Fálkinn


Fálkinn - 15.06.1956, Síða 3

Fálkinn - 15.06.1956, Síða 3
FÁLKINN 3 Þessar 13 stúlkur komu fram í fegurðarsamkeppninni á sunnudagskvöldið. Sigurvegarinn, ungfrú Guðlaug Guðmundsdóttir, er í fremri röðinni, lengst til vinstri. Ljósmynd: Vignir. jr ''JegurðardrollnÍng öslands 1956« Þessar fimm blómarósir kepptu til úrslita í fegurðarsamkeppninni. Það var margt um manninn í Tivoli á sunnudags- og mánu- dagskvöld. Þar fór fram fegurð- arsamkeppni, sem mjög var vand- að til. Þrettán stúlkur tóku þátt í samkeppninni og veitt voru fimm verðlaun. „Fegurðardrottn- ing íslands 1956“ var kjörin Guðlaug Guðmundsdóttir, Kirkju- teig 14, Reykjavík, og hlaut hún framúrskarandi góðar viðtökur hjá hinum mikla fjölda áhorf- enda, sem safnast hafði saman í skemmtigarðinum bæði kvöldin. Það er mál manna, að margar aðrar bráðfallegar stúlkur hafi einnig verið meðal þátttakenda. 9 „Fegurðardrottning fslands 1956“, Guðlaug Guðmundsdóttir, gengur fram á sýningarpallinn. Fyrra kvöldið völdu um sex þúsund manns fimm úr hópi þeirra þrettán, sem komu fram á kjólum, til þess að taka þátt í úr- slitakeppninni á mánudagskvöld- ið. Þessar fimm stúlkur komu þá fram á sundfötum og greiddu áhorfendur atkvæði um það, hver þeirra skyldi hreppa titilinn „fegurðardrottning íslands 1956“. Jafnframt var kjörseðillinn þann- ig útbúinn, að kjósendur skyldu greina röð stúlknanna að öðru leyti, því að allar höfðu til verð- launa að keppa. Kl. 12 á miðnætti voru úrslit kunngerð og tilkynnt að ungfrú Guðlaug Guðmundsdóttir (númer 6) hefði verið kjörin fegurðar- drottning. Hlýtur hún að verð- launum, auk nafnbótarinnar, ó- keypis ferð til Bandaríkjanna, þar sem hún mun keppa um titilinn „Miss Universe“ í Long Beach í Kaliforníu í næsta mánuði. Önn- ur verðlaun, útvarpsgrammófón, hlaut Rúna Brynjólfsdóttir (nr. 3) Birkimel 8, þriðju verðlaun, flugferð til Kaupmannahafnar og til baka, Þórdís Tryggvadóttir (nr. 5), Mávahlíð 1, fjórðu verð- laun, dragt, Margrét Jónsdóttir (nr. 9), Sólvallagötu 60, og fimmtu verðlaun, gullúr, Jóhanna Sigurjónsdóttir (nr. 7), Höfða- borg 43. Hin nýkjörna fegurðardrottn- ing er 19 ára gömul verslunarmær og hefir unnið í Ingólfsapóteki. *

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.