöldin. Það er mál manna, að margar aðrar bráðfallegar stúlkur hafi einnig verið meðal þátttakenda. Fyrra kvöldið völdu um sex þúsund manns fimm úr hópi þeirra þrettán, sem komu fram á kjólum, til þess að taka þátt í úr- slitakeppninni á mánudagskvöld- ið. Þessar fimm stúlkur komu þá fram á sundfötum og greiddu áhorfendur atkvæði um það, hver þeirra skyldi hreppa titilinn „fegurðardrottning íslands 1956". Jafnframt var kjörseðillinn þann- ig útbúinn, að kjósendur skyldu greina röð stúlknanna að öðru leyti, því að allar höfðu til verð- launa að keppa. Kl. 12 á miðnætti voru úrslit kunngerð og tilkynnt að ungfrú Guðlaug Guðmundsdóttir (númer 6) hefði verið kjörin fegurðar- drottning. Hlýtur hún að verð- launum, auk nafnbótarinnar, ó- keypis ferð til Bandaríkjanna, þar sem hún mun keppa um titilinn ,,Miss Universe" í Long Beach í Kaliforníu í næsta mánuði. Önn- ur verðlaun, útvarpsgrammófón, hiaut Rúna Brynjólfsdóttir (nr. 3) Birkimel 8, þriðju verðlaun, flugferð til Kaupmannahafnar og til baka, Þórdís Tryggvadóttir (nr. 5), Mávahlíð 1, fjórðu verð- laun, dragt, Margrét Jónsdóttir (nr. 9), Sólvallagötu 60, og fimmtu verðlaun, gullúr, Jóhanna Sigurjónsdóttir (nr. 7), Höfða- borg 43. Hin nýkjörna fegurðardrottn- ing er 19 ára gömul verslunarmær og hefir unnið í Ingólfsapóteki. * Þessar fimm blómarósir kepptu til úrslita í fegurðarsamkeppninni.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.